Dagblaðið Vísir - DV - 19.07.2013, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 19.07.2013, Blaðsíða 24
á því að ég hefði ekki gert neitt rangt sem gerði það að verkum að ég ætti að hætta alfarið í pólitík. Mitt mat var því að ég ætti að víkja til hliðar á meðan málin væru að skýrast,“ seg­ ir hann alvarlegur í bragði. Ég spyr hann hvort hann hafi ekki óttast á þessum tímapunkti að ferli hans væri lokið. „Ég óttaðist það ekki en ég vissi þó að svo gæti farið. Ég vissi að ef ferlinum væri að ljúka þá færi ég bara að gera eitthvað annað. Það tók mig sólarhring að taka ákvörðunina um að stíga til hliðar. Ég var úti í Nor­ egi á fundi Norðurlandaráðs þegar skýrslan kom. Þegar ég kom heim skoðaði ég hana og velti vöngum. Ráðgaðist við fáa, vissi að vinir mínir myndu ráðleggja mér að fara hvergi og ætlaði ekki að standa í þrasi við þá. Held raunar að ég hafi einungis rætt þetta við tvo vini mína og fékk sama ráðið frá báðum; að ég ætti ekki að fara vegna þeirrar hættu að ég ætti ekki afturkvæmt. Ákvörðunin um að víkja var því algerlega mín.“ Undarlegir tímar Illugi var í launalausu leyfi frá þing­ inu í 18 mánuði. Þetta voru undar­ legir tímar. Hann gat ekki ráðið sig í fasta vinnu því hann vissi ekki hversu lengi Sjóður 9 yrði til skoðunar og hvenær eða hvort hann sneri aftur á þing. Hann greip því í ýmis verkefni enda segir hann að honum hafi ekki verið nein vorkunn að útvega sér eitt­ hvað að gera með þá menntun sem hann hefur. Hann tók að sér að þýða skýrslu úr íslensku yfir á ensku, hann hélt fyrirlestra um efnahagsmál, vann fyrir almannatengslafyrirtæki og tók að sér ýmis ráðgjafastörf, eink­ um erlendis. En þar kom að málinu lauk. Á Alþingi kom fram fyrirspurn um hvort einhverjir peningar hefðu verið teknir frá ríkinu til að leysa mál Sjóðs 9. Steingrímur J. Sigfús­ son sem þá var fjármálaráðherra var til svara og neitaði að svo hefði ver­ ið. „Það skipti mig miklu máli að það kæmi fram að almannafé hefði ekki verið notað til að leysa þetta mál, en því var oft ranglega haldið fram. Hitt var, að það var reynt að höfða skaða­ bótamál á grundvelli þess sem kom fram í skýrslunni um Sjóð 9. Það mál hrundi allt og var dregið til baka og það sem ekki var dregið til baka, því var vísað frá. Auk þessa hafði Aðal­ steinn Jónsson hæstaréttarlögmað­ ur unnið álitsgerð þar sem farið var yfir þá þætti sem komu fram í skýrslu rannsóknarnefndarinnar. Hans niður staða var sú að stjórn sjóðs­ ins bæri hvorki refsi­ né skaðabóta­ ábyrgð í málinu. Þegar þetta lá allt fyrir fannst mér að málin hefðu skýrst nægilega til að ég gæti snúið aftur til minna fyrri starfa á þingi.“ Af hverju ég „Þetta var bölvað högg. Mótlæti sem hver og einn verður fyrir, reynir á hvaða mann fólk hefur að geyma og hvernig það bregst við þeim áföllum sem það verður fyrir. Þegar ég settist í stjórn Sjóðs 9, hugsaði ég með mér að það væri gott eftirlit með sjóðn­ um af hálfu Fjármálaeftirlitsins, þeir væru skráðir í Kauphöll Íslands auk þess sem Seðlabankinn fylgdist með. Þetta væri gegnsætt kerfi og hlut­ verk stjórnar sjóðsins var ekki að taka ákvarðanir um einstakar fjár­ festingar, heldur meðal annars að fylgjast með því að fjárfestingastefnu væri fylgt og að allt væri samkvæmt röð og reglu. Ég taldi því í ljósi þessa að mér væri óhætt að sitja í þessari stjórn. En síðan hrynur heimurinn og allt fer á hvolf. Það tóku við margir mánuðir þar sem lífið snérist um að vinna sig úr þessu máli og klára það. Þetta var ekki skemmtilegur tími, auðvitað hugsaði maður með sjálf­ um sér hvernig í ósköpunum gat staðið á því að maður væri komin í svona stöðu. Hvernig mátti það vera. Ég hefði að sjálfsögðu viljað vera laus við þetta og það segir sig sjálft að ég hef örugglega ekki grætt á þessu póli­ tískt, þetta mál á alltaf eftir að fylgja manni. En við því er ekkert að gera og það sem ég get örugglega sagt er að ég hafi lært af þessari reynslu.“ Jónas Fr. hæfur Nýr kafli í lífsbók Illuga hófst í maí þegar hann varð mennta­ og menn­ ingarmálaráðherra. Hann var hepp­ inn, fékk það ráðuneyti sem hann vildi helst. Mörgum brá í brún þegar eitt hans fyrsta verk var að skipa flokksbræður sína og vini í stjórn Lánasjóðs íslenskra námsmanna ekki síst vakti úlfúð þegar hann skip­ aði Jónas Fr. Jónsson fyrrverandi formann Fjármálaeftirlitsins sem stjórnarformann. „Það er löng hefð fyrir því að ráðherra setji sína trúnaðarmenn í stjórn LÍN, ráðherra ber jú ábyrgð á málaflokknum og velur sér fólk til þess að fylgja eftir áherslum hans og ríkisstjórnarinnar. Þetta gerði for­ veri minn Katrín Jakobsdóttir. Hún rak raunar þá sem voru í stjórninni þegar hún varð ráðherra og skip­ aði sína trúnaðarmenn. Mér fannst það ekki óeðlileg aðgerð hjá henni á þeim tíma. Skipunartími stjórn­ arinnar var liðinn þegar ég kom í ráðuneytið og því eðlilegt að skipa nýtt fólk. Ég hef síðan mín rök fyr­ ir því að skipa Jónas. Í fyrsta lagi þá hefur fámenn þjóð ekki efni á því að halda hæfileikaríku, reynslumiklu og menntuðu fólki frá því að taka þátt í þjóðlífinu. Jónas hefur mikla reynslu og sennilega er leitun að manni sem hefur velt því jafn mikið fyrir sér og hann, hvers vegna bankahrunið varð. Við erum alltaf að tala um að læra af þessum atburðum og því spyr ég: Er þá ekki rétt að nýta þessa einstaklinga sem voru í hringiðunni og hafa þurft að horfast í augu við þetta. Í öðru lagi eru engin dómsmál í gangi gegn honum. Hann hefur ekki verið kærður fyrir nokkurn skapaðan hlut. Hann er síðan fyrrverandi for­ maður Stúdentaráðs og því þekkir hann starfsemi LÍN vel, þó margt hafi breyst þar innanbúðar frá því Jónas var talsmaður stúdenta. Hann hef­ ur því allt til að bera, til að geta sinnt þessu starfi. Ég vissi alveg að það myndu einhverjir reyna að gera þetta tortryggilegt. Ég gekk ekki að því gruflandi en ég horfði bara á hæfni hans og til þess að ég gæti treyst hon­ um og því skipaði ég hann.“ Útvarpsgjaldið verður ekki hækkað Illugi vakti líka upp miklar deilur þegar hann fékk samþykkta á Alþingi nýja skipan í stjórn RÚV en fulltrúar í RÚV eru nú kosnir hlutfallskosningu á Alþingi. „Mér finnst eðlilegra að kjörnir fulltrúar þjóðarinnar á Alþingi kjósi í stjórn Ríkisútvarpsins, því kjörnir fulltrúar bera ábyrgð gagnvart kjós­ endum. Ég á ekki von á að ég geri fleiri breytingar á lögunum um Ríkis­ útvarpið. Það er nýlega búið að sam­ þykkja lög um stofnunina og það er margt ágætt í þeim.“ RÚV hefur löngum talið að það fengi ekki nægt fjármagn til rekst­ ursins þrátt fyrir að það fái sérstakt útvarpsgjald sem nemur nú 18.800 krónum og er lagt á alla landsmenn á aldrinum 16–69 ára. Það er líka á auglýsingamarkaði og keppir þar við fjölmiðla sem þurfa að treysta á aug­ lýsingatekjur til að geta staðið undir starfsemi sinni. „Það kemur ekki til greina að hækka útvarpsgjaldið, ríkisútvarpið verður að búa við það fjármagn sem það hefur. Ég skil vel umræðuna um að taka Ríkisútvarpið af auglýsinga­ markaði. Það skekkir augljóslega stöðu annarra fjölmiðlafyrirtækja að Ríkis útvarpið fái bæði fé frá almenn­ ingi og auglýsingatekjur. Það verð­ ur þó að skoða ljósvakamarkaðinn í heild sinni, meðal annars út frá sjón­ arhóli þeirra sem auglýsa. Svo verðum við að hafa í huga að eitt er lagalegt umhverfi Ríkisút­ varpsins og hitt er hvernig fjölmiðla­ umhverfið er að breytast vegna tæknibreytinga. Ég held að það skipti verulegu máli fyrir rekstur Ríkisút­ varpsins að það skynji þetta breytta umhverfi sem hefur orðið vegna tæknibreytinga. Það er löngu liðin tíð að fólk almennt sitji og bíði eftir frétt­ um eða þáttum í sjónvarpinu. Stóra verkefni Ríkisútvarpsins er að bregð­ ast við þessum breytingum. Rökin fyrir tilvist RÚV eru að það geri eitthvað sem markaðurinn gerir ekki eins vel, sinni meðal annars al­ veg sérstaklega innlendri dagskrár­ gerð. Mér finnst til dæmis að Stöð 2 hafi staðið sig betur í framleiðslu á ís­ lensku skemmtiefni en Ríkisútvarp­ ið, þó ég viti að hægt sé að deila um hvað flokkist undir innlenda dag­ skrárgerð og hvað ekki. Meginhlut­ verk Ríkisútvarpsins er þó að sinna sögu, menningu og listum þjóðar­ innar, vera vettvangur þjóðmála­ umræðu og tryggja hlutlausan og vandaðan fréttaflutning. Það hlýtur að vera burðarvirki þess til framtíðar. Hef eignast sálufélaga Nýlega birtist í Fréttablaðinu við­ tal við Maríu Rut Kristinsdóttur for­ mann stúdentaráðs. Í viðtalinu seg­ ir hún frá því þegar Illugi hjálpaði henni þegar hún steig fram og sagði frá kynferðisofbeldi sem hún var beitt af fósturföður sínum. Í viðtalinu dregur hún upp sterka mynd af Illuga sem góðum vini og allt að því fóstur­ föður sínum. Það liggur því beinast við að spyrja hvort hann leggi mikið upp úr vináttunni. „Ég á ekki marga vini en ég á mjög góða vini. Ég myndi vilja hitta þá oftar en ég geri. Góð vinátta byggist þó á því að það sé eins og menn hafi hist í gær, þótt langur tími líði milli vinafunda. Ég hef eignast sálufélaga og vini sem duga mér fyrir lífstíð og lít á mig sem gæfumann í þeim efnum. Ég held reyndar að það sé svolítið erfitt að eiga mjög marga, mjög nána vini. En ég á góða vini sem ég hef getað leitað til og fengið ráð hjá. Það nær til dæmis enginn árangri í stjórnmál­ um nema hafa að baki sér góða vini sem eru reiðubúnir að hjálpa, segja það sem þeim finnst og gagnrýna á uppbyggilegan og sanngjarnan hátt. Hvað Maríu Rut mína varðar þá er hún um margt einstök, afskaplega vel gerð manneskja og góður vinur. Lífs­ hlaup hennar er áminning um mikil­ vægi þess að gefast ekki upp þó á móti blási, standa með sjálfum sér og vera sannur í því sem maður gerir. Ég veit að hún mun veita mér mikið aðhald sem formaður SHÍ og sennilega fæ , ef eitthvað er, verri meðferð frá henni fyrir vikið. Hún var kosin af þúsund­ um stúdenta uppi í Háskóla. Hún ber mikla ábyrgð gagnvart kjósendum sínum og ég veit að hún mun sinna henni óháð okkar tengslum. Okkur mun hins vegar þykja jafnvænt um hvort annað og áður, þó í odda kunni að skerast á hinu opinbera sviði.“ Skammtímaráðning ráðherra Illugi eins aðrir ráðherrar eru með skammtímaráðningu, að fjórum árum liðnum leggur hann störf sín í dóm kjósenda. Hverju vill hann áorka næstu fjögur árin. „Ég vil reyna að stytta nám til stúd­ entsprófs. Við erum eina þjóðin innan OECD þar sem það tekur 14 ár frá upp­ hafi skólagöngu þar til ungmenni ljúka stúdentsprófi. Hjá öllum öðrum þjóð­ um innan OECD tekur þetta ferli 12 til 13 ár. Þeir sem eru á móti því að stytta nám til stúdentspróf verða að útskýra með sannfærandi hætti hvers vegna við eigum ein þjóða að nota 14 ár þegar aðrir nota 12 til 13 ár. Þessir umræða snýst ekki um að draga úr menntun eins og sumir vilja halda fram, heldur snýst hún um að nýta betur það fjár­ magn sem við notum í menntun og gera ungu fólki á Íslandi mögulegt að mennta sig meira og betur áður en haldið er út á vinnumarkaðinn. Við erum í hópi þeirra þjóða sem verja mestum fjármunum til grunn­ skólans og eigum að ná árangri í sam­ ræmi við það. Það er engin afsökun fyrir því að við séum ekki að ná af­ burða námsárangri í grunnskólun­ um og að við séum fyrirmynd annarra þjóða á því sviði. Stytting náms til stúdentsprófs snýst fyrst og fremst um að nýta betur tíma ungmenna og auka þar með möguleika þeirra til að standa sig í þeirri samkeppni sem bíður þeirra síðar á lífsleiðinni. Ég geri mér alveg grein fyrir því að það er ekki auðvelt að gera breytingar á skólakerfinu. Það eru margs kon­ ar hagsmunir í þessum málum en á endanum eru það hagsmunir nem­ endanna og þjóðarinnar sem verða að ráða í þessum efnum,“ segir hann alvarlegur á svip. n 24 Fólk 19.–21. júlí 2013 Helgarblað„Tilvera þorpsins fylltist af myrkri á einni nóttu Píanóleikarinn „Ég geri mér fulla grein fyrir því hvað þarf til að vera góður píanóleikari. Ég hef ekki það sem til þarf. Mig skortir hæfileika.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.