Dagblaðið Vísir - DV - 21.03.2014, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 21.03.2014, Blaðsíða 32
Helgarblað 21.–24. mars 201432 Fólk Viðtal Dreymir um frægð í Hollywood É g hef ætlað að verða leikkona frá því ég var tíu ára,“ segir Ragnheiður Ragnarsdóttir, afreks kona í sundi, sem mun nú venda sínu kvæði í kross og læra leiklist. Á leið til Los Angeles Ragga, eins og hún er kölluð, er kom- in inn í New York Film Acadamy-leik- listarskólann í Los Angeles og flytur til Bandaríkjanna í lok sumars. „Ég bíð eiginlega bara eftir því að tíminn líði; ég er svo ótrúlega spennt. Nú sit ég sveitt yfir vegabréfsárituninni um leið og ég keppist við að koma mér í form. Maður verður að vera í fínu formi í Kaliforníu. Annað væri ekki hægt. Það er endalaust sumar þarna,“ segir hún brosandi. Ragga þreytti inntökupróf skól- ans og fékk að vita á staðnum að hún væri komin inn. „Í rauninni þurfti ég ekki að fara í prufur en gerði það samt. Þeim leist svona svakalega vel á mig og sögðu mér frá styrkjum sem ég gæti sótt um til að fara í lengra nám. Ég ætla samt bara að prófa og sjá hvernig mér líkar áður en ég ákveð að taka BA-próf eða skoða ann- an skóla,“ segir Ragga sem fór með tvær einræður í prufunum. „Ég var ekkert undirbúin og þurfti að græja einræðu á staðnum. Ég valdi að taka „monologue“ Leonardos DiCaprio úr kvikmyndinni Basketball Diaries og aðra úr Saving Private Ryan; eitthvað sem ég hafði lært utan að fyrir löngu. Einhverra hluta vegna kann ég all- ar bíómyndir utan að sem ég hef einu sinni séð og get því lært texta auð- veldlega. Það var bara skemmtilegt að hoppa svona ofan í djúpu laugina. Sérstaklega af því að þetta gekk vel,“ segir hún brosandi en bætir við að það hefði verið gaman að vera undir- búin með einræðu fyrir kvenhlutverk. „En það skiptir engu. Þetta tókst.“ Ekki bara glys og glamúr Ragga þekkir Los Angeles vel en hún bjó í borginni þegar hún var 17 ára. „Ég hef heimsótt þessa borg nokkrum sinnum og fór í „high-school“ þarna. Los Angeles er eiginlega mitt ann- að heimili. Þessi borg er æðisleg. Margir halda að hún sé ekkert nema glys og glamúr en þegar maður kynn- ist henni og hverfunum verður hún ótrúlega sjarmerandi. Öll Kalifornía er reyndar æðisleg; upp og niður strandlengjuna. Los Angeles er ekki bara Hollywood. Borgin er mjög margbreytileg og alls ekki eins og maður fær að sjá í kvik- myndunum. Að vísu er nauðsynlegt að vera á bíl þar sem almennings- samgöngur eru ekkert til að tala um. Maður getur þurft að eyða stórum hluta dags undir stýri. En þegar mað- ur er búinn að læra á traffíkina kemst maður hjá því að sitja fastur í um- ferðinni í of langan tíma.“ „All-in“ í móðurhlutverkinu Þótt námið sé dýrt er Ragga ákveðin í að láta drauminn rætast. „Ég hef alltaf gengið með leiklistina í maganum, en ekki haft tíma vegna sundsins. Svo eignaðist ég barn og tók mömmu- hlutverkið af fullum krafti. Nú vil ég einbeita mér að leiklistinni,“ segir Ragga og bætir aðspurð við að leik- listarnám hér heima hafi ekki heillað. „Mig hefur alltaf langað út að læra. Svo er þetta nám leiklist í kvikmynd- um og auglýsingum, ekki leikhúsi og það finnst mér heillandi.“ Fjölskylda Röggu, eiginmaðurinn Atli Bjarnason, og sonur þeirra, Breki 13 mánaða, munu fylgja henni út. „Atli ætlar að vera heima fyrir með Breka til að byrja með. Hann út- skrifast úr sínu námi í sumar og er spenntur að fara í smá frí frá vinnu og námi. Það róar mömmuhjartað að- eins; að Breki sé ekki að fara í pöss- un þarna úti heldur verður hann með pabba sínum. Auðvitað er það svolítið mál að flytja út með barn en þetta verður bara spennandi ævintýri. Ég er búin að vera „all-in“ í mömmuhlutverkinu síðan Breki fæddist en nú er hann orðinn svo stór að ég get farið að huga að einhverju fleiru.“ Faldi ekki óléttuna Ragga hefur lengi verið í sviðsljósinu vegna sundsins og því kom það mörg- um á óvart þegar hún hafði eignast barn án þess að fjölmiðlar hefðu um það fjallað. Hún segir af og frá að hún hafi falið meðgönguna en viðurkenn- ir að hún hafi látið lítið fyrir sér fara. „Loksins var ég komin í pásu frá sund- inu og ákvað að taka mér pásu frá sviðsljósinu í leiðinni. Mér fannst meðgangan vera fyrir mig og Atla og það var gott að fá að njóta hennar í friði með fjölskyldunni. Margir furðuðu sig á því af hverju ég setti ekki status á Facebook en mér fannst ágætt að hafa þetta bara fyrir mig og mína. Ég var því ekkert að fela þetta en fannst þetta eitthvað sem við ættum að njóta tvö ein.“ Þótt meðgangan hafi gengið vel fór hún illa í Röggu. Hún var þreytt og safnaði miklum bjúg og þyngdist um 45 kíló. „Meðgangan var erfið og það af mörgum ástæð- um. Ég hætti að synda þegar ég var komin 14 vikur á leið og þá þyngdist ég náttúrlega. Ég er vön að vera mjög grönn og í flottu formi og það var erfitt að geta ekki lengur hlaupið upp stigana. Ég er mjög óheppin með það hvernig lík- ami minn bætir á sig bjúg og var eins og blaðra síðasta mánuðinn. Það var ekkert sérstaklega skemmtilegt. Ég var samt snögg að losa mig við mesta bjúginn eftir fæðingu og þetta er allt að koma. Ég ákvað samt að gera þetta á heilbrigðan hátt, hægt og ró- lega, í stað þess að drífa mig að léttast. Ég á nokkur kíló eftir, þau síðustu eru alltaf erfiðust. Ég hef alveg bætt á mig áður en aldrei svona miklu. Ég þyngdist um fermingardreng! En að þyngjast vegna óléttu er ekki það sama og þyngdaraukning á öðrum forsendum. Líkaminn tók á þessu verkefni svona.“ Yfir 100 kíló Hún segist ekki vilja koma sér í form útlitsins vegna. „Ég vil bara lifa heil- brigðu lífi og þótt þessi 45 kíló hafi verið erfið viðfangsefni voru þau skemmtileg áskorun,“ segir Ragga og bætir við að það hafi ekki verið skemmtilegt að sjá vigtina fara yfir þriggja stafa töluna. „Ég viðurkenni að mér fannst ömurlegt að fara yfir 100 kílóin enda var ég fljót niður fyrir 100 eftir eftir fæðingu. Annars finnst mér kílóafjöldi ekkert feimnismál. Kílóin segja svo lítið. Þú getur verið með þung bein og mikið af vöðvum. Þetta snýst ekki allt um fitu eða hversu feitur eða grannur maður er.“ Ragga starfaði sem fyrirsæta sam- hliða sundinu og er byrjuð að sitja fyrir aftur. „Ég er nýtt andlit New CID- förðunarvara og er að hefja sam- starf við Wellwoman Sport-vítamín frá Vitabiotics-vítamínkeðjunni. Mér finnst rosalega gaman að sitja fyrir og ennþá skemmtilegra að geta það án þess að þurfa að vera brjálæðislega mjó. Annars elska ég að dekra við sjálfa mig og sérstaklega eftir að ég varð mamma. Þá fer ég í Bláa lónið eða djúpslökunarpottinn í Hreyfingu. Glöð mamma er góð mamma.“ Náði ekki inn á ÓL Það vakti athygli að Ragga tók ekki þátt í Ólympíuleikunum 2012 þrátt fyrir stífan undirbúning. „Ég náði ekki takmarkinu og hef enga afsök- un fyrir því. Ég hafði náð „invitation“- lágmarkinu en svo var reglunum breytt. Tveimur mánuðum fyrir leik- ana komst ég að því að ég var ófrísk og það setti líka strik í reikninginn. Ég var þreytt og fann fyrir morgunó- gleði en ég hefði keppt ef ég hefði náð lágmarkinu. Læknar og aðrir sérfræðingar höfðu gefið grænt ljós,“ Lífið hefur tekið stakkaskiptum hjá sundkonunni Ragnheiði Ragnarsdóttur. Ragga er að flytja til Los Angeles þar sem hún ætlar að láta leiklistardrauma sína rætast. Ragga ræðir um ástina, vonbrigðin að komast ekki á Ólympíuleikana, draumana um frama í Hollywood og meðgönguna sem henni tókst að halda utan sviðsljóssins og kílóin 45 sem hún bætti á sig í kjölfarið. Indíana Ása Hreinsdóttir indiana@dv.is Elskar móðurhlutverkið Ragga segist ekki h afa falið meðgönguna en viðurkennir að hafa ekki verið að trana s ér fram þegar hún var ófrísk. Ástfangin Ragga og Atli höfðu aðeins verið saman í háft ár þegar hún varð barnshafandi. MYNd Úr EINkAsAFNI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.