Dagblaðið Vísir - DV - 21.03.2014, Page 11

Dagblaðið Vísir - DV - 21.03.2014, Page 11
Helgarblað 21.–24. mars 2014 Fréttir 11 Flug gæti lamast n Ólga og reiði meðal starfsmanna Isavia n Stefnir í verkfall V ið förum mjög fljótlega að leita heimildar hjá okkar félagsmönnum um verk- fallsaðgerðir fari ekki eitt- hvað að gerast. Það eitt og sér gæti haft töluverð áhrif á þjóð- lífið vegna þess að okkar fólk starfar á Keflavíkurflugvelli, Akureyrar- flugvelli, Egilsstöðum og svo fram- vegis,“ segir Kristján Jóhannsson, framkvæmdastjóri Félags flug- málastarfsmanna ríkisins, í samtali við DV. FFR, Félag flugmálastarfs- manna ríkisins; SFR - stéttarfélag í almannaþjónustu og LSOS, Lands- samband slökkviliðs- og sjúkraflutn- ingamanna, standa nú í ströngum kjaraviðræðum við Isavia ohf. Komi til verkfalls er ljóst að allt flug fer úr skorðum, millilandaflug sem og inn- anlandsflug. Kjaradeilunum var vís- að til ríkissáttasemjara í síðastliðinni viku. Samkvæmt heimildum DV er mik- il ólga og reiði meðal starfsmanna Isavia vegna yfirstjórnenda og starfs- mannastefnu stofnunarinnar. „Himinn og haf á milli aðila“ Kristján segir það æðsta rétt hvers stéttarfélags að skoða verkfall. „Ég get ekki neitað því að það sé möguleiki. Við héldum fund meðal starfsmanna Isavia og á fundinum komu mjög ein- dregin skilaboð frá fólki um að þolin- mæðin væri senn á þrotum,“ segir Kristján. Hann segir að síðastliðinn þriðjudag hafi verið haldinn fundur með Samtökum atvinnulífsins, sem semur fyrir Isavia, þar sem starfs- menn fengu tilboð sem þeir gátu ekki sætt sig við. Að hans sögn verði Isavia gefin kostur á að svara gagntil- boði stéttarfélaganna áður en verk- fall verði skoðað af alvöru. „Það ber töluvert mikið á milli aðila í þessari deilu. Það er himinn og haf á milli, eða dauðahaf hreinlega á milli.“ Isavia semur með tómar hendur Í samtali við DV tekur Sverrir Björn Björnsson, formaður LSOS, í sama streng og Kristján. Hann segir að ekki sé búið að leggja til að farið verði í verkfall en miðað við hvern- ig samningaviðræður hafi þróast sé það ekki harla ólíklegt. „Ef það næst ekki samkomulag þá er það eina úr- ræðið. Það er mjög sárt að þurfa að beita því vopni. Það þýðir ekkert að koma í samningaviðræður með tvær hendur tómar. Það er ekkert nýtt hjá þeim. Það er ætlast til alls af þér en ég ætla ekki gefa neitt. „Við þurfum ekki að fara eftir neinum reglum og lögum en þið skulið gera það samt.“ Það ein- kennir Isavia algjörlega,“ segir Sverrir Björn. Hann segir að ekki sé hægt að semja eingöngu um 2,8 prósenta launahækkun þar sem mikilvægt sé lagfæra önnur atriði í samningum. „Isavia vill ekkert semja um það, ekki nema við samþykkjum aðfarasamn- ing. Við getum ekki endalaust beðið á hliðarlínunni með ýmis aðkallandi mál sem eru í gangi.“ Ólga og óánægja Könnun var gerð á dögunum með- al starfsmanna Isavia og þar kom í ljós að meirihluti þeirra var mjög óánægður í starfi. Óánægjan var mismikil eftir deildum en almennt má segja að kurr sé meðal starfs- manna. Á starfsmannafundi sem var haldinn í Speglasal Keflavíkur- flugvallar síðastliðinn mánudag kom fram mikil reiði með yfirstjórn Isavia. Samkvæmt heimildum DV kváðu starfsmenn sér hljóðs og sögðu fyr- irtækið hafa komið illa fram við ákveðna starfsmenn og var talað um einelti í því samhengi. Kristján hjá FFR segist vissulega kannast við ólgu og óánægju meðal starfsmanna Isavia en segist þó ekki geta tjáð sig um það að svo stöddu. Sverrir Björn hjá LSOS segir það rétt að óánægja í garð Isavia kraumi meðal starfs- manna stofnunarinnar. „Það er ekk- ert nýtt, hefur verið alveg frá því að þetta félag var stofnað. Eftir að Kaninn fór og við fórum út úr ríkisbatteríinu í opinbert hlutafélag hefur þetta verið í tómu tjóni,“ segir hann. Hvorki náð- ist í starfsmannastjóra né forstjóra Isavia við vinnslu fréttarinnar. n „Það ber töluvert mikið á milli aðila í þessari deilu Verkfall Að sögn formanna stéttafélaga flugmálastarfsmanna og slökkviliðs- og sjúkraflutninga- manna er ekki harla ólíklegt að til verkfalls komi. Það myndi hafa þær afleiðingar að allt flug lamaðist. mynd sHutterstock Formenn stéttarfélaga Kristján Jóhannsson og Sverrir Björn Björnsson segja báðir að kjaraviðræður við Ísavía hafi gengið illa og verkfall sé mögulegt ef náist ekki samkomulag. Hjálmar Friðriksson hjalmar@dv.is Getur skilið milli lífs og dauða UNICEF vill útrýma stífkrampa með aðstoð Íslendinga U NICEF á Íslandi og Kiwanis- umdæmið Ísland-Færeyjar tóku á fimmtudag höndum saman og hvöttu lands- menn til að leggja baráttunni gegn stífkrampa lið. UNICEF hef- ur greint frá því að á níundu hverri mínútu deyi nýbökuð móðir eða nýburi úr þessum kvalafulla sjúk- dómi. Auðvelt væri að koma í veg fyrir þessi dauðsföll – með bólu- setningu. Samstarf samtakanna er liður í baráttu UNICEF og Kiwanis gegn stífkrama, en hver bólusetning fyrir barnshafandi konu og ófætt barn hennar kostar 210 krónur. „Það er furðuleg tilhugsun að svo lág upphæð geti skilið á milli lífs og dauða,“ segir Stefán Ingi Stefánsson, framkvæmdastjóri UNICEF á Íslandi, en samtök- in hafa sett upp símanúmer sem hægt er að styrkja samtökin í gegn- um, og gefa þá 630 krónur, eða sem nægir fyrir bólusetningu fyrir þrjár mæður og ófædd börn þeirra. Símanúmerið er 1900 og er hægt að senda sms með skilaboðunum STOPP til að taka þátt. Þótt bakterían sem veldur stíf- krampa fyrirfinnist í öllum löndum jarðar hefur sjúkdómnum víðast hvar verið útrýmt með bólusetn- ingu. Á árum áður var stífkrampi landlægur meðal ungbarna á Ís- landi og dánartíðni geysihá. Í dag er hann er hins vegar nánast óþekktur á Vesturlöndum. Tekist hefur að útrýma stíf- krampa í 34 löndum frá síðustu aldamótum og lækka dánartíðni nýbura af völdum sjúkdómsins um hvorki meira né minna en 90 prósent á tuttugu árum. Hann er þó enn að finna í 25 ríkjum heims- ins. n astasigrun@dv.is Var landlægur Á árum áður var stífkrampi landlægur meðal ungbarna á Íslandi. mynd unIceF Vill vita um kostnað Vigdís spyr um hlunnindi Vigdís Hauksdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins og formað- ur Heimssýnar, hefur beint skrif- legri fyrirspurn til Gunnars Braga Sveinssonar utanríkisráðherra þar sem hún spyr út í launakostn- að þeirra sem starfað hafa við aðildarviðræðurnar við Evrópu- sambandið. „Hver hafa verið laun og hlunnindi aðalsamn- ingamanns og formanns samninganefnd- ar Íslands í aðildarvið- ræðunum við Evrópusam- bandið frá ár- inu 2009 og til dagsins í dag?“ spyr Vigdís meðal annars í fyrir- spurninni sem dagsett er þann 18. mars síðastliðinn. Vigdís, sem er einhver ötul- asti andstæðingur Evrópusam- bandsins á Alþingi, spyr jafnframt: „Hver hafa verið laun og hlunn- indi formanna tíu samninga- hópa, sjö annarra nefndarmanna í samninganefndinni, starfsmanns nefndarinnar og fulltrúa í hverj- um samningahópi á sama tíma?“ Þá spyr hún hver laun og hlunn- indi formanns og tveggja varafor- manna samráðshóps sem utan- ríkisráðherra skipaði á grunni ályktunar Alþingis um aðildar- umsókn að Evrópusambandinu? „Hver hafa verið laun og hlunn- indi þeirra 24 einstaklinga sem voru skipaðir í þennan hóp?“ Loks spyr Vigdís hver starfsmanna- kostnaðurinn við vinnu allra þessara hópa hafi verið. Gunnar Bragi hefur núna fimmtán daga til þess að svara Vigdísi en í þingskapalögum seg- ir að ráðherra beri að senda for- seta skriflegt svar við fyrirspurn að jafnaði eigi síðar en fimmtán virk- um dögum eftir að fyrirspurn var leyfð. Takist ráðherra ekki að svara innan þess frests skuli hann gera forseta Alþingis grein fyrir því. Gunnar Bragi sveinsson Réðst á fyrrverandi sambýliskonu Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt karlmann í sex mánaða skilorðsbundið fang- elsi fyrir að ráðast á fyrrverandi sambýliskonu og barnsmóður sína. Maðurinn var ákærður fyrir að kýla hana í öxlina, henda henni utan í tvo veggi, rífa í hár hennar og sparka í hana. Konan handarbrotnaði í árásinni og hlaut eymsli og bólgur á höfði og kvið. Atvikið átti sér stað þriðjudagskvöldið 4. janúar 2011. Konan gagnrýndi í skýrslu- töku hjá lögreglu að ekki hafi verið brugðist við tilkynningu hennar um kvöldið þar sem hún óskaði eftir aðstoð vegna heimilisofbeldis mannsins. Maðurinn neitaði sök en var engu að síður sakfelldur fyrir árásina. Dómurinn er skilorðs- bundinn til tveggja ára. Auk þess var honum gert að greiða konunni 500 þúsund krónur í skaðabætur og rúmlega 1,1 milljón króna í málskostnað.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.