Dagblaðið Vísir - DV - 19.07.2013, Blaðsíða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 19.07.2013, Blaðsíða 17
Fréttir 17Helgarblað 19.–21. júlí 2013 A ðeins eru þrjú ár liðin síð­ an brasilíski auðjöfur­ inn Eike Batista kom með býsna djarfa yfirlýsingu. Hann ætlaði að reyk­ spóla fram úr Mexíkóanum Carlos Slim sem ríkasti maður heims. „Ég sagði Carlosi að hann ætti að hafa augun á báðum hliðarspeglun­ um, því ég myndi aldrei segja hon­ um hvorum megin ég færi fram úr honum,“ sagði Batista kokhraustur í viðtali við BBC á þeim tíma. Nú, þremur árum síðar, er fjárhags­ staða Batista orðin þannig að hann er ekki einu sinni nálægt því að komast með tærnar þar sem Slim hefur hælana. Á aðeins einu ári hefur virði eigna hans hrapað úr 34 milljörðum dala, 4.100 milljörð­ um króna, í 2,9 milljarða dala, 349 milljarða króna. Of mikill metnaður Vefútgáfa breska ríkisútvarpsins, BBC, fjallaði um þetta gríðarlega tap Batista sem á sér vart hlið­ stæðu. Hann var áttundi ríkasti maður heims, samkvæmt úttekt Forbes­tímaritsins, fyrir þremur árum og á þeim tíma var því spáð að eignir hans myndu aukast og hann halda áfram að þokast upp listann. Viðskiptaveldi hans var gríðarstórt og hefur Batista komið víða við í fjárfestingum; olíuvinnslu, mann­ virkjagerð og orkufyrirtækjum svo fátt eitt sé nefnt. Viðskiptaveldi hans stækkaði samhliða brasilíska hagkerfinu sem þreifst að stórum hluta á meiri eftir spurn frá mörk­ uðum í Kína. Nú eru breyttir tím­ ar og er flaggskip viðskiptaveldis hans, EBX Group, skuldum vafið. Sérfræðingar í viðskiptum eru á einu máli um að metnaður Batista hafi orðið honum að falli. Hagnaðist á gulli Batista, sem er 56 ára, er sonur fyrr­ verandi orkumálaráðherra Bras­ ilíu og varð hann milljónamær­ ingur ungur að árum. Hann flutti til Þýskalands á háskólaárum sínum og snéri aftur til Brasilíu snemma á níunda áratug liðinnar aldar. Þar hóf hann viðskiptaferil sinn og beindi hann spjótum sín­ um einna helst að viðskiptum með gull beint frá birgjum í Amazon­ regnskóginum sem hann seldi svo á uppsprengdu verði í Rio de Jan­ eiro. Viðskiptaveldið hélt áfram að stækka og fjárfesti hann í gull­ námum í Brasilíu og Kanada og gjöfulli silfurnámu í Chile. Batista varð fljótt þekktur fyrir snilli sína í viðskiptum og lifði hátt; var með­ al annars sérlegur aðdáandi hrað­ báta og kvæntist fyrrverandi Play­ boy­fyrirsætu. En umbreyting hans úr milljónamæringi í milljarða­ mæring varð árið 2001 þegar hann stofnaði flaggskipið, EBX Group, en fyrirtækið varð til við samruna sex annarra stórra og meðalstórra fyrirtækja úr orku­ og hafnargeir­ anum. Uppgangurinn í Kína og gríðarleg eftirspurn frá mörkuð­ um þaðan keyrðu áfram ótrúlegan gróða fyrirtækisins. Persónutöfrar Batista lýsti því sjálfur yfir í viðtali, þegar fyrirtæki hans stækkaði og stækkaði, að hann hefði notið góðs af reynslu sinni sem trygginga­ sölumaður á sínum yngri árum. Persónutöfrar hans skiptu sköp­ um í fjárfestingum, en þannig væri auðveldara að laða fjárfesta að og landa góðum samningum. Það er óhætt að segja að þetta hafi tekist hjá Batista enda hefur engu öðru fyrirtæki í Brasilíu tekist að landa jafn stórum samningum við brasil­ íska ríkið. Í Rio de Janeiro hafa fyrirtæki hans fengið stóra samn­ inga, meðal annars sá bygginga­ félag hans um endurbætur á hin­ um sögufræga Maracana­leikvangi ekki alls fyrir löngu. „Ýkt viðskiptamódel“ Krafturinn í efnahagslífinu í Bras­ ilíu er ekki jafn mikill og hann var áður, enda hefur eftirspurnin frá erlendum mörkuðum minnk­ að. Þessu hefur Batista fengið að finna fyrir. Í júní síðast liðnum urðu fjárfestar óþolinmóðir þegar OGX tilkynnti að afkoma fyrir­ tækisins á fyrri hluta ársins hefði verið undir væntingum. Það kom kannski ekki á óvart enda hafði fyrirtækið tapað miklu á seinni hluta síðasta árs. Niðurstaðan á undanförnum tólf mánuðum er sú að virði OGX hefur fallið um heil 90 prósent. „Viðskiptamód­ el Batista var virkilega ýkt,“ seg­ ir Sergio Lazzarini, prófessor við INSPER­viðskiptaháskólann í Sao Paulo. Hann segir að fyrir­ tæki hans hafi byggt upp of mikl­ ar væntingar sem, þegar á hólm­ inn hafi verið komið, hafi verið ómögulegt að standast. „Fjár­ festar eiga það gjarnan til að vera bjartsýnir, en það var of mikið af henni í tilviki hans. Það reyndist honum ofviða að halda fókus á öllum þessum viðskiptasviðum,“ bætir hann við. Virði hlutabréfa OGX hefur minnkað um 60 milljarða dala, 7.200 milljarða króna, síðan það fór hvað hæst á síðasta ári. Bjart­ sýnin jókst ekki í síðustu viku þegar Batista steig til hliðar sem stjórnarformaður MPX, fyrirtækis sem heldur utan um olíuleit og olíuvinnslu í hafinu umhverfis Brasilíu. Fjölmiðlar í Brasilíu hafa varpað því fram að mögulega verði MPX selt til að eiga fyrir gríðarleg­ um skuldum annarra fyrirtækja í EBX­samsteypunni. Hann er nú þegar búinn að selja einkaþot­ una sína og fékk hann 1,6 millj­ arða króna fyrir hana. Í umfjöllun BBC kemur fram að Batista hafi sjálfur fulla trú á því að hann geti komið fyrirtækjum sínum aftur af stað. Það þykir þó ljóst að Carlos Slim getur andað rólega, enda lítil hætta á því að Batista skjótist fram úr honum á næstu árum. n Milljarðamæringur tapaði nánast öllu n Tapaði 3.700 milljörðum á einu ári n Ætlaði að verða ríkastur í heimi Einar Þór Sigurðsson blaðamaður skrifar einar@dv.is Hátt fall Þó svo að Batista hafi tapað ótrúlegum fjárhæðum eru fyrirtæki hans enn metin á tæpa 350 milljarða króna. Hann er því ekki alveg með tvær hendur tómar. Mynd ReuteRs „Reyndist honum of- viða að halda fók- us á öllum þessum viðskiptasviðum Ofurhöfn Ein stærsta framkvæmd sem EBX Group hefur ráðist í er bygging risastórrar hafnar í Sao Joao da Barra, 360 kílómetra norður af Rio de Janeiro. Mynd ReuteRs Svisslendingar spara mest Svisslendingar eru Evrópumeist­ arar í sparnaði samkvæmt úttekt sem þýska viðskiptatímaritið Handelsblatt birti á dögunum. Íbúar þar lögðu að meðaltali 17,2 prósent af tekjum sínum til hliðar á síðasta ári, mest allra í Evrópu. Þetta þarf ekki að koma sérstak­ lega á óvart enda eru tekjur að meðaltali þrisvar til fjórum sinn­ um hærri en í flestum Evrópuríkj­ um. Þá er atvinnuleysi í Sviss að­ eins 2,9 prósent samanborið við 12,1 prósent að meðaltali í ríkjum Evrópusambandsins. Íbúar Þýska­ lands eru í öðru sæti en þeir lögðu fyrir 16,5 prósent af tekjum sínum og Frakkar eru í þriðja sæti með um 15,5 prósent. Hvattir til að spara vatnið Ekkert lát er á hitabylgjunni sem verið hefur í Bretlandi og hefur hiti víða farið yfir 30 gráður síð­ ustu daga. Þetta hefur valdið tals­ verðum vandræðum og nú hafa fjögur stærstu vatnsveitufyrir­ tæki Bretlands hvatt fólk til að fara sparlega með vatnið til að koma í veg fyrir vatnsskort. Úrkoma hef­ ur verið af skornum skammti að undanförnu á meðan notkun á vatni hefur aukist talsvert í sumar­ hitanum, eða um allt að 50 pró­ sent undanfarna daga. Til marks um þá þurrkatíð sem verið hefur á fjölmennum svæðum bend­ ir ýmis legt til þess að júlímánuð­ ur verði sá þurrasti í London í heil 247 ár. Breska veðurstofan spá­ ir því að áfram verði mjög hlýtt í veðri næstu daga. 34 milljónir króna í bætur Fjölskyldur þeirra 26 barna og kennara sem létust í skotárásinni í Sandy Hook­grunnskólanum fá 281 þúsund dali, tæpar 34 millj­ ónir króna, í bætur. Samanlagð­ ar bætur nema 7,7 milljónum dala en auk þess fá fjölskyldur tólf barna sem lifðu skotárásina af 20 þúsund dali, eða 2,4 milljón­ ir króna, og tveir kennarar sem lifðu árásina af 75 þúsund dali hvor. Hinn tvítugi Adam Lanza bar ábyrgðina á voðaverkinu en hann fór inn í skólann og hóf skotárás eftir að hafa myrt móður sína á heimili þeirra. Hann svipti sig lífi eftir árásina.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.