Dagblaðið Vísir - DV - 19.07.2013, Blaðsíða 40

Dagblaðið Vísir - DV - 19.07.2013, Blaðsíða 40
40 Afþreying 19.–21. júlí 2013 Helgarblað Tökur á Castle féllu niður n Aðalleikarinn lét ekki sjá sig T ökur á þáttunum Castle féllu niður í síðustu viku þar sem aðalleikarinn Nathan Fillion mætti ekki á tökustað. Sam­ kvæmt síðunni Deadline.com er ástæðan sú að Fillion hafi ákveðið að mæta ekki þar sem hann er í miðjum deilum við ABC studios en hann krefst þess að vinna einungis fjóra daga vik­ unnar. ABC Studios hefur ekki viljað tjá sig um málið en stað­ festi að tökur væru hafnar á ný. Þessi mjög svo vinsæla þátta röð, sem sýnd er á RÚV, segir frá glæpa sagna höfund­ inum Richard Castle sem er fenginn til að hjálpa lög­ reglunni þegar morð ingi herm­ ir eftir atburðum í bókum hans. Hann vinnur þar við hlið rann sóknar lögreglu kon unn ar Kate Beckett sem leikin er af Stana Katic. Samkvæmt formúlunni er eitthvað á milli Castle og Beckett og í lok 5. þáttaraðarinnar biður hann hennar. Hún þarf því að taka erfiða ákvörðun: Á hún að neita bónorðinu og fara til New York að vinna fyrir FBI eins og henni býðst? Eða á hún að gift­ ast Castle. „Ef hún afþakkar vinnuna hjá FBI sýnir hún veikleika­ merki,“ segir Katic við TV Guide aðspurð um hvað persóna hennar ætti að gera. „Þetta er saga nútímakonu og ég vil ekki senda þau skilaboð til kvenna sem er annt um starfsframa sinn að þær eigi frekar að velja hjónaband en starfsframa. Það er heldur ekki svo langt á milli New York og DC auk þess sem Castle er milljónamæringur. Þau geta vel ferðast á milli. Það mundi ekki vera lýsandi fyrir persónu Beckett að vera búin að ná svona langt í starfi sínu og henda því síðan frá sér.“ n Sjónvarpsdagskrá Föstudagur 19. júlí Stöð 2RÚV SkjárEinn Stöð 2 Sport dv.is/gulapressan Hæfismat Birgir heiðursfélagi Gunnar Björnsson var endur- kjörinn forseti Skáksambands Íslands á aðalfundi sambands- ins um síðustu helgi. Birgir Sig- urðsson var kjörinn nýr heiðurs- félagsins sambandsins. Fjöldi lagabreytingartillagna voru samþykktar og má þar nefna til- lögu um landsliðseinvald og að liðum í fyrstu deild verður fjölgað í 10 strax í haust. Stjórn SÍ 2013–14 skipa: Gunnar Björnsson, Helgi Árna- son, Ingibjörg Edda Birgisdótt- ir, Pálmi Pétursson, Ríkharður Sveinsson, Róbert Lagerman og Stefán Bergsson. Varastjórn skipa: Steinþór Baldursson, Óskar Long Einarsson, Þorsteinn Stefánsson og Andrea Margrét Gunnarsdóttir. Birgir Sigurðsson var samþykktur nýr heiðursfélagi með dúndrandi lófaklappi. Í ræðu forseta kom fram mikið þakklæti til Birgis en hann hóf útgáfu á Tímaritinu Skák út á eigin reikning og vann svo við blaðið í tugi ára. Fram kom einnig í ræðu Gunnars að Birgir hafi verið brauðryðjandi í skák- starfi eldri borgara og eigi mikinn þátt í því hversu sterkt það sé í dag. Þrettán lagabreytingatillögur lágu fyrir fundinn og þar af voru fjór- ar frá stjórn SÍ. Allar tillögur stjórnarinnar voru samþykktar. Töluverðar breytingar verða á Íslandsmóti skákfélaga og það strax í haust. Samþykkt var fjölga liðum í efstu deild í tíu og var breytingartillaga Björns Þorfinnssonar um að hún tæki gildi strax í haust samþykkt. Það þýðir að Skákfélag Akureyrar og Skákdeild Fjölnis fá sæti í efstu deild keppnistímabilið 2013–14. Einnig var tillaga TR og TV samþykkt með þorra atkvæða; að fækka er- lendum skákmönnum í hverju liði niður í tvo úr fjórum og tekur það einnig gildi strax í haust. Það er því ljóst að mun fleiri íslenskir skákmenn tefla í efstu deild en áður og að mótið verður áfangahæft fyrir íslenska titil- veiðara. dv.is/blogg/skaklandid Stefán Bergsson skrifar Skáklandið 15.40 Ástareldur (Sturm der Liebe) e. 16.30 Ástareldur (Sturm der Liebe) e. 17.20 Sumar í Snædal (1:6) 17.47 Unnar og vinur (14:26) 18.10 Smælki (1:26) (Small Potatoes) 18.15 Táknmálsfréttir 18.25 Hið sæta sumarlíf (4:6) (Det søde sommerliv) Dönsk matreiðsluþáttaröð. Mette Blomsterberg reiðir fram kræs- ingar sem henta vel á sumrin. e. 19.00 Fréttir 19.30 Veðurfréttir 19.35 Gunnar á völlum Í þáttunum Gunnar á völlum fara þeir Gunnar Sigurðarson og Fannar Sveinsson um víðan völl og skoða það markverðasta sem er að gerast í íslenskri knattspyrnu. Þeir félagar eru oftar en ekki mun uppteknari af því sem gerist utan vallar og sökum þess fjalla þættirnir því í raun ekkert um knattspyrnu. 19.45 Dýralæknirinn (6:9) (Animal Practice) Bandarísk gaman- þáttaröð um dýralækninn George Coleman sem þykir afar vænt um dýrin en fyrirlítur gæludýraeigendur. Meðal leikenda eru Justin Kirk, JoAnna Garcia Swisher og Bobby Lee. 20.10 Tónlistarmaðurinn 6,1 (The Music Man) Svikahrappur kemur til bæjar í Miðvesturríkjum Bandaríkjanna og ætlar að féfletta bæjarbúa en margt fer öðruvísi en til var ætlast. Leikstjóri er Jeff Bleckner og meðal leikenda eru Matthew Broderick og Kristin Chenoweth. Bandarísk fjölskyldumynd frá 2003. 22.20 Fallin hetja 6,5 (Hancock) Of- urhetja sem er fallin í ónáð hjá almenningi slær sér upp með eiginkonu almannatengslaráð- gjafa sem er að reyna að lappa upp á ímynd hans. Leikstjóri er Peter Berg og meðal leikenda eru Will Smith, Charlize Theron og Jason Bateman. Atriði í myndinni eru ekki við hæfi ungra barna. 23.50 Svallveislan 6,1 (A Good Old Fashioned Orgy) Vinir sem hafa þekkst síðan í grunn- skóla ákveða að halda meiri háttar svallveislu í lok sumars. Leikstjórar eru Alex Gregory og Peter Huyck og meðal leikenda eru Jason Sudeikis, Leslie Bibb og Lake Bell. Bandarísk gaman- mynd frá 2011. Atriði í myndinni eru ekki við hæfi ungra barna. 01.20 Útvarpsfréttir í dagskrárlok 07:00 Barnatími Stöðvar 2 Waybu- loo, Ævintýri Tinna, Scooby- Doo! Leynifélagið 08:05 Malcolm in the Middle (5:22) 08:30 Ellen (3:170) 09:15 Bold and the Beautiful 09:35 Doctors (31:175) 10:15 Fairly Legal (5:10) (Lagaflækjur) 11:00 Drop Dead Diva (1:13) 11:50 The Mentalist (9:22) 12:35 Nágrannar 13:00 Extreme Makeover: Home Edition (11:25) 13:50 Sammy’s Adventures 15:15 Ævintýri Tinna 15:40 Leðurblökumaðurinn 16:05 Waybuloo 16:25 Ellen (4:170) 17:10 Bold and the Beautiful 17:32 Nágrannar 17:57 Simpson-fjölskyldan (19:22) 18:23 Veður 18:30 Fréttir Stöðvar 2 18:47 Íþróttir 18:54 Ísland í dag 19:06 Veður 19:15 Simpson-fjölskyldan (1:22) 19:35 Arrested Development (6:15) 20:15 Besta svarið (6:8) Frábær spurninga- og skemmtiþáttur þar sem hinn eini sanni Sverrir Þór Sverrisson, Sveppi, stýrir af einstakri snilld. Í hverjum þætti mætir einn þjóðþekktur gestur til leiks og keppendur eru þrír, vinir eða ættingjar gestsins. Keppendurnir eiga að svara afar fjölbreyttum spurningum um gestinn og keppast um að vera með besta svarið hverju sinni. 21:00 Notting Hill 6,9 Rómantísk gamanmynd. William Thacker er bóksali í Notting Hill í Lundúnum en Anna Scott er bandarísk kvikmyndastjarna. Þau virðast eiga fátt sameigin- legt en þegar þau hittast fyrir tilviljun taka hlutirnir óvænta stefnu. Ástin er vissulega óútreiknanleg en getur þetta samband virkilega gengið? 23:00 X-Men: First Class 7,8 Fjórða myndin í hinum geysivinsæla kvikmyndabálki og fjallar um tilurð ofurmennahópsins sem sameiginlega ganga undir nafninu X-Men. Við kynnumst Charles Xavier og Erik Lehnsherr áður en þeir urðu Professor X og Magneto og hvernig ágreiningur þeirra myndaðst og stríðið milli þeirra hófst. 01:10 War, Inc. 5,6 Gamanmynd með John Cusack, Hilary Duff, Dan Akroyd í aðalhlutverkum. 03:00 Religulous 7,7 Umdeild heim- ildarmynd þar sem grínistinn Bill Maher ferðast um allan heim og ræðir við fólk sem aðhyllist hinum ýmsu trúarbrögðum. 04:40 Get Him to the Greek 6,4 Frábær gamanmynd með Jonah Hill og Russell Brand í aðalhlut- verkum um brjálaða rokkstjörnu og nýráðinn aðstoðarmann hans. 06:00 Pepsi MAX tónlist 08:00 Dr.Phil 08:45 Pepsi MAX tónlist 13:30 The Voice (4:13) 15:45 The Good Wife (5:22) 16:35 The Office (15:24) Skrifstofu- stjórinn Michael Scott er hættur störfum hjá Dunder Mifflin en sá sem við tekur er enn undarlegri en fyrirrennari sinn. Andy bregður sér í nýtt hlutverk sér til mikillar ánægju. 17:00 Royal Pains (11:16) Bandarísk þáttaröð sem fjallar um Hank sem er einkalæknir ríka og fræga fólksins í Hamptons. 17:45 Dr.Phil 18:30 Minute To Win It Einstakur skemmtiþáttur undir stjórn þúsundþjalasmiðsins Guy Fieri. Þátttakendur fá tækifæri til að vinna milljón dollara með því að leysa þrautir sem í fyrstu virðast einfaldar. Trúlofað par reynir að næla sér í háa fjárhæð og tveir ókunnugir einstaklingar eru settir saman í lið og keppa í þraut sem gæti gefið vel í aðra höndina. 19:15 The Ricky Gervais Show (13:13)Bráðfyndin teiknimynda- sería frá snillingunum Ricky Gervais og Stephen Merchant, sem eru þekktastir fyrir gamanþættina The Office og Extras. Þessi þáttaröð er byggð á útvarpsþætti þeirra sem sló í gegn sem „podcast“ á Netinu. Þátturinn komst í heimsmeta- bók Guinnes sem vinsælasta „podcast“ í heimi. 19:40 Family Guy (13:22) Ein þekktasta fjölskylda teiknimyndasögunnar snýr loks aftur á SkjáEinn. Peter Griffin og fjölskylda ásamt hund- inum Brian búa á Rhode Island og lenda í ótrúlegum ævintýrum þar sem kolsvartur húmor er aldrei langt undan. 20:05 America’s Funniest Home Videos (31:44) Bráðskemmti- legur fjölskylduþáttur þar sem sýnd eru fyndin myndbrot sem venjulegar fjölskyldur hafa fest á filmu. 20:30 The Biggest Loser (4:19) Skemmtilegir þættir þar sem fólk sem er orðið hættulega þungt snýr við blaðinu og kemur sér í form á ný. 22:00 Rocky IV 6,4 Bandarísk kvikmynd frá árinu 1985. Apollo Creed stígur aftur fram á sjón- varsviðið eftir að hafa skorað á sovéskan boxara að nafni Ivan Drago. Eftir mikinn ósigur sem endar á óhugnanlegan hátt, ákveður Rocky að slást við Drago á hans eigin heimavelli í Moskvu sósíalismans. 23:35 Excused Nýstárlegir stefnumótaþáttur um ólíka einstaklinga sem allir eru í leit að ást. 00:00 Nurse Jackie (4:10) Margverð- launuð bandarísk þáttaröð um hjúkrunarfræðinginn og pilluætuna Jackie. Í þessum þætti kemur ýmislegt fram sem hingað til hefur verið hulið. 00:30 Flashpoint (5:18) Spennandi þáttaröð um sérsveit lög- reglunnar sem er kölluð út þegar hættu ber að garði. 01:20 Lost Girl (16:22) 02:05 Pepsi MAX tónlist 16:30 Into the Wind Stórmerkileg mynd um stutta ævi Terry Fox. 17:25 FA bikarinn (Everton - Wigan) Útsending frá leik Everton og Wigan Athletic í 8 liða úrslitum ensku bikarkeppninnar. 19:10 Pepsi deildin 2013 (Fram - KR) 21:00 NBA 2012/2013 - Úrslitaleikir (San Antonio - Miami) 22:50 FA bikarinn (Man. Utd. - Chelsea) 07:00-20:00 (Lalli, Refurinn Pablo, Litlu Tommi og Jenni, Svampur Sveinsson, Mörgæsirnar frá Madagaskar, Strumparnir, Lína Langsokkur, Sorry Í ve Got No Head, iCarly, Njósnaskólinn, Big Time Rush o.fl.) 20:00 Það var lagið 21:15 A Touch of Frost. 23:00 Monk (5:12) 23:45 It’s Always Sunny In Philadelphia (4:7) 00:10 Það var lagið 01:25 A Touch of Frost. 03:10 Monk (5:12) 03:55 It’s Always Sunny In Philadelphia (4:7) 04:20 Tónlistarmyndb. frá Popptíví 06:00 ESPN America 07:00 The Open Championship Official Film 1970 08:00 Opna breska meistaramótið 2013 (2:4) Elsta og virtasta mót golfíþróttarinnar er Opna breska meistamótið. Bestu kylfingarnir spila alltaf til að vinna á þessu fornfræga móti. 19:00 The Open Championship Official Film 1992 20:00 Opna breska meistaramótið 2013 (2:4) Elsta og virtasta mót golfíþróttarinnar er Opna breska meistamótið. Bestu kylfingarnir spila alltaf til að vinna á þessu fornfræga móti. 03:00 ESPN America SkjárGolf 11:55 The Big Year 13:35 Algjör Sveppi og dularfulla hótelherbergið 14:55 The Best Exotic Marigold Hotel 16:55 The Big Year 18:35 Algjör Sveppi og dularfulla hótelherbergið 19:55 The Best Exotic Marigold Hotel 22:00 Dark Shadows Gamansöm mynd eftir Tim Burton með Johnny Depp og Helena Bonham Carter um vampíruna Barnabas Collins, sem snýr aftur til fjölskyldu sinnar eftir útlegð. 23:55 Another Earth Áhrifamikil mynd um líf nema og tónskálds sem hittast við dramatískar aðstæður eftir að eins örlagarík nótt breytti lífi þeirra að eilífu. 01:25 Mirrors 2 Hrollvekja um næturvörð í verslun sem fer að sjá óhugnarlegar sýnir á nætur- vöktum sínum. Og þær tengjast allar spegli í versluninni. 02:55 Dark Shadows Stöð 2 Bíó 17:50 Enska úrvalsdeildin 19:35 Premier League World 20:05 Leikmaðurinn 20:40 Manstu 21:25 PL Bestu leikirnir 21:55 Stuðningsmaðurinn 22:25 MD bestu leikirnir 22:55 Enska úrvalsdeildin Stöð 2 Sport 2 Stöð 2 Krakkar Stöð 2 Gull Löggan og rithöfundurinn Castle aðstoðar lögregluna við að upplýsa sakamál. The Vow P aige og Leo eru nýgift og yfir sig ástfangin þegar þau lenda í bílslysi. Paige er meðvitundar­ laus um tíma eftir slysið og þegar hún vaknar, þjáist hún af minnisleysi. Hún þekk­ ir ekki Leo og man ekki eftir lífi þeirra saman. Eðlilega er þetta mikið áfall fyrir Leo sem reynir hvað hann getur til að fá ástina sína til að muna eitt­ hvað. Paige er mjög vör um sig og finnst óþægilegt þegar Leo reynir að sýna henni blíðuhót. Hugljúf bandarísk bíómynd frá árinu 2012 á drama­ og rómantísku nótunum. Með aðalhlutverk fara Rachel McAdams og Channing Tat­ um. Leikstjóri er Michael Sucsy. Stöð 2 laugardagur 20. júlí kl. 20:25

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.