Dagblaðið Vísir - DV - 19.07.2013, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 19.07.2013, Blaðsíða 13
Fréttir 13Helgarblað 19.–21. júlí 2013 M akríldeilan hefur náð hæstu hæðum á ný eft- ir að veiðar Íslendinga og Færeyinga á makríl hófust í sumar. Deilan er á milli Íslendinga og Færeyinga annars vegar og Norðmanna og Evrópu- sambandsins hins vegar og snýst um hlutdeild í heildarkvóta á makríl í Norður-Atlantshafi. Maria Damanaki sjávarútvegs- stjóri Evrópusambandsins hefur gef- ið út að Íslendingar og Færeyingar verði beittir þvingunaraðgerðum þar sem samningaleiðin hafi verið reynd til þrautar og samningsvilji þjóð- anna sé enginn. Þessari fullyrðingu Damanaki ásamt ítrekuðum full- yrðingum sambandsins um lítinn samningsvilja Íslendinga hefur verið mótmælt harðlega enda hefur samn- inganefnd á vegum Sjávarútvegs- ráðuneytisins margsinnis óskað eft- ir því að setjast að samningaborðinu. Stendur það boð ennþá. Ljóst að að gríðarlegir hagsmun- ir eru í húfi fyrir Ísland því heildar- tekjur vegna makrílveiða undanfarin ár hafa verið á bilinu 20–30 milljarð- ar króna. Víðtækar viðskiptaþvinganir „Viðskiptaþvinganirnar geta ver- ið nokkuð víðtækar en við teljum þær hins vegar allar ólöglegar að því undanskildu að banna löndun úr mak- rílskipum,“ segir Sigurgeir Þorgeirsson aðalsamningamaður Íslands í mak- ríldeilunni. „Annað samræmist ekki samningum Alþjóðaviðskiptastofn- unarinnar, WTO, og EES-samningn- um. Við höfum enga vitneskju um hverjar aðgerðirnar kunna að verða að öðru leyti en reglugerð nr. 1026/2012 sem sett var í september á síðasta ári,“ en sú reglugerð býr til lagalegan grunn fyrir ESB til þess að beita ríki sem stunda ósjálfbær- ar veiðar á stofnum sem ESB hefur einnig löglega hagsmuni af, refsiað- gerðum. „Þetta getur verið allt frá því að banna innflutning á umræddri tegund yfir í að banna flutning á vör- um um ESB, banna innflutning á til- teknum vörum frá ESB til Íslands, bann á veiðum innan ESB og bann á löndun afla svo eitthvað sé nefnt. Samkvæmt því sem fram kom hjá Damanaki á nýlegum fundi með ráð- herrum sambandsins er reiknað með að framkvæmdarstjórnin sendi okk- ur tilkynningu fyrir lok þessa mánað- ar um að aðgerðir séu fyrirhugað- ar. En þess er þó ekki að vænta að í þeirri tilkynningu komi fram hvers eðlis aðgerðirnar kunni að verða. Milljarðar í húfi „Útflutningstekjur af makrílafurðum hafa verið í kringum 25 milljarðar á ári að meðaltali undanfarin ár og því ljóst að um mikla hagsmuni er að ræða fyrir íslensku þjóðina,“ segir Sigurgeir. Til samanburðar má nefna að samkvæmt skýrslu Hagstofunn- ar um útflutningsverðmæti sjávar- afurða árið 2011 og 2012 voru út- flutningsverðmæti makríls rúmir 24 milljarðar árið 2011. Það er svipað og útflutningsverðmæti fyrir síld það ár og tæplega þriðjungur af útflutnings- verðmætum fyrir þorsk sem voru 77 milljarðar og er lang mikilvægasta útflutningstegund Íslendinga. Hér er um að ræða verðmæti afurða en ekki annan þjóðhagslegan ávinning sem fæst af veiðum og vinnslu. Því er enn meira í húfi en bara þessar tölur ein- ar og sér segja til um. Þyngist um 50 prósent við Ísland Sigurgeir segir þó hagsmunina ekki aðeins snúa að þeim verðmæt- um sem makrílveiðar skapi heldur einnig þá miklu samkeppni sem auk- in makrílgengd veitir öðrum tegund- um sem fyrir eru í íslenskri lögsögu. „Samkvæmt rannsóknum sem hafa verið framkvæmdar á undan- förnum árum var áætlað að um 1,1 milljón tonn af makríl hafi gengið í íslenska lögsögu árin 2010 og 2011. Magnið hafi verið um 1,5 milljón tonn árið 2012 en samkvæmt mæl- ingum er þessi makríll að þyngjast um allt að 50 prósent á þeim mánuð- um sem hann er hér.“ Út frá þessum tölum hefur verið reiknað að makríll sé að éta allt að þrjár milljónir tonna yfir sumartímann við Ísland. „Makr- íllinn er því í beinni samkeppni við aðrar tegundir hér og eru þetta okk- ar helstu rök í samningsferlinu,“ en hann segir ljóst að svo veigamikið inngrip í vistkerfið hafi áhrif á aðrar tegundir. Langt í land Mikið ber í milli um hversu stóran hlut Íslendingar og Færeyingar eigi að fá af heildarkvóta en Íslendingar hafa farið fram á um 15–16 pró- sent en hefur hingað til verið boð- ið um 7–8 prósent. Þessar tölur eru þó ekki staðfestar enda hefur samn- inganefnd Íslands ákveðið að nefna engar fastar tölur í þessu samhengi. Án efa munu þessar tölur sveiflast nokkuð en eftir því sem DV kemst næst þá munar um 5 prósentum á milli þess sem Íslendingar hafa boð- ið lægst og Evrópusambandið og Norðmenn hæst. „Eins og staðan er núna eru Nor- egur og ESB með samkomulag sín á milli um skiptingu makrílkvóta sem er þannig að Evrópusambandið fær rúm 68 prósent en Noregur rúm 31 prósent,“ segir Sigurgeir. „Fyrir hvert prósentustig sem við fengjum myndi hlutdeildin því lækka um 0,6 hjá Evrópusambandinu og 0,3 hjá Noregi.“ Færeyingar hafa hingað til gert hliðstæðar kröfur og Íslendingar, þrátt fyrir að meira magn af makríl gangi í íslenska lögsögu og að hún sé umtalsvert stærri. Þegar kemur að því að ákveða makrílkvóta hafa Færeyingar yfirleitt verið með ör- lítið hærri tölu en Íslendingar. Í ár er makrílkvóti Íslendinga um 124.000 tonn og var hann lækkaður um 15 prósent frá fyrra ári í samræmi við ráðleggingar Alþjóða hafrannsókna- ráðsins ICES. „Það er ekki um það deilt að veið- ar okkar eru fullkomlega löglegar,“ segir Sigurgeir að lokum. n n Víðtækum þvingunum gæti verið beitt n Íslendingar vilja semja þrátt fyrir ásakanir um annað„Þetta getur ver- ið allt frá því að banna innflutning á um- ræddri tegund yfir í að banna flutning á vörum um ESB. Ásgeir Jónsson blaðamaður skrifar asgeir@dv.is Gríðarlegir hagsmunir í húfi fyrir Íslendinga Sigurgeir Þorgeirsson Aðalsamninga- maður Íslands í makríldeilunni. Maria Damanaki Reglugerðin sem ESB mun byggja aðgerðir sínar á veita víðtækar heimildir til viðskiptaþvingana gegn Íslandi. Makrílgöngur við Ísland Til eru skráðar heimildir um makríl við strendur Íslands allt aftur til 1934. Makríll við Ísland 1930 Þó svo að Íslendingar hafi einungis hafið skipulegar veiðar á makríl fyrir fáeinum árum er ljóst að makríll hefur gengið upp að ströndum landsins um langt skeið. Hann hefur lengi verið meðafli en til eru heimildir langt aftur um að hann hafi gengið hingað í tölu- verðu magni á hlýrri tímabilum. n Í skýrslu Dr. Bjarna Sæmundssonar frá árinu 1934, sem fjallar um hlýnun sjávar við Íslands og áhrif þess, kemur makríll meðal annars við sögu: „Það er regla að makríll er hér tíður gestur í flóum Íslands fyrir sumartímann, með fáum undantekningum. Árið 1928 veiddist þó nokkuð magn í nót í Skagafirði. 8 stykki veiddust í síldarnet í Eyjafirði í september 1929 og sumarið 1930 veiddist mikið magn, nokkrar tunnur, í einu kasti með síldarnót í Mjóafirði ... Ég reikna með að aukið magn þessa fisks, sem annars er sjaldgæfur hér, sé aðallega vegna hækkandi hitastigs sjávar.“ n Í skýrslu Árna Friðrikssonar frá 1949 um breytingar á tegunda- samsetningu sjávardýra við Ísland vegna hlýnunar er einnig minnst á makríl: „Þessi tegund (innskot: makríll) hefur verið óvenjulega algengur sumarið 1944 ... mikið magn var veitt í nót í Ísafjarðardjúpi og enn meira við Norðurströndina þar sem 450 var landað á einum degi, 1164 annan dag og torfur sáust í yfirborði sjávar.“ Makríldeilan í hnotskurn 1 Um 5 prósent af heildarkvóta ber í milli hæsta og lægsta boðs Íslands og ESB. 2 ESB hótar viðskiptaþvingun-um samkvæmt reglugerð nr. 1026/2012 sem Íslendingar telja allar nema eina, brjóta í bága við samninga WTO og EES. 3 Þvinganirnar gætu verið mjög víðtækar en reglugerðin veitir mikið rými til túlkunar. Dæmi: n Bann á flutningi makríls til ESB n Bann á flutningi vöru um ESB n Bann á flutningi tengdra tegunda til ESB n Bann á flutningi vöru, svo sem veiðar- færum, frá ESB til Íslands n Bann við að landa makríl í ESB n Bann við að veiða innan ESB og öfugt 4 ESB sakar Ísland um lítinn vilja til samninga þrátt fyrir ítrekuð boð Íslands um að setjast að samninga- borðinu. 5 Gríðarlegir hagsmunir eru í húfi fyrir Ísland. 6 Makríll þyngist um 50 prósent í íslenskri lögsögu. 7 Makríllinn étur um 3 milljónir tonna á sumri. 8 Veiðar Íslands löglegar.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.