Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 07.02.2014, Qupperneq 21

Dagblaðið Vísir - DV - 07.02.2014, Qupperneq 21
Fréttir Erlent 21Helgarblað 7.–10. febrúar 2014 A llt frá því Indlandi var skipti upp í tvö sjálfstæð ríki – Pakistan og Ind- land – árið 1947 hefur héraðið Kasmír verið bit- bein þessara landa. Stærstur hluti landsvæðisins tilheyrir Indlandi en Pakistan hefur frá upphafi vé- fengt tilkall Indlands til héraðsins þar sem langmestur meirihluti íbúanna er múslimar. Uppskipt- ing landsins byggði einmitt á því að múslimahéruð skyldu tilheyra Pakistan en hindúahéruð Ind- landi. Kjarnorkuríkin tvö hafa háð þrjú stríð vegna Kasmír-deilunn- ar en fá landamæri í heiminum eru jafn víggirt og þau sem skera Kasmír í tvennt sitthvorum megin einskismannslands. Spígspora með alvæpni Þrátt fyrir að lítið hafi farið fyrir fréttaflutningi af ástandinu í Kasmír á síðustu árum geisa þar enn blóðug átök. Indverski herinn hefur algjört tangarhald á svæðinu og benda skýrslur mannréttinda- samtaka til þess herinn beri ábyrgð á grófum mannréttindabrotum gagnvart íbúum héraðsins. Blaða- maður heimsótti Srinagar, höfuð- borg Kasmír, í fyrrasumar og kynnt- ist fólkinu á bak við myndirnar. Þar má sjá sandpokavirki á hverju götu- horni og indverska hermenn sem spígspora með alvæpni um götur, börn og unglinga sem kasta stein- um í lögreglu- og hermenn þegar þeir marsera inn í gamla hluta borgarinnar, en líka mikla nátt- úrufegurð, fagurt mannlíf og bak- pokaferðalanga sem heimsækja nú svæðið í auknum mæli. Málstofa um Kasmír Blaðamaður mun í komandi viku fjalla enn frekar um ástandið í Kasmír í tilefni af heimsókn kasmírska blaðamannsins Fahad Shah til Íslands. Fahad er ritstjóri vefmiðilsins The Kashmir Walla sem hefur meðal annars verið lof- aður af BBC og Al Jazeera fyrir um- fjöllun sína um málefni héraðsins. Fahad mun taka þátt í málstofunni í Háskóla Íslands föstudaginn 14. febrúar. DV er á meðal þeirra að- ila sem standa að málstofunni en þar munu þeir Jasmin Rexhepi frá Kósóvó og Mazen Maaroof frá Lí- banon einnig fjalla þær áskor- anir sem þeir hafa þurft að horf- ast í augu við sem blaðamenn á ófriðarsvæðum. n n Túristaparadís á átakasvæði n Blaðamaður DV heimsótti Kasmír og kynntist fólkinu þar andlit Kasmír Jón Bjarki Magnússon jonbjarki@dv.is  Rúpíur? Þessi skondni maður stillti sér upp fyrir myndavélina og veifaði rúpíum, gjaldmiðli Indverja.  Unaðslegur kebab Það getur verið gott að taka sér hvíld frá amstri dagsins og gæða sér á kebab.  Túristaparadís Indverskum ferðamönnum í Kasmír fjölgar ört en bátsferð um Dal-vatnið er eitthvað sem allir verða að upplifa.  Maður og her Fólk kippir sér lítið upp við vígbúna hermenn sem fylgjast með friðsamlegum mótmælum.  Framtíð Kasmír Stúlkan var ekki lengi að taka forystu og stilla sér upp fyrir framan vini sína. Myndin er tekin í gamla hluta Srinagar.  Stilltu sér upp Þessir drengir í gamla hluta Srinagar kepptu um athygli myndavélarinnar.  Fjöldi hermanna kemur saman hvar sem mótmæla- fundur hefur verið skipulagður en lítil mótmæli geta valdið mikilli spennu.  Reiði barnanna Börn í þorpinu Pattan Palhallan tóku þátt í mótmælum eftir að einn þorpsbúa, uppreisnarmaður og klerkur, hafði verið drepinn af indverskum hermönnum.  Indverskir hermenn eru ekkert allt of ánægðir með athygli fjölmiðla. Fjölmiðlamenn hafa verið handteknir fyrir störf sín. Myndir Jón BJarKi  Krikket Rétt eins og annars staðar í Pakistan eða Indlandi er vinsælasta íþróttin í Kasmír krikket. Þessir drengir nýttu eftirmiðdaginn í að spila krikket og leyfðu útlendingn- um meira að segja að prófa.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.