Dagblaðið Vísir - DV - 19.07.2013, Blaðsíða 48

Dagblaðið Vísir - DV - 19.07.2013, Blaðsíða 48
ÚTSALAN ER HAFIN Í DRESSMANN VERIÐ VELKOMIN Útsala AKUREYRI S:4627800. SMÁRALIND S:5659730. KRINGLUNNI S:5680800. Skellur fyrir Júmbó! Karl-læg Herðubreið n Tímaritið Herðubreið er nýkomið út undir ritstjórn Karls Th. Birgisson- ar. Í tímaritinu er að finna greinar eftir Karl sjálfan, Björn Val Gíslason, Jón Baldvin Hannibalsson og ræðu Árna Páls Árnasonar auk ljósmynda, ritdóma og ljóða eftir ýmsa. Dauðaleit þarf að gera að konum í Herðubreið, en raunar er það svo að í öllu tímaritinu er aðeins að finna eina grein eftir konu sem er ritdómur um bók eftir karlmann og ljóð eftir Hallgrím Helgason um Snæ- fríði Baldvinsdóttur. Engin efnisleg umfjöllun er sérstaklega um konur. Staða kvenna í tímaritinu er því ansi fátækleg, en svo telst til að hún sé 13– 2, jafnvel að- eins 13–1 og mætti segja að Herðu- breið sé ansi Karl-læg. Enn eitt kastið n „Yndisleg deila er risin um stórkarlalega þýðingu Mogg- ans á enska hugtakinu accession process sem aðlögunarferli,“ segir fyrrverandi ritstjórinn og blaðamaðurinn Jónas Kristjánsson um gagnrýni Davíðs Oddssonar á starfsmann fréttastofu RÚV í ný- legum leiðara. „Orðabókarskiln- ingurinn segir accession þýða aðild og accession process þýða aðildarferli. Mogginn er svo harð- ur á villu sinni, að hann gagn- rýnir fréttamann útvarpsins fyrir að þýða hugtakið rétt. Ritstjóra Moggans er þetta til- efni enn eins æðiskastsins í hatri hans á útvarpinu.“ Fegurðardrottn- ingin Hildur n Hildur Lilliendahl er á forsíðu nýjasta tölublaðs Vikunnar. Á for- síðunni stendur „Ungfrú Ísland 2013?“ en á forsíðu- myndinni hefur Hild- ur klætt sig upp eins og fegurðar- drottning. Í samtali við vísi.is sagði Hildur að uppátækið hefði tek- ið óratíma og að henni hafi liðið kjánalega á meðan. „Undirbúningurinn tók allan daginn. Ég sat í förðun í tvo tíma, fór í himinháa hæla og var með bæði gerviaugnhár og með hárkollu. Svo fór ég í þessi ein- kennilegu föt, en ég klæddist kjól úr Prinsessunni í Mjódd í mynda- tökunni. Mér leið alveg gríðarlega asnalega.“ L angþráður draumur Birgis Þórs Björnssonar rættist aðfara- nótt miðvikudagsins síðasta þegar hann hitti R&B söngv- arann heimsþekkta Frank Ocean. „Hann var sultuslakur að gæða sér á Sóma-tortillu,“ segir Birgir sem viðurkennir að hafa verið að aka um götur Reykjavíkur í þeirri veiku von að berja goðið augum. Klukkan var að ganga tvö þegar Birgir, í félagi við fleiri aðdáendur, ákvað að keyra fram hjá Hilton Reykjavík Nordica hótelinu og þá gerðist hið ómögu- lega. „Þetta var þannig að við keyrð- um fram hjá Nordica – við félagarn- ir – og sáum gítarleikarann hans og trommuleikarann. Svo gerist það að ég sé mann í hvítri úlpu labba út úr bíl,“ segir Birgir sem lagði saman tvo og tvo og ályktaði að þetta hlyti að vera Frank sjálfur. Birgir beið ekki boðanna heldur rauk út úr bílnum og hljóp eins og hann ætti lífið að leysa í átt að manninum í hvítu úlp- unni. Reikningurinn reyndist réttur; þarna stóð hann með Sóma-tortillu í kjaftinum og lífvörð sér við hlið, ný- kominn af skemmtistaðnum Dollý – ofurlítið kenndur. Að sögn Birgis var söngvarinn alveg laus við stjörnu- stæla og alþýðlegur í framkomu. „Við áttum gott spjall, þó stutt hafi ver- ið,“ segir Birgir sem var sá eini í að- dáendahópnum sem fékk mynd af sér með afslappaða goðinu enda fór lífvörðurinn fljótlega að ókyrrast. „Bouncerinn var svoldið leiðinlegur.“ Birgir, sem starfar hjá símafyrir- tækinu Nova, fór að sjálfsögðu á tón- leika söngvarans sem voru haldnir í Laugardalshöllinni fyrr um kvöldið og var vægast sagt ánægður með þá. „Þetta er það besta sem ég hef upp- lifað – tvímælalaust.“ n baldure@dv.is Draumur að hitta Frank Ocean n Söngvarinn sultuslakur með Sóma-tortillu Fréttaskot 512 70 70Áskrift 512 70 80HELGARBLAÐ 19.–21. JúLí 2013 80. tbl. 103. árg. leiðb. verð 659 kr. Frank og Birgir Söngvarinn og Nova- starfsmaðurinn áttu gott spjall.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.