Dagblaðið Vísir - DV - 19.07.2013, Blaðsíða 31

Dagblaðið Vísir - DV - 19.07.2013, Blaðsíða 31
Menning 31Helgarblað 19.–21. júlí 2013 Töfrandi tónar Samaris Samaris Samaris Barist við uppvakninga Berbrjósta ballerínur World War Z Leikstjóri: Mark Forster Skinnsemi Sirkus Íslands Þ etta er herþota,“ segir einn heimamanna fyrir utan Villa­ borgara. „Svona hljómar þegar þær rjúfa hljóðmúrinn.“ „Þetta hljóð minnir mig alltaf á uppvaxtarár mín hér,“ segir ann­ ar. Undir þotugný maulum við sérrétt hússins, hamborgara sem er borinn fram eins og pulsa með öllu. Tilveran verður ekki mikið keflvískari en þetta. Í kringum gamla herflugvöllinn stendur girðingin enn eins og leif­ ar múrsins í Berlín. Við innganginn er mannlaus varðstöð, okkar eig­ in Checkpoint Charlie. Það eina sem vantar er skilti sem á stendur: „You are now leaving the Icelandic zone.“ Þetta var undarleg veröld sem Kalda stríð­ ið skóp. Það er undarlegt að hún skuli vera horfin. Bannfært úr Reykjavík Þessa dagana eru það ekki vígtól sem eru geymd hinum megin við girðingar, heldur stúdentaíbúðir og nýsköpunar­ stöð og jafnvel kvikmyndaver. Sitthvað annað er að sjá og skoða í Keflavík, Vík­ ingasafn og Byggðasafn og Skessuhell­ ir þar sem skessan hrýtur og rekur við á víxl. Og það eru fleiri veitingastaðir hér en Villaborgari, svo sem Thai Keflavík sem þykir einn sá besti í bænum og nýopnaður kenískur veitingastaður. Alþjóðavæðingin kemur líklegast beint frá flugvellinum, en í miðbæn­ um blasir við kunnugleg sjón. Gler­ skýlið sem eitt sinn prýddi Iðnó en var fjarlægt þaðan eftir hörð viðbrögð fagurkera er nú orðið viðhengi við Hótel Keflavík. Má því segja að gler­ skýli þetta hafi farið sömu leið og her­ inn áður, bannfært úr Reykjavík en fékk sitt heimili í Keflavík. Stjarna með drykkjulæti Sagt er að söngvarinn Mark E. Smith hafi fengið nóg af hótelbarnum þegar hann var staddur hér á tónleikahá­ tíð og haldið af stað á Paddys, þar sem hann sat að sumbli þar til honum var hent út fyrir drykkjulæti. Paddys er einhver helsta menningarmiðstöð bæjarins, en eigandinn var sjóari sem ákvað að setjast hinum megin við bar­ borðið og hefur víst sparað talsverðan pening á því. Mikið er um viðburði hér og fyrir utan hefur blakvelli verið komið upp sem hefur alþjóðlegt keppnisleyfi. Á sviðinu er hljómsveit að spila standarda eins og Purple Haze og Stand By Me, en virðist kunna á þeim takmörkuð skil. Kvöldið eftir mætir hún ekki á um­ ræddum tíma, en maður sem kallar sig „Smári Klári“ stekkur á svið og bjargar kvöldinu, en ekki endilega tónlistinni. Hamsleysi Keflavíkur Paddys er besti staðurinn til að fara á, vilji maður sleppa óbarinn úr bænum. Það að vera laminn í Keflavík er líkleg­ ast eitthvað sem allir verða að reyna einu sinni á lífsleiðinni, en má bíða betri tíma. Skemmtun heimamanna virðist annars helst felast í því að ganga upp að hvorum öðrum og öskra nafn hvors annars af hamslausri gleði yfir fundum þessum. Þá tekur við hálf vandræðaleg þögn þegar hvorugur virðist vita hvað skal segja, leiðir skilja og er gengið upp að næsta manni og nafn hans öskr­ að í staðinn. Ekkert svo ólíkt Reykja­ vík, svo sem, en hamslausara einhvern veginn. Þegar barnum lokar er síðan haldið í 10–11 þar sem hægt er að fá sér í svanginn og er síðasti séns til að komast á séns. Þegar Clint Eastwood kom ekki Daginn eftir liggja enn bjórglös fyr­ ir utan 10–11. Það eru fáir á ferli, enda virðist alltaf rok hér og fólk forðast að vera utandyra. Framan við bíóið í Hafnargötu er nokkurs konar „Keflavík Walk of Fame.“ Hér má sjá heiðurskjöld í götunni merktan Clint Eastwood, sem kom hingað þegar hann var að taka „Flags of Our Fathers“ en olli bæjar­ búum miklum vonbrigðum þegar hann var ekki viðstaddur afhjúpunina. Neðar í götunni við staðinn sem Clint stóð aldrei á er svo skjöldur til heiðurs Hljómum, sem einhvern tímann voru algengari sjón á götum bæjarins. Á hinum yfirgefna Patterson flug­ velli er maður úti að keyra með hund­ inn, sem látinn er ganga við hliðina á bílnum. Hér má enn sjá flugskýli úr seinni heimsstyrjöld og er yfirbragð­ ið nánast eins og úr uppvakninga­ mynd, eins og á heimsenda séu síð­ ustu mannvistarleifarnar eftir að hamfarirnar gengu yfir. Völlurinn þyk­ ir þó heppilegur til spyrnu, og á þaki eins skýlisins eru hjólför. „Hnakkar eru alltaf að gera eitthvað skemmtilegt,“ segir fylgdarmaður minn og maður fær það á tilfinninguna að lífið hér sé einn langur „Jackass þáttur.“ n Ferðalög Valur Gunnarsson „Að að vera laminn í Keflavík er lík- legast eitthvað sem allir verða að reyna einu sinni á lífsleiðinni. n Skemmtistaðurinn Paddys menningarmiðstöð bæjarins Keflavík lengi lifi Sviðsmynd úr kalda stríð- inu Yfirgefin herstöðin er eitt af einkennismerkjum Keflavíkur. Strandblak á barnum Völlurinn á Paddys hefur alþjóðlegt keppnisleyfi. „Walk of fame“ Skjöldur til heiðurs Clint Eastwood á gangstétt í bænum. Helena Stefánsdóttir kvikmyndagerðarkona Opnar jógamiðstöð og vinn- ur að kvikmyndahandriti. Hjón og samstarfsfélagar Arnar Steinn og Helena hafa unnið saman í leikhúsinu og opnað kaffihús.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.