Dagblaðið Vísir - DV - 07.02.2014, Side 60

Dagblaðið Vísir - DV - 07.02.2014, Side 60
Helgarblað 7.–10. febrúar 201452 Fólk Þarf að hugsa um sjálfa sig Ríkustu fata- hönnuðirnir 1 Miuccia PradaÍtalski fatahönnuðurinn Miuccia Prada er ríkasti fatahönnuður heims en eiginfé hennar er metið á 12,4 milljarða Bandaríkjadala. Prada rekur samnefnt tískuvörufyrirtæki ásamt eiginmanni sínum, Patrizio Bertelli. 2 Giorgio Armani Ítalski fatahönnuð- urinn Giorgio Armani er einn sá farsælasti í heimi. Armani stofnaði samnefnt fyrirtæki árið 1975 og hefur náð gríðarlega góðum árangri innan tískuiðnaðarins, en fyrirtæki hans veltir 1,6 milljörðum Bandaríkja- dala á ári og er eiginfé hans metið á 8,5 milljarða dollara. 3 Ralph Lauren Hinn 74 ára Ralph Lauren er meðal þeirra ríkustu í heimi. Þessi bandaríski fatahönnuður er hvað þekktastur fyrir Polo-línuna sína en hann hefur náð góðum árangri innan tískuheimsins og er eiginfé hans metið á 7,7 milljarða dollara. 4 Patrizio Bertelli Patrizio Bertelli er eiginmaður Miucciu Prada og jafnframt meðal ríkustu hönnuða í heimi. Hann rekur tískuvörumerkið Prada ásamt eiginkonu sinni og er fram- kvæmdastjóri þess, en eiginfé Bertelli er metið á 6,7 milljarða dollara. 5 Domenico Dolce og Stefano Gabbana Ítalska tvíeykið Domenico Dolce og Stefano Gabbana hafa rekið tískumerkið Dolce & Gabbana saman síðan árið 1985. Eiginfé þeirra beggja er metið á tvo milljarða Banda- ríkjadala, sem raðar þeim á lista ríkustu fatahönnuða í heimi. topp 5 Selena Gomez í meðferð B andaríska söngkonan Selena Gomez fór í laumi í meðferð í janúar. Gomez skráði sig á meðferðarheimilið Dawn at the Meadows í Arizonafylki í Banda- ríkjunum þann 5. janúar og dvaldi þar í tvær vikur. Fjölmiðlafulltrúi söngkonunnar segir hana hafa skráð sig sjálfviljuga í meðferð en þó ekki vegna áfengis- og vímuefnafíknar en útskýrði ástæðuna þó ekki nánar. Á vefsíðu Dawn at the Meadows stend- ur að stofnunin sé fyrir ungmenni á aldrinum 18 til 26 ára sem glíma við tilfinningalegt áfall, fíkn eða tvíþætta sjúkdómsgreiningu. Ekki er langt síðan Gomez olli að- dáendum sínum miklum vonbrigð- um er hún hætti við hluta af tón- leikaferðalagi sínu, en hætt var við alla tónleika söngkonunnar í Ástralíu í desember síðastliðnum. Í tilkynn- ingu sem Gomez sendi á fjölmiðla kom fram að hún þurfi nú að eyða tíma í að sinna sér. „Það er mér og mínum nánustu ljóst að eftir að hafa sett vinnuna í forgang í mörg ár þarf ég að verja svolitlum tíma í sjálfa mig til þess að geta verið ég sjálf í minni bestu mynd,“ sagði meðal annars í tilkynn- ingunni. n Í meðferð Hvað amar að Selenu? Þreytt Gomez hefur sett vinnuna í forgang undanfarin ár og vill nú einbeita sér að sjálfri sér. Fræga fólkið á lokaballinu E ins og flestir vita þá eru loka- böll menntaskólans á meðal hápunkta í lífi margra banda- rískra ungmenna. Hér eru myndir af nokkrum þekktum stjörn- um á sínu lokaballi. n Stjörnurnar á menntaskólaárunum Snoop Dog Lady Gaga Will Farrell Ellen DeGeneres Brad Pitt Jennifer AnistonDemi LovatoJessica Alba

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.