Dagblaðið Vísir - DV - 19.07.2013, Blaðsíða 36

Dagblaðið Vísir - DV - 19.07.2013, Blaðsíða 36
Besti ferðafélaginn 36 Lífsstíll Drekkum í okkur kraft öræfanna n Blanda saman útivist og hugleiðslu n Byrjuðu með ferðirnar til að vekja athygli á umhverfisvernd Á sta Arnardóttir, jógakennari, leikkona og leiðsögukona, býð­ ur upp á svokallaðar „augna­ bliksferðir“ upp á hálendi Ís­ lands. Þar blandar hún andlegri næringu við kraft fjallanna og fegurð landsins. Næsta ferð er að Langasjó sem hún segir heillandi stað. ,,Þetta er stórkostlegur leiðangur um mikla hálendisvin. Þetta er fagurt svæði og við fáum að sigla á vatninu sem er einstakt. Þarna mætir kynngi­ magnaður kraftur öræfanna hinni mjúku orku vatnsins – maður skoð­ ar bæði blómgaðar brekkur og jökul­ breiður,“ segir Ásta. Ásta hefur kennt jóga síðan 1999 og starfað sem leiðsögukona á hálendinu frá árinu 1991. Hún hef­ ur einnig tekið virkan þátt í um­ hverfisvernd og finnst mikilvægt að efla með vitund fólks um mikilvægi náttúru verndar. ,,Þessar ferðir áttu upptök sín í nátt­ úruverndarbaráttunni. Ég og Ósk Vil­ hjálmsdóttir fórum með eitthvað um 1.000 manns inn á Kárahnjúkasvæðið sem var og skoðuðum magnaða nátt­ úru sem nú er horfin,“ segir Ásta. Ásta segist fara í einn leiðangur að Langasjó á ári. Í þetta skiptið verða listakonurnar Harpa Arnardóttir og Margrét Blöndal með í för en þær munu sjá um að elda mat ofan í hóp­ inn. Lagt verður af stað 25. júlí og eru enn nokkur pláss laus. Ferðin kostar 79 þúsund krónur en innifalið í því verði er rútuferðin, matur, leiðsögn og svo jóga kvölds og morgna. ,,Við drekkum í okkur kraft öræf anna og fólk kemur til baka með fjalla blik í augum,“ segir Ásta og bendir áhugasömum að skoða heima síðu sína: http://asta.this. is. n Þ essi tæki eru gríðarlega mik­ ilvæg eins og komið hefur í ljós í sumar. Þau hafa bjarg­ að þó nokkrum ferðamönn­ um sem lent hafa í þoku og misst áttir. Tækið veit alltaf nákvæm­ lega hvar þú ert, í hvaða stefnu þú átt að halda og getur þar af leiðandi bjargað mannslífum,“ segir Ríkarður Sigmundsson starfsmaður Garmin­ búðarinnar en þar er að finna mikið úrval af GPS tækjum. Ekki bara fyrir göngufólk GPS tæki eru ekki einungis fyrir göngu fólk á fjöllum. Hægt er að nota þau við akstur á þjóð vegum, innan bæjar og fyrir hvers kyns úti­ vist – hvort sem það er ganga yfir Fimm vörðu hálsinn, Rjúpna veiði eða göngur í nágrenni borgarinnar. „Tækin virka einnig hvetjandi fyr­ ir fólk. Þú sérð árangurinn, hvað þú hefur lagt marga kílómetra að baki og hve langt er í næsta áningarstað eða skála. Svo er gaman að gera upp ferðina þegar komið er heim, skoða hve langt maður labbaði og svo hef­ ur maður yfirlit yfir þá staði sem voru manni kannski eftirminnilegir og mann langar til að heimsækja aftur.“ GPS tækin í dag eru talsvert frá­ brugðin þeim tækjum sem ferðafólk notaðist við þegar tækin komu fyrst á markaðinn. Þá voru engir snerti­ skjáir eða kort sem sýndu staðsetn­ ingu manns heldur notaðist maður við hnit og örvar og svo þurftu ferða­ menn að staðsetja sig á korti. Snertiskjárinn breytir miklu „Stærsta breytingin er snertiskjár­ inn. Það einfaldaði alla notkun til muna. Snertiskjárinn leiðir þig áfram og þú ert ekki að kljást við alls kyns valmyndir. En allt krefst þetta samt undirbúnings. Þú kaupir ekki bara GPS tæki og heldur svo af stað upp í fjöll. Ég mæli með að fólk eyði nokkrum kvöldum í að læra á tækin, fari í styttri gönguferðir og sjái hvern­ ig þetta virkar. Það er svo öllum vel­ komið að koma hingað í búðina og fá aðstoð ef spurningar um notkun á tækjunum vakna,“ segir Ríkarður. Ein breyting sem hefur orðið á notkun GPS tækja er gríðar legt magn af gögnum og göngu leiðum sem finna má á net inu. Síður á borð við Wikiloc og adventure.garmin.com gera fólki kleift að hlaða eigin göngu leiðum á netið og í dag er stór gagna banki til fyrir fólk sem vill byrja að njóta náttúr­ unnar á gönguferðum. „Nýjustu tækin eru líka með mynda vélar innbyggðar og þá er hægt að skrá og vista fallega útsýnisstaði. Ég get nefnt sem dæmi að það kom fólk í búðina á dögunum sem var að fara að labba frá Hveragerði til Úlfljótsvatns. Ég fór á netið og fann gönguleiðina og hjálpaði þeim að setja hana upp í GPS tækinu. Þar með voru þau örugg ef GPS staðsetningartæki verða sífellt fullkomnari. Tækin eru ekki einung- is mikilvæg öryggisins vegna heldur geta þau stóraukið ánægju ferða- langa og gert góða ferð eftirminnilegri. Útivist Símon Birgisson simonb@dv.is „Tækið veit alltaf nákvæmlega hvar þú ert, í hvaða stefnu þú átt að halda og get- ur þar af leiðandi bjargað mannslífum. Ásta Arnardóttir Kennir jóga og leiðir ferðamenn á fagrar slóðir. Stórkostleg fegurð Myndin er tekin í einni af ferðum Ástu að Langasjó. Gönguleið upp á Móskarðshnúka Dæmi um leið sem hlaðið hefur verið inn á síðuna Wikiloc. Fjallarefir fyrir byrjend- ur í útivist Fjallarefir er fjölbreytt námskeið sem felur í sér göngudagskrá, þrekþjálfun og námskeið í fjalla­ mennsku og er haldið á vegum Útivistar. Markmiðið er að byggja upp gönguþrek og úthald, fræða um hagnýta hluti sem tengjast göngu­ og fjallaferðum, kynna fjölbreyttar gönguleiðir og að þátt­ takendur upplifi íslenska náttúru á skemmtilegan hátt og í góðum félagsskap. Námskeiðið er tilvalið fyrir þá sem eru að taka sín fyrstu skerf í útivist og fjallamennsku. Nánari upplýsingar má finna á vef Útivistar. Vill efla öryggi í gönguferðum Ferðafélag Íslands hefur kynnt til sögunnar nýtt áhættumat fyrir fjölmargar gönguleiðir á landinu. Þar sem sprenging hefur orðið í gönguferðum Íslendinga og al­ mennri útivist um allt land hef­ ur FÍ, í samstarfi við VÍS, unnið að gerð áhættumats helstu gönguleiða á Esjuna. Tilgangur­ inn er að upplýsa göngufólk um þær hættur sem búast má við á viðkomandi gönguleið. Ráðist var í gerð þess þar sem FÍ er í inn­ leiðingarferli á Vakanum – um­ hverfis­ og gæðastjórnunarferli Ferðamálastofu. Áhættumatið, sem sjá má á síðu FÍ, segir til um hvar hætturn­ ar eru, alvarleika þeirra og hvernig skuli bregðast við. Einnig má finna áhættumat á öðrum gönguleið­ um, svo sem Hvannadalshnjúk og Lónsöræfum. Helgafell Dæmi um leið sem er að finna á Garmin Adventure síðunni. 19.–21. júlí 2013 Helgarblað

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.