Dagblaðið Vísir - DV - 19.07.2013, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 19.07.2013, Blaðsíða 4
Mikil tengsl Erlendur Hjaltason var bæði stjórnarformaður sparisjóðsins og forstjóri Exista. Hann sést hér ásamt Guðmundi Haukssyni, forstjóra Sparisjóðsins, Ágústi Guðmundssyni, stærsta hluthafa Exista og Sigurði Valtýssyni, hinum forstjóra Exista. 4 Fréttir 19.–21. júlí 2013 Helgarblað „Misnotkun á valdi“ n Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir um Ólaf F. Magnússon Þ að var misnotkun á valdi að gera Ólaf F. Magnússon að borgar stjóra, segir Þorbjörg Helga Vigfús dóttir, borgarfull- trúi Sjálfstæðisflokksins. Hún segist enn skammast sín fyrir að hafa tek- ið þátt í að gera hann að borgarstjóra í Reykjavík á sínum tíma. Frá þessu var greint í viðtali við Nýtt Líf, en þar segir Þorbjörg Helga að borgar- stjórnarflokkurinn hafi talið sig vera að vinna þjóðþrifamál. „Þegar það gerðist vorum við borg- arfulltrúarnir sárir eftir REI-málið. Í því máli tókum við sannfæringuna fram fyrir liðsheild og við töldum okk- ur vera að vinna þjóðþrifamál, með því að stöðva yfirvald sem ætlaði að keyra málin í gegn. Þess vegna þótti okkur gríðarlega ósanngjarnt að missa meirihlutann í kjölfarið. Ólafur F. var veikur maður og það vissu allir. Allir borgarfulltrúar misnotuðu aðstæður hans en við í Sjálfstæðisflokknum geng um skrefinu lengra en hinir með því að bjóða honum borgar stjóra- stólinn,“ segir Þorbjörg. Hún segist ekki muna hver það var sem átti hugmyndina að því að Ólaf- ur yrði gerður að borgarstjóra, en segir að sér hafi liðið ömurlega þegar Ólaf- ur tók við. „Ég man mjög skýrt eftir því þegar Ólafur hafði verið borgarstjóri í nokkra mánuði og einn úr okkar hópi með þekkingu á geðheilbrigðismálum gekk inn á fund til okkar borgarfulltrúanna og sagði okkur fullkomlega meðvirk,“ segir hún og segir að það hafi ekki verið valdagræðgi, en misnotkun á valdi að gera hann að borgarstjóra. „Alla vega misnotkun á valdi, að mínu mati.“ n S tjórn Sparisjóðs Reykjavíkur ákvað að lána eignarhalds- félaginu Exista tvo milljarða króna á fundi sínum þann 30. september 2008, einum degi eftir yfirtöku íslenska ríkisins á Glitni banka. Þetta herma heimildir DV. Stjórnarformaður sparisjóðsins á þessum tíma var Erlendur Hjaltason sem jafnframt var forstjóri Exista. Aðrir stjórnarmenn í Sparisjóði Reykjavíkur og nágrennis á þess- um tíma voru Rannveig Rist, for- stjóri Alcan á Íslandi, Rannveig Guð- mundsdóttir, forstjóri Icepharma, Ari Bergmann Einarsson athafna- maður og Jóhann Ásgeir Baldurs, fyrrverandi forstjóri Vátryggingafé- lags Íslands. Heimildir DV herma að umrædd ákvörðun um lán- veitinguna hafi verið til skoðunar hjá eftirlitsaðilum á Íslandi. Lánveiting til 30 daga Jóhann Ásgeir Baldurs segir að lán- veitingin hafi verið talin traust á þeim tíma sem hún var veitt. Hann segir að gengið hafi verið frá lán- veitingunni til Exista eftir að stjórn- in samþykkti hana. „Þetta var talinn vera góður kostur; góð lánveiting.“ Hann segir að lánveitinguna hafi borið þannig að að stjórnendur sparisjóðsins hafi kynnt lánið fyrir stjórninni og að hann reki ekki minni til þess að Erlendur Hjaltason hafi ýtt sérstaklega á eftir lánveitingunni. Jó- hann Ásgeir segir að lánið hafi verið til skamms tíma, 30 daga. „Það sem var byggt á var að þetta væri traust lánveiting, innan við eitt prósent af eigin fé Exista á þessum tíma og fjár- hagsstaða félagsins traust. Þetta var allt gert í góðri trú og gert með hags- muni sparisjóðsins að leiðarljósi.“ Níu dögum eftir að stjórn SPRON ákvað að veita Exista lánið var Kaup- þing yfirtekið af Fjármálaeftirlitinu en hlutabréf Exista í bankanum voru stærsta og verðmætasta eign Exista. Neita að tjá sig Aðrir stjórnarmenn í sparisjóðnum en Jóhann Ásgeir Baldurs neita að tjá sig um málið. Erlendur Hjaltason neitar að- spurður að tjá sig um málið þegar DV hefur samband við hann. „Ég ætla ekki að tjá mig um þetta mál, ég vil það ekki.“ Aðspurður af hverju hann vilji ekki tjá sig um þessa lán- veitingu segir Erlendur: „Ég bara tjái mig ekki neitt um þau mál.“ Rannveig Guðmundsdóttir neitar einnig að tjá sig um málið í samtali við DV. „Ég ætla ekkert að tjá mig um þetta mál.“ Aðspurð hvort hún vilji ekki tjá sig um þetta tiltekna mál eða bara stjórnarstörf sín almennt segir Rannveig: „Ég ætla bara ekkert að tjá mig um mín stjórnarstörf; þau eru trúnaðarmál. Ari Bergman Einarsson segist sömu leiðis heldur ekki ætla að ræða um lánveitinguna. DV skildi eftir skilaboð til Rann- veigar Rist í gegnum upplýsingafull- trúa Alcan en forstjórinn hafði ekki samband. Mikil tengsl Lánveitingin frá SPRON til Exista á þessum tíma vekur sérstaka athygli í ljósi þeirra miklu tengsla sem voru á milli þessara tveggja félaga á þess- um tíma. SPRON var einn stærsti hluthafinn í Exista í gegnum fjár- festingarfélagið Kistu auk þess sem Erlendur Hjaltason, forstjóri Exista, var stjórnarformaður SPRON. Þá var Guðmundur Ingi Hauksson, forstjóri SPRON, fyrrverandi forstjóri Kaup- þings og einn af stjórnarmönnum Exista. Í ljósi fjárfestingar SPRON í Exista hafði sparisjóðurinn gríðar- lega mikilla hagsmuna að gæta inni í Exista og valt framtíð sjóðsins raun- ar á því að Exista stæði af sér íslenska efnahagshrunið. DV hefur ekki heimildir fyrir því hvað orðið hafi um lánið til Exista eftir að það var veitt. Hins vegar er afar ólíklegt að það hafi verið greitt til baka þar sem Kaupþing féll nokkrum dögum síðar og allar eignir Exista hrundu í verði. n Exista fékk milljarða degi eftir fall Glitnis n Stjórnarmenn Sparisjóðsins í Reykjavík neita að tjá sig um málið„Ég ætla ekki að tjá mig um þetta mál Ingi Freyr Vilhjálmsson ritstjórnarfulltrúi skrifar ingi@dv.is Reksturinn stendur varla undir sér „Það eru engar tölur komnar á hreint, en það er ljóst að reksturinn er erfiður. Við ætlum að sjá hvernig júlí og ágúst koma út og meta svo stöðuna í framhaldinu,“ segir Geir Kristinn Aðalsteinsson formað- ur stjórnar Samtaka sveitarfélaga í Eyjafirði og Þingeyjar sýslum um rekstur almennings samgangna á svæðinu. Vikudagur greinir frá þessu, en Eyþing heldur uppi al- menningssamgöngum á svæðinu í samvinnu við Strætó bs. Þá rek- ur Eyþing einnig áætlunarferðir á milli Akureyrar og Reykjavíkur. Vikudagur greinir frá að heimildir blaðsins hermi að sveitarfélögin í Eyjafirði og Þingeyjarsýslum megi eiga von á 20 milljóna króna reikn- ingi vegna taprekstursins og að reksturinn standi ekki undir sér. Stal tösku úr verslun Héraðsdómur Norðurlands eystra dæmdi í síðustu viku 28 ára konu í 30 daga skilorðsbundið fangelsi fyrir þjófnað. Konan var sakfelld fyrir að stela tösku úr verslun á Glerártorgi á Akureyri í mars síð- ast liðnum en umrædd taska kost- aði 14.999 krónur. Konan neitaði sök fyrir dómi; sagði að málið væri byggt á mis- skilningi og hún skildi ekki hvern- ig taskan hefði komist í vörslu hennar. Taldi dómari frásögn kon- unnar ótrúverðuga en hún hefur auk þess áður gerst sek um þjófn- að. Dómurinn er skilorðsbundinn til tveggja ára en auk þess var kon- unni gert að greiða tæpar 270 þús- und krónur í málskostnað. Misnotkun Allir borgarfulltrúar misnot- uðu aðstæður hans en við í Sjálfstæðis- flokknum gengum skrefinu lengra, segir Þorbjörg Helga.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.