Dagblaðið Vísir - DV - 21.03.2014, Blaðsíða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 21.03.2014, Blaðsíða 26
Helgarblað 21.–24. mars 201426 Umræða Umsjón: Henry Þór BaldurssonFríið Dínamít fyrir 35 milljónir Þ akklæti er mér efst í huga daginn eftir stórtónleikana í Hörpu og heimsfrumsýningu Noah. Með þessu ótrúlega framtaki Bjarkar, Gríms Atlasonar, Andra Snæs og fleiri góðra manna og kvenna og ríkulegum stuðningi Náttúruverndarsjóðs Pálma Jóns- sonar tókst að afla 35 milljóna króna til náttúruverndarbaráttunnar. Þetta fé mun t.d. nýtast til að mynda náttúruperlurnar sem orku- fyrirtækin ógna, auglýsa málstað- inn, vinna kynningarefni fyrir netið, upplýsa almenning og stjórnmála- menn um náttúruverðmætin á hálendinu, safna undirskriftum, efna til kynningarfunda, fræða er- lenda ferðamenn og fréttamenn, gera skoðanakannanir og skrifa vandaðar sérfræðiumsagnir. En dugar það til? Í dag hefur Hörður Arnarson, forstjóri Lands- virkjunar, staðfest að Þeistareykir verði endanlega eyðilagðir, Gjá- stykki og Mývatn séu enn í sigtinu og að fyrirtækið sé að hefja rann- sóknaframkvæmdir vegna virkjun- ar við Skrokköldu á miðhálendinu. Landsvirkjun er fyrirtæki sem haldið er krónísku sturlunarástandi. Hillumetrarnir af rökum munu ekki hafa áhrif á gjörnýtingarstefnu þess og afstaða almennings er bara vandræðalegur fimmaurabrandari í huga forsvarsmanna fyrirtækisins. Þess vegna velti ég því fyrir mér hvað fáist mikið af dínamíti fyrir 35 milljónir. Og hvort það sé ekki enn til fólk í Mývatnssveit sem kann að fara með sprengiefni. Þeirra baráttuaðferð virðist vera sú eina sem hefur virkað hingað til því að lýðræðinu er ekki ætlað neitt hlut- verk í virkjanamálum. n Gjaldtaka má ekki skerða almannarétt U ppruna almannaréttar má rekja til fornra laga og reglna í Rómaveldi um sameigin- leg gæði, til að mynda and- rúmsloft og aðgengi að sjó, sem voru talin svo mikilvæg að þau yrðu að vera aðgengileg almenn- ingi til frjálsra afnota. Þessar regl- ur hafa síðar endurspeglast í lög- um og rétti ýmissa vestrænna ríkja og hugmyndir um frjálsan aðgang almennings að mikilvægum nátt- úrugæðum má finna í löggjöf flestra Vestur-Evrópuríkja. Í hinni íslensku Jónsbók er fjallað um skógrækt og rétt landeigenda yfir jarðargróðri sem vex á landi þeirra og þar kemur fram að menn mega æja hestum sínum á landi í annarra manna eigu. Þar kemur líka fram að bændum beri að gera greiðfæra vegi þar sem mest almannaleið hefur ver- ið og ef viður yxi yfir þjóðbraut mátti höggva hann að ósekju. Þessi ákvæði endurspegla víð- tækan fararrétt almennings og fólu í sér að landeigendur urðu að þola, að meginstefnu bótalaust, för annarra manna um lönd sín og jafnvel að greiða fyrir henni. Almennt hefur það verið talin forn venja í íslensk- um rétti að hverjum sem er sé heim- il för um land annars manns utan kaupstaða og kauptúna, þar sem ekki er ræktað land eða slægjuland, a.m.k. ef land er ógirt. Almannarétturinn hefur verið lítt umdeildur í íslenskum rétti, þannig voru vatnsréttindi almennings tryggð í vatnalögum frá 1923 og í fyrstu ís- lensku náttúruverndarlögunum frá 1956 var kveðið á um rétt almennings til að ferðast um landið. Síðan þá hef- ur almannaréttur verið hluti af nátt- úruverndarlögum. Upp á síðkastið hefur þessum al- mannarétti hins vegar verið ógnað. Eftir að stjórnvöld völdu þá leið að falla frá því að innheimta eðlilegan virðisaukaskatt af ferðaþjónustu og stóðu fyrir miklum niðurskurði á innviðum ferðaþjónustunnar, á landvörslu og innviðum friðlýstra svæða hefur legið fyrir að erfitt yrði að taka á móti sívaxandi fjölda ferða- manna með sóma. Ríkisstjórnin ákvað að hefja vinnu við svokallaðan náttúrupassa og gjaldtöku á ferða- mannastöðum en kaus að skoða ekki aðrar leiðir á borð við útfærslu á gistináttaskatti eða farseðlaskatti. Þessi vinna hefur svo dregist mjög með þeim afleiðingum að skapast hefur nokkurs konar villtavestur- sástand þar sem landeigendur og sveitarfélög virðast hvert og eitt ætla að fara sínar leiðir í gjaldtöku með tilheyrandi óvissu og ruglanda fyrir ferðamenn og ógn við almannarétt- inn. Ýmis náttúruverndar-, útivistar- og ferðafélög hafa varað mjög við hugmyndum um náttúrupassa því að gjaldtaka inn á einstaka staði geti vegið stórlega að almannarétti, rétti fólks til frjálsrar farar um óræktað land. Þau hafa líka bent á að aðrar hugmyndir en náttúrupassinn hafi ekki fengist ræddar í samráðshópi iðnaðar- og viðskiptaráðherra um náttúrupassa, t.d. farseðlaskattur, gistináttagjald eða virðisaukaskattur. Þetta er hins vegar ekki rétti tíminn til að láta nauðhyggjuna ráða för, hér þarf að skoða allar leiðir til að styrkja innviði ferðaþjónustu án þess að al- mannarétturinn verði þrengdur. Á það hefur verið bent að laga- setningu á Íslandi megi almennt undirbúa betur. Fremur eigi að taka tíma til undirbúnings og stjórnmála- menn eigi að taka mark á því sem kemur út úr slíku samráði og undir- búningi. Í þessu máli sýnist mér ein- boðið að þarna þurfi að staldra við og skoða aðrar leiðir. Það er mikil- vægt að afla fjármuna til að byggja upp innviði friðlýstra svæða, efla landvörslu og styrkja ferðaþjón- ustuna; um það eru flestir sammála. En sú tekjuöflun má ekki verða til þess að skerða rétt almennings til að ferðast um landið sitt. Ekki má með óvandaðri lagasetningu slá út af borðinu almannaréttinn sem hér hefur verið hluti af lagaumhverfi allt frá Jónsbók. n „Upp á síðkastið hefur þessum almannarétti hins vegar verið ógnað. 1 16 ára stúlka lést eftir að hafa upplifað drauminn sinn Cameron Gallagher var 16 ára bandarísk stúlka. Hún fékk að líkindum hjartaáfall. 28.658 hafa lesið 2 Magnús Scheving og Ragnheiður skilin Magnús Scheving, sem fer með hlutverk íþróttaálfsins, og Ragnheiður Melsteð eru skilin. 26.189 hafa lesið 3 Hélt innbrotsþjófnum niðri þar til lögreglan kom Daníel Sæmundsson greip inn- brotsþjóf glóðvolgan inni í bílskúr. 21.572 hafa lesið 4 Húðskammaður fyrir að segja svona ljótt um Skeggja og svo hent út á stétt Skeggi Ásbjarnarson, kennari í Laugarnesskóla, káfaði á drengjum og beitti börn bæði andlegu og líkamlegu ofbeldi um margra ára skeið. 12.959 hafa lesið 5 Þingmenn lömdu út-varpsstjóra þar til hann sagði af sér Framkvæmdastjóri úkraínska ríkisútvarpsins var neyddur til að skrifa undir uppsagnarbréf af þing- manni sem braust inn á skrifstofu hans. 11.319 hafa lesið Mest lesið á DV.is Katrín Jakobsdóttir formaður VG Kjallari Guðmundur Hörður Guðmundsson Af blogginu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.