Dagblaðið Vísir - DV - 19.07.2013, Blaðsíða 23

Dagblaðið Vísir - DV - 19.07.2013, Blaðsíða 23
Fólk 23Helgarblað 19.–21. júlí 2013 legu fólki, sumu hverju ógleyman­ legu. Mönnum sem höfðu flakkað um landið allt sitt líf, verið á vertíð­ um og áttu í raun ekkert fast heimili. Auðvitað mótar slíkur lífsstíll menn og það hvernig þeir nálgast lífið og tilveruna. Ég hefði getað verið fyrir sunnan og unnið þar á sumrin en þá hefðu líka allir þeir sem maður hitti á þeirri vegferð verið nokkurn veginn eins. Fólk með svipaðan eða sama bakgrunn og ég. Fyrir vestan kynntist ég annarri veröld og ég held að það hafi oft komið mér að gagni í lífinu að hafa kynnst verbúðarlífinu og því fólki sem þar bjó.“ Einar Oddur var djúpur og hlýr Illugi kynntist ekki einungis verbúðar­ lífi fyrir vestan. Þar kynntist hann líka konunni sinni Brynhildi sem er dóttir Einars Odds. Einar Oddur var þjóðþekktur í lifanda lífi. Hann var þingmaður, formaður Vinnuveit­ endasambands Íslands og rak frysti­ hús og skelfiskvinnslu fyrir vestan. „Ég kynntist Einari Oddi löngu áður en ég kynntist konunni minni, henni Brynhildi. Þetta var dálítið eins og í gamla daga, við faðir hennar vorum orðnir miklir vinir þegar hún kom til sögunnar. Einar Oddur var sérstakur maður. Hann var djúpur og hlýr karakter. Hann var félagslynd­ ur en um leið var hann einfari. Hann var góður vinur, vinrækinn. Eitt af því sem Einar Oddur talaði oft um og lagði áherslu á var umburðarlyndi og mikilvægi þess að skilja hvað það er sem knýr fólk áfram. Hvað gerir það að verkum að fólk talar og hegðar sér eins og það gerir? Hann talaði oft um að geta glaðst með öðrum og geta unað öðrum. Í okkar löngu og mörgu samtölum bar það oft á góma að Sjóður níu var „bölvað högg“ menn ættu ekki alltaf að vera að hafa áhyggjur af því hvernig öðrum gengi heldur að reyna að standa sig í sínu.“ Siglufjörður hafði djúp áhrif á Ill­ uga sem barn en Flateyri hefur án efa haft mikil áhrif á hann þegar hann er að mótast sem fullorðinn maður. Eft­ ir að hann lauk námi við Háskóla Ís­ lands var hann í tvö ár á Flateyri. Ein­ ar Oddur ákvað að setja á laggirnar nýtt fyrirtæki, Vestfirskan skelfisk og lagði mikla fjármuni í það. Hann fékk Illuga til liðs við sig á skrifstofu hins nýja fyrirtækis. Um haustið féll snjó­ flóð á Flateyri og þar létust 20 manns. „Snjóflóðið var náttúrulega skelfi­ legur atburður og saga og tilvera þorpsins fylltist af myrkri á einni nóttu. Nokkrum mánuðum síðar lentum við í því að skelveiðibátur­ inn okkar sökk og með honum tveir menn. Þarna fóru margir vinir mín­ ir og kunningjar og margir áttu mjög sárt um að binda. Svona getur lífið leikið okkur mennina en rétt eins og myrkrið hvelfist yfir þá var það mikil lífsreynsla að taka þátt í því að byrja að endurreisa samfélagið, byrja aftur að lifa og hugsa um framtíðina. En ég hugsa oft til þeirra sem mest misstu, þeirra skaði verður aldrei bættur.“ Hélt að það ætti að hárreyta mig Þegar Illugi var fimm ára pjakkur á Siglufirði átti hann góða vinkonu sem var árinu eldri en hann. Þegar hún var sex ára átti hún að byrja í barnaskóla. Illugi varð viti sínu fjær af bræði þegar það kom á daginn að fimm ára börn mættu ekki fara í skóla. Til að bjarga málunum var ákveðið að hann færi í Tónlistarskólann. „Ég kveið því alveg óskaplega að láta innrita mig í skólann. Ég hélt að innritun þýddi að hárreyta. Ég gleymi því ekki á meðan ég lifi hvað ég var hræddur þegar skólastjórinn sem var vænn maður lagði hönd á höfuð mér og klappaði mér á kollinn, þá var ég sannfærður um að hann ætlaði að hárreyta mig. Mér fannst mjög gaman í tónlistarskólanum og þar lærði ég á píanó auk þess sem við lærðum tón­ heyrn, tónfræði og eitthvað í tónlistar­ sögu. Þetta var góður skóli og gott tónlistarlíf í bænum. Ég hélt áfram að læra á píanó eftir að ég kom suður og var í formlegu tónlistarnámi fram undir tvítugt. Held að ég hafi lokið sjö stigum af átta í píanónáminu. Ég naut leiðsagnar margra góðra kennara, en eftirminnilegustu tímarnir voru þó hjá Jónasi Ingimundarsyni, þeim frábæra tónlistarmanni og snilldar­ kennara. Það var góður lærdómur.“ Mig skortir hæfileika Illugi þvertekur fyrir að hann hafi langað að leggja píanóleik fyrir sig. „Ég geri mér fulla grein fyrir því hvað þarf til að vera góður píanóleikari. Ég hef ekki það sem til þarf. Mig skort­ ir hæfileika frá náttúrunnar hendi og ég hefði þurft að æfa með miklu markvissari hætti frá því ég var krakki ef ég hefði ætlað að leggja píanóleik fyrir mig. Að verða alvöru píanóleik­ ari krefst mikilla hæfileika og mikill­ ar vinnu. Það er himinn og haf á milli þess að vera áhugaspilari og gera þetta í fullri alvöru. Það er hins vegar fátt hollara en að hafa þetta sem áhugamál. Eiga áhugamál sem eldist með manni. Ég held að það hafi gert mér gott að læra að spila. Það hjálpar til við að dreifa huganum frá daglegu amstri að gera eitthvað sem er skapandi.“ ­ En hvaða áhrif hefur tónlistar­ nám á sýn manns á lífið, stjórnmálin og menninguna? „Þetta hefur margar hliðar. Til að geta spilað eitthvert ákveðið verk opin berlega og túlkað verður mað­ ur að leggja á sig markvissa vinnu. Það þarf að undirbúa sig vel og vera klár á öllum smáatriðum. Það er ekki hægt að stytta sér leið. Það verður að kunna grunninn og byggja ofan á hann. Það er slík nákvæmni sem hjálpar til í hinu daglega lífi. Tónlistin er til þess fallin að dýpka innsýn í aðra menningarheima. Þegar maður til dæmis hlustar á rússneska píanó­ tónlist upp úr þar síðustu aldamót­ um fer maður í framhaldinu að velta fyrir sér bakgrunni þeirra manna sem sömdu tónlistina, úr hvaða jarð­ vegi þeir voru sprottnir, hvað rak þá áfram, hvernig höfðu til dæmis stjórnmálin áhrif á líf þeirra og hvers konar lífi þeir lifðu dags daglega. Á þennan hátt opnast ný sýn á söguna sem er önnur en ef maður les stjórn­ mála­ eða hagsöguna eina og sér. Það dýpkar sýnina að nálgast hlutina í gegnum listasöguna.“ Laminn í Vatikaninu Illugi hefur ekki einungis spilað á píanó hann hefur líka getið sér orð sem orgelleikari. Þegar hann var á Flateyri var hann fenginn til að spila á orgelið í kirkjunni þar. „Ég var settur í að vera orgelleikari í kirkjunni eftir að snjóflóðið féll. Það var ekki hægt að skorast undan, mér fannst það samfélagsleg skylda að taka þetta að mér, fyrst til mín var leitað. Þá var sóknarprestur á Flateyri séra Gunnar Björnsson og eiginkonan hans, Ágústa Ágústsdóttir, tók virkan þátt í kirkjustarfinu. Ég potaði á orgelið á sunnudagsmorgnum þegar Gunnar messaði. Það var ekki mikið kórstarf á þessum tíma, Gunnar og Ágústa sungu við messurnar. Þegar eitthvað mikið stóð til eins þegar kirkjan átti afmæli var kórnum hóað saman og ég spilaði undir. Það var Haukur Gunnlaugsson söng málastjóri þjóðkirkjunnar sem sendi mig til Rómar að læra á orgel. Ég held því fram að hann hafi hlust­ að á mig spila og hugsað með sér að þetta væri ekki á þennan söfn­ uð leggjandi og ákveðið í kjölfarið að senda mig til Rómar til að læra bet­ ur á orgel. Þar var ég í fjóra mánuði og lærði hjá yfirorganistanum í Vatik­ aninu. Hann var auðvitað snillingur á sínu sviði. Kennslustundirnar hjá honum voru þó sérstakar. Hann var mjög „agressívur“ kennari og bók­ staflega sló í mig ef honum fannst ég ekki skilja nógu hratt. Hann gaf manni auðvitað ekki utanundir held­ ur fékk ég högg í lærið eða hann sló á fingurna á mér. En um leið og tím­ inn var búinn snarbreytti hann um hegðun, þá var oft farið á kaffi­ eða veitingahús og spjallað um alla heima og geima en næst þegar maður kom í tíma endurtók sagan sig. Svona eftir á að hyggja þá hefur hann hefur væntanlega ekki þolað þessa tíma, hann hefur sennilega ver­ ið svo gjörsamlega uppgefinn á mér. Að snillingur eins og hann skuli hafa þurft að eyða tíma í að kenna manni eins og mér er nú eiginlega sorglegt, svona þegar maður veltir því fyrir sér. En ég lærði alveg heilmikið á þessari ferð þótt ég hafi ekki spilað á orgel síð­ an, svo heitið geti.“ Davíð er ekki skaplaus Nýr kafli í sögu Illuga er að hefjast. Frá Róm liggur leiðin til London þar sem hann fer í framhaldsnám og þau Brynhildur hefja formlegan bú­ skap en fram að því höfðu þau búið inn á fjölskyldum hvors annars. Eftir að námi Illuga lauk, um síðustu alda­ mót heldur hann heim og verður að­ stoðarmaður Davíðs Oddssonar. Þá þekkti hann Davíð ekki nema af af­ spurn. „Orri Hauksson góðvinur minn hafði verið aðstoðarmaður Davíðs. Hann var að hætta og mælti með því við Davíð að ég tæki við af honum. Davíð réði mig því dálítið óséð. Þetta var stórkostlegur tími. Það var einstök heppni fyrir mig að fá að vinna hjá Davíð og fyrir hann. Hann var góð­ ur yfirmaður. Davíð er ekki skaplaus maður en hann treysti manni vel. Það var enginn verkefnalisti sem beið þegar komið var til vinnu á morgn­ ana, maður átti sjálfur að finna út úr því hvað þyrfti að gera. Þetta var erf­ iðara en um leið var það spennandi. Í þessu fólust þau skilaboð að maður ætti að gera gagn. Þannig lagði Davíð þetta upp. Auðvitað gerði maður vit­ leysur og þá fékk maður að heyra það en það var alltaf prívat. Þetta voru góðir tímar sem ég er þakklátur fyrir. Það væri galið að reyna að hafa Davíð Oddsson sem fyrirmynd í póli­ tík; hann er svo einstakur. Fyrir það fyrsta sat enginn jafn lengi á valda­ stóli og hann á síðustu öld og fram á þessa. Hann var borgarstjóri í tæp­ an áratug, forsætisráðherra í 13 ár og loks utanríkisráðherra í ár. Það er erfitt að benda á stjórnmálamann sem hefur náð meiri pólitískum ár­ angri en hann. Í valdatíð hans breytt­ ist íslenskt samfélag til hins betra. Það efldist mjög. Það er hægt að læra margt af honum en það er augljós­ lega afar langsótt að ætla sér að ná þeim árangri sem hann náði. Það er nefnilega svo að fyrir flestum stjórn­ málamönnum á það fyrir að liggja að valdatíminn er frekar stuttur og því takmarkað hverju menn fá áorkað.“ Kröfuharður húsbóndi „Davíð gerði gríðarlegar kröfur um allt sem snéri að hans embætti og krafðist vandaðra vinnubragða af þeim sem voru að vinna í forsætis­ ráðuneytinu og fyrir hann. Hann vildi að fólk legði hart að sér og að embættinu væri sýnd virðing og sómi. Á sama tíma og hann tók emb­ ættið mjög alvarlega tók hann sjálf­ an sig ekki hátíðlega. Með öðrum orðum hann missti aldrei húmor­ inn fyrir sjálfum sér. Það er ekki sjálf­ gefið að svo sé. Ef fólk er lengi við völd er hætta á að það fari að rugla saman eigin persónu og því embætti sem það gegnir. Það sem ég lærði af honum er að vera ekki of upptekinn af þessu öllu saman og þeim vegtyll­ um sem fylgja þeim embættum sem manni er falið að sinna. Sé ekki sólina fyrir barninu Illugi og Brynhildur kona hans eign­ uðust dóttur fyrir einu og hálfi ári, Guðrúnu Ínu. Sú stutta var búin að láta bíða lengi eftir sér og foreldrarnir nánast búnir að gefa upp alla von um að eignast barn saman. „Eins og ein­ hver sagði; það fæðist ekki bara barn, það fæðist líka pabbi. Ég játa það að ég sé ekki sólina fyrir þessu barni. Ég veit að það er klisjukennt að segja þetta en þannig er það, ég fór að hugsa með öðrum hætti þegar eign­ aðist Guðrúnu Ínu. Maður verður mýkri, það koma aðrar áhyggjur inn í líf manns en fyrst og fremst annars konar og dýpri gleði. Lífshrynjandinn breytist. Allt í einu kemur allt önnur ábyrgðartilfinning gagnvart lífinu og tilverunni. Það er á svo mörgum stig­ um sem maður breytist. Ég held að eftir því sem maður verður foreldri síðar á lífsleiðinni, því meiri verða breytingarnar. Ég man að það fór oft í taugarnar á mér þegar mamma sagði við mig: Þú skilur þetta þegar þú eignast barn – en þetta var rétt hjá henni. Maður fær aðra sýn á lífið og tilveruna við að eignast barn.“ „Blindur og sturlaður metnaður“ Illugi var kjörinn á þing 2007. Hvers vegna ákvað hann að feta þá braut? „Blindur og sturlaður metnaður,“ segir hann og skellihlær. Hugsar sig um í smástund og segir: „Þegar ég horfi til baka og yfir þær ákvarðanir sem ég hef tekið, þá miða þær flestar að þessu marki þó ég hafi kannski ekki gert mér grein fyrir því þegar þær voru teknar. Ég held að ég hafi innst inni verið búinn að taka þessa ákvörðum tiltölulega snemma að ætla í pólitík og held að ég hafi óafvit­ andi valið mig að því marki. Stjórn­ mál eru bæði skemmtileg og mikil­ væg og það er fátt sem ég get hugsað mér að sé áhugaverðara að sinna í líf­ inu. Það er stórkostlegt tækifæri að fá að sinna þingmennsku og ég tala nú ekki um ráðherraembætti.“ Sjóður 9 Ferillinn hefur ekki verið hnökralaus. Hann vék af þingi eftir að skýrsla Rannsóknarnefndar Alþingis var birt vorið 2010. Í skýrslunni er vik­ ið að starfsháttum Sjóðs 9, peninga­ markaðssjóðs sem var í eigu Glitnis og var sjóðurinn tekinn til sérstakr­ ar skoðunar í kjölfarið. „Ég taldi rétt að víkja af þingi, það voru sérstak­ ir tímar eftir hrun og mér fannst að sökum setu minnar í sjóði sem væri til skoðunar, þá væri hægt að draga allt í efa sem ég segði og gerði. Ég væri ekki einungis að eyðileggja fyr­ ir sjálfum mér heldur flokknum mín­ um líka. Á sama tíma var ég klár „Síðan hrynur heimurinn og allt fer á hvolf „Ýmist fékk ég högg í lærið eða hann sló á fingurna á mér Pólitíkin „Ég held að ég hafi innst inni verið búinn að taka þessa ákvörðum tiltölulega snemma að ætla í pólitík og held að ég hafi óaf- vitandi valið mig að því marki,“ segir Illugi Gunnarsson. MynDir Sigtryggur ari

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.