Dagblaðið Vísir - DV - 21.03.2014, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 21.03.2014, Blaðsíða 6
Helgarblað 21.–24. mars 20146 Fréttir Sambandið við ESB snýst um EES Utanríkisráðherra skilar skýrslu til þingsins Í sland er í öfundsverðri stöðu varðandi utanríkisviðskipti vegna aðgengis landsins að innri markaði Evrópu í gegnum EES- samninginn. Þetta segir Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra í nýrri skýrslu um utanríkis- og al- þjóðamál sem hann lagði fyrir þing- ið á fimmtudag. Þar fer hann yfir þann tíma sem hann hefur setið á stóli utanríkisráðherra. Í skýrslunni segir Gunnar Bragi að samband Íslands og Evrópusam- bandsins snúist um EES-samstarf- ið. „Ný Evrópustefna stjórnvalda byggist á efldri hagsmunagæslu á vettvangi EES-samningsins og annarra gildandi samninga Íslands og ESB. Í stefnunni er lögð áhersla á skilvirka framkvæmd EES-samn- ingsins, m.a. með því að efla sam- ráð innan stjórnsýslunnar og við Al- þingi,“ segir hann í skýrslunni. Gunnar Bragi segir að auk góðra viðskiptatengsla við Evrópu sé margt sem bendi til þess að ný tæki- færi séu í sjónmáli í viðskiptum við Bandaríkin, sem standi á grónum merg, eins og það er orðað. Þá sé Ís- land hluti að víðfeðmu neti fríversl- unarsamninga með aðild sinni að EFTA. „Með samstarfi innan EFTA er Ísland hluti af víðfeðmu neti frí- verslunarsamninga sem ná til stórs hluta heimsins. Þá eru tækifæri til að sækja á nýjar lendur á eigin forsendum, t.d. með fríverslunar- samningi við fjölmennustu þjóð heims, Kínverja, sem og eina þá fá- mennustu, Færeyinga,“ segir hann í skýrslunni. n adalsteinn@dv.is Stjórnin fundaði ekki í fjarveru Sigmundar Forsætisráðherrann vill ekki að Bjarni Benediktsson stýri fundum sem varaforsætisráðherra R íkisstjórnin sleppti því að funda tvívegis í þess- um mánuði út af fjarveru Sigmundar Davíðs Gunn- laugssonar forsætisráð- herra. Í þessari viku var engin ríkis stjórnarfundur á þriðju- daginn vegna fjarveru Sigmundar Davíðs en hann er staddur erlend- is í ótilgreindum „einkaerindum“ að sögn aðstoðarmanns hans, Jó- hannesar Þórs Skúlasonar. DV hef- ur heimildir fyrir því að Sigmund- ur Davíð sé á Flórída. Sömuleiðis var enginn ríkisstjórnarfundur á milli daganna 4. og 11. mars síð- astliðinn en þá var Sigmundur Davíð staddur í Kanada í boðsferð á vegum flugfélagsins Icelandair. DV hefur heimildir fyrir því að ráðamenn í þingliði Sjálfstæðis- flokksins séu orðnir langþreyttir að þessu leyti á samvinnunni við Sig- mund Davíð. Lögum samkvæmt á ríkisstjórnin að halda tvö fundi í hverri viku en samkvæmt reglum um starfshætti ríkisstjórnarinn- ar segir um þetta: „Ríkisstjórnar- fundir skulu að jafnaði haldnir tvisvar í viku meðan Alþingi situr, á þriðjudögum og föstudögum, en annars einu sinni í viku og þá að jafnaði á þriðjudögum. Fund- ir hefjast stundvíslega kl. 9, nema annað sé ákveðið.“ „Ein af ástæðunum“ Sigurður Már Jónsson, upplýs- ingafulltrúi ríkisstjórnarinnar, segir að ekki séu gefnar út ástæður þess af hverju ríkisstjórnarfund- urinn á þriðjudag féll niður. Hann segir að það hafi gerst í fortíðinni að fundir hafi fallið niður og að fyrir því geti verið ýmsar ástæður, meðal annars að ekkert aðkallandi sé á dagskrá sem þurfi að fjalla um. Aðspurður segir Sigurður Már hvort hugsanlegt sé að fjarvera Sigmundar Davíðs sé ein af ástæð- unum fyrir því af hverju ekki hafi verið haldinn fundur hjá ríkis- stjórninni á þriðjudaginn. „Já, það getur verið ein af ástæðunum. Menn raða þá bara málum á milli funda og skipuleggja sig þannig.“ Í orðum Sigurðar Más felst því að ríkisstjórnin hliðri því til í ljósi fjar- veru forsætisráðherra. Sigurður Már nefnir hins vegar ekki aðrar sértækar ástæður fyrir því af hverju ríkisstjórnarfund- urinn var ekki haldinn á þriðju- daginn þrátt fyrir að hafa verið ítrekað spurður um þær. Vill ekki að Bjarni stjórni Ein af ástæðunum fyrir því af hverju ríkisstjórnarfundir eru ekki haldnir í fjarveru Sigmund- ar Davíðs er sú að forsætisráð- herrann mun ekki kæra sig um að Bjarni Benediktsson, formað- ur Sjálfstæðis flokksins og fjár- málaráðherra, stýri fundum sem forsætisráðherra í fjarveru hans. Bjarni er varaforsætisráðherra og fer með vald forsætisráðherra í fjarveru Sigmundar Davíðs. Af hverju Sigmundur Davíð er á þessari skoðun liggur ekki fyr- ir en ljóst er að í tvö síðustu skipti sem hann hefur farið af landi brott þá hafa engir ríkisstjórn- arfundir verið haldnir. Pirringur sjálfstæðis manna mun að hluta til vera tilkominn út af þessum tikt- úrum Sigmundar Davíðs og eins vegna þeirrar staðreyndar að hann þykir ekki vera mjög virkur stjórn- andi í ríkisstjórnarsamstarfinu. Einkaerindi forsætisráðherra DV hefur gert tilraunir til að fá upplýsingar frá Jóhannesi Þór, að- stoðarmanni Sigmundar Davíðs, um hvert hann fór. Jóhannes Þór hefur ekki viljað veita DV upplýs- ingarnar í ljósi þess að það komi blaðamönnum, og þar af leiðandi almenningi, ekki við hvert Sig- mundur Davíð fer í einkaerindum sínum. Um þetta segir Jóhannes að- spurður um utanlandsferðina sem Sigmundur Davíð fór í á föstu- daginn og sneri aftur til landsins úr á miðvikudaginn „Varðandi það hvar hann er staddur og hvað hann er að gera þá lít ég einfaldlega svo á að stjórnmálamenn þurfi ekki að standa blaðamönnum skil á því ná- kvæmlega hvert þeir fara eða hvað þeir gera þegar þeir fara erlendis í einkaerindum, eins og fram hefur komið áður. Einhvers staðar hljóta menn að draga strikið milli opin- bers lífs og einkalífs, jafnvel hjá forsætisráðherra. Ég mun því ekki gefa upplýsingar um það hvert hann fór. Ég bendi á að þetta er ekkert sérstakt tilfelli. Ég hef aldrei gefið fjölmiðlum upplýsingar um það hvert forsætisráðherra fer í einkaerindum erlendis eða hvað hann gerir. Ég lít svo á að það til- heyri hans einkalífi og sé ekki mitt að greina frá í fjölmiðlum.“ Nú liggur hins vegar fyrir að fjarvera Sigmundar Davíðs í einka- erindum, hvort sem það er í boðs- ferð til Kanada með Icelandair eða utanlandsferð í Flórída, hefur bein áhrif á störf ríkisstjórnarinnar þar sem fundir eru oft ekki haldnir þegar hann bregður sér af bæ. Þá liggur líka fyrir að hann vill ekki að aðrir fari með vald forsætisráð- herra þegar hann er staddur er- lendis. Fyrir vikið eru engir fundir í ríkisstjórninni. n Ingi Freyr Vilhjálmsson ingi@dv.is Vill ekki að Bjarni stjórni Sigmundur Davíð vill ekki að Bjarni Benediktsson stýri fundum ríkisstjórnarinnar þegar hann er fjarverandi. Mynd ÞorrI „Já, það getur verið ein af ástæðunum. Fundu eitt og hálft kíló af dópi Tollverðir haldlögðu um eitt og hálft kíló af fíkniefnum sem fund- ust hjá íslenskum sjómanni fyrr í þessum mánuði. Um var að ræða 1,33 kíló af marijúana og um 200 grömm af hassi. Í tilkynningu frá tollinum kemur fram að tollverð- ir hafi haft afskipti af manninum, sem var skipverji á dönskum rækjutogara, er átti að sigla á næstu dögum til Grænlands. Skipið hafði verið tollafgreitt við komuna til landsins nokkrum dögum áður. Grunur leikur á að efnin hafi verið ætluð til útflutn- ings frá Íslandi til Grænlands. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu fer með rannsókn málsins, sem er á lokastigi. Tollstjóri minnir á fíkniefna- símann 800-5005. Í hann má hringja nafnlaust til að koma á framfæri upplýsingum um fíkni- efnamál. Fíkniefnasíminn er samvinnuverkefni lögreglu og tollyfirvalda og er liður í barátt- unni við fíkniefnavandann. Ferðaþjón- ustan stærst Tekjur af erlendum ferðamönnum var stærsta útflutningsafurðin fyrir árið 2013 samkvæmt nýjum gögn- um frá Hagstofu Íslands. Þetta er í fyrsta skipti sem ferðaþjónust- an er efst á blaði. Alls námu tekjur af erlendum ferðamönnum tæp- lega 275 milljörðum króna. Fjór- um árum áður, árið 2009, námu tekjurnar 156 milljörðum og því er um gífurlegan vöxt að ræða. Spáð er áframhaldandi vexti á þessu ári og fjölgun ferðamanna, en á síð- asta ári komu 781 þúsund erlendir ferðamenn til landsins. Öfundsverð staða Gunnar Bragi segir að Ísland sé í öfundsverðri stöðu vegna viðskiptatengsla sinna við Evrópu í gegn- um EES-samninginn. Mynd SIgtryggUr ArI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.