Dagblaðið Vísir - DV - 19.07.2013, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 19.07.2013, Blaðsíða 32
32 Menning 19.–21. júlí 2013 Helgarblað Kuldalegt brimbrettarokk H ljómsveitin Bárujárn gaf út sína fyrstu breiðskífu, Báru- járn, á dögunum. Sjálf lýsa þau tónlist sinni sem kraft- miklu íslensku brimbrettarokki. Það er ekki fjarri sanni. Í tónlist sveitar- innar er fátt sem minnir á gullnar strendur, brennandi sól og sólbrúna kroppa. Íslenskt brimbrettarokk er eins og íslenska sumrið, kalt, blautt og með myrkum undirtóni. En burt- séð frá öllum brimbrettalíkingum þá má einnig heyra áhrif frá banda- rískri vegatónlist, finnskum tangó, og hið goðsagnakennda band, Kanada, kom stundum upp í hugann þegar hlustað var á gripinn. Uppstilling sveitarinnar er hefð- bundin, gítar, bassi og trommur – fyrir utan þeramínið, sem Hekla Magnúsdóttir leikur á. Lögin á plötunni eru keimlík og renna á köflum saman í eitt, kannski Skuggasörf, Cha cha cha og Þögn standi upp úr. Tökulagið Brennið þið vitar er einna síst á plötunni og skemmir heildarsvipinn. Öldugnýr í upphafi og lok plötunnar er áhuga- verð hugmynd sem bætir litlu við. Best er þegar tónlistin talar sínu máli. Bárujárn er sérstök plata, nostal- gísk, kröftug og hrá – alvöru rokk og ról. Þeir sem eru nógu harðir til að stunda brimbretti á Íslandi ættu ekki að vera sviknir. n Aukin vegglist í Breiðholti Jón Gnarr, borgarstjóri Reykja- víkurborgar, segir í tillögu um aukna vegglist í borginni: „Lista- verk í opinberu rými geta haft mjög jákvæð áhrif á umhverfið, fegrað það, vakið umræðu og skapað almennan áhuga á mynd- list.“ Borgarráð samþykkti þann 11. júlí, gerð tveggja stórra vegg- mynda á gafla hárra fjölbýlishúsa í Efra-Beiðholti. Myndirnar eru hluti af tveggja ára verkefni sem Listasafn Reykjavíkur hefur um- sjón með. Listamennirnir Sara Riel og Theresa Himmer eru höfund- ar verkanna en þriðji listamaður- inn verður valinn næsta sumar til að bæta einni veggmynd við. Auk gerð veggmyndanna verður boðið upp á listasmiðjur í Breiðholtinu þar sem ungmenni fá tækifæri til að læra veggmyndagerð undir handleiðslu reyndra listamanna og mögulega að mála eigin myndir á byggingar í hverfinu. Bárujárn Flytjendur: Hljómsveitin Bárujárn Útgefandi: Melur Records Tónlist Símon Birgisson simonb@dv.is Hljómsveitin Bárujárn Tónlistin er kröftug og hrá. L istahátíðinni LungA á Seyðis- firði lýkur nú um helgina með stórtónleikum og uppskeru- hátíð þeirra sem tóku þátt í há- tíðinni í ár. Gjörningar, hljóð- verk og skúlptúrar setja svip sinn á Seyðisfjörð en hátíðin er orðinn fastur liður í menningarlífi bæjarins. ,,Hátíðin var nú ekki svo stór í snið- um þegar hún byrjaði árið 2000. Ætli það hafi ekki verið um 20 þátttakend- ur fyrsta árið. En svo stækkaði hún mikið á næstu árum og nú eru um 100 listamenn sem taka þátt í listasmiðj- unum á hátíðinni og annar eins fjöldi sem kemur á hátíðina á eigin veg- um,“ segir Björt Sigfinnsdóttir, einn af skipuleggjendum hátíðarinnar. Hún lýsir LungA sem suðupunkti. ,,Þetta er uppskeruhátíð listamanna. Staður til að koma og njóta og vera með.“ Fjölbreytt hátíð LungA, eða Listahátíð ungs fólks – Austurlandi, er haldin á Seyðisfirði um miðjan júlí á hverju ári. Á dag- skrá hátíðarinnar eru fjölbreyttar listasmiðjur, tónleikar, myndlistar- sýningar og fleira. Hátíðinni er lýst sem blöndu af listum, sköpun, tján- ingu og stórbrotinni náttúru. Hátíðin á að færa þátttakendum gleði, sjálfs- þekkingu, búa til vináttusambönd og góðar minningar. ,,Þetta hefur verið frábær vika,“ segir Björt. ,,Hér er fólk frá öllum heimshornum og frábærir við- burðir á kvöldin. Á laugardaginn lýkur svo hátíðinni með stórtón- leikum og uppskeruhátíð. Það verða sýningar út um allan bæ, gjörningar og hljóðverk og fleira sem þeir listamenn sem verið hafa á námskeiðunum í vikunni hafa búið til.” Lofar góðviðri Meðal þeirra sem koma fram á tón- leikunum er hljómsveitin Vök, Mamm út, FM Belfast, Ghostigital og hin nýstofnaða hljómsveit Grísa- lappa lísa. ,,Tónleikarnir verða haldnir á bryggju út með firðinum. Þetta er rosalega fallegur staður og ég lofa að besta veðrið verður hjá okkur á laugardaginn,“ segir Björt. n Uppskeruhátíð lista- manna fyrir austan n LungA haldin í 13 skipti á Seyðisfirði n Yfir hundrað listamenn taka þátt Hugleikur Dagsson með uppistand Fjöldi skemmtiatriða er á hátíð- inni sem lýkur um helgina. Listasmiðjur Lilja Birgisdóttir heldur námskeið á hátíðinni. Menningar Epísk helgi Hallfríður Þóra Tryggvadóttir nemi n Helgin mín byrjar á brjáluðu stuði en árshátíð Stúdentaleik- hússins verður haldin á föstu- daginn. Þema veislunnar er Þjóðhátíð í Eyjum og verður stemningin eflaust algjörlega epísk. Á laugardaginn er stefn- an tekin á að fara upp í sveit til að slappa af og fara loksins á hestbak. Mig dreymir þó um að taka flugið á listahátíðina LungA á Seyðisfirði. Forynjur og völvur Snorri Engilbertsson leikari n Verð staddur á LungA þessa helgina. Ég er að aðstoða kærustu mína, Hörpu Einars, með vídeó- verk þar sem forynjur og fagrar völvur birtast í þokunni og verður sýnt á tískusýningu hennar sem verður í Norðursíld á föstudags- kvöldið. Eftir sýninguna mun ég njóta þess sem hátíðin hefur upp á að bjóða og mér sýnist vera þétt dagskrá á laugardeginum sem endar með tónleikum um kvöldið. Á sunnudaginn verður svo lagt í bæinn og verður suðurleiðin fyrir valinu og þar verða á vegi okkar nokkrar vegasjoppur sem bjóða upp á vont kaffi og Lindubuff. helgin Vegglist á Seyðisfirði Hátíðin lífgar upp á bæinn. Björt Sigfinnsdóttir Einn af skipuleggj- endum listahátíðarinnar LungA Art Festival.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.