Dagblaðið Vísir - DV - 19.07.2013, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 19.07.2013, Blaðsíða 8
8 Fréttir 19.–21. júlí 2013 Helgarblað Fóru 13 milljarða fram yfir n Þriðjungur fjárliða fram úr fjárheimildum R íkisendurskoðun skilaði Al­ þingi skýrslu um framkvæmd fjárlaga fyrir árið 2012 á mánu­ daginn. Þar kemur fram að ríkis sjóður hafi verið rekin með 40 milljarða króna halla árið 2012. Fóru 142 liðir af 435 fram úr fjárheim­ ildum sem nam alls 13 milljörðum króna. Þá er þess einnig getið að nokkrar ríkisstofnanir hafi farið fram úr fjár­ heimildum sínum ár eftir ár án þess að við því hafi verið brugðist. Óskar Ríkisendurskoðun eftir því að fjár­ laganefnd kalli eftir svörum viðkom­ andi ráðherra um hvernig og hvenær fjármálastjórn þessara aðila verði komið í lag. Um er að ræða Landbúnaðarhá­ skóla Íslands, Háskólann á Hólum, Flensborgarskóla í Hafnarfirði, Sýslu­ manninn í Borgarnesi, Sýslumanninn á Selfossi, Heilbrigðisstofnun Austur­ lands, Heilbrigðisstofnun Suður­ lands og Heilbrigðisstofnunina í Vest­ mannaeyjum. Segir í skýrslunni að það valdi Ríkisendurskoðun vonbrigðum hversu margir fjárhagsliðir hafi far­ ið fram úr fjárlögum og ekki hafi tek­ ist nógu vel að viðhalda þeim aga í fjárlagaframkvæmd sem hafi verið innleiddur í kjölfar bankahrunsins í október 2008. Þá kemur fram í skýrslu Ríkis­ endurskoðunar að embætti sérstaks saksóknara hafi verið 887 milljónum króna undir fjárheimild á árinu en þar af nam ónýtt fjárheimild vegna fyrra árs 416 milljónum króna. Hefur Ríkisendurskoðun áður bent á það í skýrslu að huga gæti þurft að forsendum fjárveitinga til embættisins í ljósi mikils rekstrar­ afgangs og þess að verkefni við rann­ sókn sakamála í tengslum við banka­ hrunið 2008 og tengd mál hljóti að dragast saman. Þá var Fjármálaeftirlitið 631 millj­ ón króna undir fjárheimild árið 2012 en þar af námu 334 milljónir króna vegna ónýttra fjárheimilda frá fyrra ári. Kostnaður FME er að tveimur þriðja hluta fjármagnaður með sér­ stöku eftirlitsgjaldi sem fjármála­ stofnanir greiða. Í fjárlögum fyrir árið 2013 voru fjárveitingar til Fjármála­ eftirlitsins ákveðnar 1.818 milljónir króna. n as@dv.is Miklir fjármunir Sömu stofnanirnar fara ítrekað fram úr fjárlögum. Vilja ræða við stúlkurnar Lögreglan á Suðurnesjum lýsti á miðvikudag eftir tveimur kon­ um sem þeir telja að séu mögu­ leg vitni í nauðgunarmáli. Það var aðfaranótt sunnudagsins 30. júní síðast liðinn sem konurn­ ar óku ungri konu heim eftir að hún óskaði eftir því. Konurnar voru að öllum líkindum á bláleit­ um fjögurra dyra smábíl og aft­ an í honum var barnastóll eða barnasæti. Bifreiðin var kyrr­ stæð, ofarlega á Hafnargötu, þegar stúlka kom að og bað um að sér yrði ekið heim og urðu þær við því. Stúlkurnar munu hafa ver­ ið frá höfuðborgarsvæðinu eða á leiðinni þangað, og eru þær beðn­ ar um að hafa samband við lög­ regluna á Suðurnesjum, sem þarf nauðsynlega að ná tali af þeim. Google Maps á Íslandi Gera má ráð fyrir að Google Streetview muni bráðlega inni­ halda myndir af götum á Íslandi því frést hefur að Google bíll sé á leið til landsins með Norrænu til að mynda götur landsins. Eigandi iStore á Íslandi greinir frá þessu, en hann var um borð í Norrænu og náði mynd af bílnum á leið um borð. Google mun ferðast á næstu 1–2 mánuðum um Ísland til að kortleggja allar götur og vegi landsins fyrir Google Streetview, segir á vef iStore, en bíllinn er að koma frá Danmörku. Eigandi iStore bendir á að ekki sé úr vegi að laga til í görðum og á götum til að myndirnar verði sómasam­ legar. Frisbí-golfvöllur slær í gegn Frisbí­golf, eða Folf, nýtur vaxandi vinsælda hjá landanum að því er Reykjavíkurborg greinir frá. Tvo ár eru síðan settur var upp frisbí­ golfvöllur á Klambratúni og hefur hann reynst mjög vinsæll og notk­ un hans hefur slegið öll met það sem af er sumri, þrátt fyrir veður­ far í höfuðborginni. Ekki líður sá dagur að ekki sé einhver að spila á vellinum. Frisbí­golf er spilað með frisbí­diskum og takmarkið er að kasta diskunum í sérhannað­ ar körfur í sem fæstum skotum. Á landinu eru núna sex sérhannað­ ir vellir og víðar er hægt að finna körfur – en auk Klambratúns er í Reykjavík hægt að spila í Gufunesi í Grafarvogi. H eildarkostnaður íslenska ríkisins við rekstur sjö há­ skóla í landinu er rúm­ lega 16,1 milljarður króna á hverju ári. Niðurskurð­ arhópur ríkisstjórnarinnar fer nú yfir mögulegar niðurskurðaraðgerð­ ir í ríkisfjármálum og er háskóla­ kerfið meðal þeirra kostnaðarliða sem horft er til. Vigdís Hauksdóttir, þingkona Framsóknarflokksins sem á sæti í hópnum, hefur raunar sagt að „allt“ sé undir í niðurskurðarað­ gerðunum. Niðurskurðarhópurinn fundaði á fimmtudaginn. Sameining stærstu skólanna Sameining háskóla hefur oftsinnis verið rædd á Íslandi á liðnum árum og er ekki ólíklegt að komi til slíkra sameininga á næstunni. Til að mynda sagði Katrín Jakobsdóttir, menntamálaráðherra síðustu ríkis­ stjórnar, að hún væri ekki mótfallin því að sameining Háskóla Íslands og Háskólans í Reykjavík yrði skoðuð. Háskólinn í Reykjavík er sá skóli sem fær næst hæst fjárframlög frá ríkinu, rúmlega 2,1 milljarða króna en Há­ skóli Íslands fær langhæsta framlag­ ið, rúmlega 10,4 milljarða. „Ég myndi ekki leggjast gegn því að þessir skól­ ar ræddu saman um sameiningu en þá yrði að fella niður skólagjöld. Mér finnst hins vegar tvennt mjög mikilvægt og það er að skólarnir eru sjálfstæðar stofnanir og hins vegar að íslenskir háskólar eru undirfjár­ magnaðir ef við skoðum alþjóðlegan samanburð og hafa verið það árum saman. Þar myndi ég vilja byggja upp þannig að við kæmumst á par við til dæmis meðaltal OECD ríkja,“ sagði Katrín. Katrín skipaði nefnd á liðnu kjör­ tímabili, að tillögu allsherjar­ og menntamálanefndar Alþingis, sem ætlað var að gera úttekt á hagkvæmni samstarfs eða sameiningarkosta há­ skóla og sýnir sú viðleitni að svo virðist sem nokkur vilji sé til slíkra sameininga hjá íslenskum stjórn­ málamönnum. DV sendi fyrirspurn um skoðan­ ir núverandi menntamálaráðherra Illuga Gunnarssonar á hugsanlegri sameiningu háskóla á Íslandi. Ill­ ugi hafði ekki svarað fyrirspurninni þegar blaðið fór í prentun. Tveir skólar ítrekað gagnrýndir Tveir af háskólunum hafa ítrek­ að verið gagnrýndir fyrir óráðsíu í rekstri á liðnum árum. Þessir tveir skólar eru Hólaskóli og Háskólinn á Bifröst. Ríkisendurskoðun vann skýrslu um starfsemi Hólaskóla þar sem bent var á uppsafnaðan hallarekstur skól­ ans og mikilvægi þess að mennta­ málaráðuneytið myndi finna lausn á rekstrarvanda skólans og erfiðleik­ um hans. „Uppsafnaður rekstrarhalli skólans nam engu að síður 76 m. kr. í árslok 2010 og heildarskuldir voru 207 m .kr., þar af var skuld við ríkis­ sjóð 178 m .kr. Ríkisendurskoðun tel­ ur brýnt að Hólaskóli og mennta­ og menningarmálaráðuneyti finni var­ anlega lausn á þessum vanda.“ Þá sagði í breytingum á fjárlög­ um ársins 2013, þar sem Háskólinn á Bifröst fékk viðbótarframlag úr rík­ issjóði, að framtíð skólans myndi væntanlega ráðast í ljósi þeirr­ ar niðurstöðu sem nefnd um sam­ einingu háskóla kæmist að. Orðrétt sagði í fjárlagafrumvarpinu þar sem Háskólinn á Bifröst fékk fyrirgreiðsl­ una: „Skilyrði þessarar fyrirgreiðslu er að Háskólinn á Bifröst leggi fram trúverðuga áætlun um að hann geti tryggt nægilegan nemendafjölda til að skólinn verði starfhæfur, til dæmis með sameiningu við aðrar háskóla­ stofnanir. Gera má ráð fyrir að gerðar verði tillögur um framhald og fyrir­ komulag skólahalds á Bifröst af hálfu lögskipaðrar nefndar um úttekt á há­ skólastiginu.“ Ljóst er því að nokkurt tilefni er til niðurskurðar í háskólakerfinu og mun hópur Vigdísar örugglega horfa til háskólakerfisins í vinnu sinni. n Ingi Freyr Vilhjálmsson ritstjórnarfulltrúi skrifar ingi@dv.is Kostnaður Kostnaður ríkisins við háskólana Háskóli Íslands 10,426 milljarðar Háskólinn í Reykjavík 2,122 milljarðar Háskólinn á Akureyri 1,471 milljarðar Listaháskóli Íslands 794 milljónir Landbúnaðarháskólinn 629 milljónir Háskólinn á Bifröst 358 milljónir Hólaskóli 302 milljónir Alls: 16,102 milljarðar *HeiMild fjárlög árSinS 2013 Kostnaður við háskóla er rúmir 16 milljarðar n Tveir skólanna ítrekað gagnrýndir fyrir rekstur sinn á síðustu árum„Ég myndi ekki leggjast gegn því að þessir skólar ræddu saman um sameiningu. lagst yfir niðurskurðinn Vigdís Hauksdóttir er í niðurskurðarhópi ríkisstjórnarinnar sem mun skoða niðurskurðaraðgerðir hjá ríkinu.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.