Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 07.02.2014, Qupperneq 22

Dagblaðið Vísir - DV - 07.02.2014, Qupperneq 22
22 Fréttir Erlent Helgarblað 7.–10. febrúar 2014 Bitin þrisvar en vill ekki láta lóga Boris n Angela stórslasaðist í öll skiptin n „Bitin voru mér að kenna,“ segir hún B reski hundurinn Boris hefur þrisvar ráðist á eiganda sinn og bitið hann í andlitið, eyrun og hendur. Eigandinn, Ang- ela Fielder, stórslasaðist í öll skiptin og hefur þurft að dvelja lang- dvölum á spítala. Þrátt fyrir þetta vill hún hvorki lóga honum né gera brott- rækan af heimili sínu, enda segist hún elska hann og að árásirnar hafi ver- ið henni að kenna. „Bitin voru mér að kenna,“ segir Fielder og bætir við: „Hann réðst fyrst á mig eftir að ég skammaði hinn hundinn minn, Wall- is, sem er dóttir hans. Eftir árásina sá ég að hann var fullur eftirsjár; hann var alltaf að koma til mín vælandi og vildi kela við mig. Margir hefðu ef til vill látið lóga honum vegna þessa. En myndi það láta lóga barni sínu ef það fengi reiðikast af þessu tagi? Af hverju ættu aðrar reglur að gilda um hunda?“ Önnur árás Þrátt fyrir meinta eftirsjá, leið ekki á löngu þar til Boris, sem er af tegund- inni bullmastiff, eða bolameistari á íslensku, lét til skarar skríða á ný. Aft- ur var það vegna samskipta Field- er við Wallis. Fielder var að skamma Wallis fyrir að naga húsgögnin í eld- húsinu, þegar Boris stökk á hana og sökkti tönnum sínum inn í handlegg hennar. „Ég náði að rífa mig lausa og rauk svo upp á spítala. Læknarnir þar hlúðu að sárum mínum og vildu að ég yrði eftir á spítalanum í nokkra daga,“ segir Fielder sem lét ekki segj- ast, enda farin að sakna Boris. „Ég vissi að hann væri lafandi hræddur heima, með áhyggjur af móður sinni – og fullur eftirsjár.“ Tveimur vikum síðar var Fielder heppin að sleppa lifandi frá Boris. Aft- ur var hún að skamma Wallis og aft- ur brást Boris ókvæða við, hoppaði á Fielder og beit hana margsinnis; bæði í handlegginn og andlitið þannig að fossblæddi. „Hann beit vinstri kinn mína næstum af,“ segir hún, en 24 spor voru saumuð í andlitið og 40 í handlegginn. Eftir árásina gat hún ekki hreyft handlegginn og þurfti að fara í aðgerð. Ástarör Nú er Fielder með ör úti um allan lík- amann vegna hundsins grimma en hún lætur samt engan bilbug á sér finna og segist hafa fundið lausn til að koma í veg fyrir að atvik af þessu tagi endurtaki sig. „Boris er ekki árásarhneigður, en vill hins vegar vernda dóttur sína. Núna loka ég hann alltaf inni áður en ég skamma Wallis,“ segir Fielder og bætir við: „Ég hef elskað Boris frá því að ég sá hann fyrst. Hann er litla barnið mitt. Við eiginmaður minn höfum reynt í tíu ár að eignast okkar eigið, en án ár- angurs. Boris fyllir það tóm.“ n Baldur Eiríksson baldure@dv.is Móðir og barn Þegar þessi mynd var tekin lék allt í lyndi. Svo hefur ekki alltaf verið; þrisvar hefur Boris ráðist á „móður“ sína. Sterkt varðeðli Bullmastiff eru stórir hundar. Rakkar geta orðið 70 sentimetra háir og 60 kíló. Þeir eru iðulega húsbóndahollir og rólegir, en hafa sterkt varðeðli. Þeir eiga það til að ráðast að fólki, telji þeir húsbónda sínum eða afkvæmum ógnað. Ör Boris er bitvargur. „Bitin voru mér að kenna Situr þú uppi með húsfélagið? Eignaumsjón sér um innheimtu og bókhald húsfélagsins, sækir um endurgreiðslu virðisaukaskatts og veitir ráðgjöf þegar vafa- og deilumál koma upp í húsfélögum. Oft getur skipt sköpum að hafa hlut- lausan aðila sem engra hagsmuna hefur að gæta. Það stuðlar að betri og hreinskiptnari samskiptum íbúa. Við sjáum um húsfélagið þitt. » www.eignaumsjon.is Ör Boris er bitvargur. Sterkt varðeðli Bullmastiff eru stórir hundar. Rakkar geta orðið 70 sentimetra háir og 60 kíló. Þeir eru iðulega húsbóndahollir og rólegir, en hafa sterkt varðeðli. Þeir eiga það til að ráðast að fólki, telji þeir húsbónda sínum eða afkvæmum ógnað.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.