Dagblaðið Vísir - DV - 19.07.2013, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 19.07.2013, Blaðsíða 18
18 Sport 19.–21. júlí 2013 Helgarblað 50 verðmætustu íþróttafélögin n Lið úr NFL-deildinni raða sér á topp 20 n Knattspyrnuliðin, með Real Madrid í broddi fylkingar, eru þó verðmætust R eal Madrid er verðmætasta íþróttafélag heims. Þetta kemur fram í niðurstöðum bandaríska blaðsins Forbes sem birti niður- stöður sínar yfir 50 verðmætustu íþrótta- félög heims í vikunni. Það kemur kannski ekki mikið á óvart að knattspyrnustórveldið frá Madrid sé verðmætast, enda er félagið það sigur- sælasta í vinsælustu íþrótt heims. Félagið er nú metið á 3,3 milljarða Bandaríkjadala, 397 milljarða króna. Næsta íþróttafélag á listanum er Manchester United en félagið er metið á 3,17 milljarða dala, 382 milljarða króna. Það sem vekur þó athygli er hversu vel stæð félögin í bandarísku NFL-deildinni eru en á topp 20 listanum eru hvorki fleiri né færri en tólf NFL-lið. Hér að neðan má sjá umfjöllun um 20 verðmætustu íþróttafélög heims í heild sinni. einar@dv.is 1 Real MadridVirði: 397 milljarðar krónaEigendur: Félagsmenn Staðreynd Real Madrid endaði í 2. sæti spænsku úr- valsdeildarinnar í vor og 2. sæti í spænska Konungs- bikarnum. Þeir náðu þó að vinna einn stóran titil á árinu og hirtu hann úr höndum Manchester United – titilinn verðmætasta íþróttafélag heims. Mikil aukning í tekjum félagsins tímabilið 2011 til 2012 er helsta ástæða þess að þeir skjótast á toppinn þetta árið. Félagið landaði góðum auglýsingasamningum við Adidas og Emirates Airlines sem skila félaginu 10 milljörðum króna í kassann á hverju ári. 2 Manchester UnitedVirði: 382 milljarðar krónaEigendur: Glazer-fjölskyldan Staðreynd Sir Alex Fergu- son, knattspyrnu- stjóri United, hætti í vor eftir tæp 27 ár við stjórnvölinn og kvaddi á góðum nótum með úrvals- deildartitli. Sir Alex á stóran þátt í mikilli uppbyggingu United undanfarin ár sem fyrir löngu er búið að festa sig í sessi sem eitt verðmætasta íþróttafélag heims. Fé- lagið landaði nýlega stórum auglýsingasamningi við bílarisann General Motors sem mun skila félaginu 67 milljörðum króna í tekjur yfir sjö ára tímabil. 3 BarcelonaVirði: 313 milljarðar krónaEigendur: Félagsmenn Staðreynd Barcelona er þriðja knattspyrnu- liðið á topp þrem- ur. Félagið framleið- ir unga og efnilega knattspyrnumenn á færibandi og það hafa svo sannarlega mörg lið not- ið góðs af því. Liðið er það sigursælasta í Evrópu undanfarinn áratug; það hefur unnið spænsku deildina sex sinnum og Meistaradeild Evrópu þrisvar á síðustu 10 árum. Liðið fjárfesti í einum efnilegasta leikmanni heims í sumar, Brasilíu- manninum Neymar. Þá gerði félagið treyjusamn- ing við Qatar Sports Investment sem metinn er á 4,6 milljarða króna á ári næstu þrjú árin. 4 New York YankeesVirði: 277 milljarðar krónaEigendur: Steinbrenner-fjölskyldan Staðreynd New York Yankees er langverð- mætasta hafnarbolta- félag heims og einnig það félag sem á flesta stuðningsmenn. Fé- lagið hefur tekjur víða en mestu munar þó um sterka sjónvarpssamn- inga sem félagið hefur gert á undanförnum árum. Þá flutti liðið á nýjan heimavöll árið 2009 sem tekur 50 þúsund manns í sæti og eru bestu sætin langt frá því að vera ókeypis. 5 Dallas CowboysVirði: 253 milljarðar krónaEigandi: Jerry Jones Staðreynd Kúrek- arnir frá Dallas hafa verið verðmætasta félagið í bandarísku NFL-deildinni síð- an árið 2007. Félagið er eitt það vinsælasta í NFL-deildinni í Banda- ríkjunum en gengi þess hef- ur þó ekki verið upp á marga fiska á undanförn- um árum. Ástæða þess að félagið er svo ofarlega er meðal annars sú að sæti á heimavöll liðsins, Cowboys Stadium, eru með þeim dýrustu sem þekkjast. Þá hefur Jerry Jones landað mjög góðum auglýsingasamningum sem skapa félaginu mikl- ar tekjur. 6 New England PatriotsVirði: 197 milljarðar krónaEigandi: Robert Kraft Staðreynd New England Patriots á sér tryggan aðdáendahóp og til marks um það hefur verið uppselt á hvern einasta heimaleik liðsins síðan félagið flutti á nýjan heimavöll, Gillette Stadium, árið 2002. Þá eru yfir 60 þúsund manns á biðlista eftir ársmiðum. 7 Los Angeles DodgersVirði: 195 milljarðar krónaEigandi: Guggenheim Baseball Staðreynd Hafnarbolta- félagið Los Angeles Dodgers er eitt best rekna íþróttafélag heims. Félagið er nálægt því að landa ótrúlegum 25 ára samningi við Time Warner Cable um sjónvarpsrétt af leikj- um liðsins, sem gæti skilað félaginu yfir þúsund milljörðum íslenskra króna. 8 Washington RedskinsVirði: 193 milljarðar krónaEigandi: Daniel Snyder Staðreynd Redskins hef- ur þrisvar unnið Super Bowl en það gerðist síð- ast árið 1991. Í liðinu er þó ein skærasta stjarna NFL-deildarinnar, Ro- bert Griffin, og seljast treyjur með nafninu hans að aftan, hraðar en treyj- ur nokkurs annars leikmanns deildarinnar. 9 New York GiantsVirði: 177 milljarðar krónaEigendur: John Mara og Steven Tisch Staðreynd New York Giants hefur átt góðu gengi að fagna á undanförnum árum og unnið Super Bowl tvisvar á síðustu fimm árum. Félag- ið fær miklar tekjur frá tryggingafélaginu MetLife en leikvöllur liðsins, sem það deil- ir með grönnum sínum í Jets, heitir MetLife Stadium. 10 ArsenalVirði: 160 milljarðar krónaEigandi: Arsenal Holdings plc Staðreynd Þó að mörg ár séu liðin síðan Arsenal vann titil hefur það ávallt verið í hópi efstu liða ensku úrvalsdeildar- innar undan- farin tímabil. Fá knattspyrn- ufélög fá jafn miklar tekjur af heimavelli sínum og Arsenal, Emirates Stadium. Samkvæmt úttekt Forbes námu tekjur Arsenal af hverjum og einum heimaleik tímabilið 2011/12, átján milljörðum króna að meðaltali. Aníta örugg Nýkrýndur heimsmeistari 17 ára og yngri í 800 metra hlaupi, Aníta Hinriksdóttir, tryggði sér í dag sæti í úrslitum 800 metra hlaups- ins á Evrópumeistaramóti 19 ára og yngri. Mótið fer fram á Ítalíu en Aníta var með besta tíma allra keppenda í undanúrslitum. Aníta hljóp á 2:02,62 mínútum og var lang fyrst í sínum riðli en Ís- landsmet hennar er 2:00,49. Aníta var með mikla yfirburði í hlaupinu hljóp fyrri hringinn mjög hratt eða á 57,81 sekúndu. Aníta á besta skráða tímann af keppendum í 800 metra hlaup- inu. Úrslitin fara fram á laugardag kl. 15:15. Aníta var í viðtali á heima- síðu mótsins en þar sagðist heimsmeistarinn ungi ætla að setja mun meiri kraft í úrslita- hlaupið. Misjafnt gengi KR, Breiðablik og ÍBV spiluðu öll Evrópuleiki á fimmtudagskvöld. KR tapaði 1–3 á móti belgíska liðinu Standard Liege í 2. umferð Evrópudeildar UEFA. KR komst í 1–0 með marki Kjartans Henry Finnbogasonar en belgarnir skor- uðu þrívegis og unnu sannfær- andi sigur í fyrri leik liðanna. ÍBV tapaði 2–0 í Belgrad í fyrri leik sín- um við Rauðu stjörnuna í 2. um- ferð forkeppni Evrópudeildarinn- ar. Hermann Hreiðarsson, þjálfari ÍBV, var í byrjunarliði liðsins en fór af velli 20 mínútum fyrir leikslok. Þá gerðu Breiðablik og austurríska liðið Sturm Graz 0–0 jafntefli í fyrri leik liðanna í 2. umferð forkeppni Evrópudeildarinnar. Leikurinn fór fram í Kópavogi. Réðst á hlutkesti Ísland mætir Svíþjóð í 8 liða úrslit- um á Evrópumótinu í knattspyrnu í Svíþjóð. Það réðst á hlutkesti á fimmtudagskvöld hvaða lið yrði mótherji Íslands. Þetta var ljóst eftir að Frakkland vann Eng- land 3:0 og Spánn og Rússland gerðu jafntefli, 1:1, í lokaleikjum C-riðilsins. Því þurfti hlutkesti á milli Dana og Rússa en svo fór að heppnin var með Dönum og því mæta Íslendingar Svíum í 8 liða úrslitunum. Leikurinn er á sunnu- dag klukkan 13:00 og verður sýnd- ur beint á RÚV.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.