Dagblaðið Vísir - DV - 07.02.2014, Page 27

Dagblaðið Vísir - DV - 07.02.2014, Page 27
Helgarblað 7.–10. febrúar 2014 Umræða Bein lína 27 „Ég skil gremju fólks“ Oddvitinn viðraði nýstárlegar hugmyndir í samgöngumálum og talaði fyrir þéttingu byggðar á Beinni línu Gunnar Sigurjónsson Hvað finnst þér að þurfi að bæta í grunnskólakerfinu okkar?  Halldór Halldórsson Það þarf að nýta kosti gömlu bókunar fimm (2.1.6.3) í öllum skólum. Norð­ lingaskóli o.fl. nota þetta kerfi og gefst vel. Þetta er opnara kerfi sem býður upp á fleiri möguleika. Og við þurfum að vinna saman að þessu, sveitarfélög og kennarar. Ingi Hauksson Munt þú beita þér fyrir því að borga niður skuldir borgarinnar og draga úr útgjöldum ef þú kemst í stjórn?  Halldór Halldórsson Já, ekki spurning. Það er lykillinn að því að geta bætt skilyrði borgarbúa. Borgin er mjög skuldsett A og B hluti til samans. Þriðja skuld­ settasta sveitarfélag landsins árið 2012. Jóhann Páll Jóhannsson Ertu uggandi yfir stöðu kristinnar trúar í grunnskólum Reykjavíkur?  Halldór Halldórsson Nei, ég er það ekki. Ég tel stjórnarskrána tryggja okkur trúfrelsi. Það á að vera for­ eldranna að ákveða hverju er haldið að börnunum og hverju ekki. Annars er ákvæði um kristna arfleifð í núgildandi grunnskólalögum. Inga Auðbjörg Viltu heimila byggingu á mosku í Reykjavík?  Halldór Halldórsson Ég er hlynntur því í samræmi við trúfrelsi og frjálslynda stefnu Sjálfstæðisflokksins að heimila þeim trúfélögum sem vilja byggja sér aðstöðu að gera svo. Svo er það útfærsluatriði í skipulagi hvar slíkar byggingar skulu vera. Natan Kolbeinsson Hvað áttir þú við þegar þú sagðir að tími samræðustjórnmála væri liðinn?  Halldór Halldórsson Ég sagði líka að í mínum huga hefðu stjórnmál alltaf verið umræðustjórnmál. Það sem ég átti við var að ef samræðu­ stjórnmál þýddu að ég ætti ekki að viðra mínar pólitísku skoðanir þá væri ég ekki samræðustjórnmála­ maður. Mér finnst þurfa að gera meira af því að ræða um pólitík og stefnur, hvort sem við tölum um samræðustjórnmál eða ekki. Það þarf að vera ljóst fyrir hvaða stefnur pólitísk öfl standa svo kjósendur hafi raunverulegt val. Reynir Traustason Ertu eindregið hlynntur aðild að Evrópusambandinu?  Halldór Halldórsson Ég hef alltaf verið hlynntur viðræðum við ESB og að þeim yrði lokið með þjóðaratkvæðagreiðslu. Þar tek ég svo afstöðu eins og aðrir. Áskil mér rétt til þess og treysti mér og Íslendingum almennt í það. Tel að sjávarútvegurinn ráði úrslitum og það myndi standa í mér að segja já við inngöngu vegna þess. Höskuldur Sæmundsson Jón Gnarr hefur verið ötull talsmaður mannréttinda og málsvari minnihlutahópa og kúgaðra um allan heim bæði í orði og á borði undanfarin fjögur ár. Ef þú verður borgarstjóri munt þú fylgja hans fordæmi? Sæir þú fyrir þér að þú myndir skrifa bréf til borgarstjóra Sotsjí og Pútíns og mótmæla mannréttindabrot­ um?  Halldór Halldórsson Sæll Hös­ kuldur. Já, hann hefur staðið sig vel í þessu hann Jón Gnarr. Ég styð hann í þessum málum og myndi vilja bæta mér í slíkum málum og mótmæla mannréttindabrotum. Tel okkur Íslendinga í einstaklega góðri aðstöðu til slíks. En munum líka eftir okkar þegnum því þar má líka bæta. Árný Jóhannesdóttir Hver finnst þér vera réttlát laun grunnskólakennara með 5 ára háskólamenntun að baki?  Halldór Halldórsson Mér finnst við þurfa að skapa „win­win“ aðstæður til að geta hækkað laun. Stækka kökuna og skipta henni. Það er eðlilegt að sambærilegar stéttir hafi sambærileg laun. Treysti mér ekki til þess að nefna ákveðna tölu. Sverrir Bollason Nú er loftmengun, svifryk og önnur útblástursefni, ein helsta ógnin sem steðjar að heilsu borgarbúa. Hvað leggur þú til að gert verði til að verja heilsu íbúanna fyrir þessari hættu?  Halldór Halldórsson Það þarf að nota varanlegri slitlagsefni og malbika þykkari lög annars spænist þetta meira upp. Bílaflotinn er orðinn of gamall. Endurnýjun þýðir minni mengun vegna tæknifram­ fara. Svo vil ég taka upp „city­cars“ sem eru rafmagnsbílar hér og þar um borgina sem maður getur leigt í 2–3 klst. og lengur. Pantað t.d. með appi og á netinu. Jökull Auðunsson Er það rétt að þú sért ennþá formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga sem varabæjarfulltrúi á Ísafirði, en sért með lögheimili í Reykjavík? Þiggur þú ennþá laun frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga? Ef svo er, finnst þér það eðlilegt?  Halldór Halldórsson Ég er for­ maður stjórnar sambandsins, það er rétt. Ég fór þá leið varðandi þessi mál sem mælt er fyrir um í lögum. Mér finnst rétt að fólk geti skipt um sveitarfélag og tel að lögin geri ráð fyrir því. Kristin Jonsdottir Ertu fylgjandi því að að fjölga mislægum gatnamótum í Reykjavík?  Halldór Halldórsson Ég vil nálgast þetta út frá umferðaröryggi. Ef við neyðumst til að byggja mislæg gatnamót til að bæta umferðar­ öryggi þá gerum við það. Ég er hins vegar ekki hrifinn af slíkum mannvirkjum þar sem þau hafa oft slæm áhrif á borgarlandslagið. Svo vil ég skoða aðrar hugmyndir sem bæta flæði umferðar eins og t.d. samtengingu Reykjavíkur og Álftaness. En setjum öryggismálin ávallt í forgang. Pétur Jónsson Ertu hlynntur einkavæðingu í orkugeiranum? Munt þú mæla með slíku, eða munt þú setja það í samþykktir að það sé bannað að selja Orkuveitu Reykjavíkur?  Halldór Halldórsson Ég tel að þjónustufyrirtæki sem á að veita rafmagni og vatni sem ódýrast fyrir borgarbúa eigi að vera í eigu þeirra. Mér finnst rétt að aðskilja samkeppnisrekstur þar sem Orkuveitan er að selja rafmagn til stóriðju frá þjónustuhlutanum. Inga Auðbjörg Flokkar þú sorp heima hjá þér?  Halldór Halldórsson Já, ég geri það. Hef flokkað sorp á mínu heimili mjög lengi. Lífrænan úrgang í sérstaka tunnu. Rögnvaldur Helgason Hvernig sérðu uppbyggingu Reykjavíkurborgar fyrir þér? Ertu hlynntur uppbyggingu miðsvæðis, þannig að íbúar búi þéttar og þurfi minna á einkabíl að halda?  Halldór Halldórsson Ég er almennt mjög mikill áhugamaður um þéttingu byggðar. Vil að fólk hafi val um hvar það býr. Það hefur átt sér stað töluvert mikil þétting byggðar á undanförnum árum bæði hjá núverandi meirihluta og líka þegar Sjálfstæðisflokkurinn hefur verið í meirihluta. Viktor Valgarðsson Hver er skoðun þín á hugmyndum um léttlest innan um höfuð­ borgarsvæðið annars vegar og til Keflavíkur hins vegar?  Halldór Halldórsson Ég við horfa á höfuðborgarsvæðið í heild í um­ ferðarmálum. Hef séð hugmyndir sem tengjast léttlest. Finnst rétt að skoða þær alvarlega. Veit að þetta er gert í borgum af sambærilegri stærð. Óttast að þetta verði of dýrt. Rósanna Andrésdóttir Treysta kjósendur Sjálfstæðis­ flokksins konum ekki til forystustarfa í borgarstjórnarflokknum eða ertu með aðra skýringu á afhroði kvenna í prófkjörinu sem haldið var um daginn?  Halldór Halldórsson Jú, kjósendur treysta konum til forystustarfa. Oddviti Sjálfstæðisflokksins í borginni á undan mér er kona. Ég tel að áherslur í skipulagsmálum og varðandi flugvöll eða ekki flugvöll í borginni hafi haft áhrif á röðunina. Við erum með jafna kynjaskiptingu á listanum í heild. Sterkar konur og sterka karla á öllum aldri. Til að bæta við Rósanna þá hef ég meira unnið með konum en körlum innan Sjálfstæðisflokksins. T.d. þegar ég byrjaði sem bæjar stjóri Ísafjarðar­ bæjar voru konur í efstu þremur sætum flokksins þar. Karl Sigurðsson Sæll Halldór. Þegar þú segist vilja „taka upp“ „city­cars“­leigu, ertu þá að meina að Reykjavíkurborg setji slíkt á laggirnar?  Halldór Halldórsson Reykjavíkur­ borg eða einkaaðilar. Hugsanlega gæti borgin byrjað með verkefnið. Leiga fyrir bílana á að greiða kostn­ aðinn og þess vegna kann þetta að vera ,,bisness“ fyrir einkaaðila. En það þarf mikið og gott samstarf. Kostirnir við þetta eru óteljandi. Minni fjárfesting þeirra sem ekki þurfa oft að nota bíl. Minni meng­ un, minni notkun bílastæða o.fl. Guðrún Jónsdóttir Hvað á að gera varðandi húsnæðismark­ aðinn; þykir þér eðlilegt að allir kaupi sér íbúð eða viltu sterkari leigumarkað? – ef já, þá hvernig?  Halldór Halldórsson Ég vil að fólk hafi val Guðrún. Mér finnst ekkert hafa gerst í þessum málum á kjörtímabilinu. Bara talað og ekkert framkvæmt af hálfu borgarinnar. Ég vil sjá vaxtabætur þeirra sem kaupa og húsaleigubætur þeirra sem leigja renna saman í húsnæðis­ bætur. Og ég vil leiðir sem lækka lóðaverð (sem er orðið alltof hátt m.a. vegna lóðaskortsstefnu í Reykjavík) til að lækka kaupverð og leiguverð. Þetta er eitt af stóru verkefnunum í Reykjavík. Sigurður Sigurðsson Reykjavík, Seltjarnarnes, Kópavogur, Garðabær, Hafnarfjörður og Mosfellsbær. Halldór, telur þú það kost eða galla að það séu enn svo mörg sveitarfélög í höfuðborgarsvæðinu? Væri ekki skynsamlegra að fækka þeim frekar?  Halldór Halldórsson Mér finnst að sveitarfélögin á höfuðborgar­ svæðinu þurfi að vinna enn þéttar saman. Mér sýnist það vera að batna. Ég tel stærð sveitarfélaga á þessu svæði ekki endilega kalla á sameiningu. Miklu mikilvægara að sveitarfélög úti um landið nái að stækka. Það þýðir fleiri verkefni til sveitarstjórnarstigsins. Ég vil að íbúar ráði þessu svo endanlega, það er lýðræðið. Erla Gunnarsdóttir Hver er þín skoðun á þéttingu byggðar í Reykjavík? Styður þú núverandi valkost Aðalskipulags að þétta aðallega í kringum miðbæinn eða viltu jafnari þéttingu í allri borginni?  Halldór Halldórsson Ég vil jafnari þéttingu Erla. Þétting í úthverfum er líka þétting byggðar. Það eru ákveðin svæði í miðborginni eða við hana sem ég hef áhyggjur af. T.d. á hafnarsvæðinu. En eins og fyrr þá vil ég að fólk hafi raunverulegt val í þessum málum. Ef við tölum um ódýrt húsnæði fyrir ungt fólk sérstaklega sé ég það ekki verða á þessum þéttingarreitum í miðbæn­ um. Kort Sævar Ásgeirsson Hvað finnst þér um flugvöllinn?  Halldór Halldórsson Mér finnst flugvöllurinn og flugvallar­ svæðið úr sér gengið og frekar sóða­ legt. Flugbrautirnar eru reyndar endurnýjaðar en margt hefur fengið að drabbast niður vegna endalausr­ ar biðstöðu. Fara eða vera, fara eða vera. Höfuðborgin þarf flugvöll til að geta sinnt sínum skyldum og tryggt aðgengi í almenningssam­ göngum. Ef Rögnunefndin finnur annað flugvallarstæði í eða við borgina þá er það gott. Ef ekki þá erum við með flugvöll sem þarf að bæta, gera snyrtilegri, byggja upp og hætta þessari endalausu biðstöðu. Elliði Vignisson Sæll Halldór. Telur þú að það sé gjá á milli borgarinnar og landsbyggð­ anna? Ef svo hvers vegna telur þú svo vera og hvert sérð þú hlutverk borgarstjóra/leiðtoga borgarinnar? Gangi þér vel í því sem fram undan er.  Halldór Halldórsson Sæll Elliði. Þakka þér fyrir. Nei, ekki gjá en stundum er eins og við skiljum ekki þarfir hvors annars. Það á við á báða bóga. Ég talaði fyrir því fyrir rúmum 10 árum að Reykjavík ætti að taka þátt í mótun byggðaáætl­ unar. Við þurfum á hvoru öðru að halda. Ég tel hlutverk leiðtoga/ borgarstjóra að vera meðvitaður um hlutverk höfuðborgar og rækja það. Þannig græða allir, ekki síst borgarbúar sem njóta þess að hafa flestallar sameiginlegar stofnanir sem skapa tekjur og störf í borginni. Guðrún Jónsdóttir Ef þú ættir að velja af eftirtöldu hvert yrði þá kosningamálið í vor: 1. húsnæðismál 2. grunn­ og leikskólar 3. samgöngur innan borgarinnar?  Halldór Halldórsson Þetta eru allt risastór mál Guðrún. Það sem þarf að bregðast strax við eru húsnæðismálin og skólamálin. Samgöngumálin taka lengri tíma þegar einhverju þarf að breyta þar. Ég segi bráðavandinn er húsnæðis­ mál. Þar þarf strax að taka til hendinni. Samhliða skólamálin og svo samgöngumálin. Óttarr Guðlaugsson Hver er afstaða þín til samnings um almannasamgöngur sem Reykjavíkurborg gerði við ríkið sem gerir það að verkum að hér í höfuðborginni ríki nánast framkvæmdastopp á vegasamgöngur til 10 ára?  Halldór Halldórsson Mér finnst sá samningur afleitur fyrir borgina og vil að þetta verði endurskoðað. Það er ekki hægt að vera með fram­ kvæmdastopp í 10 ár. Aðalskipulag­ ið gerir ráð fyrir mikilli fjölgun íbúa. Kári Emil Helgason Þú komst eins og þruma úr heiðskíru lofti inn í borgarpólitíkina og á sama tíma hurfu uppáhalds sjálfstæðis­ mennirnir mínir frá, mörgum að óvörum. Hverjum ertu að sofa hjá?  Halldór Halldórsson Það er vont að heyra að uppáhalds­ sjálfstæðismennirnir þínir hafi horfið. Einn var reyndar hættur áður en ég kom, kannski var hann í þessum hópi sem þú talar um. Ég tilheyri engum ákveðnum hópum innan Sjálfstæðisflokksins (geri ráð fyrir að þú sért að spyrja um það). Hef vonandi alla burði til að verða uppáhalds hjá þér. A.m.k. ef þú vilt ræða hugmyndafræði og aðhyllist frjálslynda og umbótasinnaða stefnu. Sigrún Skaftadóttir Halldór, ertu femínisti?  Halldór Halldórsson Sig­ rún. Ég tel að mamma hafi stuðlað að því í uppeldinu að við systkinin erum algjörlega með það á hreinu að kynin eiga að hafa jöfn tækifæri og aðgang að þeim tækifærum. Ég þoli ekki launamun kynjanna. Ég þoli ekki karlrembuumræðu þar sem gert er grín að konum. Ég þoli ekki misrétti kynjanna. Ef það er að vera femínisti þá er ég það væntanlega. Inga Auðbjörg Á að skjóta mávana á Tjörninni?  Halldór Halldórsson Það þarf að halda þeim frá Tjörninni hvernig sem það er gert. Ástasigrún Magnúsdóttir Ertu fylgjandi því að innleiða af krafti NPA (notendastýrða persónulega aðstoð) fyrir þá sem þess óska frá borginni?  Halldór Halldórsson Ég er mjög hrifinn af NPA og átti þátt í því að semja um tilraunverkefnið sem sveitarfélögin tóku að sér. Ríkið setti mjög lítinn pening í það þrátt fyrir stór orð þingmanna. Þau ger­ ast nefnilega sek um það stundum á þinginu að tala um mikilvægi góðrar þjónustu eftir að hún er komin til sveitarfélaganna en tala kannski ekki um hana þegar hún er hjá þeim sjálfum. Ég vil sjá ríkið standa við stóru orðin og semja við sveitarfélögin um fjármögnun NPA. Þá er hægt að verða við fleiri þjónustubeiðnum. Natan Kolbeinsson Á Reykjavík að slíta samstarfi við Moskvu sem systurborg vegna stöðu mannréttindamála í landinu?  Halldór Halldórsson Við eigum að koma fram af fullum þunga í mannréttindamálum. Ég þekki ekki hvernig þessi samstarfssamningur við Moskvu er. Hugsanlega virkar að slíta honum. Get ekki sagt til um það. Ómar Jóhannesson Hvað viltu gera í skólamálum í ljósi útkomu reykvískra skóla í PISA­könnuninni?  Halldór Halldórsson Ég vil horfa á styrkleikann í skólunum. Börnum líður vel þar á heildina litið. Mér finnst ástæða til að auka sjálfstæði skólanna, draga úr miðstýringu. Birta reglulega árangur skólanna svo við höfum samanburð. Nýta viðurkenndar aðferðir í lestrar­ kennslu (sem Hermundur prófessor í Noregi hefur verið að benda á) og bæta hana sem um munar. Fara í stórt átak í lestrarkennslu. Virkja foreldra betur og minna þá á stórt hlutverk þeirra í að halda lestri að börnum sínum. Færa meira af heimanámi inn í skólana sjálfa. Reynir Torfa Á Stór­Reykja­ víkursvæðinu búa tveir þriðju landsmanna, telur þú það vera vandamál eða kost?  Halldór Halldórsson Sæll Reynir. Það virðist vera sama þróun og í öðrum löndum. Það eru meira að segja til yfirgefnir bæir á Taívan, því þéttbýla landi. Ég tel of öra þróun í þessa átt ekki vera kost. Við þurfum sterka byggð um allt land og sterka höfuðborg. Hreiðar Hermannsson Hvar sérð þú helstu tækifærin í að bæta fjárhagslegan rekstur borgarinnar?  Halldór Halldórsson Þau eru víða. Á þessu kjörtímabili hefur A hluti verið rekinn með halla. Á síðasta kjörtímabili var það ekki. Það þarf að reka án halla. Það þarf að taka þá rekstrarþætti sem skera sig úr landsmeðaltalinu og endurskoða þá. Án þess að nefna ákveðna þætti þá er auðséð að víða er borgin yfir landsmeðaltali í rekstri sem er ótrúlegt því borgin er svoleiðis langsamlega stærsta sveitarfé­ lagið og ætti því að njóta mikillar stærðarhagkvæmni. Erla Gunnarsdóttir Nú eru margir Sjálfstæðismenn sem leggja blint samasemmerki milli einkabílsins og frelsis í stað þess að gera sér grein fyrir því að það er mun meira frelsi að hver einstaklingur geti valið þann ferðamáta sem hentar honum best. Hvernig finnst þér við vera að standa okkur í almenningssamgöng­ um í borginni og hvað getum við gert til að gera almenningssamgöngur að fýsilegri kosti fyrir fleiri?  Halldór Halldórsson Ég veit ekki Erla hvort þetta er bundið við sjálfstæðismenn. Ég skil reyndar gremju fólks sem þarf á fjölskyldubílnum að halda og getur ekki verið án hans. Það þarf að komast í vinnu, skutla börnum á æfingar o.s.frv. Allt sem við getum gert til að skapa meira valfrelsi, t.d. í almenningssamgöngum, „city­cars“, göngu­ og hjólastígum (þar sem Sjálfstæðisflokkurinn var í fararbroddi) skapar aukið vægi fyrir fjölskyldubílinn. Það dregur úr álagi á umferðarmannvirki og vinnur líka með þéttingu byggðar í úthverfum borgarinnar því fólk sem velur fjöl­ skyldubílinn þarf að komast á milli með eðlilegum hætti. Aukin tíðni er væntanlega aðferð til að gera almenningssamgöngur að fýsilegri kosti sem og fleiri beinar leiðir. Nafn: Halldór Halldórsson Aldur: 49 ára Staða: Oddviti Sjálfstæðis­ flokksins í Reykjavík Menntun: MBA í viðskiptafræði og MS í mannauðsstjórnun

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.