Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 07.02.2014, Qupperneq 62

Dagblaðið Vísir - DV - 07.02.2014, Qupperneq 62
Helgarblað 7.–10. febrúar 201454 Fólk A f öllu sem ég hef séð og heyrt og hlustað á þá er hann númer eitt,“ segir Ólafur Páll Gunnarsson, út- varpsmaður á Rás 2 og for- fallinn Neil Young-aðdáandi. Líkt og greint hefur verið frá er Young væntanlegur til Íslands í júlí þar sem hann mun spila á tónlistarhátíðinni All Tomorrow‘s Parties í Laugardals- höllinni ásamt hljómsveitinni Crazy Horse. Óli Palli segist gríðarlega spenntur en hann hefur séð Young margoft áður á tónleikum og segir tónleikagesti mega búast við góðu. Náttúruverndarsinni Óli Palli er einn helsti aðdáandi Neil Young hér á landi og þótt víðar væri leitað, en hann lítur ekki eingöngu upp til átrúnaðar- goðsins tónlistar lega séð. „Hann er einstakur. Hann er af '68 kynslóðinni og var í raun- inni ímynd hippans á sínum tíma. Og er það í hjartanu svolítið enn- þá, því hann er enn með þær hug- sjónir sem hipparnir stóðu fyrir; náttúru- vernd og frið og allt þetta. Það var núna síðast bara í jan- úar, þegar Neil fór í tónleikaferð um Kanada, sem hann tók sér stöðu með frumbyggj- um í Al- berta gegn olíurisum heimsins,“ segir Óli. „Svo er hann sjálfum sér sam- kvæmur á þann hátt að hann kem- ur sífellt á óvart og gerir bara ná- kvæmlega það sem honum sýnist. Og þeir sem hafa unnið með hon- um segja að þeir séu búnir að læra það að ef hlutirnir eru ekki gerðir eins og hann vill, þá séu þeir bara ekki gerðir yfirhöfuð. Hann er svo- lítill sérvitringur.“ Átrúnaðargoð Eddie Vedder „Mér finnst hann svo mikill fyrir- myndarmaður. Og það segi ég án þess að hafa nokkurn tímann hitt hann, en ég hef lesið bækur um hann og hlustað mikið á músíkina hans og svo hef ég séð hann mörg- um sinnum á tónleikum,“ segir hann og bætir við að margir líti á Young sem fyrirmynd. „Það líta voða margir tónlistar- menn upp til hans. Til dæmis Eddie Vedder, söngvari Pearl Jam, er einn af hans lærisveinum og hann segir hreinlega að í raun- inni hafi Neil Young og Bruce Springsteen bjargað lífi hans með því að sýna honum hvernig hægt sé að takast á við þetta líf sem hann lifir; hvernig er hægt að vera rokkstjarna í dag en lifa það af og komast út úr því sem almennileg- ur maður.“ Rokk og ról í Höllinni Óli Palli segir tónleikagesti mega búast við góðri skemmtun en að þó sé aldrei að vita hverju Young taki upp á. Hann hafi gert kántrí- plötu, rokkabillíplötu og plötu sem var undir áhrifum þýsku raf- hljómsveitarinnar Kraftwerk. „Eitt af því sem er einkennandi við hann er að maður veit aldrei hvað kemur næst. Hann gerir bara einhvern veginn það sem honum sýnist. En það sem hann hefur verið að gera núna undanfarið með hljómsveitinni Crazy Horse, þar er hann á heimavelli. Þetta er mikið rokk og mikill hávaði, bara „rock and roll“.“ n Hörn Heiðarsdóttir horn@dv.is „Gerir það sem honum sýnist“ n Neil Young er hippi og sérvitringur n Rokk og ról í Laugardalshöll„Eitt af því sem er einkennandi við hann er að maður veit aldrei hvað kemur næst. Náttúruverndarsinni Young er mikill náttúru- verndarsinni og lagði nýlega frumbyggjum í Alberta í Kanada lið gegn olíurisum heimsins. MyNd REutERs Mikill aðdáandi Óli Palli hefur margoft farið á tónleika með Neil Young. MyNd EyþóR ÁRNasoN Eignaðist barn 48 ára Lýtlæknirinn Þórdís Kjartansdótt- ir eignaðist sitt þriðja barn í nóv- ember, 48 ára gömul. Þórdís prýðir forsíðu nýjasta tölublaðs tímarits- ins MAN og í viðtali í því segir hún frá gleðinni yfir óvæntri óléttu. „Ég er ekki frá því að það yngi mann að eignast barn á þessum aldri og það er næsta víst að hún mun halda manni við efnið næstu árin. Í dag finnst mér ég aldrei vera bundin yfir barni heldur einungis jákvætt að sinna þessum demanti, ég er ekki að missa af neinu.“ 5 ára ábyrgð* * Nánar á heimasíðu Allt að 80% sparnaður Best í prófun hjá SP í Svíþjóð Fujitsu LTCN - Loft í loft varmadæla Margra ára reynsla við íslenskar aðstæður og hundruð ánægðra viðskiptavina segir allt sem segja þarf. Loft í vatn fyrir heitt vatn og ofnakerfi Raunverulegur sparnaður með varmadælum Frekari upplýsingar á www.deltalausnir.is Símar 895 0640 eða 895 6640 Jóhanna á hækjum Jóhanna Sigurðardóttir, fyrrver- andi forsætisráðherra, hefur haft í nægu að snúast síðan hún yfirgaf heim stjórnmálanna. Á dögunum fór hún í liðskiptaaðgerð og styðst nú við hækjur. „Margt hefur gerst í fjölskyldunni á fyrstu vikum ársins. Skömmu eftir fæðingu sjö- unda barnabarnsins lést elskuleg tengdamóðir mín, Fríða Björg Loftsdóttir. Sjálf er ég að koma úr löngu tímabærri liðskiptaaðgerð og verð því að styðjast við hækjur fram á vor,“ segir hún á sam- skiptasíðunni Facebook og birtir meðfylgjandi mynd af sér með.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.