Dagblaðið Vísir - DV - 07.02.2014, Síða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 07.02.2014, Síða 32
4 Vetrarsport Helgarblað 7.–10. febrúar 2014 Þ að er ferð núna um páskana sem heitir Með blóðmör á berum sér. Þá verður geng- ið á skíðum upp í Tindfjöll og dvalið þar í fjóra daga í snjóhúsum. Það verður skíðað á daginn og farið á alla helstu tinda Tindfjalla,“ segir Hjalti Björnsson, dagskrárstjóri á Vogi og fararstjóri, í samtali við DV. Hjalti segist vera í vetrarfjalla- mennsku meira og minna allar helg- ar. „Við förum oft á föstudagskvöld- um eftir vinnu. Við förum ýmist gangandi eða á skíðum þangað sem við ætlum og gistum og komum ekki í byggðir fyrr en á sunnudeginum,“ segir Hjalti. Hann segir lítinn en vaxandi hóp stunda að fara ferðir sem þess- ar. „Þetta eru ekki neinar lúxusferð- ir, þetta er alveg á hinum endanum. Það er enginn íburður eða lúxus. Við erum með jöklatjöld með okkur en mest gaman er að komast í aðstæð- ur þar sem hægt er að grafa snjóhús,“ segir hann. Hlýtt í snjóhúsinu Hjalti segir að engin hætta sé á að manni verði kalt við að sofa í snjó- húsi. „Ef maður byggir húsið rétt þá lekur kalda loftið út um göngin þar sem kalt loft er þyngra en heitt. Heita loftið safnast því saman í húsinu. Það er eiginlega meira vandamál að það verður of heitt í snjóhúsinu. Þá byrja þau að bráðna og vatn fer að leka. Maður verður að finna jafn- vægi þar á milli en það er alls ekki kalt í snjóhúsi,“ segir Hjalti. „Stórkostleg tegund af útivist“ Hann segir að það sem dragi hann í fjallamennskuna sé einna helst kyrrðin og friðurinn sem fylgir því að vera á fjöllum. „Það er þessi friður og að fara út úr þæginda- mörkunum, að lifa við einhverjar aðstæður þar sem maður hefur ekki lífsins gæði, sem er svo gaman. Það er erfitt að lýsa þessu í orð- um þar sem þetta er meira eitt- hvað sem maður upplifir. Þetta er stórkostleg tegund af útivist,“ segir fararstjórinn. n Sefur í snjóhúsum n „Ekki neinar lúxusferðir,“ segir Hjalti Björnsson n Hitinn meira vandamál en kuldinn Mokstur Mikilvægt er að smíða snjóhúsið rétt svo ekki verði of hlýtt í því. Ef hlutföll eru ekki rétt getur snjóhúsið bráðnað. Hjálmar Friðriksson hjalmar@dv.is „Það er eigin- lega meira vandamál að það verður of heitt Matmálstími Göngugarparnir fá sér að borða uppi á fjalli. Oft og tíðum dveljast þeir heilu helgarnar á hálendinu.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.