Dagblaðið Vísir - DV - 19.07.2013, Blaðsíða 38

Dagblaðið Vísir - DV - 19.07.2013, Blaðsíða 38
Vel útbúinn miðað við verð 38 Bílar 19.–21. júlí 2013 Helgarblað Endurkoma Datsun Eftir 27 ára hlé verður Datsun merkið aftur sett á bíl þegar Nissan verksmiðjurnar kynna nýja Micru með Datsun merk- inu, á Indlandi á næstu vikum. Datsun bílar voru með þó nokkra markaðshlutdeild hér á Íslandi á níunda áratug síðustu aldar og samkvæmt fregnum frá Nissan verksmiðjunum sem eiga nafnið í dag þá hyggjast þeir markaðs- setja Datsun í fleiri löndum þegar fram í sækir. Frægasti Datsun bíll- inn hingað til er án efa 510 týpan sem var ódýr og nokkuð rennileg- ur sportbíll en þeir seljast dýrum dómi í dag sem og 240Z bíllinn en nokkur eintök af honum eru einnig til hérlendis. Dýrasti bíllinn Mercedes F1 bíll Juan Manuel Fangio seldist á uppboði á dögun- um á 3,9 milljarða og er það lang- hæsta verð sem nokkurn tímann hefur verið greitt fyrir bíl. Það kaupverð sem næst þessu kemst og átti metið var 1957 Ferrari 250 Testa Rossa Prototype en hann var seldur á 10,8 milljónir punda eða ríflega tvo milljarða í íslensk- um krónum. Bifreiðin er frá árinu 1954 og er sú sem tryggði Fangio heimsmeistaratitilinn það ár en það var annar af samtals fimm titlum sem Fangio vann. Þessi 2,5 lítra átta strokka línumótorbíll er eini W196 bíllinn í einkaeigu í heiminum og hann er einnig eini W196 bíllinn sem hefur unnið tvær keppnir. V W Tiguan 4Motion Sport heitir þessi fákur og lætur lítið fyrir sér fara við fyrstu sýn en kemur skemmtilega á óvart þegar um borð er kom- ið. Hann er einn af betri valkostum í þessum flokki í dag og er á ótrúlega góðu verði miðað við útbúnað. Það fyrsta sem vekur hrifningu í akstri er stýrishjólið sjálft í bílnum en það er sniðið til að fara vel í hendi og gefur manni trausta og góða tilfinn- ingu fyrir akstrinum. Bíllinn svarar líka öllum stýrishreyfingum vel og með 4Motion fjórhjóladrifið verður beygju- radíus mjög góður og hvergi er að finna neinar 4x4 hreyfingar í honum í venju- legum akstri, en það kemur vel að not- um þegar á því þarf að halda. Tiguan er byggður upp á VW Golf grunni en er eins og gefur að skilja töluvert hærri og stærri og í útliti ber hann mestan ætt- arsvip af Touareg. 140 hestafla túrbó mótor Bíllinn er eingöngu fáanlegur með túrbó dísil mótor og er hann í öll- um útfærslum 140 hestöfl. Eyðslan er ekki til að kvarta undan en í blönduð- um akstri er hún uppgefin 6,0 lítrar á hundraðið. Í reynsluakstrinum, sam- kvæmt aksturstölvunni, eyddi bíllinn þó 8,2 lítrum en þann mun má auð- veldlega heimfæra á að ekki var um neinn sparakstur að ræða þar sem vél og skipting voru reynd við hinar ýmsu aðstæður sem ekki flokkast undir dag- lega notkun. Stóran þátt í lítilli olíunotkun á án efa nýja DSG sjálfskiptingin frá VW en hún er sjö þrepa og virkar eins og stig- laus skipting – ökumaður verður í raun aldrei var við að bíllinn sé að skipta sér í akstri. Skiptingar má reyndar heyra á vélarhljóði sem er óþarflega mikið og svo náttúrulega á snúningshraðamæli. Allur akstur með þessum búnaði er ljúfur og góður og þessi jepplingur er eins og fyrr sagði einn sá allra besti í þessum verðflokki. Sportlegir ættar- eiginleikar segja einnig til sín í venju- legum bæjarakstri og fátt sem minnir mann á að um jeppling sé að ræða. Falleg innrétting Að innan er bíllinn ríkulega búinn og þar má vel taka undir auglýsinga slag- orð VW en þeir segja þá hluti sem séu aukabúnaður í öðrum bílum vera staðalbúnað hjá sér. Hann kemur með einstaklega fallegri innréttingu, aksturstölvu – sem reyndar er svo- lítið ruglingsleg að upplagi, ABS, ESR, „Start and go“ búnaði, glertoppi og sá bíll sem undirritaður ók var einnig með Airline-útlitspakkanum en þar er bætt við dökkum rúðum, hita í sætum og speglum, leðurklæddu stýri, þoku- ljósum og 17“ Boston álfelgum svo fátt eitt sé nefnt. Þá er bakkmyndavélin al- veg frábær og ein sú besta sem er fáan- leg í bílum í þessum verðflokki. Ekki gallalaus Eins og aðrir molar á markaðnum þá er gripurinn nú samt ekki galla- laus þrátt fyrir að vera mjög góður. Mest pirrandi hlutir í ökumannsrým- inu eru þeir að erfitt er að sjá á mæla- borð nánast sama hvernig veltistýrið er stillt og í annars mjög vel hannaðri innréttingu þá koma stefnuljósa- og rúðuþurrkurofar eins og þeir séu úr leikfangabíl. Ódýrt plast með lélegum merkingum einkenna þessa rofa og er óþolandi búnaður í bílum sem kosta margar milljónir. Þá er mjög hátt upp í farangursgeymsluna og leiðinlegur þröskuldur þar fyrir annars mjög rúm- gott skott. Þetta eru þó smámunir, þó leiðinlegir séu, í heildarmyndinni því VW Tiguan er ekki bara góður jeppl- ingur heldur frábær bíll. n Þokkalegt pláss Afturhlerinn opnast vel og plássið þar er þokkalegt, þó er óþarflega hátt upp í farangursgeymsluna miðað við gólfhæð. Gott stýri Bíllinn er fallegur að innan og stýrishjólið í honum er mjög gott og gefur góða tilfinningu í akstri. Þröngt Það er ekki mikið pláss aftur í þessum bíl með framsætin í eðlilegri stellingu en miðjusæti er hægt að leggja niður og þá myndast góður armpúði með glasahöldurum. Björgvin Ólafsson bilar@dv.is Bílar n Tiguan er fallegur og góður jepplingur n Mjög skemmtilegur í akstri Upplýsingar: Kostir: Útlit, eyðsla, góð bakkmynda- vél, gott stýri, beygjuradíus og stiglausar skiptingar Gallar: Lítið pláss aftur í, hátt aðgengi í farangursgeymslu, útsýni á mælaborð og rofar fyrir stefnuljós og rúðuþurrkur Stjörnur: 3,5 Umboðsaðili: Hekla Bíll: Volkswagen Tiguan Eyðsla: 6,0 l/100 (blandaður akstur, uppgefið) Hestöfl: 158 Gírar/þrep: 7 þrepa DSG sjálfskipting Árekstrarpróf: 71% Verð: Frá 5.190 þús. Sambærilegir bílar: Honda CRV, Toyota RAV4, Ford Kuga, Mazda CX-5, BMW X3 Fallegur VW Tiguan er með vel heppnað útlit og er flottur með Airline- pakkanum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.