Dagblaðið Vísir - DV - 19.07.2013, Blaðsíða 27

Dagblaðið Vísir - DV - 19.07.2013, Blaðsíða 27
Fólk 27Helgarblað 19.–21. júlí 2013 mínu. Ég hékk samt alltaf inni, mætti alltaf til vinnu og gekk vel á blaði; kláraði allt nám sem ég fór í, skil­ aði af mér öllum verkefnum og vann fullt af verðlaunum í Kanada fyr­ ir „trailera“ sem ég gerði fyrir bíó­ myndir. Þannig að auðvitað var mað­ ur í afneitun gagnvart því að maður ætti við áfengis vandamál að stríða og í Kanada er alkóhólisminn skil­ greindur öðruvísi en hér heima.“ Mikið áfall „Það sem rak svo endahnútinn á þetta í lokin var að pabbi dó að­ eins 63 ára gamall. Hann var alkó­ hólisti og dó óbeint vegna langvar­ andi notkunar á áfengi og tóbaki. Læknirinn sem krufði pabba sagði að hjartað í honum hefði verið það stórt að það hefði varla passað lengur í brjóstholið. Það var vegna langvarandi neyslu og hann hefði líklega ekki einu sinni þolað hjarta­ þræðingu. Þetta var í desember 2008 og var ákveðið áfall. Svo var ég einn að ganga frá búinu hans og í kjölfarið á því fór ég í mikla sjálfsskoðun. Það var þá sem ég hugsaði: „Ókei, þetta er orðið gott. Nú verð ég að hætta“.“ Þetta var þó ekki í fyrsta sinn sem Marteinn missti náinn ættingja, því þann 1. febrúar 1992 lést bróðir hans, Björgvin Elís, aðeins 18 ára gamall. „Hann dó í bílslysi þegar ég var í kvikmyndaskólanum úti í Kanada. Þá var ég 24 ára og á þriðja ári í skólanum. Við vorum mjög nánir og dauðsfallið var mikið áfall fyrir bæði mig og fjölskylduna. Þetta var rosalegt högg og það tók mig langan tíma að vinna úr því og stundum veit ég ekki hvort ég sé nokkuð bú­ inn að því.“ Ást við fyrstu sýn Marteinn er kvæntur Guðrúnu Evu Mínervudóttur, rithöfundi, og saman eiga þau tæplega tveggja ára gamla dóttur sem heitir í höfuðið á langa­ langömmu og móðurömmu sinni, Mínervu. „Við kynntumst þegar ég fór að heimsækja Evu í Vatnasafnið í Stykkis hólmi. Ég hafði lesið Yosoy og varð alveg upprifinn. Mig langaði svo að hitta þennan snilling því ég hafði áhuga á að kvikmynda bókina. Um leið og hún opnaði hurðina þá var eiginlega ekki aftur snúið. Það var al­ veg ótrúlegt.“ Strax um nóttina fóru þau Mar­ teinn og Guðrún Eva til Flateyjar að heimsækja Ólaf Darra, sem þá var við tökur á Brúðgumanum. „Þetta var algjör svaðilför. Skip­ stjórinn sem ferjaði okkur yfir var orðinn svo fullur á leiðinni til baka að hann rataði ekki aftur til Stykk­ ishólms. Þannig að mér tókst næst­ um að drekkja konunni minni og sjálfum mér á fyrsta stefnumótinu. Þrátt fyrir að hafa ekki kynnst fyrr en í ágúst 2007 höfðu Marteinn og Guðrún Eva verið nágrannar mörg­ um árum fyrr, en þau bjuggu hlið við hlið í parhúsi í Mosfellssveit. „Við vissum samt ekkert hvort af öðru. Það eru náttúrulega níu ár á milli okkar svo ég var unglingur en hún bara barn.“ „Hún gaf mér hugrekki“ Marteinn segir eiginkonu sína hafa haft hvað mest áhrif á hann sem listamann. „Hún sannaði fyrir mér að þú getur verið listamaður hérna á Ís­ landi og bara unnið í þínu. Hún gaf mér hugrekki til þess að halda áfram í því sem ég er að gera og það er mjög stórt skref,“ segir hann og bætir við að margir listamenn séu hræddir við að einbeita sér að listinni þar sem fjárhagslega hliðin sé ekki alltaf tryggð. „Mér finnst svo skrýtið að lista­ menn þurfi alltaf að vera að sanna sig. Í upplýstu þjóðfélagi ætti það ekki að vera þannig. Við þurfum að gera upp við okkur í hvernig þjóðfélagi við viljum lifa. Viljum við lifa í vel upplýstu menningar­ samfélagi og hlúa að okkar and­ lega heilbrigði eða viljum við vera markaðsdýr?“ Ánægður á Vogi Marteinn hefur tekið sér smá pásu frá kvikmyndagerð og starfar nú sem ráð­ gjafi á Vogi, en sjálfur hefur hann góða reynslu af þeirri meðferðarstofnun. „Mér finnst æðislegt að vera úti á Vogi. Mér finnst gaman að vinna með fólki og það er gaman að geta miðl­ að eigin reynslu. Það er alls konar fólk sem kemur þarna inn, úr öllum stigum þjóðfélagsins. Ég man þegar ég fór þangað fyrst sjálfur, hvað mér fannst magnað að þarna er stór hluti af samfélaginu sem maður heyrir bara aldrei neitt um. Sjálfum fannst mér frábært að vera þarna. Sumum finnst það ekki, en mér fannst það.“ Í janúar síðast liðnum fór Mart­ einn í vikudvöl á meðferðarheimilið Staðarfelli í Dölum. „Mér finnst gott að vera á Staðar­ felli, þetta er alveg snilldarstaður og það er frábært starf sem er ver­ ið að vinna þar. Ég fór til að tengja mig aftur inn og sýndi þá bæði XL og Rokland. Það voru margir þar sem tengdu sterkt við myndina.“ Hann segir Íslendinga heppna að hafa svo mörg meðferðarúrræði á Ís­ landi. „Í Kanada ertu ekkert alki þó þú hafir verið að drekka eins og ég var að drekka. Þá ertu bara „problem drinker“. Þú ert ekki alki fyrr en þú ert kominn í ræsið. Þú þarft að vera búinn að missa húsið, makann og vinnuna, þá ertu orðinn alkóhólisti. Þannig að við erum mjög heppin að geta leitað okkur hjálpar hérna á Ís­ landi“. n Hætti að drekka eftir að pabbi dó „Þannig að mér tókst næstum að drekkja konunni minni og sjálfum mér á fyrsta stefnumótinu. „ Í Kanada ertu ekk- ert alki þó þú haf- ir verið að drekka eins og ég var að drekka. Þá ertu bara „problem drinker“. Marteinn og Guðrún Eva Una sér vel í Hveragerði þar sem þau keyptu hús í fyrra. Marteinn Þórsson Nýjasta kvikmynd hans, XL, var valin í aðalkeppni tékknesku kvikmyndahátíðarinnar Karlovy Vary, sem fór fram í byrjun júlí. Myndir siGtryGGur ari

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.