Dagblaðið Vísir - DV - 19.07.2013, Blaðsíða 19

Dagblaðið Vísir - DV - 19.07.2013, Blaðsíða 19
Sport 19Helgarblað 19.–21. júlí 2013 50 verðmætustu íþróttafélögin n Lið úr NFL-deildinni raða sér á topp 20 n Knattspyrnuliðin, með Real Madrid í broddi fylkingar, eru þó verðmætust 11 Boston Red SoxVirði: 158 milljarðar krónaEigandi: John Henry og Thomas Werner Staðreynd Fenway Park, heimavöllur Boston Red Sox, komst nýlega á skrá yfir sögulega staði í Bandaríkjunum, en hann er rúmlega 100 ára gamall. Þetta gerir það að verkum að félag- ið fær veglegan skattaaf- slátt sem nemur hundruð- um milljóna á hverju ári. Eigendur félagsins, þeir Henry og Werner, eru einnig eigendur enska úr- valsdeildarfélagsins Liverpool. 12 Bayern MunchenVirði: 157,7 milljarðar krónaEigendur: Stuðningsmenn Staðreynd Bayern Munchen er óum- deilanlega besta knattspyrnufélag heims og einnig langtekjuhæsta knattspyrnulið Þýskalands. Tekjur félagsins eru tvöfalt hærri en hjá næsta liði á eftir, Borussia Dortmund. 13 Houston TexansVirði: 157,3 milljarðar krónaEigandi: Robert McNair Staðreynd Houston Tex- ans er eitt tekjuhæsta félag NFL-deildar- innar, þökk sé 200 lúxussvítum á heimavelli félags- ins. Þá eru 8.900 lúxussæti á vellin- um og saman skapar þessi lúxus, fyrir vel stæða stuðningsmenn, tæpa sex milljarða í kassann á hverju tímabili. Þá gerði félagið 30 ára samning við Reliant Energy sem metinn er á 36 milljarða króna. Heimavöllur félagsins heitir Reliant Stadi- um. 14 New York JetsVirði: 154 milljarðar krónaEigandi: Robert Wood Johnson IV Staðreynd Þó svo að NFL-félagið sé vel statt hefur engin logn- molla verið í kring- um það undanfar- in misseri. Stjóri félagsins, Mike Tannenbaum, var rekinn í vor eftir dapurt gengi. Þá var miðaverð í efstu stúkurn- ar á heimavelli félagsins, 12 þúsund sæti, lækkað um 52 prósent til að auka eftirspurn eftir miðum á völlinn. 15 Philadelphia EaglesVirði: 152 milljarðar krónaEigandi: Jeffrey Lurie Staðreynd Andy Reid hætti sem stjóri NFL-liðsins fyr- ir skemmstu eft- ir fjórtán ár við stjórnvölinn, en hann skilaði fé- laginu níu sinn- um í úrslitakeppni. Félagið hefur fjár- fest í endurbótum á heimavelli sínum þar sem sætum verður fjölgað verulega. 16 Chicago BearsVirði: 143 milljarðar krónaEigandi: McCaskey-fjölskyldan Staðreynd Bears hækkaði miða- verð á heimavöll sinn um 9,2 pró- sent á síðasta tímabili. Miða- verð á heima- völl félagsins er það fjórða hæsta í NFL-deildinni og kostar hver miði rúmar 13 þúsund krónur að meðaltali. 17 San Francisco 49ersVirði: 141 milljarður krónaEigendur: Denise DeBartolo York og John York Staðreynd Fram- kvæmdir hófust á síðasta ári við nýjan heima- völl í Santa Clara sem mun kosta hvorki meira né minna 130 millj- arða króna. Þegar völlurinn opn- ar verður hann einn tekjuhæsti íþróttaleik- vangur Bandaríkjanna. 18 Green Bay PackersVirði: 140 milljarðar krónaEigendur: Stuðningsmenn/hlutafélag Staðreynd NFL-félagið Green Bay Packers er eina stóra íþrótta- félagið í Banda- ríkjunum sem er í eigu stuðn- ingsmanna. Fé- lagið safnaði átta milljörðum króna í hlutafjárút- boði á síðasta ári og verða peningarnir nýtt- ir í endurbætur á heimavelli liðsins. 19 Baltimore RavensVirði: 139 milljarðar krónaEigandi: Stephen Bisciotti Staðreynd Baltimore Ravens vann Super Bowl í annað skipti í sögu fé- lagsins í febrúar síðastliðnum. Félagið fær 9 milljarða króna á næstu 15 árum frá M&T Bank en heimavöllur liðsins heitir einmitt M&T Bank Stadium. 20 Indianapolis ColtsVirði: 139 milljarðar krónaEigandi: James Irsay Staðreynd Indianapol- is Colts er tólfta NFL- félagið á topp 20 listanum. Colts er gríðarlega vel rekið félag og á tiltölu- lega lítinn en mjög tryggan hóp stuðn- ingsmanna. Uppselt er á flesta leiki liðsins og er heimavöllurinn langstærsta tekjulind félagsins. Næstu íþrótta- félög á eftir 21. Ferrari 22. Denver Broncos 23–24. New York Knicks 23.–24. Pittsburgh Steelers 25. Miami Dolphins 26. Carolina Panthers 27. Seattle Seahawks 28. Tampa Bay Buccaneers 29. Tennessee Titans 30. Kansas City Chiefs 31. Chicago Cubs 32. Los Angeles Lakers 33. Toronto Maple leafs 34. Cleveland Browns 35. Minnesota Vikings 36. New Orleans Saints 37. AC Milan 38. San Diego Chargers 39. Arizona Cardinals 40. Chelsea 41. Philadelphia Phillies 42. Cincinnati Bengals 43. Detroit Lions 44. Atlanta Falcons 45. New York Mets 46. Buffalo Bills 47. Chicago Bulls 48. McLaren 49. San Francisco Giants 50. Oakland Raiders Vilja tvöfalda launin hjá Bale Forsvarsmenn Tottenham eru sagðir reiðubúnir að tvöfalda laun sóknarmannsins Gareth Bale til að halda honum hjá félaginu. Bale hefur verið orðaður við Real Madrid í sumar og á miðvikudag var greint frá því að Manchester United væri að undirbúa 60 millj- óna punda tilboð í leikmanninn. Spænska dagblaðið AS greindi svo frá því á fimmtudag að Tottenham væri reiðubúið að ganga langt til að halda sínum besta manni og tryggja honum 150 þúsund pund á viku. Þá greindi AS frá því að Flor- entino Perez, forseti Real Madrid, vildi fá fund með Daniel Levy, stjórnarformanni Tottenham, til að ræða framtíð Bale en Real Madrid mun einmitt leika sinn fyrsta leik á undirbúningstímabil- inu um helgina þegar liðið mætir Bournemoth. Ferrari verður að fara að vinna Ökuþórinn Fernando Alonso seg- ir að hann og Ferrari-liðið verði að fara að vinna keppnir ætli það sér að halda í við Sebastian Vettel í baráttunni um heimsmeistaratitil- inn. Vettell, sem ekur fyrir Red Bull, er kominn með örugga forystu í baráttunni um titilinn en hann situr í efsta sæti í keppni ökuþóra með 157 stig. Fernando Alonso er í öðru sæti með 123 stig og Kimi Raikkonen hjá Lotus er þriðji með 116 stig. Næsta keppni fer fram um þar næstu helgi í Ungverjalandi og eftir það eru níu keppnir eftir. Í keppni bílaframleiðanda er Red Bull efst með 250 stig en Ferrari er í þriðja sæti með 180 stig. „Það er enn mikið eftir af mótinu og það getur allt gerst. Við þyrftum helst að vinna tvær eða þrjár keppnir í röð en í augnablikinu virðst það vera okkur ómögulegt.“ Emil orðaður við South- ampton Emil Hallfreðsson, landsliðsmað- ur í knattspyrnu, var orðaður við Southampton í ensku úrvals- deildinni í breskum fjölmiðlum á fimmtudag. Emil, sem leikið hefur með Verona á Ítalíu, undanfarin ár er sagður vera á óskalista Mauricio Pochettino, stjóra Southampton, sem tók við stjórn liðsins í vetur. Emil er 29 ára en hann var á mála hjá Tottenham frá 2005 til 2007 en hann hefur leikið með Verona síð- an 2011 við góðan orðstír. South- ampton hefur þegar fengið til sín miðjumanninn Victor Vanyama frá Glasgow Celtic og varnarmanninn Dejan Lovren frá Lyon.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.