Dagblaðið Vísir - DV - 21.03.2014, Blaðsíða 38

Dagblaðið Vísir - DV - 21.03.2014, Blaðsíða 38
Helgarblað 21.–24. mars 201438 Lífsstíll Skíðað á Skjaldbreið Mögulega kemst maðurinn í hvað besta snertingu við nátt- úruna einn á ferð, kannski með hesti og hundi, líkt og Jónas Hall- grímsson forðum þegar hann reið á háa Skjaldbreið og orti um fjallið, allra hæða val. Hugsanlega er næstbesta leiðin til að sigra Skjaldbreið sú að ganga á skíðum upp á fjallið. Skjaldbreið er nefni- lega hið fullkomna gönguskíða- fjall og býður upp á jafna og ekki of bratta hækkun alla leið. Næsta laugardag verður tækifærið not- að til að sigra þetta sögufræga fjall á skíðum þegar Ferðafélag Íslands stendur fyrir skíðaferð á Skjaldbreið. Lagt verður af stað frá Hofmannaflöt og haldið um Eyfirðingaveg hinn forna. Þátttakendum er bent á að skrá sig í ferðina á skrifstofu FÍ í síma 568-2533 fyrir kl. 16 á föstudag. Námskeið í vetrarfjalla- mennsku Fræðsla og aftur fræðsla er eina leiðin til að tryggja öryggi á fjöll- um. Í lok mars býður Ferðafé- lag Íslands göngufólki upp á námskeið í grundvallaratriðum vetrar fjallamennsku. Á námskeiðinu verður meðal annars leiðbeint um leiðarval, snjóflóðahættu, línumeðferð og tryggingar, ásamt notkun brodda og ísaxa. Undirbúningsfundur fyrir námskeiðið verður haldinn þriðjudagskvöldið 25. mars kl. 20 í sal FÍ, Mörkinni 6. Skráning á skrifstofu FÍ . Vetraropnun Skálavörður FÍ er nú kominn til starfa í Landmannalaugum og verður með fasta viðveru í Laugum út apríl. Í byrjun febr- úar var farin vinnuferð í Landa- mannalaugar þar sem skálinn var standsettur fyrir vetraropnun. Öll aðstaða er nú opin í Laugum; skálinn, gistiaðstaða og eldhús, sem og salernisaðstaðan; vatns- salerni og sturtur, og er nú hvort tveggja heitt og kalt rennandi vatn á svæðinu. Sem fyrr þarf að bóka og greiða fyrir gistingu á skrifstofu FÍ. Skálavörðurinn Eiður Smári hefur starfað sem skálavörður hjá FÍ í þrjú ár í Langadal í Þórsmörk. L andmannalaugar eru án efa ein af helstu náttúruperlum landsins. Náttúrufegurðinni er vart hægt að lýsa í orðum. Alla regnbogansliti er að finna í fjallahringnum umhverfis svæðið. Guli liturinn í líparítinu er þó ríkj- andi og magnar hann upp sólar- geislana á góðviðrisdögum og gefur svæðinu vinalegt yfirbragð. Það er vegna jarðhitaum- myndana sem þessi litadýrð er til staðar, en Torfajökulssvæðið er eitt mesta háhitasvæði landsins og því er þar að finna kraumandi hveri og laugar. Svæðið er virk megineldstöð, líparítkvikan er bæði seig og köld en við snögga kólnun myndar kvikan svart gljáandi gler, þ.e. hrafntinnu. Líparít er oftast grátt, gult, bleikt eða grænt á lit. Þrátt fyrir að vaxtartími plantna sé ekki nema um tveir mánuðir á ári hafa fundist um 150 tegundir af plöntum á svæðinu s.s. klófífa, gras- víðir, mýrastör og eyrarrós. Gestum sem koma á svæðið gefst kostur á að baða sig í heitri náttúru- laug sem er rétt við skálasvæðið. Þar er dásamlegt að slappa af og njóta dýrðarinnar. Uppbygging og þjónusta Árlega kemur fjöldi ferðamanna til þess að njóta þessarar eins- töku náttúrufegurðar, Landmanna- laugar eru einn af fjölsóttustu ferða- mannastöðum á landinu þar sem um 70.000 ferðamenn sækja stað- inn heim yfir sumartímann. Erlendir ferðamenn koma víða að til þess að njóta dýrðarinnar og hefur hróður staðarins borist víða. Staðurinn er Ís- lendingum kær og eiga margir góðar minningar þaðan. Það var árið 1951 sem fyrsti skálinn á svæðinu var byggður, áður en vegur var lagður um svæð- ið, því var það ekki á allra færi að fara í Landmannalaugar. Eftir að vegurinn var lagður lét Ferðafélagið gera varnargarð við Jökulgilskvísl til að verja svæðið fyrir ágangi ár- innar. Það er ein af forsendum þess að uppbygging geti átt sér stað því annars var hætta á að áin hefði flætt yfir svæðið. Nú er þar að finna finna skálahús sem rúmar 78 manns í rúmum, hús- ið er á tveimur hæðum. Uppi eru þrjú svefnloft og lítið kvistherbergi, niðri er stór svefnskáli, eldhús, for- stofa og móttaka fyrir ferðamenn. Auk gistiskála er stórt hreinlætishús með sturtum og vatnssalernum. Ferðamynstur fólks hefur breyst mikið síðustu ár, ferðamenn gera aukna kröfu um þjónustu og að- gengi að áfangastöðum hefur batn- að, vegakerfið er betra og bílakostur landans er betri. Allt þetta gerir það að verkum að fleiri eru farnir að ferð- ast og ekki einvörðungu að sumar- lagi heldur allan ársins hring. Yfir sumartímann ganga áætlunarleiðir daglega á svæðið og því geta allir sem vilja heimsótt svæðið. Langstærstur hluti ferðamanna sem heimsækja Landmannalaugar stoppar þar við í aðeins 4–5 klukkustundir. Þolmörk og manngert umhverfi Markmið Ferðafélags Íslands er að hvetja til ferðalaga um Ísland og greiða fyrir þeim. Fjöldi ferðamanna hér á landi hefur aukist mikið síðustu ár og að sama skapi inn á hálendinu. Ís- lendingar hafa einnig sótt í sig veðrið og má greina mikinn áhuga í þjóðfé- laginu á útivist og ferðalögum. Sífellt fleiri halda til fjalla til að njóta úti- vistar og náttúrunnar. Ferðafélag- ið vill efla þjónustu við þessa ferða- menn og byggja upp betri aðstöðu. Náttúruvernd Ferðafélag Íslands og Umhverfis- stofnun hafa verið í samstarfi um árabil. Sjálfboðaliðar hafa komið hingað til lands að utan og unnið að stikun og viðhaldi göngustíga meðal annars á Laugaveginum og á svæðinu í kringum Landmannalaugar. Þetta er mjög brýnt og þarft verkefni því mikil vægt er að viðhalda þeim stígum sem fyrir eru og stýra göngufólki inn á rétta leið, það lágmarkar ágang á nátt- úruna og eykur öryggi ferðamanna. Umhverfisstofnun hefur formlega umsjón með svæðinu og ræður land- verði til starfa. Starf landvarðar er bæði margþætt og mikilvægt, hann sér meðal annars um að ferðamenn fylgi reglum friðlandsins og vinnur að annarri náttúruvernd. Þörf er á að fá fleiri landverði til starfa á komandi árum til að anna öllum þeim verk- efnum sem liggja fyrir. Miklu máli skiptir að þeir sem kjósa að njóta útivistar umgangist náttúruna af virðingu. Mikilvægt er að skilja ekki eftir rusl á víðavangi heldur taka allar umbúðir, klósettpappír og annað til byggða, einnig er mikilvægt að fylgja merktum stígum og traðka ekki á viðkvæmum gróðri. n n Einn fjölsóttasti ferðamannastaður landsins Náttúruperlan Landmannalaugar „Gestum sem koma á svæðið gefst kostur á að baða sig í heitri náttúrulaug sem er rétt við skálasvæðið Vetrarparadís Aðstæður eru góðar til vetrarferðamennsku á fjallabaki og nægur snjór á fjöllum Ferðagleði Glaðvær hópur á góðum degi í Landmannalaugum að leggja af stað Laugaveginn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.