Dagblaðið Vísir - DV - 19.07.2013, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 19.07.2013, Blaðsíða 12
12 Fréttir 19.–21. júlí 2013 Helgarblað Meintur níðingur í farbanni n Til rannsóknar og sakaður um að nauðga systrum á barnsaldri H æstiréttur úrskurðaði á fimmtudag erlendan karl­ mann í áframhaldandi far­ bann vegna rannsóknar á meintum brotum hans gegn tveim­ ur stúlkum. Farbannið var staðfest af Hæsta­ rétti á þeim forsendum að maður­ inn er erlendur ríkisborgari sem á enga fjölskyldu hérlendis og sætir hann rannsókn vegna meintra kyn­ ferðisbrota. Hann er með takmörkuð tengsl við landið og því telur sýslu­ maðurinn á Akranesi að maðurinn muni flýja land. Honum er meinað að fara frá Ís­ landi á meðan á rannsókn málsins stendur, en þó ekki lengur en til 9. september næstkomandi. Mannin­ um er gert að sök að hafa misnotað tvær stúlkur sem eru systur. Hann var samkvæmt dómsorði „heimilis­ vinur“ sem gisti á heimilinu og vinur móður stúlknanna. Meint brot hans gegn yngri systurinni áttu sér stað frá upphafi árs 2008, þegar hún var 7–8 ára, og fram á mitt sumar 2012. Stúlkan sagði í viðtölum að misnotkunin hafi varað í um fimm ár, og er hann sagð­ ur hafa nauðgað henni um 27 sinn­ um á því tímabili. Brotunum lýsir stúlkan þannig að hann hafi margoft kysst hana tungu­ kossi, káfað á henni og reynt að fá hana til þess að snerta á sér kynfær­ in. Hún hafi þó alltaf komist hjá því. Oftast gerðist það þegar hún var ein heima með honum eða þegar heim­ ilisfólk var sofandi. Hún lýsir fyrsta skiptinu sem hann mun hafa nauðg­ að henni en þá var það uppi í rúmi móður hennar, sem var sofandi. Þá hafði maðurinn í fyrsta sinn samræði við stúlkuna og sagði hún að sér hafi þótt það mjög sárt, og að henni hafi blætt í marga daga á eftir. Maðurinn er einnig til rannsókn­ ar fyrir meint brot gegn systur stúlk­ unnar, sem er á táningsaldri. Það var faðir stúlknanna sem kærði mann­ inn til lögreglu. n F élagið er bara á keyrslu, endurskipulagningin hef­ ur gengið vel,“ segir Sigl­ firðingurinn Róbert Guð­ finnsson, eigandi Rauðku ehf. og fyrrverandi stjórnarformað­ ur útgerðarfyrirtækisins Þormóðs Ramma, um stöðuna á túnfiskeld­ isfyrirtækinu Umami Sustainable Seafood sem nokkuð hefur verið rætt um í fjölmiðlum síðustu daga í kjölfarið á umfjöllun norsks miðils um fyrirtækið. Stærsti hluthafi Um­ ami, Óli Valur Steindórsson, hefur misst eignarhlut sinn í fyrirtækinu vegna gjaldþrots fyrirtækis hans, Atlantis, fyrir nokkrum mánuð­ um. Óli Valur var einnig fram­ kvæmdastjóri fyrirtækisins en lét af störfum í lok síðasta árs. Umami rekur túnfiskeldi í Mexíkó og Króatíu og er um að ræða stærstu slíku starfsemi í heimi. Um 300 starfsmenn vinna hjá Um­ ami og er hlutdeild þess á bláugga­ túnfiskmarkaðnum um 20 prósent á heimsvísu. Fyrirtækið er skráð á markað í Bandaríkjunum og er heildarvelta þess um 80 milljónir dollara, nærri tíu milljarðar króna. Lánardrottnar fóru á taugum Róbert Guðfinnsson á hins vegar ennþá 15 prósenta hlut í Umami og segir að hann stýri nú fjárhagslegri endurskipulagningu Umami ásamt öðrum. „Stjórnin fékk mig til að halda utan um endurskipulagn­ inguna og ég er búinn að vera að því síðan í desember. Sá sem hefur leitt þetta heitir Tim Fitzpatrcik og er fjármálastjóri félagsins. Við höfum verið honum til halds og trausts. Nú er bara búið að endurfjármagna fyr­ irtækið upp á 65 milljónir dollara,“ segir Róbert. Hann segir að lánar­ drottnar Umami hafi farið á „taug­ um“ í lok síðasta árs og því hafi orðið að endurfjármagna fyrirtæk­ ið. Kröfuhafar Atlantis leystu til sín hlutabréf Atlantis í Umami, 62 pró­ senta hlut, vegna rekstrarerfiðleika félags Óla Vals og hann hvarf frá fyr­ irtækinu. Fall jensins Róbert segir að fall japanska jens­ ins á síðasta ári hafi komið sér mjög illa fyrir Umami þar sem allur tún­ fiskurinn sem fyrirtækið framleið­ ir sé seldur á Japansmarkað. „All­ ur túnfiskurinn er seldur til Japan þar sem hann er að mestu notaður í sashimi,“ segir Róbert sem eignað­ ist 15 prósenta hlut í Umami þegar annað túnfiskeldi í hans eigu, Baja Aqua Farms, rann inn í Umami árið 2010. Hann segir að Óli Val­ ur hafi farið of hratt í uppbyggingu félagsins. „Fyrirtækið fór bara of hratt í þessari uppbyggingu. Þegar þú byggir svona hratt upp og nærð ekki að keyra fjármögnunina upp á sama hraða þá mun eitthvað gefa sig,“ segir Róbert og bætir því við að tekjur fyrirtækisins hafi lækkað um 30 prósent út af falli jensins. Ætlar að hætta Róbert segir að hann ætli sér ekki að eiga hlutinn í Umami til langframa. Hann segist hafa verið ákveðinn að hætta í fiski en að svo hafi hann verið beðinn að koma að þessari endurskipulagningu. „Ég er að fara út úr þessu aftur, selja hlutinn. Ég var búinn að ákveða að hætta í fiski.“ Róbert sem er búsettur í Phoenix í Arizona í Bandaríkjunum auk þess sem hann býr að hluta á Siglufirði þar sem hann hefur staðið fyrir tals­ verðri uppbyggingu í ferðamanna­ bransanum og meðal annars opn­ að kaffi­ og veitingahús í bænum. „Þegar maður ætlar að hætta ein­ hverju þá er ekkert verra en að vera kallaður inn í það aftur af því maður þarf þess.“ Miðað við orð Róberts er staða Umami skikkanleg um þessar mundir þar sem félagið fékk áður­ nefnda endurfjármögnun. Umami er jafnframt ennþá, að hluta til, stýrt af Íslendingum sem halda eftir hlut í fyrirtækinu – að minnsta kosti í bili. n Róbert á enn 15% í túnfiskeldinu n Fenginn til að koma að endurskipulagningu túnfiskeldisins Umami „Ég er að fara út úr þessu aftur, selja hlutinn. Ingi Freyr Vilhjálmsson fréttastjóri skrifar ingi@dv.is Stýrir Umami Róbert Guðfinnsson stýrir Umami ásamt öðrum eftir að stærsti hluthafinn og fram- kvæmdastjórinn, Óli Valur Steindórsson, missti hlut sinn í félaginu. Umami er stærsta bláuggatún- fiskeldi í heimi. Akranes Meint brot áttu sér stað á Akranesi á fimm ára tímabili. Eingöngu inn- lendir aðilar gerðu tilboð Sex innlendir aðilar lögðu fram um­ sókn um þátttöku í forvali vegna nýs Landspítala en þær voru opn­ aðar í gær fyrir fjóra mismunandi hluta spítalans nýja; sjúkrahótel, bílastæðahús, meðferðarkjarna og rannsóknarhús. Aðilarnir sem áhuga hafa eru verkfræðistofurnar Hnit, Verkís, Mannvit og VSB auk arkitektastof­ unnar OG auk þriggja annarra hópa. Niðurstöðurnar verða kynnt­ ar eftir rúman mánuð en þeim sem komast gegnum nálaraugað gefst kostur að taka þátt í formlegum lok­ uðum útboðum í framhaldinu. Gunnar Svavarsson, stjórnarfor­ maður nýs Landspítala, segir við DV ekki óeðlilegt eða neikvætt að engir erlendir aðilar hafi séð ástæðu til að taka þátt. „Raunin er sú að íslenskar stofur eru almennt ódýrari í útboð­ um en erlendar eins og staðan hef­ ur verið og því kemur það í raun ekki á óvart. Það þarf ekki að vera neikvætt heldur því öll nauðsynleg kunnátta og færni er til staðar hér heima.“ Stjórnarformaðurinn segir held­ ur ekki neitt athugavert við að bjóða út fjóra mismunandi þætti spítalans eins og gert var í stað þess að bjóða verkið allt í heild sinni. Hann bend­ ir á að sjúkrahótel annars vegar og bílastæðahús hins vegar sé tvennt ólíkt. „Það er engin regla sem segir það að menn fái bestu niðurstöðu með að hafa hinn háttinn á [og bjóða verkið út í einu].“ Niðurstaðan hafi því verið að hafa forval um allar fjórar byggingarnar. Fjármögnun verkefnisins er enn á huldu en stjórnvöld hafa ekki látið annað í ljós en áhuga að halda verk­ efninu til streitu þrátt fyrir bágari hag ríkissjóðs en talið hefur verið. Gunnar segist engu nær sjálfur um hvernig fjármögnun verður háttað og bíða verði fjárlagafrumvarpsins til að fá svör við því hvað ríkið sjái sér fært að veita til verkefnisins. Allar niðurstöður forvalsins munu gilda í níu mánuði eftir að þær liggja fyrir en skorið verður úr um það þann 21. ágúst næstkomandi. Konurnar fundust fljótt Erlendu göngukonurnar sem leit­ að var að í Hnappadal í gær, fund­ ust eftir nokkurra klukkustunda leit. Þær reyndust vera töluvert ofar en sú staðsetning sem þær gáfu upp eða því sem næst efst í Sjónarfelli. Ekkert amaði að konunum þó þær hafi verið orðnar töluvert kald­ ar. Björgunarsveitir Slysavarnar­ félagsins Landsbjargar á Snæfells­ nesi voru kallaðar út um tvöleytið í gær. Konurnar tvær voru á gangi í norðanverðum Hnappadal og höfðu samband við Neyðarlínu þar sem þær voru villtar í þoku í fjalllendinu norðan við Hnappadal. Þær voru í símasambandi en náðu ekki áttum. Töluvert hefur verið um að björg­ unarsveitir hafi þurft að aðstoða erlenda ferðamenn í sumar, líkt og undanfarin sumur. Í kjölfarið hefur skapast nokkur umræða um gjald­ töku eða tryggingar vegna þessa.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.