Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 07.02.2014, Qupperneq 42

Dagblaðið Vísir - DV - 07.02.2014, Qupperneq 42
34 Neytendur Helgarblað 7.–10. febrúar 2014 Ekki pakka of miklu niður Nokkur ráð til að komast af með eingöngu handfarangur Flestir hafa lent í því að skilja eitt­ hvað eftir heima sem þeir vildu gjarnan hafa með þegar farið er í ferðalag, en fleiri hafa þó líklega frekar ferðast með allt of mikið sérstaklega eftir að mörg flugfé­ lög fóru að rukka sérstaklega fyrir farangur. 1 Fáðu þér litla og létta tösku Sumir kjósa helst bakpoka eða axlartösku en það er mikilvægt að það sé þægilegt að bera hana. Töskur með hjól eru vinsæl en í mörgum af eldri borg­ um Evrópu gera þær lítið gagn þar sem hellusteinar og tröppur tefja för. 2 Skoðaðu veðurspá Þannig er auðvelt að ákveða hverju skal pakka. Ef útlit er fyrir sólskin er sólarvörn mikilvægari en þykkar úlpur og peysur. 3 Föt sem passa saman Eitt pils eða einar buxur sem hægt er að klæða bæði upp og niður með stuttermabol eða hlýrabol, fínni blússu eða skyrtu, getur verið nóg í nokkurra daga ferð. 4 Vertu með nóg af nærfötum Gott er að miða við að geta ferðast í fimm daga án þess að þvo nærföt og sokka. Sumir ferðast með þvottaefni í litlum skömmtum en vel má komast af með handsápu eða sjampó í nokkru skipti. Þrír til fjórir alklæðnaðir er meira en nóg í ferðalög og kemur í veg fyrir að óhreint tau hlaðist upp. Þau sem hafa tilhneigingu til að versla mikið í útlöndum geta svo minnkað farangurinn enn meir. 5 Tvö pör af skóm Mikil­vægt er að skórnir séu þægilegir að ganga í en ef annað parið blotnar eða fer að meiða þá er gott að geta skipt. Annað parið þarf helst að vera nógu fínt til að geta farið í því út að borða eða á skemmtistaði sem sumir hafa reglur um skóbúnað. Í fluginu er þyngra parið á fótunum til að spara pláss. 6 Skipulegðu pökkunina Það er mikilvægt að nýta vel plássið í töskunni, fylla upp í allar holur og svo er sígilt ráð að rúlla upp fötum til að minnka krumpur. 7 Pakkaðu snyrtivörunum rétt Fljótandi snyrtivörur eiga allar heima í sama veski og mikilvægt er að farið sé eftir regl­ um flugvalla hvað varðar stærð umbúða og pökkun. Hægt er að fá litlar flöskur undir sjampó og slíkt í apótekum og smáhluta­ verslunum eins og Tiger. 8 Pakkaðu skynsamlega Handáburður, sólgleraugu, nesti, eyrnatappar, bók og annað sem gæti þurft að grípa til á ferðalaginu á að sjálfsögðu heima efst í töskunni, í utanáliggjandi hólfum þannig að auðvelt sé að ná til þeirra. F lestir hafa þá hugmynd um ferðalög að þau séu frábær leið til að gera sér dagamun og margir reyna að komast til útlanda með reglulegu milli­ bili. Með því að undirbúa sig vel og gera fjárhagsáætlun er oft hægt að lengja ferðina til muna eða eyða meiri peningum í tónleika, leikhús eða aðra þá afþreyingu sem fólk sækist eftir. Ódýrt flug Ýmsar leitarvélar bjóða upp á aðstoð við að finna ódýrasta flug milli áfanga­ staða. Ein þeirra er dohop.is, íslensk leitarvél sem leitar að öllum flugleið­ um á milli áfangastaða og raðar þeim svo eftir verði. Jóhann Þórsson í mark­ aðsteymi Dohop segir vélina leitast eftir því að para saman lággjaldaflug­ félögin öll. „Við reynum að sýna allt þannig að neytandinn fái alltaf besta dílinn og reynum að vera eins ítarleg og við getum,“ segir hann. Fólk þarf svo sjálft að bóka flugmiða á heima­ síðum flugfélaganna. Fyrirtækið fær greidda þóknun frá flugfélögunum fyrir að vísa viðskiptavinum á þau en þó birtir það niðurstöður frá flugfélög­ um á flugleiðum án þess að hafa slík­ an samning við flugfélögin. „Til dæm­ is birtum við niðurstöður frá Ryan Air þó þeir borgi okkur ekkert og við þurf­ um að greiða 100 pund á ári í góð­ gerðafélag til að fá að sýna verðið frá þeim,“ segir Jóhann. Leitarvélin ekki biluð „Fólk hefur hringt hingað til að láta mig vita að eitthvað sé bilað því verðið sé svo lágt. Þetta á sérstaklega við um fólk sem er að fljúga þangað sem ekki er flogið beint frá Íslandi. Við erum oft miklu ódýrari en aðrir því við pör­ um saman lággjaldaflugfélögin,“ seg­ ir hann. „Þú þarft á móti kannski að sækja töskuna þína og skrá þig inn aftur á flugvellinum þar sem þú milli­ lendir en það er kannski allt í lagi ef þú ert að spara tugi þúsunda.“ Lesa smáa letrið Þegar flug er bókað með lággjalda­ flugfélögum er mikilvægt að lesa alla skilmála vel. Mörg flugfélög rukka sér­ staklega fyrir farangur og það kostar oftast mun meira við innritun á flug­ vellinum. Það er vel þess virði að reyna að skera niður farangur því næstum alltaf er hægt að ferðast með 10 kílóa handfarangurstösku. Eins er mikilvægt að vera vakandi fyrir því hvort flugfélögin vilji að fólk innriti sig fyrirfram í flugið en annars getur fólk þurft að greiða sérstaklega fyrir innritun, og oft háar fjárhæðir. Mörg fyrirtæki rukka sérstaklega fyrir að fá að velja sér sæti en ef fólk mætir ekki allt of seint á flugvöllinn er yfirleitt hægt að fá sæti með ferða­ félögum sínum. Ef ekki má alltaf kynnast nýju fólki eða bara lesa góða bók. Þá eru flugvallarskattar ekki alltaf innifaldir í verðinu og mörg flugfélög rukka sérstaklega fyrir far­ þegatryggingu eða möguleikann á að breyta miðanum. Best að eiga vini Ódýrasta leiðin til að gista í útlönd­ um er að heimsækja vini sína eða ætt­ ingja og fá að gista hjá þeim. Það er þó ekki alltaf mögulegt en ferðasam­ félagið Couchsurfing tengir saman ferðalanga alls staðar að úr heiminum og þá sem eiga aukaherbergi. Fólk býr til eigin síðu, svipaða og á Facebook, þar sem það lýsir lífsviðhorfum sín­ um og áhugamálum. Couchsurfing er ekki aðallega hugsað sem sparnaðar­ tæki heldur leið til að kynnast heima­ mönnum og eignast vini um allan heim. Ef Couchsurfing er of ævintýralegt er önnur leið að greiða fyrir gistingu á einkaheimilum til dæmis gegnum síður eins og Airbnb. Þannig er oft hægt að fá ódýra gistingu á góðum stað og hafa jafnframt samskipti við heimamenn. Á airbnb.com er einnig hægt að leigja íbúðir, einbýlishús eða sumarbústaði. Margir hafa góða reynslu af heim­ ilaskiptum en kosturinn við þau er að oft fylgir bíll með í kaupunum og fólk sleppur því bæði við gistikostnað og að greiða fyrir bílaleigubíl. Nokkrar heimasíður bjóða upp á þessa þjónustu, þeirra á meðal intervac­ homeexchange.com. Tjaldsvæði oft miðsvæðis Þá má ekki gleyma því að í flestum borgum og bæjum eru tjaldsvæði mjög vel tengd miðborginni þannig að ef fólk hefur ekki á móti því að gista í tjöldum getur það verið mjög ódýr og góður kostur. Gisting í tjaldi getur ver­ ið bæði ódýrari og boðið upp á meira næði en gisting á farfuglaheimilum. Tjaldsvæði eru flokkuð eftir stjörnu­ kerfi, líkt og hótel, eftir því hversu mikla þjónustu er boðið upp á á þeim, sums staðar þarf ekki einu sinni að koma með tjald. Lesa smáa letrið á hótelsíðum Vilji fólk hins vegar gista á hótelum eru nokkrar leiðir til að finna ódýra gistingu. Þannig býður dohop.com upp á leit að hótelgistingu á lágu verði, eins heimasíðan lastminute.com og hotels.com. Um bókanir á ódýrum hótelum gegnum slíkar heimasíður gildir það sama og um flugið, það þarf að lesa vel bókunarskilmála. Öll við erum samferða Víða um lönd eru starfræktar heima­ síður eins og samferða.is sem tengja þá sem eru að keyra milli staða með tóma bíla og þá sem þurfa að kom­ ast ódýrt milli staða. Yfirleitt greiða farþegar hluta eldsneytiskostnaðar. Heimasíðan carpooling.com tengir til dæmis um 40 lönd í Evrópu saman og þannig er hægt að ferðast mjög ódýrt. Ef fólk hefur nægan tíma og er að ferðast milli borga er oft bæði ódýrt og skemmtilegt að ferðast með lestum eða rútum. Almenningssamgöngur eru víðast hvar miklu betri en við eig­ um að venjast og það er ótrúlega slak­ andi að þurfa ekki að hugsa um um­ ferðina. Yfirleitt er hægt að gera góð kaup á lestarmiðum ef þeir eru keypt­ ir fram í tímann og sömu sögu er að segja af rútufargjöldum. Tryggingar dýrar Leitarvélar internetsins geta verið mjög árangursríkar þegar leitað er að ódýrum bílaleigubílum en áðurnefnd Dohop­heimasíða býður til dæm­ is upp á leit að ódýrum tilboðum. Þegar þau eru skoðuð er þó mikil­ vægt að hafa í huga að sjaldnast eru tryggingar með í pakkanum, þær geta oft allt að því tvöfaldað verðið. Stund­ um eru tryggingar valfrjálsar en fæst­ ir eru tilbúnir að taka slíka áhættu. Yngri bílstjórar en 25 ára þurfa gjarn­ an að greiða hærra verð fyrir bílinn og algengt er að aðeins sé innifalinn lítill fjöldi kílómetra á dag. Þá er gott að vinna heimavinnuna sína og vita hvaða bensínstöðvar bjóða upp á ódýrasta bensínið. Í borgum má spara háar fjárhæðir með því að nota almenningssam­ göngur því fargjöld í leigubíla eru fljót að safnast saman. Þetta á sér­ staklega við ferðir til og frá flugvöll­ um en stórir flugvellir eru mjög vel tengdir miðborgum með almenn­ ingssamgöngum. Borðið ódýran mat í hádeginu Að borða framandi mat er frábær hluti af því að ferðast til annarra landa. Ef fólk vill gera vel við sig í mat og drykk er tilvalið að gera það í hádeginu því þá er oft boðið upp á ódýrari matseðla. Á kvöldin má svo borða nesti á torgum eða eiga viðskipti við litla og skringi­ lega götusala eða skyndibitabúllur. Einn helsti kosturinn við að gista í heimahúsi er að geta borðað morgun­ mat heima og hellt upp á morgun­ kaffi. Þá er tilvalið að smyrja nesti til dagsins og borða það í almennings­ görðum eða á torgum á meðan mann­ lífið er skoðað. Það getur sparað tölu­ verðar fjárhæðir miðað við að kaupa tilbúinn mat. n Flugfargjöld, gisting, samgöngur og matur eru stærstu útgjaldaliðirnir Ódýrari ferðalög Auður Alfífa Ketilsdóttir fifa@dv.is Sumarfrí Það er hægt að eiga ánægjulegt sumarfrí í útlöndum án þess að fara á hausinn.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.