Dagblaðið Vísir - DV - 19.07.2013, Blaðsíða 46

Dagblaðið Vísir - DV - 19.07.2013, Blaðsíða 46
46 Fólk 19.–21. júlí 2013 Helgarblað Stórlaxar í Hollywood en ólík veiði n Stefán Karl veiddi maríulaxinn í Soginu L eikarinn Stefán Karl Stefáns­ son veiddi maríulaxinn um helgina. Hann hefur einbeitt sér að silungsveiði síðustu ár en ákvað í sumar að láta til skarar skríða og leggja til atlögu við laxinn. „Ég var að veiða í Soginu á laxa­ svæðinu. Hann beit á við Frúar­ steininn og þetta var bara unaðsleg tilfinning. Sjö punda myndarlegur lax. Maríulaxinn,“ segir Stefán sem er þó enginn nýgræðingur í veið­ inni. „Nei, en ég hef yfirleitt haldið mig við silunginn og þegar við höf­ um farið í lax hefur það verið seint á tímabilinu og yfirleitt allur lax far­ inn. Þetta var allt nýgengið og grá­ lúsugt enda stórstreymi stuttu áður en við komum.“ Bróðir Stefáns var með í för og landaði einnig sínum fyrsta laxi. „Við fengum í heildina sjö og ég verð að upplýsa að maríulaxinn hjá Björgvini bróðir mínum var pund­ inu stærri en minn, enda er hann eldri en ég!“ Stefán veiddi sína laxa á tíu gramma svartan tóbý. Hann segir veiðina vera lífsstíl og að fjölskylda hans njóti þess að bregða sér út fyrir bæinn og stunda vatnaveiði. „Svo kom náttúrulega hlé í veiðina þegar maður fór til Hollywood. Þar eru margir stórlaxar en veiðimennskan er öðruvísi,“ seg­ ir Stefán. n Stefán Karl Sáttur með aflann. M ér fannst stemningin góð en það var sérstaklega gaman að sjá hvað var mikið af ungu fólki,“ segir Dana Rún Hákonardótt­ ir, athafnakona og tónleikagestur á Frank Ocean tónleikunum sem fóru fram í Laugardalshöll síðast liðinn þriðjudag. „Mér fannst virkilega gaman að sjá Frank loksins á sviði enda er tónlist hans búin að vera mikið í spilun á mínu heimili. Hann var í góðu formi og söng eins og eng­ ill,“ bætir Dana við, og var nokkuð sátt við tónleikana. Kappinn lét ekki staðar numið eftir tónleikana í Höllinni því síð­ ar um kvöldið þeytti hann skífum í eftir partíi á skemmtistaðnum Dollý, við mikinn fögnuð viðstaddra, sam­ kvæmt heimildum DV. Frank Ocean hóf feril sinn sem lagahöfundur fyrir ekki ómerkari stjörnur en Beyoncé Knowles og Justin Bieber. Á síðasta ári kom svo út hans fyrsta sólóplata, Channel Orange. Platan hefur hlotið mikið lof og rauk á toppinn á vinsældalistum um allan heim. Hlaut Ocean meðal annars tvenn Grammy­verðlaun fyrir plötuna sem og Brit­verðlaun sem besti alþjóð­ legi karlkyns listamaðurinn. Hann vakti mikla athygli á síð­ asta ári þegar hann opinberaði það á Tumblr­síðu sinni að hann hefði orðið ástfanginn af öðrum karlmanni þegar hann var nítján ára. En með til­ kynningunni varð hann einnig fyrsti þekkti þeldökki bandaríski tónlistar­ maðurinn til að koma út úr skápnum með samkynhneigð sína. n n Góð stemning á Frank Ocean tónleikunum n Þeytti skífum um kvöldið í eftirpartíi á Dollý „Söng eins og engill“Spennt Fegurðar-drottningin Manúela Ósk Harðardóttir lét sig ekki vanta á tónleikana. Höfðar til margra Þrátt fyrir að Ocean njóti mikilla vinsælda hjá kvenþjóðinni höfðar tónlistin einnig til karlpeningsins. Þessir piltar biðu spenntir eftir að hlusta á goðið. Mikil stemning Þessar skvísur réðu sér vart fyrir kæti fyrir tónleikana og hafa eflaust verið ennþá glaðari þegar Ocean hafði lokið sér af. Slær í gegn Frank Ocean troðfyllti Laugardalshöllina en myndatökur voru ekki leyfðar í salnum. Hér er hann að taka við Grammy-verðlaun- um fyrr á þessu ári. Allir hressir Sunna Margrét Þórisdóttir, söngkona hljómsveitarinnar Blood group, var í góðra vina hópi fyrir utan Laugardalshöllina fyrir tónleikana. Vala Grand ósátt Athafnakonan Vala Grand var ekki par sátt á dögunum þegar hún fékk reikning í hendurnar frá bensínstöðinni N1 en þar eru vör­ ur úr nýrri snyrtivörulínu – Grand look by Vala Grand, til sölu. Vala greinir frá því á Facebook að á nótunni hafi staðið: Valur Grand Gregory Einarsson. Hún bendir á að það séu fjögur ár síðan hún skipti um kyn og stór fyrirtæki á borð við N1 ættu að hafa aðgang að réttum nöfnum fólks. Hún lýk­ ur færslunni á þessum orðum: ,,Versla núna bara hjá Shell eða orkunni.” Pylsusali í sókn Nýr pylsuvagn við hlið Bæjarins bestu í miðbæ Reykjavíkur hefur vakið athygli. Pylsuvagn Bæjarins bestu er sá frægasti á landinu og líklega með frægustu pylsuvögn­ um heims og hafa ekki ómerk­ ari menn en Bill Clinton snætt þar pylsu. Nýi vagninn er þó ekki á vegum samkeppnisaðila en á tímabili leit út fyrir að harðvít­ ugt stríð pylsusala væri hafið á þessum litla bletti. Útsendari DV snæddi pylsu í hádeginu og fékk þær skýringar að vagninn væri á vegum Bæjarins bestu og væri notaður á miklum álagstímum. Vagninn væri líka á ferð um landið til að svala pylsuþörf svangra ferðamanna og Íslendinga í sum­ arfríi. Bæjarins bestu í sókn. Heimilislaus Gunnar Smári Lífskúnstnerinn Gunnar Smári Egilsson tilkynnti á Facebook í gær að hann væri á leið í sviss­ nesku alpana með konu sinni og sex ára barni. Tilgangurinn er að fylgja barninu á fiðlunámskeið og segir Gunnar Smári að fjölskyld­ an haldi út fyrstu vikuna í ágúst og komi ekki heim fyrr en í október. ,,Við erum því hálf veglaus í tvo mánuði, gömlu hjónin með sex ára stúlkubarnið, og erum að leita að ódýrum og ókeypis dvalarstöð­ um í Evrópu og næsta nágrenni þennan tíma síðsumars. Þetta verður einskonar InterRail hálfri öld of seint,” segir Gunnar Smári en hann lét af störfum sem for­ maður SÁÁ á dögunum og leitar nú á vit ævintýranna.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.