Dagblaðið Vísir - DV - 07.02.2014, Side 21

Dagblaðið Vísir - DV - 07.02.2014, Side 21
Fréttir Erlent 21Helgarblað 7.–10. febrúar 2014 A llt frá því Indlandi var skipti upp í tvö sjálfstæð ríki – Pakistan og Ind- land – árið 1947 hefur héraðið Kasmír verið bit- bein þessara landa. Stærstur hluti landsvæðisins tilheyrir Indlandi en Pakistan hefur frá upphafi vé- fengt tilkall Indlands til héraðsins þar sem langmestur meirihluti íbúanna er múslimar. Uppskipt- ing landsins byggði einmitt á því að múslimahéruð skyldu tilheyra Pakistan en hindúahéruð Ind- landi. Kjarnorkuríkin tvö hafa háð þrjú stríð vegna Kasmír-deilunn- ar en fá landamæri í heiminum eru jafn víggirt og þau sem skera Kasmír í tvennt sitthvorum megin einskismannslands. Spígspora með alvæpni Þrátt fyrir að lítið hafi farið fyrir fréttaflutningi af ástandinu í Kasmír á síðustu árum geisa þar enn blóðug átök. Indverski herinn hefur algjört tangarhald á svæðinu og benda skýrslur mannréttinda- samtaka til þess herinn beri ábyrgð á grófum mannréttindabrotum gagnvart íbúum héraðsins. Blaða- maður heimsótti Srinagar, höfuð- borg Kasmír, í fyrrasumar og kynnt- ist fólkinu á bak við myndirnar. Þar má sjá sandpokavirki á hverju götu- horni og indverska hermenn sem spígspora með alvæpni um götur, börn og unglinga sem kasta stein- um í lögreglu- og hermenn þegar þeir marsera inn í gamla hluta borgarinnar, en líka mikla nátt- úrufegurð, fagurt mannlíf og bak- pokaferðalanga sem heimsækja nú svæðið í auknum mæli. Málstofa um Kasmír Blaðamaður mun í komandi viku fjalla enn frekar um ástandið í Kasmír í tilefni af heimsókn kasmírska blaðamannsins Fahad Shah til Íslands. Fahad er ritstjóri vefmiðilsins The Kashmir Walla sem hefur meðal annars verið lof- aður af BBC og Al Jazeera fyrir um- fjöllun sína um málefni héraðsins. Fahad mun taka þátt í málstofunni í Háskóla Íslands föstudaginn 14. febrúar. DV er á meðal þeirra að- ila sem standa að málstofunni en þar munu þeir Jasmin Rexhepi frá Kósóvó og Mazen Maaroof frá Lí- banon einnig fjalla þær áskor- anir sem þeir hafa þurft að horf- ast í augu við sem blaðamenn á ófriðarsvæðum. n n Túristaparadís á átakasvæði n Blaðamaður DV heimsótti Kasmír og kynntist fólkinu þar andlit Kasmír Jón Bjarki Magnússon jonbjarki@dv.is  Rúpíur? Þessi skondni maður stillti sér upp fyrir myndavélina og veifaði rúpíum, gjaldmiðli Indverja.  Unaðslegur kebab Það getur verið gott að taka sér hvíld frá amstri dagsins og gæða sér á kebab.  Túristaparadís Indverskum ferðamönnum í Kasmír fjölgar ört en bátsferð um Dal-vatnið er eitthvað sem allir verða að upplifa.  Maður og her Fólk kippir sér lítið upp við vígbúna hermenn sem fylgjast með friðsamlegum mótmælum.  Framtíð Kasmír Stúlkan var ekki lengi að taka forystu og stilla sér upp fyrir framan vini sína. Myndin er tekin í gamla hluta Srinagar.  Stilltu sér upp Þessir drengir í gamla hluta Srinagar kepptu um athygli myndavélarinnar.  Fjöldi hermanna kemur saman hvar sem mótmæla- fundur hefur verið skipulagður en lítil mótmæli geta valdið mikilli spennu.  Reiði barnanna Börn í þorpinu Pattan Palhallan tóku þátt í mótmælum eftir að einn þorpsbúa, uppreisnarmaður og klerkur, hafði verið drepinn af indverskum hermönnum.  Indverskir hermenn eru ekkert allt of ánægðir með athygli fjölmiðla. Fjölmiðlamenn hafa verið handteknir fyrir störf sín. Myndir Jón BJarKi  Krikket Rétt eins og annars staðar í Pakistan eða Indlandi er vinsælasta íþróttin í Kasmír krikket. Þessir drengir nýttu eftirmiðdaginn í að spila krikket og leyfðu útlendingn- um meira að segja að prófa.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.