Dagblaðið Vísir - DV - 21.03.2014, Blaðsíða 44

Dagblaðið Vísir - DV - 21.03.2014, Blaðsíða 44
Helgarblað 21.–24. mars 201444 Menning Ofurhetjur á kvikmyndahátíð Alþjóðleg barnakvikmyndahátíð verður haldin í annað sinn í Bíó Paradís dagana 20.–30. mars. Hátíðin var opnuð með pompi og prakt í gær, fimmtudag. Jón Gnarr borgarstjóri setti hátíðina en verndari hennar er Vigdís Finnbogadóttir. Aðalmynd hátíðarinnar er Ant- boy sem fjallar um hinn 12 ára gamla Palla sem bitinn er af maur og öðlast við það ofurhetjukrafta. Myndin hefur hlotið fjölda verð- launa á erlendum kvikmyndahá- tíðum og hefur hlotið einróma lof gagnrýnenda. Gestir voru hvattir til að mæta í ofurhetjubúningi og létu margir verða af því, bæði þeir yngri og eldri. Vegleg dagskrá á Bókahátíð á Flateyri Um næstu helgi, 21.–22. mars, mun fara fram Bókahátíð á Flat eyri í fyrsta sinn. Áherslan í ár verður á ljóð og ljóðaformið. Meðal helstu viðburða má nefna upplestur á Vagninum og fiskiveislu í frystihús- inu þar sem öllum landsmönnum verður boðið í glæsilega fiskveislu í boði Arctic Odda. „Hugmyndin að hátíðinni varð til út frá hugmyndum um að efla Bókabúðina á Flateyri, sem langafi minn, Jón Eyjólfsson, stofnaði fyrir tæpri öld, og hefur verið í rekstri síðan, sem verður að teljast ansi fátítt á ekki fjölmennari stað en Flateyri. Hátíðinni er ætlað að lýsa upp svartasta skammdegið með lítilli, skrítinni og skemmti- legri bókmenntahátíð yfir vetrar- mánuðina,“ segir Eyþór Jóvinsson, aðstandandi hátíðarinnar. Þeir rithöfundar sem koma fram í ár eru: Bjarki Karlsson, Bjarni Bernharður Bjarnason, Björk Þorgrímsdóttir, Björn Haf- berg, Eiríkur Örn Norðdahl, Guðmundur Hjaltason, Hörður Andri Steingrímsson og Kristín Eiríksdóttir. Frekari upplýsingar um höf- undana má nálgast á heimasíðu hátíðarinnar, bokahatid.is, þar má einnig nálgast ýtarlega dag- skrá fyrir hátíðina. Ókeypis er á alla viðburði hátíðarinnar. V ið ætlum að bjóða ferða- mönnum að heimsækja ís- lenskt heimili og fræðast um leið með tali og tónum,“ segir Ásta Kristrún Ragnars- dóttir sem ásamt eiginmanni sínum, Valgeiri Guðjónssyni, sem söng um árið um Stokkseyrarbakka, er flutt á slóðir fjölskyldu sinnar, á Eyrarbakka. Þar ætla hjónin að reka menningar- tengda ferðaþjónustu og vinna nú hörðum höndum að því að standsetja húsið Búðarhamar sem þau ætla sjálf að búa í og nota undir starfsemina. Hjónin eru ekki ókunn ferðaþjónustu því undanfarin ár hafa þau staðið fyr- ir menningartengdri ferðaþjónustu af ýmsu tagi en þá á höfuðborgar- svæðinu. Núna bjóða þau fólki að koma heim til sín og upplifa íslenska heimilis stemmingu. „Við ætlum að vera með eitt her- bergi prívat fyrir okkur annars mega gestirnir fara út um allt. Við ætlum að vera með örlitla nýjung í ferðaþjón- ustu, sem við höfum reyndar verið að gera sjálf áður, svona stefnumót við landann fyrir erlenda gesti. Þau koma og hitta raunverulegt íslenskt fólk og sjá íslenskt heimili ásamt því að fræð- ast,“ segir hún. Söngvaskáldið Valgeir fær sín einnig notið og mun að sjálfsögðu syngja fyrir gestina. Einnig verða þau með tónleikaröð og fyrstu tónleikarn- ir eru næstu helgi í kirkjunni á Eyrar- bakka. Þar koma fram ásamt Valgeiri þeir Raggi Bjarna og Jón Ólafsson. Mun svo í framhaldinu vera tónleika- röð næstu sunnudaga á eftir og hvet- ur Ásta fólk til þess að fylgjast með. „Þetta er skemmtilegt bæði fyrir Ís- lendinga og erlenda ferðamenn og það verður margt í gangi. Þetta er svo sögulegur staður og mikið sem hægt er að segja frá,“ segir hún spennt fyrir framhaldinu. n viktoria@dv.is „Stefnumót við landann“ Nótan í Hörpu Uppskeruhátíð tónlistarskóla landsins verður haldin í fimmta sinn sunnudaginn 23. mars í tónlistarhúsinu Hörpu. Hátíðin gengur undir nafninu „Nótan – uppskeruhátíð tónlistarskólanna“ og eru tónleikarnir á sunnu- daginn lokapunktur hátíðarinnar sem hefur staðið yfir að meira eða minna leyti frá áramótum. n Ásta Kristrún og Valgeir flutt á Eyrarbakka n Bjóða fólki að upplifa íslenska heimilisstemmingu Hjónin Þau Ásta Kristrún og Valgeir eru nú flutt á Eyrar- bakka en þangað á Ásta ættir að rekja. Mynd Sigtryggur Ari „Heyrið mig öll, þetta eru skemmdarverk!“ n Rafmagnað og hlýtt andrúmsloft á baráttutónleikum n Pólitíkusar ættu að hlusta á Björk í stað þess að grobba sig af henni Þ að var bæði spennuþrungið og hátíðlegt andrúmsloft í Eldborg í Hörpu á þriðju- dagskvöldið þegar Björk hóf tónleikana Stopp á laginu Jóga. Blaðamaður játar að þrátt fyrir að hafa ekki fylgst með tónlistarferli Bjarkar náið undanfarin ár tekur fölskvalaus aðdáun fermingarbarns- ins innra með honum alltaf völdin þegar hún mætir á sviðið. Tónleikarnir voru haldnir til að krefjast þess að nýjum lögum um náttúruvernd, sem taka áttu gildi þann 1. apríl næstkomandi verði ekki fórnað, auk þess að safna pen- ingum fyrir Náttúruverndarsamtök Íslands og Landvernd. Fyrir tónleik- ana hafði blaðamaður velt fyrir sér hvernig stemning yrði til í sal þar sem saman blönduðust aðdáend- ur tónlistarmannanna á sviðinu og svo fólk sem er brennandi í náttúru- vernd án þess að fylgjast endilega svo mikið með tónlist. Hlýtt og dramatískt andrúmsloft Þegar fyrstu tónar Jóga byrjuðu að hljóma var augljóst að slíkar vanga- veltur voru rugl, lagið er svo nátengt baráttunni gegn eyðileggingu lands- ins og gamaldags hugsunarhætti, allavega í huga þeirrar sem hér skrif- ar sem man eftir að hafa séð mynd- bandið spilað á tjaldi á baráttufundi fyrir náttúru Íslands seint á síðustu öld. Sjónræn hönnun tónleikanna var í höndum Hrundar Atladóttur og Ingu Maríu Brynjarsdóttur. Um- gjörðin var ótrúlega falleg og jók á hlýtt og dramatískt andrúmsloftið í Hörpunni. Yfir tjaldið bak við tón- listarmennina liðu klippimyndir af ýmsum dýrum og fuglum úr náttúru Íslands sem voru settar saman úr hreyfimyndum úr náttúrunni, foss- um og laufskrúði. Milli tónlistaratriða voru spiluð atriði úr bíómyndinni Drauma- landinu, til dæmis lestur Hall- dórs Laxness á Hernaðinum gegn landinu, og fleira. Andri Snær ekki öfundsverður Andri Snær Magnason var kynnir og var ekki öfundsverður af því að stíga á svið á eftir hverju kraftmiklu tónlist- aratriðinu á fætur öðru því þó hug- vekjur hans séu alltaf góðar, snarpar og greinandi þá verður svona inn- koma alltaf til að slíta sundur stemn- inguna. Kannski er það alltaf eðli bar- áttutónleika að flakka í stemningu. Myndbrot sem sýndi Guð- mund Pál Ólafsson rífa úr bók sinni Hálendið, blaðsíður með myndum af þeim svæðum sem sótt hefur verið að til virkjana var ótrúlega áhrifamik- ið. Blaðamaður sem hefur verið alinn upp við að fara vel með bækur velti fyrir sér hve eyðilegging landsins er sorgleg á stjarnfræðilegum skala, miðað við tilfinningarnar sem vakna við að horfa á bók með myndum af sama landi eyðilagða. Kvikmynd í lit frá hreindýra- könnunarferð á Kringilsárrana sum- arið 1943, sem Eðvarð Sigurgeirsson tók, var sýnd á meðan Mammút lék og var bæði falleg og fróðleg. Myndin bar titilinn Á hreindýraslóðum – ör- æfatöfrar Íslands og merkilegt að hún hafi ekki áður komið fyrir augu almennings. Patti og rafmagnað andrúmsloft Allir tónlistarmennirnir skiluðu sínu vel. Patti Smith hlaut standandi lófa- tak eftir sinn flutning en andrúms- loftið var rafmagnað þegar hún söng lag Lou Reed Perfect day í minn- ingu hans og eins til minningar um 22 ára Patti Smith sem heimsótti Ís- land í fyrsta skipti og féll í stafi yfir því hvað það var afskekkt og lítt snortið. Highlands, Mammút, Of Monsters and Men og Samaris voru kraftmik- il og skemmtileg og Lykke Li heill- aði salinn með frábærum söng og al- mennum töffaraskap. Það kom svo í hlut Retro Stefson að ljúka tónleikunum og átti það vel við því hljómsveitin er örugg- lega eitt skemmtilegasta partíband landsins enda var það fyrsta verk Unnsteins Manuels að fá salinn til að standa á fætur og dansa með. Þegar talið var í lokalagið þustu Stopp-Gætum garðsins upplýsingar: Baráttutónleikar í Eldborg. Highlands, Patti Smith, Mammút, Retro Stefson, Of Monsters and Men, Björk, Samaris og Lykke Li. Söfnun fyrir Landvernd og Náttúru- verndarsamtök Íslands Auður Alfífa Ketilsdóttir fifa@dv.is Tónleikar Hlustið á Björk Áburðar- verksmiðjupólitíkusarnir ættu kannski að hlusta á hvað hún segir milli þess sem þeir grobba sig af verkum hennar á hátíðis- dögum. Mynd Sigtryggur Ari
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.