Dagblaðið Vísir - DV - 19.07.2013, Blaðsíða 45

Dagblaðið Vísir - DV - 19.07.2013, Blaðsíða 45
L eikstjórinn Ridley Scott kynnir nýja heimildamynd um rokk- goðsögnina Bruce Spring steen en myndin er sýnd á sama tíma um allan heim, aðeins einu sinni, mánudaginn 22. júlí. Íslenskur tónlistarmaður fer með stórt hlutverk í myndinni en það er enginn annar en Jón Magnússon, betur þekktur sem JoJo. Hittust á Strikinu Forsagan er sú að JoJo var staddur á Strikinu í Kaupmannahöfn á sínum tíma. Þar var hann að spila fyrir veg- farendur. JoJo segir að allt í einu hafi einhver komið upp að honum og sagt: „Hey, Bruce Springsteen er að koma niður götuna, viltu ekki spila einhver Bruce lög?“ „Ég sagðist nú ekki kunna mikið eftir Bruce Springsteen en svo sé ég tvo menn hinum megin við götuna, annan svartan og stóran og hinn lít- inn með arnarnef. Ég hugsaði: „Þetta hlýtur þá að vera Bruce Springsteen.“ Ég kallaði: „Hey, Bruce, viltu ekki koma og gera fyrir okkur hluti hérna í götunni sem ekki er hægt að „feika“ á sviðinu?“. Hvað gerum við næst? „Hann leit á mig, maður, og sagði: „Úff, þetta var „nasty“ skot.“ Síðan labbaði hann upp að mér og sagði: „Jájá, ég skal alveg sýna ykkur að það er líka hægt að gera þetta í götunni.“ JoJo segir að Springsteen hafi aug- ljóslega byrjað að njóta sín vel eft- ir fyrsta lagið. „Eftir að við spiluð- um „The River“ kom hann til mín og sagði: „Hey, ég sé að þú veist alveg hvað þú ert að gera hérna, hvað eig- um við að gera næst?““ Klökknaði JoJo segir að hringt hafi verið í hann frá umboðsmanni í tengslum við myndina. „Umboðsmaðurinn sagði mér að Bruce hafi orðið hrærður – bæði þegar við hittumst á Strikinu og svo aftur þegar hann horfði á upp- tökurnar af fundinum. Ég er ánægður að hafa getað haft svona áhrif á kall- inn,“ segir JoJo sem bíður spenntur eftir að sjá myndina á mánudaginn. n Fólk 45Helgarblað 19.–21. júlí 2013 Ferðalag inn í nýjan hljóðheim n Emilíana Torrini leitar að kjarnanum í sjálfinu á nýrri plötu N ý plata tónlistarkonunnar Emilíönu Torrini heitir Tookah og kemur út í byrj- un september. Emilí ana sló rækilega í gegn í Evrópu með laginu Jungle Drum sem var að finna á síðustu plötu hennar Me and Armini. Fyrsta smáskífan af nýju plötunni er komin út. Þar er lagið Speed of dark að finna en lagið er einnig komið á Youtube. „Fyrsta plata mín snérist um að læra að semja tónlist, önnur snérist um að vinna og finna kjarnann í eigin lagasmíðum og textagerð, síðasta plata mín „Me and Armini“ snérist um lærdóm- inn að sleppa. Tookah snýst um leitina að mínum eigin hljómi,“ segir Emilíana Torrini í tilkynn- ingu frá Smekkleysu sem gefur plötuna út hér á landi. Titill plötunnar er sérstakur en orðið Tookah er ekki til nema í orðaforða Emilíönu sjálfrar. Svona útskýrir hún þetta sérstaka orð: „„Tookah“  er orð sem ég bjó til, orð sem ég tengi við djúpstæða og einstaka hamingju. Það er kjarni sjálfs þíns ... Það er það sem Súfist- arnir dansa fyrir ...  augnablikið þar sem allt er yndislega fullkom- ið. Sumir kalla það guðlegt ástand. Ég kalla það „Tookah“.“ n JoJo leikur í nýrri mynd Ridley Scott n Spilaði með Bruce Springsteen á Strikinu n Springsteen klökknaði Goðsögn Nýja heimildamyndin um Springsteen verður skyldu­ áhorf fyrir tón­ listaraðdáendur. Flottur JoJo var í góðum fíling með Springsteen á Strikinu. Emilíana Torrini Leitar að hamingjunni. Ridley Scott kvikmyndaleikstjóri Leikstýrði myndum á borð við Alien og Blade Runn­ er. Nú leikur Jójó hlutverk í nýjustu mynd hans. Hvað er að gerast? 19.–21. júlí Föstudagur19 júlí Laugardagur20 júlí Sunnudagur21 júlí Tónleikar í 12 tónum Hljómsveitin Hymnalaya heldur tónleika í 12 tónum á Skólavörðustíg á föstudag í tilefni útgáfu fyrstu breið­ skífu sveitarinnar. Sveitin hefur verið starfandi í rúmt ár og sækir innblástur í gamla sálma sem hún klæðir í þjóð­ legan jaðarpopp­ og sveimbúning. 12 tónar 17:30 Hjaltalín á Faktorý Hljómsveitin Hjaltalín heldur tónleika á Faktorý næstkomandi laugardagskvöld. Um upphitun sér hljómsveitin Japan. Húsið opnar klukkan 22:00 en tónleikarnir hefjast stundvíslega klukkan 22:45. Miðaverð er 1.500 krónur og verða miðar eingöngu seldir við dyr. Það er því um að gera að vera tímanlega á svæðið því miðarnir munu eflaust rjúka út eins og heitar lummur. Faktorý 22:00 Lokatónleikar Lunga Listahátíðin LungaA hefur staðið yfir alla vikuna á Seyðisfirði og á laugardags­ kvöldið verður boðið upp á mikla tónlistar­ veislu. Fram koma FM Belfast, Ghostigital, Mammút, Úlf­ ur Úlfur, Grísalappalísa, Vök og danska sveitin Rangleklods. Tónleikarnir fara fram á tveimur sviðum og plötusnúðar munu þeyta skífum eftir að þeim lýkur. Miðaverð í forsölu er 3.900, en annars 4.900. Seyðisfjörður 21:00 Kíton konur í Viðey Kíton dömurnar Adda Ingólfs­ dóttir og Margrét Rúnarsdóttir ætla að töfra fram seiðandi söngva í Við­ eyjarstofu á sunnudaginn. Adda kemur fram ásamt hljómsveitinni Evu, sem skipuð er þeim Völu Höskuldsdóttur og Sigríði Eir Zophaníasdóttur. Margrét frumflytur efni dúettsins Foreign Mona ásamt manni sínum Birki Rafni Gíslasyni. Miðaverð er 2.700 krónur og er sigling með ferjunni innifalin. Viðeyjarstofa 16:00 R.I.P.D frumsýnd Kvikmyndin R.I.P.D verður frumsýnd á föstudag. Hún fjallar um þaulreyndan fógeta, Roy Pulsifer (Jeff Bridges) í sérstakri lögregludeild sem sérhæfir sig í að hafa uppi á illum öndum sem dulbúa sig sem venjulegar manneskjur. Honum kemur ekki saman við félaga sinn, nýliðann Nick Walker (Ryan Reynolds), sem var upprennandi leynilögreglumaður áður en hann fór yfir móðuna miklu. Þeir verða að leggja ágreining sinn til hliðar og vinna saman þegar þeir komast á snoðir um ráðabrugg sem gæti hæglega bundið enda á lífið eins og það leggur sig. Leikstjóri myndarinnar er Robert Schwentke. Smárabíó 15:20

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.