Dagblaðið Vísir - DV - 21.03.2014, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 21.03.2014, Blaðsíða 15
Fréttir 15 H anna Birna Kristjáns­ dóttir innanríkisráðherra undirbýr nú róttækar að­ gerðir til að verja börn og unglinga fyrir grófu efni á veraldarvefnum með netsíum líkt og tíðkast í Bretlandi. Ólíkt þeim tillögum sem Ögmundur Jónasson, þáverandi ráðherra, átti frumkvæði að á síðasta kjör­ tímabili hyggst núverandi innan­ ríkisráðherra ekki hrinda áform­ um sínum í framkvæmd með lagasetningu. Þetta kom skýrt fram í ávarpi sem skrifstofustjóri í innanríkisráðuneytinu flutti fyrir hönd ráðherra á alþjóðlega netör­ yggisdeginum fyrr á þessu ári. Þá var greint frá því að ráðherra hefði nú þegar fundað með fjarskipta­ fyrirtækjum og hagsmunaaðilum. Fyrirhugaðar aðgerðir hefðu það að markmiði að „vernda börn og unglinga fyrir því efni sem flestir myndu telja óæskilegt.“ Vakti fulltrúi innanríkisráðuneyt­ isins athygli á því að í netsíum og vörnum á borð við þessar fælust „sóknarfæri fyrir hugbúnaðar­ fyrirtæki“. „Hér er ég heldur ekki að tala um lagasetningu heldur samstarf stjórnvalda og fjarskiptafyrir tækja sem felur í sér betri varnir, betri síur og betri meðferð á tölvu­ notkun barna og unglinga,“ sagði hann. Fetað í fótspor Ögmundar Í fyrra setti Ögmundur Jónasson af stað vinnu í innanríkisráðu­ neytinu sem miðaði að því að hefta aðgengi barna og unglinga að klámi. Fól hann refsiréttar­ vernd að vinna frumvarpsdrög til almennra hegningarlaga í því skyni að þrengja og skerpa á skil­ greiningu kláms í samræmi við ákvæði norskra hegningarlaga. Þá var starfshópur settur á lagg­ irnar sem hefur það hlutverk að kortleggja úrræði lögreglu vegna dreifingar kláms á netinu, gera tillögur að breytingum og greina tæknilega möguleika á því að vernda börn fyrir grófu efni. Hópurinn er enn að störfum, en í honum eru Steinunn Valdís Óskarsdóttir, fulltrúi innanríkis­ ráðherra, Hulda Elsa Björgvins­ dóttir, saksóknari tilnefnd af embætti ríkissaksóknara, Steinarr Kr. Ómarsson, lögreglufulltrúi til­ nefndur af lögreglustjóranum á höfuðborgarsvæðinu, og Ás­ geir Karlsson, aðstoðaryfirlög­ regluþjónn hjá embætti ríkis­ lögreglustjóra tilnefndur af ríkislögreglustjóra. Misheppnaðist í Bretlandi Uppi varð fótur og fit þegar Ög­ mundur kynnti hugmyndir sín­ ar um aðgerðir gegn klámi í fyrra. Hann lagði aldrei fram lagafrum­ varp líkt og til stóð en eins og fram kom á alþjóðlega netöryggisdeg­ inum eru aðgerðir gegn klámi enn í kortunum. Svo virðist sem litið sé sérstaklega til aðgerða Davids Cameron, forsætisráðherra Bret­ lands, sem fyrirmyndar í þessum efnum. Aðgerðir Camerons byggja á þeirri aðferðafræði að fjarskipta­ fyrirtæki loka sjálfkrafa fyrir klám og annað sem skilgreint er sem „gróft efni.“ Vilji internetnotend­ ur skoða klám eða losna undan netsíunni þurfa þeir að óska sér­ staklega eftir því að opnað sé fyrir slíkt. Fram kom í útvarpsviðtali við David Cameron á dögunum að héðan í frá þyrftu heimilisfeð­ ur líklega að eiga vandræðalegt samtal við eiginkonur sínar ef þeir hygðust skoða klám. Netsíurnar í Bretlandi hafa verið gagnrýndar harðlega af ótal ástæðum, en þótt þær hafi verið kynntar sem varn­ ir gegn klámi hafa þær meðal annars beinst gegn kynfræðslu, vefsíðum hinseginsamtaka og stuðningssíðum fyrir fórnarlömb heimilisofbeldis. Fjallað er nánar um málið á erlendu síðunum í DV í dag. n Helgarblað 21.–24. mars 2014 Börn vernduð fyrir „óæskilegu efni“ n „Sóknarfæri“ fyrir hagsmunaaðila, segir innanríkisráðherra Jóhann Páll Jóhannsson johannp@dv.is Átti frumkvæðið Ögmundur Jónasson hugðist leggja fram lagafrumvarp um aðgerðir gegn klámi og stofnaði starfshóp til að kanna möguleikana í stöðunni. Vill klámsíu Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkis- ráðherra ætlar að grípa til róttækra aðgerða til að verja börn og unglinga gegn klámi. Mynd Sigtryggur Ari JóhAnnSSon allt þetta starfsfólk?“ Greiða ekki virðisaukaskatt n Blaðamaður fékk að líta á reikning hóps sem greitt var fyrir við hliðið, en hópurinn fékk afslátt og greiddi samtals 6.270 krónur fyrir 11 manns. Það gera 570 krónur á mann, en enginn virðisaukaskattur er reiknaður inn í þá upphæð. Þegar blaðamaður óskaði eftir því að fá kvittun fyrir miðakaup- um inn á svæðið tók starfsmaðurinn það sérstaklega fram að enginn virðisaukaskattur væri greiddur. Frá ríkisskattstjóra fengust hins vegar þær upplýsingar að starfsemin væri ekki undanþegin greiðslu virðisaukaskatts. Upplýsingar um slíkt eiga að koma fram á kvittuninni en skattprósentan er 25,5 prósent. Upphæð skattsins ætti því að vera 122 krónur af þeim 600 krónum sem kostar inn. Samkvæmt upplýsing- um á vef ríkisskattstjóra geta brot gegn virðisaukaskattslögum og reglugerðum sem settar eru samkvæmt þeim varðað sektum eða fangelsi allt að sex árum. face“, segir fararstjórinn sem talar góða íslensku þrátt fyrir að hafa aldrei búið hér á landi. „Þetta er sorgleg þróun,“ bætir hún við. n hliðverðir Bæði er hægt að greiða við hliðið og inni í versluninni og þá eru nokkrar ferðaskrifstofur með verð miðans innifalið í verði á Gullna hringnum. Myndir rÖgnVAldur MÁr
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.