Dagblaðið Vísir - DV - 07.02.2014, Side 37
Helgarblað 7.–10. febrúar 2014 Fólk Viðtal 29
„Ég var enginn engill“
Fór ekki í skóla
Ívar segir það sitja í honum að hafa
ekki gengið menntaveginn. „Ég
kláraði Fellaskóla en það er eini
skólinn sem ég hef farið í. Það var
aldrei inni í myndinni að læra eitt-
hvað. Ég vissi ekkert hvað mig lang-
aði að gera og svo flugu bara árin. Ég
hafði minnimáttarkennd út af þessu
hér áður fyrr en ekki lengur. Ég hefði
viljað hafa meiri bóklega þekkingu
og ef ég hefði klárað menntaskóla
hefði það opnað fleiri tækifæri en
það er aldrei of seint að byrja. Fólk er
að hefja nám á öllum aldri. Kannski á
ég það bara eftir.“
Ívar hefur alltaf hreyft sig mik-
ið og byrjaði að lyfta lóðum 22 ára.
„Ég var mjög grannur að eðlisfari og
þvældist í fyrsta skipti inn á líkams-
ræktarstöð með Fjölni Þorgeirssyni
en við spiluðum mikið saman bilj-
arð þegar við vorum yngri. Ég tók lík-
amsræktina svo alvarlegri tökum í
kringum 1995 og hef verið að sleitu-
laust síðan. Mér fannst þetta strax
gaman, að læra svona á sjálfan sig og
fá útrás,“ segir Ívar sem er nú hættur
að keppa. „Ég hef hvergi gefið það
út en já, ég er hættur. Þetta er orðið
ágætt enda þarf ég ekki mikið að
sanna í viðbót. Keppnin hefur mik-
ið breyst. Það sem ég hef mest gam-
an af, þrautakeppnin, er dottin út.
Núna snýst þetta bara um að standa
á sundskýlu. Spennan er því minni.“
Dóttirin í fitness
Tvö elstu börn Ívars hafa fetað í hans
fótspor og eru dugleg í ræktinni en
dóttir hans hefur tvisvar keppt í fit-
ness. Hann segist ekki hafa óttast
um krakkana þegar þau ákváðu að
fara að hans fordæmi. „Þótt að minn
áhugi hafi minnkað eftir að þetta
varð aðeins kroppasýning finnst mér
þetta skemmtilegt keppni til að fylgj-
ast með. Svona keppni er góð fyrir
egóið og góð fyrir „showbisnessið“
þótt hún sé ekki nóg fyrir mig sem
keppanda.
Mér finnst ekkert að því að vera í
bikiníi uppi á sviði, hvort sem það er
í svona keppni eða í fegurðarkeppni.
Ef fólk langar að taka þátt er það þess
mál. Auðvitað eru til neikvæðir póstar
í þessu eins og öðru en ef þú ert með
höfuðið í lagi höndlarðu þetta en ef
hugurinn fylgir ekki máli getur auð-
vitað farið illa,“ segir hann og á þar
við átröskun og vöðvafíkn. „Ég var
ekkert efins þegar dóttir mín vildi fara
þessa leið. Ég studdi hana bara áfram
og hjálpaði henni að fá réttar upplýs-
ingar og besta mögulega fólkið með
sér. Arnar Grant fylgdi henni til að
mynda í gegnum fyrsta mótið.“
Óhugnanleg steranotkun
Hann segir ólöglega lyfjanotkun
vissulega hafa áhrif á íþróttina. „Hér
áður fyrr voru lyfjapróf í hverju lík-
amsræktarmóti en nú hafa þau dottið
út, því miður. Þau þóttu svo dýr. Sjálf-
ur hef ég aldrei notað stera, ég hefði
aldrei þorað því. Ég þyki líka ekki stór
maður, bara rétt í meðallagi.
Í rauninni held ég að það sé
steranotkun í flestu sporti, sem
er óhugnan legt, sérstaklega af því
hversu margt ungt fólk er að nota
þetta,“ segir hann en bætir við að
hann hafi aldrei orðið vitni að stera-
notkun. „Þetta er ekki það samþykkt
að fólk geri þetta fyrir framan aðra.
Þetta er eitthvað sem fer fram bak við
lokaðar dyr. Mig hefur samt oft grun-
að að þessi og hinn hafi notað ein-
hver ólögleg lyf. Maður sér einkenn-
in, sem eru hraður vöðvavöxtur og
mikill og hraður skurður. Slíkt er vís-
bending um að fólk sé að nota eitt-
hvað sem ekki er hollt.“
Nauðsynlegt að hugsa um
sjálfan sig
Ívar starfar einnig sem einkaþjálf-
ari. Hann segir algeng mistök að fólk
líti á líkamsrækt sem átak. „Aðalat-
riðið er að gera þetta að lífsstíl.
„Aldrei
dytti mér í
hug að gera grín
að útliti fólks