Dagblaðið Vísir - DV - 07.02.2014, Síða 25
Umræða 25Helgarblað 7.–10. febrúar 2014
Spurningin
Hvernig leggst
kennaraverkfall
í þig?
E
inhverju sinni sagði ég frá því í
einni af barnabókum mínum,
að drengir veltu fyrir sér þjóð-
erni. Og þá mun hnokki nokk-
ur hafa látið þau orð falla, að tiltekinn
náungi væri að öllum líkindum 70%
Íslendingur, þótt hann segðist sjálfur
vera Kani, þar eð hann væri búinn að
lifa á íslensku vatni í áraraðir.
Reyndar má ábyggilega fullyrða
að vatnið, sem slíkt, spyrji ekki að
landamærum. Ský fara sína leið –
óháð deilum, samböndum, banda-
lögum; tollgæslu og vopnaleit. Vatn-
ið fer sína leið og sú staðreynd situr
eftir, að mannslíkaminn er u.þ.b. 70%
vatn, og það sem meira er: vatn hef-
ur merkilegan töframátt – það hefur
minni; eiginleika sem við getum
komið auga á með því að taka mynd-
ir af kristöllum þess.
Á netinu má finna umfjöllun um
kristalla og ljósmyndir sem teknar
hafa verið af kristöllum vatns, þar
sem hið ljósmyndaða vatn er í ým-
iss konar ástandi. Um getur verið að
ræða vatn sem hefur verið sérstak-
lega blessað … og þá verða myndir
kristallanna fallegar. Eða vatnið getur
verið frá vondum stað og þá verður
útkoman ekki neitt sérstaklega falleg.
Ég kann á þessum kristallamynd-
um þá skýringu eina, að um sé að
ræða birtingarmyndir jákvæðni og
svo birtingarmyndir neikvæðni. Ef
við erum jákvæð þá líður okkur vel
og ef við erum neikvæð þá líður okk-
ur illa. Þetta er, einsog við Íslendingar
segjum: beisikklí, kommonsens. Ef
við erum 70% jákvætt vatn þá erum
við jákvæð.
Auðvitað get ég verið viss um að
ykkur þyki þetta ekkert merkilegt.
(En ég leyfi mér ekkert slíkt, vegna
þess að ég er jákvæður). Ég geri ekki
nokkra kröfu um að orðum mínum
verði trúað. En mig langar einungis
að gauka þessu að ykkur í formi hug-
leiðingar. Mig langar að hugleiða
það hér og nú, hvort verið geti að
okkar bíði betri heimur ef við gef-
um hugsun okkar lausan taum gagn-
vart öllu sem jákvætt getur talist. Og
þegar þetta er hugleitt, er nærtækt að
spyrja: -Getur verið að fögur hugsun
– ein og sér – geti læknað?
Þið þurfið ekki að leita lengi áður
en umfjöllun um kristalla birtist á
skjánum. Netið er svo yndislega já-
kvætt þegar við þurfum að finna já-
kvæða strauma. Og ef okkur langar
virkilega að horfa frá græðgi, grimmd
og neikvæðni, getum við með nán-
ast engri fyrirhöfn gert okkur lífið
létt. Ég held að nægjusemi og ein-
lægni séu hugtök sem farið geti létt
með að fylgja okkur fyrstu skrefin. Og
ég held einnig að tenging við núið sé
eitt af þeim tækjum sem við verðum
að stóla á. Að fara ekki fram úr sér og
vera ekki heldur í stöðugri baráttu við
fortíðina, hlýtur að vera æskilegt fyrir
þann sem vill finna jákvæða hugsun
í núinu.
Kannski læt ég þetta hljóma
einsog þetta sé alveg skelfilega ein-
falt. Og ef mér tekst að láta þetta
hljóma þannig, þá hef ég náð að hitta
á rétta tóninn. Þetta er nefnilega al-
veg skelfilega einfalt. Það eins sem
þú þarft að gera, yndislegi lesandi,
er að leyfa þér að finna eitthvað já-
kvætt, trúa því virkilega að jákvæðni
sé af hinu góða og vera viss um að þér
muni líða betur. n
Innra með mér á ég trú
sem öllu fær að bifa;
í hjarta mínu hér og nú
hlýt ég vel að lifa.
Við erum vatn
Kristján Hreinsson
Skáldið
skrifar
Myndin Vér mótmælum... Baráttuandinn skein úr augum framhaldsskólanema á Austurvelli á fimmtudag. Þar voru nemendur samankomnir til að sýna kennurum stuðning í baráttu þeirra fyrir bættum kjörum. Mynd Sigtryggur Ari
Á
rangur Samfylkingarinnar í
borgarstjórnarkosningun-
um í vor mun byggja á far-
sælu meirihlutasamstarfi
við Besta flokkinn og áherslu
á klassísk gildi jafnaðarmanna.
Ákvarðanir sem teknar eru í borg-
arstjórn snerta daglegt líf fólks með
margvíslegum hætti og stærstu ver-
kefnin sem borgin stendur frammi
fyrir á næsta kjörtímabili eru mál-
efni barnafjölskyldna og þeirra sem
eiga í vandræðum vegna neyðará-
stands á húsnæðismarkaði.
Eitt stærsta velferðarmálið
Uppsprengt leiguverð og hátt hús-
næðisverð í sögulega samhengi
miðað við tekjur og skerta lána-
möguleika bitnar verst á ungu fólki
og þeim sem misstu allan eignarhlut
sinn í íbúðum í hruninu. Til að ná
jafnvægi á húsnæðismarkaði þarf
uppbyggingu almenns leigumark-
aðar sem verður valkostur fyrir alla.
Þar hefur Reykjavík tekið forystu
og leggja þarf alla áherslu á að þau
áform hennar nái fram að ganga.
Skólakerfi á krossgötum
Mikil umræða hefur verið um
skólamál undanfarna mánuði,
sem er gott, en umræðan þarf að
rista dýpra því það má ekki bara
ræða skipulag skólahalds og laun
kennara þegar kosningar eru hand-
an við hornið eða í miðjum niður-
skurði. Menntakerfið stendur á
krossgötum. Reykjavík á að gegna
lykilhlutverki í umfangsmiklu sam-
starfi ríkis, sveitarfélaga, skóla,
fjölskyldna og aðila vinnumark-
aðarins um að móta heildstæðar
tillögur sem kveða á um umbætur á
menntakerfinu.
Þá er brýnt að brúa bilið milli
fæðingarorlofs og dagvistunarúr-
ræða borgarinnar. Það skapar ungu
fólki sem er að fóta sig á vinnu-
markaði eða að feta menntaveg-
inn mikil vandræði. Byrðarnar sem
því fylgja lenda þyngst á konum og
þeim sem eru efnaminni. Borgin á
því að færa almenn dagvistunarúr-
ræði neðar í aldri.
Jafnaðarstefnan
höfð að leiðarljósi
Samfylkingin á að sækja fram, full
sjálfsöryggis og full bjartsýni, með
áherslu á klassísk gildi jafnaðar-
manna, og tala fyrir umbótum í
skólamálum og meiri velferð. Þannig
nær Samfylkingin vopnum sínum á
ný og endurheimtir fylgi sitt meðal
ungs fólks og annarra borgarbúa.
Magnús Már Guðmundsson,
framhaldsskólakennari, sækist eftir
4.–5. sæti í flokksvali Samfylkingar-
innar í Reykjavík sem fram fer 7.–8.
febrúar. n
Erindi Samfylkingarinnar í borgarstjórn
Magnús Már guðmundsson
frambjóðandi í flokksvali Samfylk-
ingarinnar í Reykjavík
Kjallari
Ég þurfti að skjótast
heim og gefa brjóst
ragnhildur Steinunn Jónsdóttir hefur í mörg horn að líta. – DV
Pólverjar vinna ekki
bara í fiski
Alicja Wiktoria berst fyrir bættri ímynd Pólverja á Íslandi. – DV
Ég er bara drulluhræddur
um líf þeirra
unnsteinn Jóhannsson óttast um líf samkynhneigðra vina sinna í Rússlandi. – DV
„Mér líst bara frekar illa á þetta.“
Jón Atli Guðlaugsson
16 ára nemi
„Mjög illa af því að ég vil klára önnina
og ekki falla í sumar.“
Halldór Dagur Jósefsson
16 ára nemi
„Það væri bæði gott og ekki. Fínt að fá
frí en mig langar ekki að tapa önninni.“
Eyþór Örn Baldursson
16 ára nemi
„Það leggst illa í mig því ég vil klára
önnina á réttum tíma.“
Dofri Fannar Guðnason
17 ára nemi
„Það leggst mjög vel í mig. Mig langar
bara í smá frí.“
Baldur Þór Haraldsson
16 ára nemi
Könnun
n Lífið kviknar á ný
n Til þín
n Þangað til ég dey
n Aðeins ætluð þér
n Enga fordóma
Hvaða lag finnst þér
best í seinni umferð
Söngvakeppninnar?
3,6%
33,2%
31%
27,1%
5,1%