Dagblaðið Vísir - DV - 19.07.2013, Blaðsíða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 19.07.2013, Blaðsíða 26
26 Fólk 19.–21. júlí 2013 Helgarblað M arteinn er fæddur í Reykjavík en bjó stærsta hluta æskunnar í Mos- fellssveit. „Ég bjó fyrstu árin á Laugaveginum en fyrst þegar ég man eftir mér bjuggum við í Hraun- bæ, síðan í Vogunum og þegar ég var sjö ára fluttum við í Mosfellssveit. Mamma og pabbi skildu þegar ég var tólf ára og mamma kynntist öðrum manni sem varð bara eins og pabbi minn. Ég bjó hjá þeim í Mosó þangað til ég var tvítugur, en ég var í MH og frá 18 ára aldri var ég meira og minna bara í bænum að djamma. Ég byrj- aði samt tiltölulega seint að reykja og drekka. Áður en ég byrjaði í mennta- skóla var ég algjör bókanörd og var alltaf á bókasafninu.“ Marteinn segist snemma hafa fengið bíóið beint í æð. „Mamma segir að ég hafi lýst því yfir sex ára gamall að ég ætlaði að verða kvikmyndaleikstjóri, en ég man ekkert eftir því. Frændi minn átti Hafnarbíó við Tryggvagötu og bæði mamma og afi unnu þar, svo ég var mikið í bíóinu. Í gagnfræðaskóla leigði ég síðan oft myndir á filmu og var með bíósýningar fyrir samnem- endur mína. Þá var hægt að leigja 15 mínútna útgáfur af myndum, sem voru bara klipptar niður fyrir svona filmuleigur. Ég man að ég leigði einu sinni Alien og sýndi hana uppi í gagnfræðaskólanum í Mosó.“ Algjört myndavélafrík Marteinn gekk í Menntaskólann við Hamrahlíð og var einn stofnenda vídeóklúbbsins þar. „Ég var algjört myndavélafrík og var alltaf að leika mér með mynda- vélar. Pabbi átti nokkrar upptöku- vélar og svo gaf frændi minn mér einhvern tímann Polaroid-vél svo ég var alltaf að fikta við myndavél- ar. Þegar ég fór svo í MH stofnaði ég vídeóklúbb ásamt Gísla Einarssyni, eiganda Nexus og nörd Íslands, Páli Grímssyni, sem býr í Bandaríkjun- um og er handritshöfundur og leik- stjóri, og Runólfi Þórhallssyni, sem er í löggunni núna. Við kölluðum okk- ur Leikfjallið og fórum að gera hryll- ingsmyndir og busamyndir og svona, þannig að þarna var margt brasað. Það var ógeðslega gaman.“ Að loknu stúdentsprófi reyndi Marteinn að komast í kvikmynda- skóla víðs vegar um heim. „Ég reyndi að komast í danska skólann en komst ekki inn. Svo skoð- aði ég fleiri skóla úti, fór til dæmis til Parísar og hafði áhuga á sænska skól- anum, en mest af öllu langaði mig að komast til Bandaríkjanna. Mig lang- aði í CalArts, USC eða UCLA, ein- hvern af þessum stóru, frægu skól- um, en þeir voru bara svo fáránlega dýrir. Þar sem ég hafði ekki efni á því að fara í þessa skóla þá fór ég að skoða Kanada.“ Kanadískur ríkisborgari „Ég byrjaði í York University en hætti eftir þrjár vikur því mér fannst nám- ið alltof bóklegt. Þá var mér bent á skóla niðri í miðbæ Toronto, sem heitir Ryerson University. Ég sótti um og komst inn í hann og þar var mjög mikið verklegt nám. Strax fyrsta daginn varstu kominn með vél í hendurnar og áttir að gera mínútu- langa mynd.“ Eftir fjögurra ára langt nám kom Marteinn aftur heim til Ís- lands ásamt kanadískri eiginkonu sinni, sem hann giftist eftir námið, í október 1993. „Við bjuggum í þrjú ár á Íslandi og ég fékk vinnu hjá Sjónvarpinu við þátt sem hét Dagsljós og var fyr- irrennari Kastljóss. Það var mjög skemmtilegur tími og við fengum að gera mjög skemmtilega og tilrauna- kennda hluti.“ Eftir þriggja ára dvöl á Íslandi fluttu hjónin aftur til Kanada þar sem Marteinn hafði í hyggju að vinna ein- göngu við kvikmyndagerð. Hann bjó alls í 14 ár í Toronto í Kanada og er nú bæði íslenskur og kanadískur rík- isborgari. Kanadísk þjóðmenning „Það var ágætt að búa í Kanada, en ég fann mig aldrei þar sem leik- stjóri. Það var fínt að vinna þarna sem klippari í auglýsingabransan- um, en ég náði aldrei að gera mynd,“ segir Marteinn. „Fyrsta myndin sem ég gerði heitir One Point O og hún átti að vera fyrsta íslensk-kanadíska myndin. Friðrik Þór var meðfram- leiðandi í henni og við fengum 10 milljónir úr íslenska kvikmynda- sjóðnum. Við ætluðum svo að fá Kanadamenn með okkur í þetta, en það bara gekk ekkert, því þeirra viðhorf var að myndin væri ekki með nógu mikið „Canadian content“. Það er það sem sjóðurinn þarna úti vill, einhverja kanadíska þjóðmenningu. One Point O er sci-fi mynd og ekk- ert sérstaklega „kanadísk“, þó svo að við sem stóðum að henni værum allir kanadískir. Þannig að við feng- um ekki styrk úr sjóðnum í Kanada og fórum með myndina til Los Ang- eles þar sem það tók ekki nema sex mánuði að fjármagna hana. Svo tók- um við upp í Rúmeníu þannig að þarna misstu Kanadamenn bæði af tækifærinu á því að taka þátt í myndinni og að við myndum taka hana upp í Kanada.“ Stórhættulegir staðlar Marteinn hefur miklar áhyggjur af kvikmyndaiðnaðinum í Kanada. „Þetta þjóðmenningarviðhorf er hættulegt, það að myndir þurfi að uppfylla ákveðin skilyrði, því þetta eyðileggur sköpunargáfu kvik- myndagerðarmanna og allt sem er einstakt og nýtt. Ég meina, hvenær sástu síðast góða kanadíska mynd? Það sama er líka að gerast í Ástral- íu og þetta gerir það að verkum að það fara bara allir til Hollywood. Mig langar til dæmis ekkert að gera myndir sem eru fullar af einhverri kanadískri þjóðmenningu. Og það er bara stórhættulegt ef þú ætlar að fara að segja listinni hvernig hún á að vera og um hvað hún á að fjalla. Ef þetta kemur ekki frá hjartanu, þá er þetta bara prump, hvort sem listin þarf að fara eftir einhverjum mark- aðsstöðlum eða pólitískum stöðl- um. Þá getur þetta í besta falli orðið skemmtilegt Eurovision-lag.“ Mikil nálægð á Íslandi „Ég hef allavega náð að gera tvær myndir hérna, en ég náði ekki að gera neina mynd í Kanada,“ segir Marteinn, spurður um skoðun sína á kvikmyndabransanum á Íslandi. „Hann er náttúrulega mjög lítill og það er gríðarleg samkeppni. En það sem er svo gott við bransann hérna heima er að það er svo mikil nánd og nálægð. Maður getur náð í alla auð- veldlega, hvort sem það er Ólafur Darri, Sigur Rós eða Björk. Þú nærð í alla, þess vegna forsætisráðherrann. Og þú getur gengið að Bessastöðum og bankað upp á hjá forsetanum.“ Eins segir Marteinn að Íslendingar búi yfir aragrúa af hæfileikaríku lista- fólki. „Við eigum svo mikið af góðum leikurum og erum sífellt að unga út nýjum „talentum“. Maður fær bara valkvíða þegar maður velur fólk í myndir. Og það eru ekki bara leikar- arnir, heldur eigum við svo mikið af góðu tónlistarfólki og öðrum sem geta komið inn í þetta ferli sem kvik- mynd er.“ Stuttur undirbúningstími Nýjasta mynd Marteins, XL, hefur fengið góðar viðtökur erlendis og var valin í aðalkeppni tékknesku kvik- myndahátíðarinnar Karlovy Vary, sem fór fram í byrjun júlí. „XL byrjaði sem stuttmyndin Pró- mill, sem við Ólafur Darri gerðum saman árið 2010. Fyrst var Prómill bara tæknileg tilraun og krúið var mjög lítið. Þegar krúið var stærst vor- um við þrír en þegar það var minnst var ég bara einn. Mér fannst þetta æðislegt og það tók okkur ekki nema tvo og hálfan dag að gera myndina.“ Undirbúningur XL tók heldur ekki langan tíma, en aðeins tveim- ur og hálfum mánuði eftir að hug- myndin kviknaði hófust tökur. „Ég og Guðmundur Óskars vor- um eitthvað að basla við að skrifa Bankster og það gekk ágætlega en fremur hægt. Ég var orðinn óþolin- móður og svo fór að við ákváðum að gera aðra mynd en Bankster. Við vissum að hún yrði um eldri byttu og samband hans við unga konu og byrj- uðum svo að finna leikara. Síðan fór ég og skrifaði handritið á mánuði rétt fyrir jól og var bara nokkuð ánægður með það. Gummi tók við handritinu í janúar og við fórum í tökur í febrúar.“ Marteinn segir frábært að vinna með Ólafi Darra. „Við erum orðnir svo góðir vinir síðan í Roklandi. Það er svolítið eins og við séum búnir að vera giftir lengi, menn eru farnir að tuða og svona,“ segir Marteinn og hlær. „Þegar menn verða mjög nánir þá verður þetta bara eins og í góðu hjónabandi.“ Sönn og heiðarleg mynd „Viðbrögðin hafa verið misjöfn, eins og maður bjóst við. Sumir eru bara í sjokki. Þetta er náttúrulega ekki auð- veld mynd og hún vekur sterk við- brögð hjá flestum. Við vorum ekk- ert að gera mynd sem átti að vera einhver „hittari“ fyrir alla. Sumir fíla hana í botn á meðan aðrir segja að hún sé bara rugl, að svona geri enginn. En það er vitleysa, því þessi heimur er til og ég hef sjálfur reynslu af honum.“ Viðbrögð fólks við myndinni hafa ekki látið á sér standa. „Myndin er mjög sönn og heiðar- leg. Ég hef verið að fá tölvupósta frá fólki sem hefur lent í þessu sjálft eða eru makar alkóhólista og þetta fólk tengir mjög sterkt við myndina. Það eru meira að segja til miklu svæsnari hlutir hér á landi en það sem sýnt er í myndinni og það er mjög gott fyrir okkur að takast á við þá. Það er mikil- vægt að tala um hlutina því við meg- um ekki þagga þá niður.“ „Þetta fylgir manni alltaf“ XL fjallar um alþingismanninn og alkóhólistann Leif Sigurðarson. „Það var ákveðið lykilatriði að hafa þingmann sem væri í öllu þessu sukki, því það gaf mér líka tækifæri til að gagnrýna sukkið í pólitík og við- skiptum og nota ýmsar fyrirmynd- ir sem við þekkjum, en megum ekki tala um.“ Sjálfur hefur Marteinn glímt við Bakkus og byggir myndina að stór- um hluta á eigin reynslu. „Ég er alkóhólisti sjálfur og mynd- in er klárlega ákveðið uppgjör mitt við fíknina. En ég veit ekki hvort ég sé búinn að klára það, því þetta fylgir manni alltaf.“ Marteinn hefur verið edrú í þrjú og hálft ár og vinnur nú sem ráðgjafi á Vogi. „Ég hætti fyrst að drekka um pásk ana 2007 en féll seint það sum- ar og drakk þá í tæp tvö ár. Svo hætti ég aftur í febrúar 2009, átti tíu daga fall um haustið sama ár, en varð aft- ur edrú 21. september og hef haldið því síðan.“ Hann tók sjálfur ákvörðun að fara í meðferð en segir það hafa tekið tíma að viðurkenna vandann. „Ég var alveg búinn á því. Mað- ur gat ekki drukkið án þess að fara í „blackout“ og ég gat aldrei stopp- að. Það tók tíma að átta sig á því að drykkjan væri vandamál og ég var náttúrulega í algjörri afneitun fyrst. En þetta rústaði hinu hjónabandinu Marteinn Þórsson hefur getið sér góðan orðstír sem kvikmyndagerðarmaður og leikstjóri, en nýjasta mynd hans, XL, hefur vakið mikla athygli innan sem utan landsteinanna. Myndin er að hluta til uppgjör Marteins við eigin áfengisfíkn en hann fór í meðferð eftir andlát föður síns og hefur nú verið edrú í þrjú og hálft ár. Blaðamaður DV heimsótti Martein og eiginkonu hans, rithöfundinn Guðrúnu Evu Mínervudóttur, að heimili þeirra í Hveragerði og ræddi við Martein um kvik- myndagerðina, alkóhólismann, fráfall föður hans og bróðurmissi. Viðtal Hörn Heiðarsdóttir horn@dv.is Hætti að drekka eftir að pabbi dó „Ég er alkóhólisti sjálfur og myndin er klárlega ákveðið uppgjör mitt við fíknina

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.