Dagblaðið Vísir - DV - 19.07.2013, Blaðsíða 35

Dagblaðið Vísir - DV - 19.07.2013, Blaðsíða 35
Lífsstíll 35Helgarblað 19.–21. júlí 2013 Auðræktanlegar kryddjurtir n Kryddjurtagarður í eldhúsglugganum gefur góðan ilm í húsið Þ að er gaman að rækta sjálf- ur sínar matjurtir og það er til fjöldinn allur af jurtum sem má nota til matargerðar. Sem dæmi má nefna dill en grönn þráð- laga blöðin er gott að nota með fiski, skeldýrum, lambakjöti, kartöflum, í sósur og til skrauts. Einnig í krydd- edik og kryddsmjör. Mintu má nota í lambakjötsrétti, sósur, drykki og hlaup en piparminta er mest notuð í sælgæti og líkjöra. Salvía er notuð í rétti úr svína-, kálfa- og lambakjöti, fars, pylsur og kæfu. Timian er gjarnan sett í kryddlegi og á vel við svína-, nauta- og kálfa- kjöt. Það er einnig notað í pottrétti, súpur og er ómissandi í baunasúpu. Blöðin af kóríander eru notuð í karrí-rétti, sósur, salöt. Bragðsterk fræin eru notuð í súrsað grænmeti, pylsur og sæta rétti eins og sultur. Bragðið af fenniku minnir á anis – er með lakkríslykt, blöðin eru not- uð í súpur og fiskrétti. Fræið er gott í te og er oft notað í fiskrétti og svína- kjötsrétti. Stilkurinn og hýðið er not- að í hrásalat. n Bestu heilsubloggin n Fáðu hjálp við að komast í form n Upplýsingar um líkamsrækt, mataræði og almennt heilbrigði Ræktaðu þitt eigið krydd Gómsætt með ýmsum réttum. Pylsan öðl- ast nýtt líf Íslendingar hafa lengi verið sólgn- ir í pylsu með öllu, eða eina með öllu, eins og þjóðarrétturinn er gjarnan kallaður í daglegu tali. En pylsan býður upp á svo miklu fleiri möguleika og í raun er það einungis skortur á hugmyndaflugi og vanafesta sem stöðvar þig þegar kemur að því að matreiða þessa kjötvöru. Á síðunni foodnetwork. com má til að mynda finna tugi uppskrifta að pylsuréttum. Fjöl- margir þeirra innihalda hina hefð- bundnu samsetningu pylsu og brauðs ásamt ýmsu meðlæti. Má þar meðal annars finna sérlega girnilega uppskrift að svokallaðri BLT pylsu með beikoni, bökuðum baunum, majónesi, káli og tómöt- um. Grænmetisætur geta einnig nýtt sér hugmyndirnar því þar má til dæmis finna uppskrift sem inni- heldur tófú pylsu með lárperu, gúrku, gulrótum og salatdressingu. Einfalt og gott pasta Ljúffengur matur þarf hvorki að innihalda mörg hráefni né taka langan tíma að útbúa. Þennan girnilega pastarétt tekur aðeins 22 mínútur að útbúa. Hráefni n 4 bollar penne pasta n ½ bolli mjólk n 2 teskeiðar dijon sinnep n ¾ bolli rjómi n Rifinn cheddar ostur n Smá salt og pipar Sinnepinu og mjólkinni er blandað saman í skál og hellt út í pott með soðnu pasta ásamt rjóma og ostinum. Hrært í þangað til osturinn hefur bráðnað. Krydd- að eftir þörfum og rétturinn er til- búinn handa fjórum. Fagleg fjarþjálfun www.facebook.com/faglegfjarthjalfun Vefsíðan Fagleg fjarþjálfun er í um- sjá íþróttafræðingsins Vilhjálms S. Steinarssonar. Vilhjálmur hefur spil- að og þjálfað körfubolta um margra ára skeið auk þess sem hann býður upp á einkaþjálfun og afreksþjálf- un fyrir íþróttamenn, en hann hef- ur þjálfað fjölmarga íþróttamenn af báðum kynjum í ólíkum íþrótta- greinum, bæði á Íslandi og í Noregi. Vefsíða Vilhjálms hefur að mestu leyti verið færð yfir á Facebook, en þar birtast gamlar sem nýjar greinar eftir hann um líkamsrækt, heilsu og hvernig megi ná hámarksárangri í ræktinni. n Næring.com www.naering.com Vefsíðunni næring.com er haldið út af næringarfræðingnum Hrund Valgeirsdóttur. Á síðunni er hægt að skoða rannsóknir og greinar sem tengjast næringu og matar- æði, reikna út líkamsþyngdarstuð- ul (BMI), grunnefnaskipti (BMR) og þyngdartap sem og nálgast hollar uppskriftir þar sem næringarupplýs- ingar fylgja með. Þá bloggar Hrund sjálf inn á síðuna auk þess sem hægt er að láta hana útbúa matarpró- gramm gegn gjaldi sem og halda úti matardagbók sem farið er yfir af lög- giltum næringarfræðingi. n

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.