Dagblaðið Vísir - DV - 21.03.2014, Blaðsíða 25

Dagblaðið Vísir - DV - 21.03.2014, Blaðsíða 25
Umræða 25Helgarblað 21.–24. mars 2014 Spurningin Hún var mjög hress Alltaf þegar ég hugsa til baka þá kemur Skeggi upp í hugann Það býst enginn við að fá svona greiningu Hvað varð um týndu flugvélina? Víkingur Heiðar Arnórsson hitti ofurfyrirsætuna Cöru Delevingne. – DV Björg Guðrún Gísladóttir opnaði umræðuna um ofbeldi Skeggja Ásbjarnarsonar. – DVHildiþór Jónasson sigraðist á krabbameini og tekur þátt í Mottumars. – DV Myndin Stund milli stríða Björk Guðmundsdóttir tónlistarkona og Darren Aronofsky ræða saman að loknum blaðamannafundi í vikunni. Björk og Darren voru hér á landi til þess að taka þátt í átaki til styrktar náttúruverndarsamtökum. „Ég held að það hafi verið gerð tilraun til að ræna henni en svo hafi hún hrapað. Þetta hefur verið ránstilraun sem hefur farið úrskeiðis.“ Valgerður R. Valgarðsdóttir 38 ára kennari „Henni var rænt til að nota í hryðju­ verk.“ Þórður Jónsson 17 ára nemi „Ég segi að hún hafi hrapað. Ég held að það hafi komið gat á hana, súrefnis­ skortur og það leið yfir fólkið og svo hrapaði hún.“ Stefán Már Jónsson 17 ára nemi „Ég held að hún sé falin á flugvelli einhvers staðar í Asíu.“ Bryndís Sigurðardóttir 38 ára tölvunarfræðingur „Ég held að hún hafi bara hrapað.“ Ingibjörg Eik Hölludóttir 20 ára atvinnulaus M enntamálaráðherra hefur gefið það út að stytting framhaldsskólanáms sé forsenda fyrir kauphækk- unum kennara. Með öðrum orð- um segir ráðherra að það þurfi að fækka kennurum til borga þeim hærri laun. Þar með hótar hann þeim uppsögnum. Orð ráðherra verða ekki til í tómarúmi, heldur eru þau hluti af orðræðu um að að íslenskt menntakerfi sé of dýrt í al- þjóðlegum samanburði miðað við árangur íslenskra nemenda, sem er mældur í könnunum eins og t.d. PISA. Þá hafa alþjóðlegar stofnanir, eins og OECD, einnig mælt með því að hér verði bæði framhaldsskóla- og grunnskólanámið stytt. Heildarkostnaður við íslenskt skólakerfi segir ekki alla söguna. Framlög til skólakerfisins eru ólík eftir námsstigum. Þannig hafa framlög til grunnskólanna aukist á undanförnum áratugum, mælt sem kostnaður á nemanda, en framlög til framhaldsskólanna hafa minnk- að. Hlutfallslega verja Íslendingar mjög litlu til háskólanna og þyrftu að tvöfalda framlagið til að ná með- altali OECD. Það er sem sagt aðal- lega kostnaðurinn við grunnskóla- kerfið sem skýrir stöðu okkar í samanburði við önnur OECD-ríki. Hvergi er fjöldi nemenda á hvern kennara eins lítill og hér en það út- skýrist af dreifbýli landsins. Fjöldi nemenda á hvern kennara er mikill á fjölbýlli stöðum, eins og á höfuð- borgarsvæðinu, en heildartalan er dregin niður af fámennum skólum á landsbyggðinni. Þá skýrist fjöldi framhaldsskóla einnig af dreifbýl- inu því hingað til hefur það verið stefna að reyna að gera sem flest- um kleift að stunda framhalds- skólanám í sinni heimabyggð. En hvað sem líður villandi upp- lýsingum og hugmyndum um hvernig megi minnka kostnað við íslenskt menntakerfi, þá stendur það eftir að fækkun námsára á að vera kjaramálum kennara algerlega óviðkomandi. Skólarnir eru komn- ir að þolmörkum í niðurskurði og kennarar, sem og aðrir háskóla- menntaðir starfsmenn, hafa þurft að sjá á eftir yfirvinnu og sporslum og þeir hafa setið eftir í kjaraþróun í grunnlaunum. Þeir hafa búið við aukið álag og verri vinnuaðstæður undanfarin ár og fá nú framan í sig hótun um fækkun starfa í greininni frá ráðherra sínum. Afstaða ríkisstjórnarinnar í þessu máli er hluti af stærri heild. Hún felst í þeirri hugmynda- fræði sem einkennt hefur hægri- flokka víðs vegar um heim og þeirri atvinnustefnu sem núver- andi ríkisstjórn hefur samþykkt. Sú stefna er bæði aðför að vel- ferðar- og menntakerfinu og störf- um ríkisstarfsmanna þar sem sjö af hverjum tíu störfum eru unn- in af konum. Hún er fjandsamleg samfélaginu og þeirri hugsun að grunnþjónusta sé lykillinn að jöfn- uði og farsæld og að menntun og velferð eigi að vera öllum aðgengi- leg. Hún er einnig fjandsamleg kvennastörfum enda sýnir núver- andi kjaradeila framhaldsskóla- kennara hvaða augum stjórn- völd líta þau. Þeim á að fækka. Þá var talað um það í tengslum við fjárlagafrumvarpið að bjarga þyrfti heilbrigðiskerfinu og styrkja heilsugæsluna, en fyrir stuttu birti efnahagsráðgjafi fjármálaráð- herra grein þar sem hann talar gegn opin beru heilbrigðiskerfi. Þá sýnir nýleg greining á breytingun- um sem fjárlögunum fylgdi að enn er skorið niður í heilsugæslunni og enn sitja hjúkrunarfræðingar eftir í kjaraþróun eins og aðrar kvenna- stéttir. Það er dapurlegt að núver- andi stjórnvöld skuli ekki meta kvennastörf að verðleikum heldur leggja sig fram við að fækka þeim og halda niðri launum. Ég er ekki bjartsýn á kjör kvennastétta batni sem skyldi í tíð núverandi ríkis- stjórnar. Það er miður. n Vegið að störfum kvenna Kristján Hreinsson Skáldið skrifar Líf Magneudóttir skrifar Kjallari „Ég er ekki bjart- sýn á kjör kvenna- stétta batni sem skyldi í tíð núverandi ríkisstjórnar. „Þessi mál munu öll lenda á lista yfir loforð sem þessir menn munu aldrei efna. Þ að eru alltaf allir sammála mér, einkum þegar ég rita um stjórnmál. Allavega er það þannig, að ég hef aldrei lesið mótmæli í minn garð. En þetta segir mér að ég hljóti að hafa rétt fyrir mér – án undantekninga. Það er allavega þannig, að þótt ég frétti af skrifum þar sem fólk þykist vera mér ósammála, þá les ég þau skrif ekki, fyrst og fremst vegna þess að það er fullkomlega ástæðulaust. Og þegar ég rita um þá ríkisstjórn sem núna fer með svoköll- uð völd í landinu, þá er ég viss um að hér er á ferð lélegasta stjórn sem þjóð- in hefur eignast, jafnvel þótt menn hafi haldið að stjórn Haarde og félaga státaði af efnilegustu glæpamönnum sögunnar. Þegar ég var í fótbolta hér í eina tíð, var mér tjáð að ég væri svo helvíti harður, að best væri að hafa mig í marki. Og fræg er ein setning þjálfara liðs á Suðurnesjum. En hann sagði, þegar hnokkinn ég vappaði inn á völl- inn: -Strákar, eina leiðin til að skora hjá markmanni Blikanna, er að skjóta yfir hann. Víst var þetta bæði satt og rétt. Og ég man líka eftir því, á æfingum, þegar verið var að ræða liðsuppstillingu, að þjálfarinn okkar sagði að við mættum aldrei sýna aumingjatakta á vellinum. -Sá ykkar sem vogar sér að slappa af á vellinum, verður umsvifalaust tekinn útaf, sagði hann og bætti við: -Hér er ekki pláss fyrir hlandaula og við látum ekki svefngengil bera fyrirliðabandið! Ég nefni þetta hér og nú, vegna þess að mér finnst stundum einsog ís- lensk ríkisstjórn sé hópur hlandaula í fótbolta. Jafnvel þótt ekki sé samlík- ingin fullkomin. Því það er eiginlega sama hversu afundnir aumingjar drengir geta verið við fótboltaspark; alltaf skulu þeir hafa þann ásetning að gera sitt besta – allavega sitt næst- besta. Og slíkri döngun er ekki að heilsa þar sem íslenskir stjórnmála- menn fara. Og núna kem ég að þeirri skoðun minni sem allir eru sammála: Það er skoðun mín, að ríkisstjórn Sigmund- ar Davíðs Oddssonar, hið svokall- aða Silfurskeiðabandalag, hafi ekki í hyggju að efna eitt einasta af öll- um þeim fjölmörgu loforðum sem ríkisstjórnarflokkarnir skreyttu sig með fyrir kosningar. Höfuðstólsleið- réttingin, húsnæðismálin, málefni sem snerta ferðamannapassa, veiði- gjaldsfrumvarpið, frumvarp um stjórn fiskveiða, afnám verðtryggingar og hvað þetta nú heitir allt; þessi mál munu öll lenda á lista yfir loforð sem þessir menn munu aldrei efna. n Þótt stjórnarherrar andi enn þeim ekkert tekst að gera, já, um það virðast allir menn á einu máli vera. Allir sammála mér … alltaf Mynd SiGtryGGur Ari
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.