Dagblaðið Vísir - DV - 19.07.2013, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 19.07.2013, Blaðsíða 14
ErlEndu lánin sliga minni útgErðirnar Í stjórnarsáttmála ríkisstjórnar Sjálfstæðisflokksins og Fram­ sóknar segir að lögð verði áhersla á að bæta rekstrarumhverfi lítilla og meðalstórra fyrirtækja. Margir hafa einmitt réttlætt lækkun sér­ staka veiðigjaldsins sem ný ríkis­ stjórn kom í gegn með þeim orðum að án þess myndu mörg þessara fyr­ irtækja leggja upp laupana á næstu árum. Fjármálaráðuneytið áætlar að tekjutap ríkissjóðs af lækkun veiði­ gjalda nemi um 3,2 milljörðum á rekstrargrunni ársins 2013 og um 6,4 milljörðum árið 2014. Stórtæk kvótakaup 2004 til 2008 Flest sjávarútvegsfyrirtæki sem standa höllum fæti í dag eru í þeirri stöðu vegna kaupa á aflaheimild­ um á árunum 2004 til 2008, sem oft­ ast voru fjármögnuð með erlendum lánum sem hafa stökkbreyst í kjölfar bankahrunsins. Eins og sjá má í töflu hækkaði kvótaverð á þorski úr tæp­ um 400 krónum árið 1992 um það leyti sem frjálst framsal aflaheim­ ilda var leitt í lög og var komið upp í nærri 4.000 krónur þegar það fór í hæstu hæðir um mitt ár 2008. Í rannsókn sem Hörður Sævalds­ son, sjávarútvegsfræðingur gerði, komst hann að þeirri niðurstöðu að ástæður fyrir hækkun á kvótaverði á árunum 2002 til 2007 hefðu verið bætt aðgengi að lánsfé og ódýrara fjármagn. Í samræmi við það náði það hámarki 2008 þegar kvótaverð á hvert kíló af þorski fór í nærri 4.000 krónur. Það lækkaði síðan töluvert eftir það og var komið niður í 1.800 krónur árið 2010 og hefur frá þeim tíma staðið nokkurn veginn í stað. Margir ekki fengið leiðréttingu Í úttekt DV í dag er rætt við Örn Pálsson, framkvæmdastjóra Lands­ sambands smábátasjómanna. Þar kemur fram að margar smábátaút­ gerðir muni ekki greiða neitt sér­ stakt veiðigjald næstu fimm árin vegna mikillar skuldsetningar fyrir­ tækjanna. Þannig virðist lækkun sérstaka veiðigjaldsins ekki gera mikið fyrir stóran hóp af umbjóð­ endum hans sem keyptu kvóta fyrir 40 milljarða króna á árunum 2005 til 2007. Að lang mestu leyti með lán­ um frá bönkum og sparisjóðum sem veitt voru í erlendum myntum. Á þeim tíma var líka farið í að veita lán til kvótakaupa til lengri tíma en áður sem einnig hafði áhrif til hækkunar á kvótaverði. Frá bankahruninu hafa margir smábátasjómenn átt í deilum við viðskiptabanka sína vegna ágrein­ ings um lögmæti erlendu lánanna sem stökkbreyttust í kjölfar hruns íslensku krónunnar. Þannig myndi sú aðgerð, sem hin nýja ríkisstjórn hefur reyndar boðað, að ágreining­ ur um lögmæti lána í erlendri mynt verði útkljáður sem fyrst gera mun meira fyrir mörg af smærri sjávarút­ vegsfyrirtækjunum heldur en sú að­ gerð að lækka sérstaka veiðigjaldið. Á sama tíma hafa eignarhalds­ félög í eigu þekktra útgerðarmanna eins og Magnúsar Kristinssonar í Vestmannaeyjum og Guðmundar Kristjánssonar í Brimi fengið millj­ arða króna afskriftir vegna fjár­ festinga í hlutabréfum á tíma góð­ ærisins sem Guðmundur sjálfur kallaði fjárfestingu í lofti eftir banka­ hrunið. Lítil hjálp með lækkun sérstaka veiðigjaldsins „Ég sé ekki nokkurn skapaðan hlut í þessu frumvarpi sem hlífir litlum eða meðalstórum útgerðum sér­ staklega. Það hefði verið hægt að hækka afsláttinn sem er veittur af fyrstu 30 og 70 þorskígildistonnun­ um, gera þá stærð að 50 og 150 tonnum til dæmis, en það var ekk­ ert slíkt gert,“ var nýlega haft eftir Jóni Steinssyni, doktor í hagfræði. Að mati Jóns er ekkert sem bendir til þess að veiðigjaldið í núverandi mynd dragi úr hvata sjávarútvegs­ fyrirtækja til að ráðast í þær fjár­ festingar sem þörf þykir fyrir. Í nýlegri úttekt sem unnin var greiningardeild Arion banka kom fram að skuldsetning minni fyrir­ tækja samsvari tvöfaldri skuldsetn­ ingu þeirra stærri. Skuldir sjávarút­ vegarins á milli 2007 og 2008 hafi hækkað um 70 prósent mælt í ís­ lenskum krónum en einungis um 35 prósent hjá átta stærstu sjávarút­ vegsfyrirtækjum landsins. Það eru einmitt stærstu og skuldminnstu út­ gerðirnar sem höfðu mestan ábata af lækkun sérstaka veiðigjalds­ ins sem ný ríkisstjórn kom í gegn á sumarþingi en það hafði mun minni áhrif á stóran hluta minni fyrirtækj­ anna. Lítil lækkun í lánasöfnum bankanna Þá hefur einnig verið á það bent að bankarnir hafi ekki leiðrétt erlend lán hjá sjávarútvegsfyrirtækjum í sama mæli og í öðrum geirum og til heimila. Þar sé vísað til þess að sjáv­ arútvegsfyrirtæki séu í útflutningi og fái greitt í erlendum gjaldeyri. Það á þó alls ekki við um öll sjávarútvegs­ fyrirtæki. Þá hefur DV áður fjall­ að um nokkur fyrirtæki sem hafa ekki fengið leiðréttingu á erlendum lánum sínum sem þó voru að stór­ um hluta veitt til kaupa á öðru en aflaheimildum. Má þar nefna fyr­ irtækin Auðbjörgu í Þorlákshöfn, Ögurvík í Reykjavík og Stígandai í Vestmannaeyjum. DV hefur heimildir fyrir því að þegar lánasöfnin voru færð á milli gömlu og nýju bankanna hafi skilanefndir gert ráð fyrir því hjá mörgum sjávarútvegsfyrirtækjum að einungis þyrfti að afskrifa um tíu prósent af höfuðstól lána þeirra á meðan búist var við mun meiri af­ skriftum hjá fyrirtækjum í öðrum geira sem sum hafa fengið lán sín niðurfærð að fullu. Gunnar Tómasson, hagfræðing­ ur hefur haldið því fram á bloggi sínu á Eyjunni að stjórnendum bank­ anna hafi verið í mun að skuldsett sjávarútvegsfyrirtæki væru áfram í rekstri til að hámarka endurheimt­ ur af skuldum þeirra að frádregnum afskriftum. Slíkt er líklega gert vegna ótta bankanna um það að ef þeir byrja á því að yfirtaka sjávarútvegs­ fyrirtæki í stórum stíl vegna þess að þau ráði ekki við greiðslur lána sinna myndi það hafa keðjuverkandi áhrif, verð á aflaheimildum myndi lækka enn frekar, sem hefði slæm áhrif á heildarútlánasöfn bankanna sem þeir mega ekki við. Þannig virðist sökin fyrir slæmri stöðu lítilla og meðalstórra fyrir­ tækja liggja meira hjá bönkunum sem hafa verið tregir við að niður­ færa erlend lán fyrirtækjanna held­ ur en álagning sérstaka veiðigjalds­ ins sem skuldsettustu fyrirtækin sleppa undan að greiða. n 14 Fréttir 19.–21. júlí 2013 Helgarblað n Mörg sjávarútvegsfyrirtæki borga ekkert í sérstakt veiðigjald n Kvótaverð tífaldaðist Annas Sigmundsson blaðamaður skrifar annas@dv.is Þessar útgerðir standa verst n Fóru flatt á áhættusömum fjárfestingum Soffanías Cecilsson hf. – Grundarfirði n Veðsettu kvótann til að kaupa í Landsbankanum Í umsögn Stefáns B. Gunnlaugssonar um veiðigjaldafrumvarpið kemur fram að ein af 25 stærstu útgerðunum standi gríðarlega illa. Rekstur hennar er sagður í miklum ólestri. Engum sem þekkir til dylst að þarna er um að ræða Soffanías Cecilsson hf. í Grundarfirði sem hefur átt við gríðarleg vandræði að stríða frá bankahruni. Félagið keypti 0,72 pró- senta hlut í Landsbankanum og var stærstur hluti bréfanna keyptur í janúar árið 2008. Á móti voru veiðiheimildir Soffaníasar veðsettar í botn. Fiskkaup hf. – Reykjavík n Gríðarlegar skuldir þrátt fyrir afskriftir Fiskkaup hf. í Reykjavík er afar illa statt þó staðan sé talsvert betri en hjá Soffaníasi í Grundarfirði. Hlutfall skulda Fiskkaupa á móti EBITDA-framlegð er afar hátt sem gefur til kynna að fyrirtækið muni eiga í verulegum vanda með að standa skil af lánum sínum. Hvernig sem veiðigjöldum verður háttað í náinni framtíð er líklegt að fjárhagsleg endur- skipulagning bíði fyrirtækisins áður en langt verður um liðið, þrátt fyrir að fyrirtækið hafi farið í gegnum miklar afskriftir. Bergur-Huginn ehf. – Vestmannaeyjum n Keyptu hlutabréf í Kaupþingi og FL Group árið 2006 Bergur-Huginn ehf. frá Vestmannaeyjum hefur átt í erfiðleikum um nokkra hríð. Bókfært eigið fé fyrirtækisins er nú neikvætt upp á rúm 63 prósent en ef allar veiðiheimildir þess eru metnar á markaðsvirði nær það rétt yfir núllið. Félagið var í eigu bræðranna Magnúsar og Birkis Kristinssonar þegar það gerði framvirka samninga um kaup á hlutabréfum í Kaup- þingi og FL Group árið 2006. Auk þess að tvöfalda kvóta sinn á árunum fyrir hrun gerði félagið svo einnig framvirka samninga um kaup á erlendum gjaldmiðlum. Fyrir skömmu var Bergur-Huginn seldur til Síldarvinnslunnar. Var það gert í óþökk bæjarstjórnar Vestmannaeyja og margra bæjarbúa þar sem fjárfestar í Eyjum höfðu lýst áhuga á að kaupa félagið. Nesfiskur hf. – Garði n Froðuhagnaður í Garðinum Eiginfjárstaða Nesfisks í Garði, sem er fjórtánda stærsta útgerð landsins, var neikvæð um rúma þrjá milljarða samkvæmt ársreikningi ársins 2011. Þrátt fyrir það var hagnaður félagsins nærri 2,6 milljarðar sama ár. Eins og DV greindi frá á dögunum var sá hagnaður þó aðeins tilkominn vegna skuldaniðurfellinga og því ekki um raunverulegan rekstrar- hagnað að ræða. Fyrirtækið stendur mjög illa. Hlutfall nettóskulda á móti EBITDA-fram- legð er hærri en 10 sem er litlu betra en hjá Bergi-Hugin. Miðað er við að staða fyrirtækja sé mjög slæm þegar þetta hlutfall er komið yfir 10. Jakob Valgeir ehf. – Bolungarvík n Skildu skuldirnar eftir á gamalli kennitölu Jakob Valgeir ehf. í Bolungarvík fjárfesti fyrir milljarða króna í hlutabréf- um Kaupþings, Landsbankans og FL Group árið 2007. Fyrirtækið fór afar illa út úr þeim viðskiptum en skipti um kennitölu eftir hrun. Þá voru aflaheimildir, skip og fiskvinnsla fyrirtækisins flutt á nýja kennitölu með skuldsettri yfirtöku sem veldur fyrirtækinu vandræðum í dag. Jakob Valgeir hefur mjög góða rekstrar afkomu miðað við aflaheimildir og því er hlutfall nettóskulda á móti EBITDA-framlegð undir 10. Þrátt fyrir það er eiginfjárstaða fyrirtækisins verulega neikvæð, jafnvel eftir að aflaheimildir hafa verið reiknaðar á markaðsvirði. Jakob Valgeir Flosason, eigandi fyrirtækisins, var einnig eigandi Stíms ehf. en mál þess er nú á borðum sérstaks saksóknara. Hækkun á bókfærðum kvóta á móti skuldum 1997 til 2009 í milljörðum Ár Aðrar eignir* Skuldir Eiginfjárhlutfall 1997 15 123 26% 1998 23 140 24% 1999 28 160 27% 2000 39 165 24% 2001 44 187 24% 2002 46 160 31% 2003 58 179 30% 2004 89 209 30% 2005 125 250 29% 2006 149 290 25% 2007 171 336 25% 2008 181 523 -18% 2009 220 542 -0,10% Br´97-09 1367% 341% *Aðrar eignir í efnahagsreikningi sjávarútvegsfyrirtækja samanstanda nær alfarið af bókfærðu verði aflaheimilda. *Heimild: Sjávarútvegsmiðstöðin á Akureyri Verð á aflahlut- deild í þorski 1992 til 2010 Ár Verð 1992 ............................................ 338 kr/kg 1993 ............................................ 320 kr/kg 1994 ........................................... 378 kr/kg 1995 ............................................ 610 kr/kg 1996 ........................................... 897 kr/kg 1997 ............................................ 1.019 kr/kg 1998 ........................................... 1.074 kr/kg 1999 ........................................... 1.148 kr/kg 2000 .......................................... 1.293 kr/kg 2001 ........................................... 1.058 kr/kg 2004 .......................................... 1.472 kr/kg 2005........................................... 1.646 kr/kg 2006 .......................................... 2.189 kr/kg 2007 ........................................... 3.266 kr/kg 2008 .......................................... 4.000 kr/kg 2009 .......................................... 2.600 kr/kg 2010 ........................................... 1.800 kr/kg *Heimild: Hagfræðistofnun Háskóla Íslands Hlutfallsleg skipting á skuldastöðu íslenskra sjávarútvegsfyrirtækja Skuldastaða Hlutfall Hlutfall af kvóta 20 stærstu Skuldlaus 10% 8,8% Góð staða 30% 35,8% Erfið staða 45% 47,5% Óviðráðanleg staða 15% 7,9% Samtals 100% 100% *Heimild: Sjávarútvegsmiðstöðin á Akureyri

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.