Dagblaðið Vísir - DV - 19.07.2013, Blaðsíða 34

Dagblaðið Vísir - DV - 19.07.2013, Blaðsíða 34
34 Lífsstíll 19.–21. júlí 2013 Helgarblað „Skemmtilegast að grafa ærfillet“ n Yfirmatreiðslumaður gefur leiðbeiningar um hvernig grafa skuli kjöt Þ etta er tiltölulega einfalt verk. Aðalmálið er að hafa góða uppskrift svo hlutföll sykurs og salts séu rétt,“ segir Ágúst Garðarsson, yfirmatreiðslumaður hjá Icelandair aðspurður um aðferðina við að grafa kjöt og fisk. Hann segir að oftast noti maður hreina vöðva, til dæmis af lambi, hrein dýri eða nauti og mikilvægt sé að hreinsa kjötið vel af fitu og sin­ um. Að því loknu þerri maður kjötið með pappír og leggi það svo á bakka. „Svo blandar maður þá kryddblöndu sem maður vill hafa og leggur kjöt­ ið ofan á hana og þekur það vel með blöndunni.“ Í sumum uppskriftum sé einnig olía eða jafnvel smá koníak en þá skuli einungis setja nokkra dropa yfir saltið og sykurinn.“ Ágúst bendir á að til dæmis lamba­ fillet og fiskflök þurfi um það bil sólar­ hring en stærri vöðvar þurfi lengri tíma. „Þú veist að þetta er tilbúið þegar vökvinn fer að vera mikið í botninum og kjötið orðið mjög stinnt. Svo er ein­ faldast að skera enda af og athuga hvort það sé litamismunur. Kjötið á að vera eins á litinn í gegn svo ef það er annar litur í miðjunni þarf það lengri tíma.“ Honum finnst gott að eiga graf­ ið kjöt í kælinum því það sé þægilegur og góður forréttur sem gott sé að grípa til ef fólk fær skyndilega gesti í mat. Aðspurður um uppáhaldsafurðir til að grafa nefnir hann lunda, bleikju og ærfillet. „Mér finnst mjög gott að grafa ærfillet. Það tekur svo skemmti­ lega við bragðinu og er þar að auki ódýrara hráefni,“ segir hann. Að lokum bendir hann á að vel sé hægt að grafa kjöt fyrir eldun. Þá sé það grafið í klukkustund áður en því er skellt á grillið. „Þannig færð þú mjög gott grillkjöt sem er létt maríner­ að og þar sem það er búið að herða frumurnar, þolir það grillun mikið betur.“ n Ágúst Garðarsson Segir einfalt að grafa kjöt og fisk. Hörn Heiðarsdóttir blaðamaður skrifar horn@dv.is Bestu heilsubloggin n Fáðu hjálp við að komast í form n Upplýsingar um líkamsrækt, mataræði og almennt heilbrigði Aðrar síður Egill Einarsson er einn þekktasti einka- þjálfari landsins og heldur úti síðunni fjar- þjalfun.is þar sem hann aðstoðar fólk við að komast í form. Logi Geirsson sló í gegn sem atvinnu- maður í handbolta í Þýskalandi og hefur spilað með FH. Hann heldur út síðunni logigeirsson.is þar sem hann býður fjar- þjálfun. Kraftheimar.net er fyrir þá sem er alvara með vöðvafíknina. Þar skiptast vöðvatröll Íslands á upplýsingum og bera saman árangur sinn. Ekki fyrir nein með- almenni. Fitness.is er heimasíða tímaritsins Fit- ness fréttir sem fjallar um heilsu og vaxtarrækt og birtir jafnframt upplýsingar og myndir frá nýjustu vaxtarræktarmót- um sem haldin eru hér heima og erlendis. Vodvafikn.is er heimasíða um allt sem tengist lyftingum, svo sem aflraunir, kraftlyftingar, fitness og vaxtarrækt. Dóra Svavarsdóttir matriðslumeistari á Culina „Þar sem ég var stödd í Laugar­ ási í Biskups­ tungum þegar kallið kom um að vera matgæðing­ ur vikunnar, þá fór ég í tvær eftirlætis „búð­ irnar“ mínar; lífræna markaðinn á Engi og sjálfsafgreiðslugróður­ húsið í Heiðmörk. Þar skoðaði ég, þuklaði og þreifaði á öllu þessu stórkostlega grænmeti og keypti allt sem mig langaði í. Þegar heim var komið hófst svo gleðin. Þið fáið að njóta með mér fullkomins tómat­ drykks og grillaðs grænmetis með landnámshænueggi,“ segir Dóra Svavarsdóttir, matreiðslumeistari á Culina veitingar, en hún er mat­ gæðingur vikunnar að þessu sinni. Tómat fordrykkur n 6 stórir tómatar, eins rauðir og hægt er að hugsa sér n 1/2 agúrka skræld n 1/4 úr chilli n 2 dl vatn n Sjávarsalt milli fingra n 1 sellerístöngull og dill Aðferð Tómatarnir, gúrkan, chillið og vatnið er maukað saman í blandara og svo saltað eftir smekk. Deilið í glös og setjið seller­ ístöngul í glasið, en selleríið gefur smá bragð í drykkinn og er gott til að hræra hann upp. – Fyrir lengra komna og eldri er gaman að setja vodka slettu í glasið. Grillað grænmeti n 1 stk eggaldin n 1 stk kúrbítur n 1/2 púrra n 1 stk paprika n Hnúðkál n 4 tómatar n Smá olía n Salt n Pipar n Chilli n Oregano, timijan, steinselja, basilíka og allt annað sem þykir gott á þínu heimili. Aðferð Allt grænmetið, nema tómatarn­ ir, er skorið í sneiðar, penslað með olíu og kryddað með salti og pipar. Svo er það grillað og að lokum skor­ ið niður í smærri bita og sett í skál. Tómatarnir eru sneiddir gróft og settir á pönnu með olíunni og smá vatni. Látnir sjóða niður í róleg heit­ unum þar til þeir eru alveg maukað­ ir, en þá setjum við út í hnefafylli af öllum þeim kryddjurtum sem okk­ ur finnast bestar. Hrærum saman og hellum yfir grillaða grænmetið. Þetta er frábært meðlæti með öll­ um grillmat; eins finnst mér gott að sjóða mér landnámshænuegg og borða með. Eftir þessa góðu máltíð var bara bakki af jarðarberjum eftir úr sveit inni og rann hann ljúflega niður, alveg einn og sjálfur. Hollusta úr sveitinni Dóra skorar á Stefán Jón Hafstein að verða matgæðing næstu viku. Matgæðingurinn H efur þú áhuga á að grenn­ ast, styrkjast og auka út­ hald og líkamlega getu? Þá getur verið gott að lesa sér til um hollt mataræði, styrktar­ og þolæfingar, vítamín og bætiefni, næringarfræði og reynslusögur annarra af heilbrigð­ um lífsstíl. Blaðamaður DV tók saman nokkur góð heilsu­ og lífsstílsblogg sem fræða lesendur um mataræði, hreyfingu og heilbrigt líferni. n Ragga nagli ragganagli.wordpress.com Ragnhildur Þórðardóttir, betur þekkt sem Ragga nagli, heldur úti sam­ nefndri vefsíðu þar sem hún skrifar um ýmislegt sem tengist heilbrigðu líferni. Ragnhildur er sálfræðing­ ur og einkaþjálfari að mennt og er með fjölmarga í fjarþjálfun. Á vef­ síðu hennar má finna ótal matar­ uppskriftir þar sem hollustan er í fyrirrúmi og ekki er notast við syk­ ur, hveiti eða aðra óhollustu. Þá má einnig finna ýmsar greinar um fjar­ þjálfun, fitutap, vöðvauppbyggingu, styrktar­ og þolæfingar, hugarfar og markmið í ræktinni. n Mataræði.is www.mataraedi.is Vefsíðan mataræði.is er í umsjá Ax­ els F. Sigurðssonar hjartalæknis, en hann er sérfræðingur í lyflækn­ ingum annars vegar og hjarta­ lækningum hins vegar. Axel hefur starfað sem sérfræðingur í hjarta­ lækningum við Landspítalann frá árinu 1996, með megináherslu á kransæðasjúkdóma, kransæða­ virkjanir og hjartabilanir. Hann starfar nú bæði á Landspítalanum og í Hjartamiðstöðinni í Kópavogi. Á vefsíðu Axels má finna ýmsan fróðleik um mataræði, næringar­ fræði, sjúkdóma og heilbrigðan lífsstíl, en allar greinar byggja á ör­ uggum heimildum, svo sem viður­ kenndum vísindarannsóknum og/ eða álitum sérfræðinga í viðkom­ andi málaflokki. n Beta Runs www.betaruns.com Elísabet Margeirsdóttir heldur úti vefsíðunum Beta Runs og Beta nær­ ingarráðgjöf. Elísabet er með B.Sc. próf í lífefnafræði og mastersgráðu í næringarfræði, en árið 2012 stofnaði hún fyrirtækið Beta næringarráð­ gjöf ehf. þar sem hún starfar við að ráðleggja einstaklingum um lífsstíl og mataræði. Elísabet hefur mik­ inn áhuga á heilbrigðum lífsstíl og stundar langhlaup af miklu kappi. Á vefsíðum sínum skrifar hún um ýmislegt sem tengist heilbrigðu líf­ erni, svo sem hlaup, næringu, mat og heilsu auk þess sem hún deilir sínum persónulegu hlaupaafrekum með lesendum. n

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.