Dagblaðið Vísir - DV - 19.07.2013, Blaðsíða 21

Dagblaðið Vísir - DV - 19.07.2013, Blaðsíða 21
Þú veist meira en ég Hef bara tekið nokkrar vaktir Magnús Kristinsson segist ekki kannast við stefnu Gnúps. – DVAníta Hinriksdóttir vinnur á Café Haítí í sumar. – DV Forseti brennir af: Meira Spurningin „Já, já. Það er líka rigning í Belgíu.“ Adrien Domken Vísindamaður „Já.“ Gioia Seghers Flugmaður „Já og nei. Ég er vel klæddur.“ Matthias Veitingamaður „Nei, ekkert sérstaklega.“ Julian Leigubílstjóri „Nei, ekki góð.“ Helga Sigrún Gunnarsdóttir Nemi Finnst þér rigningin góð? 1 „Tíu mínútur með stúlku þar, kostuðu tuttugu þúsund“ Blaðamaður Fréttablaðsins skoðaði kampavínsklúbba borgarinnar. 2 „Ég skil ekki Davíð Oddsson, þessa botnlausu heift“ Óðinn Jónsson, fréttastjóri RÚV, segir rit- stjóra Moggans ljúga upp á fréttakonu. 3 Eyddi öllu í dóp og vitleysu Callie Rogers vann 350 milljónir í lottói en er nú búin að sólunda þeim öllum. 4 Kolbrún segir Jón Gnarr engan trúð Kolbrún Bergþórsdóttir kemur Jóni Gnarr til varnar í Morgunblaðinu. 5 Kardashian skandall Lamar Odom, eiginmaður Khloe Kardashian, er sagður hafa haldið fram hjá henni. 6 Lýsir vinslitum við Gísla Martein Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir, fyrrverandi borgarfulltrúi, í viðtali við Nýtt Líf. 7 „Alla vega misnotkun á valdi, að mínu mati“ Þorbjörg Helga um skipun Ólafs F. Magnússonar sem borgarstjóra Reykjavíkur. Mest lesið á DV.is Afturgöngur og embættismenn E insog lítill, þybbinn blöðrufroskur með bauga undir augum, fer hann að kögunarhóli dagsins og lofar öllu fögru. Hann hefur logið svo mörgu og svikið svo margt, að hann munar ekkert um að sverta fjölskyldu sína og vini. Hann munar ekkert um að svíkja alla sem hann hugsanlega getur svikið. Hann hefur eitt markmið í lífinu; að verða ríkur og sanka að sér öllu sem hægt er að sanka. Lýsingin hér að ofan á við mann sem oft birtist á skjánum. Ég leyfi hon­ um að njóta vafans, þar eð ég vil meina að ég sé réttlátur og sanngjarn. Ég leyfi honum að njóta vafans, vegna þess að í náinni framtíð á hann eftir að verða að svo miklu athlægi, að annað eins hefur ekki þekkst. Hann tilheyrir afturgöngum og embættismönnum, hann tilheyrir fólki sem hugsar um það eitt að leggja mýkstu púðana undir þá sem feitasta rassinn hafa; lækka skatta auðmanna, gefa kvótaeigendum aukinn arð, hækka laun þeirra sem hæstu launin hafa hjá ríkinu, tryggja að rotið embættismanna­ kerfi nái ávallt að koma ríkisbubbunum að bestu bitunum. Já, rotið embættis­ mannakerfi og fáfróðar afturgöngur tryggja misrétti á Íslandi í dag. Að ræða við slíkt eiginhagsmunabandalag um það að efna loforð – sem gefa fjöldanum svigrúm – er náttúrulega dauðadæmd fásinna. Kæru vinir, við skulum átta okkur á því, að skaðinn er skeður. Í dag höfum við stjórn sem ætlar með öllum tiltæk­ um ráðum að komast hjá því að gefa almenningi kost á sárabótum. Við mun­ um einungis þurfa (hvert og eitt) að díla við samviskuna; skoða hvað við kusum og hvers vegna í andskotanum við lét­ um blekkjast. Ég kann sögu af manni sem var þannig innrættur, að ef hann gaf fólki loforð þá reyndi hann allt sem hugsanlega mátti reyna til að efna þau. Hann var ekki af kyni þeirra sem um er getið hér að framan. Maður þessi fæddist á bæ einum sem var við rætur fjalls sem skartaði tignarlegum tindi. Hann mændi löng­ um stundum á tindinn, einlægum aðdáunar augum. Og strax í æsku gaf hann sér það loforð að einhvern tíma ætlaði hann að klífa tindinn; stíga fæti á það sem virtist vera einsog yddaður oddur. Æskan leið, unglingsárin komu og fóru, maðurinn kvæntist; börn hans uxu úr grasi og brátt blasti ellin við. Alltaf beið tindurinn og starði einsog vonglaður fálki á allt sem gerðist í ylríku hreiðri bæjarins. Svo kom að því, þegar maðurinn var í þann mund að verða elliær, að hann sagði fólki að nú ætlaði hann að efna það loforð sem hann hefði gefið sjálfum sér í æsku. Hann kallaði ættmenni sín til vitnis og þegar hann hélt af stað, var múgur fréttamanna mættur á staðinn. Gamli maðurinn gekk af stað. Hon­ um gekk ferðin illa og seint og þegar hann átti örfáa metra eftir á tindinn, þóttist hann viss um það að ef hann færi ofar þá myndi hjarta hans springa, lungun gætu fallið saman eða eitthvað þaðan af verra gæti hent hann. Af þess­ um sökum sneri hann við, fór hægum skrefum niður brattann og kom heim á bæ þungt haldinn og átti afar erfitt með andardrátt. Aðspurður, svaraði hann því svo til, að ekki hefði það verið slæmt að gefast upp nokkrum metrum frá tindi. Og hann bætti við: – Ég fór svo hátt sem ég komst og sveik því engan. Að æða um fjöll er engin synd en afar góður siður; menn stefna uppá efsta tind og arka síðan niður. n Á kvörðun forseta Íslands að stað­ festa veiðigjaldslögin frá Alþingi var röng, þar eð hún gengur gegn höfuðmarkmiði málskotsréttar­ ins eins og til hans var stofnað. Mál­ skotsréttinum var komið fyrir í stjórn­ arskránni 1944 til að vernda fólkið í landinu gegn ofríki stjórnmálaflokka og hagsmunasamtaka. Svanur Kristjánsson prófessor lýsir tilurð málskotsréttarins og lýðveldis­ stjórnarskrárinnar vel í ritgerð sinni „Frá nýsköpun lýðræðis til óhefts flokkavalds: Fjórir forsetar Íslands 1944–1996“ í Skírni 2012. Helzt hefðu alþingismenn þá margir viljað koma sér undan málskotsréttinum, enda var honum beinlínis stefnt gegn þeim. Sveinn Björnsson ríkisstjóri átti ríkan þátt í að fá málskotsréttinum fram­ gengt í lýðveldisstjórnarskránni ásamt þjóðkjöri forseta í stað þingkjörins for­ seta, sem alþingismenn hefðu heldur kosið til að geta haft forsetann í vasan­ um. Málskotsréttinum var og er ætlað að veita fólkinu í landinu vörn gegn ofríki Alþingis. Þjóðin er yfirboðari þingsins og ekki öfugt. Fullveldisréttur fólksins milli kosninga Svanur Kristjánsson dregur atvik máls­ ins saman með þessum orðum (bls. 61): „1. Í aðdraganda lýðveldisstofnunar urðu mikil átök um fyrirhugaða stjórn­ arskrá. Þar tókust á annars vegar þing­ stjórnarsinnar og hins vegar málsvarar nýsköpunar lýðræðis: valddreifingar, fulltrúalýðræðis og beins lýðræðis. 2. Í stjórnarskrá lýðveldisins var þing­ stjórninni, alvalda Alþingi, hafnað með yfirveguðum, afgerandi og form­ legum hætti. 3. Formlega séð er í landinu tvíveldi forseta og þjóðþings án þess að vald­ svið þeirra sé skýrt afmarkað. 4. Gert er ráð fyrir virkum fullveldis­ rétti fólksins milli þingkosninga.“ Skýr vilji kjósenda Enginn vafi leikur á, að yfirgnæfandi hluti kjósenda hefði hafnað veiði­ gjaldslögunum í þjóðaratkvæði. Gætu þeir gripið í taumana, myndu kjósendur ekki láta ekki bjóða sér, að stjórnmálaflokkar, sem náðu meiri hluta á Alþingi með því að lofa að lækka skuldir heimilanna strax, láti það verða sitt fyrsta verk að lækka veiðigjaldið til að létta undir með útvegsmönnum, sem sízt allra þurfa á frekari meðgjöf að halda frá okkur hinum. Vilji kjósenda liggur fyrir: 83 prósent þeirra lýstu stuðn­ ingi við ákvæði nýju stjórnarskrár­ innar um auðlindir í þjóðareigu með fullu gjaldi fyrir afnotaréttinn. Með því að staðfesta veiðigjalds­ lögin með undirskrift sinni gekk forsetinn gegn vilja kjósenda eins og hann birtist í þjóðaratkvæða­ greiðslunni í fyrra og einnig í fjöl­ mörgum skoðanakönnunum mörg undangengin ár. Samkvæmt könnun Fréttablaðsins í lok júní voru 71 pró­ sent andvíg lækkun veiðigjaldsins. Málskotsréttinum var komið fyrir í stjórnarskránni gagngert til að girða fyrir löggjöf, sem gengur þvert á vilja kjósenda. Axlabönd og belti Ákvörðun forsetans skýrir, hvers vegna forsetanum er ekki einum treystandi fyrir málskotsréttinum. Þess vegna kveður nýja stjórnarskráin á um tvöfaldan málskotsrétt: annars vegar óbreyttan rétt forsetans til að skjóta málum í þjóðaratkvæði og hins vegar nýjan lítils háttar skilyrtan mál­ skotsrétt kjósenda án atbeina forset­ ans. Hefði nýja stjórnarskráin þegar öðlazt gildi svo sem til stóð og eðlilegt hefði verið, hefðu 24 þúsund undir­ skriftir dugað til að tryggja þjóðar­ atkvæði um veiðigjaldslögin, enda heyrir veiðigjald ekki undir skattamál, þar eð veiðigjald er leiga, ekki skattur. Það sætir því tíðindum, að forseti Ís­ lands skuli hafa leyft sér að hunza þær 35 þúsund undirskriftir, sem honum voru afhentar. Valdníðsla Forseti Íslands hefur í tvígang gert sig sekan um aðild að valdníðslu Alþingis, fyrst með því að liðsinna þeim öflum á Alþingi, sem létu undir höfuð leggjast að staðfesta vilja þjóðarinnar og þingsins í stjórnarskrármálinu, og síðan með því að neyta lags í skjóli úreltrar stjórnar­ skrár til að hindra framgang þjóðarvilj­ ans í veiðigjaldsmálinu. Bráðabirgða­ stjórnarskráin frá 1944 er úrelt eins og sést meðal annars á því, að hún dugir ekki til að girða fyrir valdníðslu Alþingis og forseta Íslands í veiðigjaldsmálinu og tryggja virkan fullveldisrétt fólksins milli þingkosninga. Úrslit málsins sýna skýrt, hversu brýn hún er þörfin fyrir nýju stjórnarskrána, sem þjóðin studdi ein­ dregið í þjóðaratkvæðagreiðslu og hefði trúlega dugað til að knýja fram þjóðar­ atkvæði um veiðigjaldslögin án atbeina forseta Íslands. n Skáldið skrifar Kristján Hreinsson Umræða 21Helgarblað 19.–21. júlí 2013 Kom klökkur í mark Friðrik Friðriksson hljóp Laugavegshlaupið. – DV Kjallari Þorvaldur Gylfason „Ákvörðun forsetans skýrir, hvers vegna forsetanum er ekki einum treystandi fyrir málskots- réttinum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.