Dagblaðið Vísir - DV - 19.07.2013, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 19.07.2013, Blaðsíða 22
22 Fólk 19.–21. júlí 2013 Helgarblað I llugi Gunnarsson menntamála- ráðherra er fæddur og upp- alinn á Siglufirði, þar átti hann heima fram á unglingsár. Hon- um finnst það forréttindi að hafa alist upp í þessum heimsborgaralega bæ, þar sem heimamenn áttu sögu mikilla samskipta og viðskipta við útlendinga. Þar sem hjarta íslensks atvinnulífs sló áratugum saman. Hann segist vera síldarbarn, foreldrar hans kynntust í síldinni. „Ég fæddist sama ár og síldin hvarf og hef sagt og segi enn; það voru slæm skipti á mér og síldinni. Það urðu miklar breytingar í bænum við brotthvarf síldarinnar og ég man að ég hlustaði oft á afa og eldri karl- ana ræða það hvort síldin kæmi aftur. Siglufjörður var ævintýraheimur. Við lékum okkur á bryggjunum, niður í fjöru og upp í fjalli, við höfðum ótak- markað leikpláss.“ Þrátt fyrir að bærinn hafi verið einangraður frá náttúrunnar hendi var samfélagið opið og spennandi að sögn Illuga. „Það var mikil umræða í bænum um pólitík og verkalýðs- mál. Ég er klár á því að minn pólitíski áhugi kemur frá Siglufirði. Pabbi var í bæjarpólitíkinni. Hann sat í bæjar- stjórn fyrir Alþýðubandalagið. Það var prentsmiðja í bænum og Alþýðu- flokkurinn, Alþýðubandalagið, Fram- sóknar- og Sjálfstæðisflokkurinn gáfu allir út blöð. Menn ræddu stjórnmál seint og snemma og fundir voru tíð- ir. Pólitíkin og sagan voru alltumlykj- andi á þessum árum. Þegar ég kem til Siglufjarðar í dag fæ ég það á tilfinn- inguna að ég sé kominn heim. Eða eins og ort var: Römm er sú taug, er rekka dregur föðurtúna til.“ Enginn Gaflari Fjölskyldan flutti til Hafnarfjarðar þegar Illugi var 14 ára. Þaðan lauk hann grunnskóla í Víðistaðaskóla. Leiðin lá því næst í Menntaskólann í Reykjavík og svo í hagfræði við Háskóla Íslands það- an sem Illugi lauk BS prófi. „Mamma er Hafnfirðingur og þegar við kom- um suður, fluttum við í húsið sem afi minn byggði og hún hafði alist upp í. Ég upplifði mig reyndar aldrei sem Hafn- firðing. Ég fór inn í Reykjavík á morgn- ana og heim á kvöldin og á sumrin fór ég vestur á Flateyri til að vinna í fiski. Ég var aldrei nógu mikið í Hafnarfirði til að verða Gaflari, en það var gott að búa þar og ég eignaðist þar góða vini.“ Illuga hugnaðist ekki að fara í bæjar- vinnuna í Hafnarfirði þegar hann var unglingur líkt og margir jafnaldrar hans gerðu. Hann hafði áður unnið við að spyrða fisk fyrir norðan svo úr varð að hann fór aftur í fiskinn. Faðir hans var vinur og fyrrum skólabróðir Einars Odds Kristjánssonar athafnamanns á Flateyri. Þeir höfðu deilt saman her- bergi á vist Menntaskólans á Akureyri. Gunnar, faðir Illuga, fékk Einar til að ráða Illuga í vinnu og hann fór vestur óharðnaður unglingur og fór að vinna í frystihúsi Hjálms og bjó næstu sumur í verbúð. Verbúðarlíf fyrir vestan „Það var kannski ekki alltaf mjúkt líf að vera í verbúð, þetta var nú ekki beint sunnudagaskólinn. Maður full- orðnaðist hratt í þessu umhverfi. Ég náði í skottið á farandverkamanna- tímabilinu sem Bubbi Morthens söng um. Þrátt fyrir að líf í verbúð hafi verið nokkuð óreglusamt seg- ist Illugi hafa verið ósköp venjuleg- ur unglingur og ekki smakkað áfengi fyrr en annað sumarið sem hann bjó í verbúðinni, 17 að verða 18 ára. Allt hafi það verið með venjubundnum hætti, böll og samkvæmi þegar tími gafst til. „Þó þetta hafi verið slark- samt gekk lífið út á að vinna mikið. Á þessum árum byrjaði vinnan oft klukkan fjögur eða fimm á morgn- ana. Unnið var fram undir kvöldmat og gjarnan á laugardögum. Við strák- arnir unnum ekki bara í frystihús- inu, við vorum líka við að landa úr togaranum og skipa út. Menn vinna ekki langtímum saman erfiðisvinnu nema sæmilega edrú,“ segir hann og hlær. Illugi segir þetta hafa verið góðan skóla og mikilvægan, „Alveg á pari við það sem maður lærði í náminu. Ég kynntist þarna mörgu eftirminni- Sjóður níu var „bölvað högg“ Illugi Gunnarsson ætlar að stytta nám til Stúd- entsprófs um eitt ár. Hann veltir því líka fyrir sér hvort að Ríkisútvarpið eigi að vera á auglýsingamarkaði. Hann er fæddur fyrir norðan en veðraðist fyrir vestan. Hann bjó í verbúð fyrir vestan í mörg sumur, lærði pí- anóleik og síðar á orgel í Vatikaninu. Hann segir að lífið hafi breyst til hins betra þegar hann eignaðist dóttur sína. Hennar hafði verið beðið lengi. Jóhanna Margrét Einarsdóttir johanna@dv.is Viðtal „Maður verður mýkri, það koma aðrar áhyggjur inn í líf manns en fyrst og fremst annars konar og dýpri gleði.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.