Dagblaðið Vísir - DV - 19.07.2013, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 19.07.2013, Blaðsíða 10
10 Fréttir 19.–21. júlí 2013 Helgarblað E ins og DV greindi frá síðasta sumar stíuðu forsvarsmenn Sólheima trúlofuðu pari, Úlf- hildi Stefánsdóttur og Magn- úsi Helga Vigfússyni, í sund- ur árið 2011. „Ég myndi fórna lífi mínu fyrir að fá að vera með hon- um, þó það væri annars staðar en í þessu jarðlífi,“ sagði Úlfhildur – Úlla – meðal annars í samtali við DV, þar sem hún kvartaði sáran undan að- skilnaðinum. Án unnustans væri líf- ið tómt og innihaldslaust. „Ég mæti í vinnuna og fer svo heim til mín og hef ekkert að gera. Svo fer ég að sofa,“ sagði Úlfhildur og Magnús – Maggi – tók í sama streng. „Líf mitt er ein rjúkandi rúst; ég hef ekkert fyr- ir stafni. Ég geri ekkert annað en að vera í tölvunni – búið.“ Nú, rúmu ári síðar, er ást þeirra enn í meinum. „Það á bara að banna okkur að vera saman,“ segir Úlla um stöðu mála í dag. Hún segir afstöðu forsvarsmanna Sólheima ekkert hafa breyst og hún hafi ekki einu sinni verið kölluð á fund til að ræða mál- in. „Það er bara lokað á okkur og þau vilja ekki einu sinni tala við mig og okkur um málið.“ Gerður brottrækur Úlla og Maggi felldu hugi saman árið 2005, eftir að hafa kynnst á Sólheim- um. Í kjölfarið flutti Maggi inn í íbúð Úllu og þau trúlofuðust ári síðar. Árið 2011 tók Magnús Olís-kort Sól- heima ófrjálsri hendi og dældi bens- íni á bíl sinn fyrir samtals 125.000 krónur. Þjófnaðurinn dró dilk á eft- ir sér. Auk þess að reka hann úr íbúð sinni kærðu stjórnendur Sólheima Magnús, sem hlaut í kjölfarið tveggja ára skilorðsbundinn fangelsisdóm og sekt. „Ég hafði átt í fjárhagserfið- leikum. Þú trúir ekki hvað ég sé mik- ið eftir þessu; ég er miður mín. Ég missti ekki bara ástina mína, held- ur einnig marga bestu vini mína; ég missti líf mitt!“ sagði Magnús full- ur iðrunar í samtali við DV. Þann 27. maí var hann kallaður á fund og, að eigin sögn, sagt að hypja sig á brott. Síðan þá hefur parið verið aðskilið. Tilboð framkvæmdastjórans Guðmundur Ármann Pétursson, fram kvæmdastjóri Sólheima, lét ekki ná í sig þegar blaðamaður skoðaði mál parsins í fyrra, þrátt fyrir ítrek- aðar tilraunir í marga daga. Ástæð- una má hugsanlega rekja til þess sem Magnús sagði um samskipti þeirra tveggja eftir ofannefndan stuld. Magnús sagði að Guðmundur hafi boðið sér til fundar við hann á kaffi- húsi á Selfossi. Þar hafi Guðmund- ur reynt að gera samkomulag þess efnis að Sólheimar myndu fella nið- ur bensínskuldina gegn því að hann sliti öllum samskiptum við Úlfhildi. „Hann hélt að samband okkar væri ekki meira virði en 125 þúsund kall,“ sagði Magnús í fyrra. Blaðamaður náði tali af Guð- mundi í þetta skiptið. Aðspurður hvort hann hafi boðið Magnúsi fyrr- greindan samning segir hann: „Ég hef ekkert um málið að segja. Bara no comment.“ Guðmundur vildi heldur ekki svara því hvers vegna parið fær ekki að vera saman. „Einstaklings- mál eru ekki blaðamál.“ Fær aðstoð „Þeim finnst að við eigum ekki að vera saman,“ segir ÚIla sem hefur ekki hitt unnusta sinn, sem nú býr á Selfossi, í tæplega tvo mánuði. „Ég hitti hann síðast í lok maí eða byrjun júní,“ segir hún og bætir við að hún sakni hans og ætli að gera allt sem í hennar valdi stendur til að þau geti verið saman á ný. „Ég er að vinna í því að fá að hitta hann. Þau vilja bara ekkert ræða þetta við mig. Ég er bú- inn að tala við réttindagæslumann fatlaðra og vonandi getur hann hjálpað mér.“ Sigrún Jersey Sigurðardóttir er réttinda gæslumaður fatlaðs fólks á Suðurlandi. Hún hefur verið að vinna í máli Úlfhildar frá því að hún hóf störf sem réttindagæslumaður fyrir um ári síðan. „Ég kom sem stuðningsaðili hennar inn í þetta mál,“ segir Sigrún sem tekur fram að vegna eðlis starfs síns megi hún ekki úttala sig um mál skjólstæðinga sinna. „Það er alveg skýrt í lögum og reglugerðum hvern- ig við komum að málum þar sem ver- ið er að brjóta á réttindum fatlaðra einstaklinga. Við erum þeirra tals- maður og stöndum með þeim við að leita réttar síns.“ Þrátt fyrir að hafa ver- ið að vinna í málinu frá því að hún hóf störf hillir ekki undir lok þess. „Þetta mál er í raun og vera bara á vinnslu- stigi.“ Á meðan er Úlla ein á Sólheim- um og vinnur í versluninni á staðn- um. Aðspurð hvernig henni líði þar án Magga segir hún: „Ekki nógu vel.“ n Baldur Eiríksson blaðamaður skrifar baldure@dv.is Hafa ekki Hist í tvo mánuði n Ást Magga og Úllu enn í meinum n Fá ekki að vera saman á Sólheimum„Þeim finnst að við eigum ekki að vera saman. 18. júlí 2012 Trúlofuð og ástfangin Úlla og Maggi felldu hugi saman árið 2005. Þau voru rifin hvort frá öðru árið 2011. Úlla hefur leitað á náðir réttindagæslumanns fatlaðs fólks, sem vinnur í málinu fyrir hennar hönd. Fasteignaverð svipað og 2004 Fasteignaverð í landinu er nú á svipuðum slóðum og raunin var árið 2004 eða áður en Íbúðalána- sjóður og bankarnir stórjuku fast- eignalán sín með þeim afleiðing- um að fasteignaverð tók mikinn kipp upp á við. Magnús Árni Skúlason, hagfræðingur, segir að jafnvægi sé að nást á markaðnum og nú verði að gæta þess að bólu- myndun hefjist ekki á nýjan leik. Hætta er sögð á slíku vegna gjald- eyrishaftanna sem gera að verkum að fjárfestar og lífeyrissjóðir hafa ekki marga betri kosti en festa peninga sína í fasteignum. Slíkar fjárfestingar skili ávöxtun og hafi næg áhrif á verð til að bóla geti myndast. Bretar nískir Samkvæmt tölum frá fyrirtækinu Global Blue eru það kínverskir ferðamenn sem eyða mestum fjár- munum í verslunum hér á landi. Þeir kaupa ekki mikið í einu en yfirleitt dýrari hluti en aðrir ferða- menn. Það stemmir við það sem gerist annars staðar í Evrópu en Kínverjar hafa síðustu árin eytt allra mest ferðamanna á Ítalíu og í Þýskalandi og Danmörku sam- kvæmt opinberum tölum. Þar á eftir koma ferðamenn frá Mið- Austurlöndum en þeir eru enn sem komið er sjaldséðir hér á landi. Kaupmenn kvarta þó yfir að Bretar, sem að frátöldum Banda- ríkjamönnum eru fjölmennastir ferðamanna hér, halda að sér höndum í innkaupum á landinu. Mun færri skjálftar Verulega dró úr skjá lftavirkni á landinu í júní eftir æði viðburða- ríka mánuði á undan. Alls mældi Veðurstofa Íslands rúmlega eitt þúsund skjálfta á landinu öllu en enginn þeirra var sérstaklega öfl- ugur. Sá stærsti varð suðaustur af Flatey á Skjálfanda en sá mæld- ist 2.8 á Richter-skalanum. Til saman burðar urðu yfir 1.600 skjálftar í maímánuði og um 2.500 skjálftar mældust í apríl. Mesta skjálftahrinan varð skammt frá Grímsey í aprílmánuði og fannst hún víða á Norðurlandi en stærsti einstaki skjálftinn í þeirri hrinu var 5.5 að stærð.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.