Dagblaðið Vísir - DV - 19.07.2013, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 19.07.2013, Blaðsíða 16
16 Fréttir 19.–21. júlí 2013 Helgarblað Áhöfnin ákærð n Yfirvöld í Panama og Norður-Kóreu í hart n Vopnabúr í skipinu Y firvöld í Panama hafa ákært áhöfn skips frá Norður- Kóreu eftir að 240 tonn af vopnabúnaði fannst um borð. Javier Caraballo saksóknari segir að með háttsemi sinni hafi áhöfnin stefnt saklausum borgur- um í hættu. Skipið sem um ræð- ir var á leið frá Kúbu til Norður- Kóreu, en vopnabúnaðurinn var vandlega falinn undir tíu þúsund tonna farmi af sykri. Ákæran var gefin út aðeins örfáum klukku- stundum eftir að yfirvöld í Norður- Kóreu beindu þeim tilmælum til stjórnvalda í Panama að leyfa skip- inu – og áhöfn þess – að halda leið sinni áfram til Norður-Kóreu. Yfirvöld í Panama hafa beðið fulltrúa Sameinuðu þjóðanna að fara ofan í saumana á mál- inu. Yfir völd á Kúbu hafa gef- ið það út að vopnin hafi ver- ið í eigu þeirra, þau væru gömul og þörfnuðust viðgerðar í Norð- ur-Kóreu. Norður-Kóreumenn hafa sætt viðskiptaþvingunum vegna kjarnorku áætlunar sinnar og vegna þess er ólöglegt að selja vopn til Pyongyang. Samkvæmt farmskrá skipsins áttu einung- is tíu þúsund tonn af sykri að vera um borð og hvergi var minnst á að vopn væru um borð. Caraballo segir að áhöfn skipsins hafi verið þögul eftir að skipið var stöðvað í síðustu viku, en ekki var greint frá málavöxtum fyrr en á miðvikudag. Áhöfnin verður í haldi að minnsta kosti þar til búið verður að af- ferma skipið en sú vinna er sögð vera flókin og tímafrek vegna þess hversu vel vopnin voru falin. Fulltrúi í utanríkisráðuneyti Norður-Kóreu segir að ekkert óeðlilegt hafi verið við vopnaflutn- inginn. Fulltrúar frá öryggisráði Sameinuðu þjóðanna eru væntan- legir til Panama þar sem vopnin verða skoðuð nánar. n A ð minnsta kosti 22 börn eru látin og tugir illa haldin eftir að hafa borðað eitr- aða skólamáltíð í bænum Dharmasati Gandaman á Indlandi. Kokkur skólans lést einnig en bærinn er staðsettur á Austur- Indlandi í héraðinu Bihar. Gríðarleg reiði greip um sig á meðal íbúa í bænum en eitrunin átti sér stað þegar börnin borðuðu fría máltíð á vegum skólans sem er ætl- að að bæta mætingu og auka ein- beitingu barnanna við skólastarfið. Mikil mótmæli brutust út og kveikt var í fjórum lögreglubílum, rútum og fleiri farartækjum. Mótmælendur köstuðu grjóti að lögreglu en sorgin í bænum er mikil. Fleiri gætu dáið Allt bendir til þess að um fosfór- mengun hafi verið að ræða en lækn- ar sem rannsaka atburðinn telja lík- legt að menguð jurtaolía eða mengað grænmeti sé orsökin. Gæti efnið hafa borist í grænmetið með skordýraeitri en að sögn lækna geta smáir skammt- ar verið banvænir og sérstaklega fyrir börn. Formleg rannsókn á atburðin- um er hafin en fjölskyldum fórnar- lambanna hefur einnig verið lof- að skaðabótum að upphæð 400.000 króna. Yfirmaður menntamála í hér- aðinu segir að ekki sé búið að útiloka hvort um slys var að ræða eða ekki. Að minnsta kosti 47 börn, öll yngri en 12 ára, veiktust eftir máltíð- ina á þriðjudag en þar af er 22 látin og líklegt þykir að fleiri deyi þar sem mörg þeirra eru alvarlega veik. Fað- ir drengs sem veiktist sagði í sam- tali við BBC að sonur sinn hefði ælt linnulaust eftir að hann kom heim úr skólanum. Ekkert eftirlit Bihar er eitt fátækasta og fjölmenn- asta hérað Indlands en máltíðin sem börnin átu kallast Miðdagsmál- tíðin og er ríkisstyrkt verkefni. Það er stærsta skólamatarprógramm í heiminum og meira en 120 milljón- ir barna á Indlandi nærast á hverj- um degi í gegnum það. Ekkert gæða- eftirlit er með matnum í Bihar-héraði að sögn yfirmanns menntamála en heimamenn segja hreinlæti ábóta- vant og að þetta sé ekki í fyrsta skipti sem börn veikist eftir að hafa borðað í skólum héraðsins. Það hefur reynst yfirvöldum í hér- aðinu ofviða að sinna gæðaeftirliti þar sem í héraðinu einu og sér er verið að fæða 20 milljón börn dag- lega og margir skólar séu á mjög af- skekktum stöðum. Margar fjölskyldur treysta á mál- tíðina enda héraðið eitt það fátæk- asta og fjölmennasta á Indlandi eins og áður kom fram. n Ásgeir Jónsson blaðamaður skrifar asgeir@dv.is n Fleiri alvarlega veikir n Ekkert eftirlit með mat sem milljónir borða„Ekkert gæðaeftirlit er með matnum í Bihar-héraði að sögn yfir- manns menntamála en heimamenn segja hrein- læti ábótavant. 22 börn létu lífið eftir skólamáltíð Fleiri gætu dáið Faðir heldur á syni sínum sem er alvarlega veikur eftir að hafa borðað eitraðan mat í skólanum. Mikil sorg Amma drengs sem lést grætur á götum Dharmasati Gandaman á Indlandi. Bitinn af snák á klósettinu Ísralelskum karlmanni brá heldur betur í brún þegar hann var bitinn af snáki þegar hann á klósettinu á heimili sínu. Maðurinn, sem er 35 ára, segir í samtali við ísraelsku pressuna að skyndilega hafi hann fundið sviðatilfinningu í getnaðar- limi sínum. Þegar honum var litið ofan í klósettskálina kom hann auga á snákinn – en taka ber fram að snákurinn á myndinni hér að ofan tengist fréttinni ekki. Sem bet- ur fer var snákurinn ekki eitraður og því varð manninum ekki meint af þessari óvenjulegu reynslu. Hann var þó fluttur á sjúkrahús til öryggis en var útskrifaður samdæg- urs. „Ég hef aldrei sinnt svona út- kalli,“ segir sjúkraflutningamaður sem aðstoðaði manninn í samtali við Jewish News. Pyntaði ást- mann konunnar Fjögurra barna faðir í Osló hefur verið dæmdur í átta og hálfs árs fangelsi fyrir að pynta, nauðga og kúga ástmann eiginkonu sinnar. Í dómnum kemur fram að mað- urinn hafi komið að eiginkonu sinni og manninum saman í rúm- inu. Eiginmaðurinn, sem er 46 ára, virðist hafa brugðist ókvæða við en hann hélt ástmanninum í gíslingu í fimmtán klukkustund- ir. Á meðan á prísundinni stóð batt hann manninn við rafmagns- ofn, barði hann með exi og öðrum áhöldum áður en hann nauðg- aði honum. Hlutar af árásinni voru teknir upp á myndband og sagðist árásarmaðurinn ætla að senda glefsur úr myndbandinu til fjölskyldu fórnarlambsins ef honum yrðu ekki greiddar 10 þúsund krónur norskar, eða 200 þúsund íslenskar krónur. Fórnar- lamb árásarinnar fær 315 þúsund norskar krónur í bætur, 6,3 millj- ónir króna, samkvæmt dómnum. Mandela varð 95 ára Nelson Mandela, fyrrverandi forseti Suður-Afríku, varð 95 ára á fimmtu- dag. Sem kunnugt er liggur Mand- ela á sjúkrahúsi í Pretóríu þar sem hann hefur dvalið síðan 8. júní síð- ast liðinn. Þangað var hann fluttur vegna alvarlegrar lungnasýkingar og er ástand hans sagt stöðugt. Há- tíðarhöld fóru fram í Suður-Afríku í tilefni afmælisins og voru lands- menn hvattir til að sinna góðgerðar- störfum í 67 mínútur, eða eina mínútu fyrir hvert ár sem Mandela hefur eytt í pólitíska baráttu. Í yfir- lýsingu sem Jacob Zuma, forseti Suður-Afríku, sendi frá sér af til- efni afmælisins var landsmönnum þakkað fyrir að standa þétt við bak- ið á Mandela í veikindum hans. Vel falið Eins og sést á þessari mynd voru vopnin vel falin undir um tíu þúsund tonnum af sykri. Þetta er aðeins brot af þeim vopnum sem fundust. MYNd REutERs

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.