Dagblaðið Vísir - DV - 19.07.2013, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 19.07.2013, Blaðsíða 6
6 Fréttir 19.–21. júlí 2013 Helgarblað Fleiri flytja heim en í burtu n Alls bjuggu 323.810 á Íslandi í júní A lls bjuggu 323.810 á Íslandi, 162.400 karlar og 161.410 konur, í lok júní á þessu ári, en landsmönnum fjölg­ aði um 880 á síðasta ársfjórðungi. Á öðrum ársfjórðungi 2013 fædd­ ust 1.100 börn, en 500 einstakl­ ingar létust. Á höfuðborgarsvæð­ inu bjuggu 207.120 manns. Þessar tölulegu upplýsingar koma frá Hagstofu Íslands, en áhugavert er að 270 einstaklingar fluttust til landsins umfram brottflutta á sama tímabili. Það vekur athygli, sérstaklega í ljósi umfjöllunar um brottflutning Íslendinga á undan­ förnum árum. Aðfluttir einstaklingar með ís­ lenskt ríkisfang voru 120 umfram brottflutta, en aðfluttir erlendir ríkisborgarar voru 150 fleiri en þeir sem fluttust frá landinu. Fleiri karl­ ar en konur fluttust frá landinu. Flestir aðfluttir íslenskir ríkis­ borgarar komu frá Danmörku, eða 220. 190 komu frá Noregi og 130 frá Svíþjóð, eða alls 540 einstaklingar af 740. Pólland var upprunaland flestra erlendra ríkisborgara en þaðan flutt­ ust 300 til landsins af alls 840 er­ lendum innflytjendum. Spánn kom næstur, en þaðan fluttust 45 erlendir ríkisborgarar til landsins. Noregur var helsti áfangastað­ ur brottfluttra íslenskra ríkisborgara en þangað fluttust 240 manns á öðr­ um ársfjórðungi af 620 alls. Til Dan­ merkur og Svíþjóðar fluttust 170 ís­ lenskir ríkisborgarar. Af þeim 690 erlendu ríkisborgurum sem fluttust frá landinu fóru flestir til Póllands, 160 manns. n Í slandsbanki hefur lýst nærri sjö milljarða króna kröfu í þrotabú Byrs sem stýrt er af slitastjórn. Frá þessari kröfu er greint á heimasíðu slitastjórnar Byrs og er tilkynningin dagsett 15. júlí síðast liðinn. Orðrétt segir þar: „Íslands­ banki hefur lýst kröfu í bú Byrs, sem stýrt er af slitastjórn, þar sem farið er fram á endurgreiðslu á hlutabréfun­ um í Byr.“ Slitastjórnin seldi helstu eignir Byrs til Íslandsbanka í nóvember 2011 og rann sparisjóðurinn þá inn í Íslandsbanka. 88,2 prósenta hlutur var í eigu slitastjórnar Byrs og 11,8 prósenta hlutur var í eigu íslenska ríkisins sem einnig seldi sinn hlut. Kaupverðið var 6,6 milljarðar króna. Forsenda kröfu Íslandsbanka nú er sú að eignir Byrs hafi verið verulega of­ metnar í bókhaldi sparisjóðsins. Samkvæmt upplýsingum frá Ís­ landsbanka er krafan gerð af þeirri einföldu ástæðu að skort hafi á upp­ lýsingar um virði eigna Byrs í sölu­ ferlinu á sínum tíma. Orðrétt seg­ ir í svari bankans í tölvupósti: „Í ljós hefur komið, að mati Íslandsbanka, að verulega hafi skort á að sérstakar ábyrgðaryfirlýsingar og tilteknar upp­ lýsingar sem gefnar voru af hálfu selj­ enda í kaupsamningi milli aðila og sem lagðar voru til grundvallar kaup­ um á Byr hf. hafi reynst réttar og full­ nægjandi. Af þeim sökum hefur Ís­ landsbanki lýst kröfu í slitabú Byrs sparisjóðs.“ Ofmat eignasafnsins Krafan sem Íslandsbanki hefur lýst í bú Byrs er hærri en kaupverðið sem Íslandsbanki greiddi fyrir sparisjóð­ inn á sínum tíma. Enda segir líka í auglýsingu slitastjórnarinnar að um sé að ræða kröfu um „endurgreiðslu“ á kaupverðinu. Orðrétt segir í tilkynn­ ingunni: „Krafan er byggð á því að lán til viðskiptavina hafi verið verulega ofmetin í ársreikningum sparisjóðs­ ins og að þau hafi ekki verið metin út frá almennum og viðurkenndum reglum um endurskoðun. Upphæð kröfunnar er 6.943 milljónir íslenskra króna auk vaxta og kostnaðar, og er henni lýst sem forgangskröfu á móti skuld Íslandsbanka við Byr sem nem­ ur 5.834 milljónum króna, sem greiða á í nóvember 2014 og 2015.“ Því er um að ræða kröfu um endurgreiðslu á öllu kaupverði spari­ sjóðsins, auk vaxta og þess kostnaður við innheimtu kröfunnar sem fellur á Íslandsbanka. Jón Ásgeir Jóhannesson og tengdir aðilar stærstir Miðað við kröfugerð Íslandsbanka voru útlánamál Byrs í miklum ólestri fyrir hrun og skort hefur á tilhlýðilega áhættustýringu innan sjóðsins. Líkt og fjallað hefur verið um ítarlega í DV, þar sem blaðið hafði lánabók sparisjóðsins undir höndum, voru eignarhaldsfélög í eigu Jóns Ásgeirs Jóhannessonar og viðskiptafélaga hans stærstu skuldar­ ar sparisjóðsins Byrs fyrir íslenska bankahrunið árið 2008. Fjárfestingar­ félag Jóns Ásgeirs og fjölskyldu hans, Gaumur, og tengd félög, skulduðu Byr til dæmis nærri átta milljarða króna í nóvember 2008. Skuldir til þessa félagahóps námu rúmum 18 prósentum af eiginfjár­ grunni Byrs í nóvember 2008. Eigið fé Byrs nam rúmlega 43 milljörðum króna í árslok 2007. Samkvæmt reglum Fjármálaeftirlitsins mega lánveitingar til einstakra viðskiptavina ekki fara yfir 25 prósent af eiginfjárgrunni fyrirtæk­ isins. Félög Jóns Ásgeirs voru því tals­ vert undir þessu hámarki. Óráðsía hjá Byr Samkvæmt úttekt sem unnin var á störfum lánanefndar Byrs innan sparisjóðsins árið 2009, og DV hef­ ur greint ítarlega frá, voru umrædd félög Jóns Ásgeirs og viðskiptafélaga hans í vanskilum við Byr upp á 4,7 milljarða króna í lok ágúst 2009. Út­ tektin var unnin vegna þess að grun­ ur lék á að starf áhættunefndar Byrs hefði ekki verið unnið með eðlileg­ um hætti enda kom það á daginn að á fundum nefndarinnar hafði lítið verið fjallað um þá skuldara sparisjóðsins sem líklegt þótti að þyrfti að afskrifa hjá. Hlutverk áhættunefndarinnar var hins vegar meðal annars að „fjalla um skuldbindingar sem eru í tapsáhættu og vísað hefur verið til sérmeðferð­ ar“ líkt og segir í úttektinni. Miklir vankantar virðast hafa verið á starfi þessarar nefndar innan Byrs og virð­ ist ekki hafa verið gætt að hagsmun­ um Byrs í starfi hennar. Þetta sést til dæmis þegar litið er til þess að lítið virðist hafa verið gert til að tryggja stöðu sparisjóðsins vegna lána sem námu á fimmta milljarð króna. Óráðsían sem virðist sannarlega hafa einkennt útlánamálin hjá Byr endurspeglast svo aftur í því að nú virðist sem Íslandsbanki hafi áttað sig á því að verulegur vafi leikur á því að hægt sé að endurheimta mikið af þeim fjármunum sem voru lánaðir út til viðskiptavina bankans. n n Íslandsbanki lýsir nærri sjö milljarða króna kröfu í bú Byrs Vill endurgreiðslu út af ofmetnum eignum Ingi Freyr Vilhjálmsson ritstjórnarfulltrúi skrifar ingi@dv.is Stærstur Félög tengd Jóni Ásgeiri Jóhann- essyni voru stærstu skuldarar Byrs fyrir hrun. Sparisjóðsstjórarnir Þeir Ragnar Z. Guðjóns- son og Magnús Ægir Magnússon voru sparisjóðs- stjórar Byrs – Magnús lét af störfum í nóvember 2008 en Ragnar Z. síðar. Eignasafn sparisjóðsins er lítils virði ef marka má kröfugerð Íslandsbanka. Snúa frá Norðurlöndum Flestir koma heim frá Danmörku samkvæmt Hagstof- unni. Leyfa veiðar á lunda Lundaveiði verður leyfð í Vest­ mannaeyjum dagana 19.–23. júlí. Umhverfis­ og skipulags­ ráð Vestmannaeyja lagði þetta til á fundi sínum á miðvikudag og bæjarstjórn samþykkti tillöguna á fimmtudag. Í bókun umhverfis­ og skipulagsráðs kemur fram að ákvörðunin sé tekin með hliðsjón af ástandi stofnsins síðast liðin ár og þeim mikilvæga menningar­ lega þætti sem lundaveiði er í sögu Vestmannaeyja. Síðast liðin tvö ár hefur engin lundaveiði ver­ ið heimiluð í Vestmannaeyjum að frumkvæði bæjaryfirvalda en árin þar á undan voru verulegar hömlur settar á veiði eins og gert er í ár. Kristín Jóhannsdóttir, full­ trúi Vestmannaeyjalistans, er ósátt með ákvörðunina eins og sést í bókun sem hún lagði fram á fundi umhverfis­ og skipulagsráðs á miðvikudag. „Undirrituð harmar áætlanir um að hefja lundaveið­ ar að nýju. Ég treysti mati sér­ fræðinga sem og einstaka fulltrúa bjargveiðimanna, sem segja stöðu lundastofnsins ekki bjóða upp á lundaveiðar í bráð.“ Ökumenn til fyrirmyndar Nær allir ökumenn voru til fyrir­ myndar þegar lögreglan var við hraðamælingar í Auðbrekku í Kópavogi á föstudag og á Hjalla­ braut í Hafnarfirði á fimmtudag í síðustu viku. í Auðbrekku var fylgst með ökutækjum sem var ekið í vesturátt. Á einni klukku­ stund, um hádegisbil, fóru 99 ökutæki þessa akstursleið og var þeim öllum nema tveimur ekið á löglegum hraða, en þarna er 50 kílómetra hámarkshraði. Hinir brotlegu mældust á 61 og 62 kílómetra hraða. Í Hafnarfirði var fylgst með ökutækjum sem var ekið Hjalla­ braut í vesturátt, að Breiðvangi. Á einni klukkustund og tuttugu mínútum, fyrir hádegi, fóru 162 ökutæki þessa akstursleið og var þeim öllum nema tveim­ ur ekið á löglegum hraða, en þarna, líkt og í Auðbrekku, er 50 kílómetra hámarkshraði. Hin­ ir brotlegu mældust á 61 og 63 kílómetra hraða. Vöktun lög­ reglunnar á fyrrgreindum stöð­ um eru liður í umferðareftirliti hennar á höfuðborgarsvæðinu, en ábendingar höfðu borist um hraðakstur á þessum stöðum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.