Dagblaðið Vísir - DV - 19.07.2013, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 19.07.2013, Blaðsíða 2
2 Fréttir 19.–21. júlí 2013 Helgarblað vörumerkið hættir 50-70% afsláttur! Eikjuvogur 29 - 104 Rvk. S:694-7911 Opið: Mán. - fim: 12 - 18 og fös. 12-16 www.facebook.com/spennandi MC PLANET Gillz fær stuðning 3 Þjóðhá-tíðarnefnd hefur fengið Egil „Gillz“ Einars- son til að stýra hinu sögufræga Húkkaraballi á næstu Þjóð- hátíð. Í kjölfar ákvörðunar- innar var nafnlaust bréf sent á Þjóðhátíðarnefnd, samstarfs aðila Þjóðhátíðar og Elliða Vignisson, bæjarstjóra. Bæði Elliði og talsmað- ur Ölgerðarinnar, sem er stærsti styrktaraðili Þjóðhátíðar, segjast styðja ákvarðanir Þjóðhátíðar- nefndar og treysta henni fullkom- lega til að skipuleggja hátíðina og velja þá listamenn sem þar koma fram. Þetta kom fram í DV á mið- vikudag. Gnúpverjum stefnt 2 Slitastjórn Glitnis hefur stefnt fyrrverandi stjórnarmönnum í Gnúpi: Magnúsi Kristinssyni, fjár- festi í Gnúpi og útgerðarmanni í Vestmannaeyjum, Kristni Björnssyni, fjárfesti og fyrr- verandi hluthafa í Gnúpi, og Þórði Má Jóhannessyni, fyrrverandi for- stjóra Gnúps, vegna meintrar ólög- mætrar arðgreiðslu út úr Gnúpi um sumarið 2007. Þetta kom fram í DV á miðvikudag. Krefst bankinn endur- greiðslu á hinni meintu ólögmætu arðgreiðslu sem nemur um þremur milljörðum króna samkvæmt heim- ildum DV. Vildi stöðva soninn 1 „Hann hefur verið algjör- lega stjórnlaus eft- ir árásina,“ sagði móðir Stefáns Loga Sívarssonar sem lögregla handtók um helgina eftir umfangsmikla leit. Árásin sem móðir hans vís- ar til átti sér stað í Ystaseli í maí en þá var Stefán Logi laminn illa eftir að hópslagsmál brutust út vegna máls þar sem vinur hans var sakað- ur um að hafa nauðgað konu. Meðal árásarmanna var kærasti konunnar. Móðir Stefáns leitaði til lögreglu um miðjan júní þar sem hún óskaði eftir aðstoð til þess að stöðva son sinn. Taldi móðir hans að hann hefði orðið fyrir heilaskaða út af árásinni og væri stjórnlaus í kjölfarið. Fréttir vikunnar Þessar fréttir bar hæst í DV í vikunni P alestínskur múslimi, sem var þann 23. maí síðast liðinn dæmdur fyrir kyn- ferðisbrot gegn tveimur ólögráða stúlkum og afplán- ar nú 18 mánaða dóm á Litla-Hrauni, er sagður vera lagður í harkalegt ein- elti af samföngum sínum. Þetta seg- ir nánasti aðstandandi mannsins á Íslandi. Eineltið er sagt birtast í of- beldi gagnvart manninum; líkam- legu, andlegu og kynferðis legu. Auk þess eru samfangar hans sagðir reyna að lauma svínakjöti í matinn hans. Það væri kannski ekki mikið tiltökumál, ef ekki væri fyrir klausu í hinni helgu bók múslima, Kóranin- um, sem bannar svínaát. Maðurinn var sakfelldur fyrir að hafa kysst 14 ára stúlku á munninn og látið hana fróa sér, og fyrir að hafa kysst 13 ára stúlku tungukossi, káfað á henni og beðið hana um að hafa við sig sam- ræði eða önnur kynferðismök. Var háttsemin talin varða við 1. og 2. mgr. 202. gr. almennra hegningarlaga. Talað fyrir daufum eyrum „Hann er búinn að vera á Litla- Hrauni frá byrjun júlí. Samfangar hans byrja að leggja hann í ein- elti á fyrsta degi. Þeir voru alltaf að lauma svínakjöti í matinn hans og gerðu grín að honum vegna trúar- skoðana hans. Þeir voru með kyn- ferðislega áreitni við hann. Þeir læstu hann inni í klefa, með öðrum manni, og létu þann síðarnefnda reyna við hann. Þeir tóku svínakjöt og vöfðu inn í bænamottuna hans. Þeir tepptu símann, svo að hann gat ekki hringt, skiptust á að taka sím- ann svo að hann kæmist aldrei að. Ofan á þetta beita þeir hann annars konar andlegu ofbeldi í sífellu,“ segir aðstandandi mannsins hér á landi, sem vill ekki láta nafns síns getið. Hann gagnrýnir einnig við- brögð fangelsismálayfirvalda og að maðurinn hafi talað fyrir daufum eyrum forsvarsmanna fangelsisins. „Síðan gerist það fyrir skemmstu að þeir taka sig sex saman og misþyrma honum. Börðu hann í höfuðið með hillu, kýldu hann í barkarkýlið og í síðuna,“ segir aðstandandinn. Hann segist hafa hitt fangann eftir árásina og þá hafi hann verið með auðsjáan- lega áverka. Tjáir sig ekki um einstök mál Margrét Frímannsdóttir er forstöðu- kona á Litla-Hrauni. „Ég get ekki sagt þér neitt, því að ég má ekki ræða mál einstakra fanga,“ segir hún. Aðspurð hvernig tekið sé á eineltismálum af þessu tagi segir Margrét: „Það gilda mjög skýrar reglur um það hér. Um leið og við fáum vitneskju um einelti, þá tökum við á því. Við ræðum bæði við geranda og þolanda. Ef að þetta er þannig að mennirnir eru á sömu deild, þá er reynt að aðskilja þá.“ Maðurinn hefur nú verið fluttur á aðra deild, en óttast enn aðgerðir annarra fanga gagnvart sér. Heim- ildir DV herma að maðurinn hafi kvartað sáran yfir því að svínakjöt sé borið á borð til hans af starfsmönn- um fangelsisins, þegar sú kjöttegund er elduð í mötuneytinu. Margrét seg- ir að enginn sé skikkaður til að borða ákveðna fæðutegund og ávallt sé annað í boði. „Ef það er boðið upp á eitthvað sem maður getur ekki borð- að – hvort sem það er svínakjöt eða eitthvað annað – þá er alltaf eitthvað sem fylgir með, sem menn fá sér í staðinn,“segir Margrét. Kynferðisafbrotamenn í hættu Það er kunnara en frá þurfi að segja að kynferðisafbrotamenn – þá sér- staklega barnaníðingar – fá gjarnan óblíðar móttökur í fangelsum, hér- lendis og erlendis. Palestínumaður- inn hefur upplifað þessa andúð frá fyrstu hendi að sögn aðstandandans. Einnig hefur hann greint frá því að samfangi hans, dæmdur kynferðis- afbrotamaður, hafi orðið fyrir að- kasti frá öðrum föngum. Fangarnir höfðu gert það að leik sínum að klína mannasaur í andlit hans. Gat ekki lesið dóminn Aðstandandi mannsins segir hann ekki aðeins hafa þurft að þola ósanngjarna meðferð í fangelsinu, heldur frá öllu réttarvörslukerfinu. Því til stuðnings nefnir aðstand- andinn meðal annars að þýðingu rannsóknargagna og dómskjala hafi verið ábótavant. Þá hafi mað- urinn ekki fengið dóm Hæstaréttar þýddan, þrátt fyrir enga íslensku- kunnáttu. n Múslimi sagður vera fyrir einelti á Hrauninu n Svínakjöti laumað í matinn hans n Tekið á eineltismálum í fangelsinu Baldur Eiríksson blaðamaður skrifar baldure@dv.is Músliminn fékk óblíðar móttökur frá samföngum sínum á Litla-Hrauni Samkvæmt öruggum heimildum laumuðu þeir svínakjöti í matinn hans og börðu hann. Þögul sem gröfin Margrét Frímannsdóttir segist ekki mega tjá sig um einstök mál. Hún segir skýrar reglur gilda um eineltismál. Banna svínakjöt Í Kóraninum er skýrt kveðið á um að ekki megi leggja sér svín til munns. Samfangar múslimans notfæra sér þessa heilögu kvöð. Kalli ekki gjaldþrota Áréttað skal að Karl Steingríms- son, oftast kenndur við verslun- ina Pelsinn, var ekki persónu- lega gjaldþrota heldur var það fasteignafélag hans, Borgarmiðj- an ehf., sem var úrskurðað gjald- þrota. DV greindi frá þessu gjald- þroti þann 10. júlí síðastliðinn og sagði Karl, þegar hann var spurð- ur hvað hafi farið úrskeiðis: „Það fór allt fjandans til og fátt við því að gera. En við erum vonandi að horfa fram til bjartari daga.“ „Lágkúruleg að- för og ósannindi“ „Viðtalið er það rætið í minn garð og fullt af rangfærslum, að það er fyrir neðan mína virðingu að svara því efnislega,“ segir Ólaf- ur F. Magnússon fyrrum borgar- stjóri um viðtal sem Nýtt Líf birtir við Þorbjörgu Helgu Vigfúsdóttur borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokks- ins. Þorbjörg Helga segir í viðtalinu að Sjálfstæðismenn hefðu notfært sér Ólaf þegar hann var skipaður borgarstjóri í kjölfar REI-málsins árið 2008. „Ólafur F. var veikur maður og það vissu allir. Allir borgarfulltrú- ar misnotuðu aðstæður hans en við í Sjálfstæðisflokknum geng- um skrefinu lengra en hinir með því að bjóða honum borgarstjóra- stólinn,“ segir Þorbjörg í viðtalinu. Ólafur segir Þorbjörgu fara með ósannindi: „Ég lýsi skömm minni og vanþóknun á Þorbjörgu Helgu Vigfúsdóttur borgarfulltrúa, fyrir þessa lágkúrulegu aðför og ósannindi,“ segir Ólafur í samtali við DV. Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson fyrrum borgarfulltrúi og sam- starfsmaður Ólafs í borgarstjórn kom Ólafi til varnar í fréttatil- kynningu sem hann sendi frá sér á fimmtudag. Þar sagði hann að Ólafur hafi verið starfandi sem læknir þegar hann var skipaður borgarstjóri og þykir honum því fráleitt að tala um Ólaf sem „veik- an mann“.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.