Dagblaðið Vísir - DV - 21.03.2014, Blaðsíða 34

Dagblaðið Vísir - DV - 21.03.2014, Blaðsíða 34
34 Skrýtið Sakamál Helgarblað 21.–24. mars 2014 K aldur vetrarvindur blés um München í Þýskalandi í janúarbyrjun 2013 og kalt þurrt loftið kallaði fram tár í augum fólks sem gekk um götur borgarinnar. Sú var án efa raunin hjá 31 árs konu, Katrinu Michalk, sem að kvöldi 4. þess mánaðar var á heimleið úr vinnu. Til að halda á sér hita hafði hún brett upp kragann og reynt að njóta tónlistar sem barst úr heyrnartól- um sem voru í eyrum hennar. Hún átti aðeins um 700 metra ófarna að íbúð sinni við Halskel-stræti núm- er 17 og tónlistin yfirgnæfði um- ferðarniðinn og leiddi athyglina frá bítandi kuldanum. Katrin kom að útidyrum fjölbýlis hússins og sló inn öryggis- kóðann og steig inn um dyrnar. En tónlistin sem dundi í eyrum hennar kom í veg fyrir að hún heyrði fótatak einhvers sem kom fast á hæla henni og smeygði sér inn um dyrnar. Skelfingaróp í stigaganginum Skyndilega hljóðnaði tónlistin og hinn ókunnugi greip um axlir Katrinar aftan frá og rak hárbeitt- an eldhúshníf á kaf í bak hennar – aftur og aftur … og aftur. Slíkt var offorsið að hnífsblaðið brotnaði og sat fast í líkama Katrinar. Skelf- ingaróp hennar ómuðu upp allan stigaganginn og hún lyppaðist nið- ur á gólf anddyrisins. Uppi á þriðju hæð sátu Hue Nguyen og eiginmaður hennar í makindum þegar vein að utan nánast yfirgnæfði hljóðið í sjón- varpinu sem þau voru horfa á. Áður en Nguyen-hjónin náðu að athuga hverju sætti hafði ná- granni þeirra rokið niður í and- dyri þar sem Katrin lá, alblóðug, en með lífsmarki. „Ég er að deyja. Náið í hjálp,“ sagði Katrin með andköfum. Aðrir íbúar í stigaganginum tíndust niður í anddyrið, á meðal þeirra unnusti Katrinar, Alexander, sem kom hlaupandi niður stigann og vafði hana örmum. „Ég get ekki andað. Allt er að verða svart,“ muldraði Katrin veik- um rómi. Furðufugl í nágrenninu Þegar bráðaliða bar að var Katrin öll, henni hafði blætt út – en sama spurning brann á öllum viðstödd- um: „Af hverju? Af hverju?“ Þeirri spurningu hafði ekki verið svarað þegar Katrin var borin til grafar í snæviþöktum kirkjugarði skammt frá heimili hennar. Hún átti enga óvildarmenn samkvæmt bestu vitneskju þeirra sem þekktu hana best. Morðinginn hafði ekki skilið eftir nokkrar vís- bendingar, ef undan voru skilin agnarsmá DNA-sýni. Ekki virtist nokkur leið að finna ástæðu fyrir þessu óhugnanlega morði. Þannig liðu nokkrar vikur – lög- regla spurði spurninga og fékk svör sem enduðu í blindgötu. En skyndilega fékk einn lögreglu- mannanna hugljómun. „Það er í nágrenninu náungi sem hagar sér undarlega. Ég hef fylgst með hon- um og það er eitthvað ekki í lagi,“ sagði hann við yfirmenn sína. „Hann er ekki á skrá, en það gæti verið einhvers virði að eiga við hann orð.“ Marco F. yfirheyrður Um var að ræða 19 ára karlmann, Marco F., og ákvað lögreglan að sækja hann heim þar sem hann bjó hjá móður sinni. Marco var samvinnan uppmáluð og heim- ilaði lögreglunni að svipast um í íbúðinni og viti menn – í klæða- skáp fann lögreglan hrúgu af blóð- ugum fötum og hníf með hálfu blaði. Já, viðurkenndi Marco, hann hafði myrt Katrinu: „Ég vissi ekki einu sinni hver hún var.“ En – spurningin áleitna – af hverju? „Mig hefur alltaf langað í eigin íbúð. Þegar ég sá þessa konu þetta kvöld á gangi, og sá að hún gekk að húsi þar sem hún greinilega átti eigin íbúð, þá ákvað ég að drepa hana. Sko, ég taldi að þá fengi ég íbúðina fyrir mig.“ DNA-sýni staðfestu að hann væri morðingi Katrinar og hann var ákærður fyrir morðið og komið fyrir á geðdeild fangels- is í München. Tíminn mun leiða í ljós hvort hægt verður að rétta yfir honum, geðlæknar munu sjá um það mat. n n Katrin átti sér einskis ills von eitt vetrarkvöld í janúar, en … Hryllingur í Halskel-stræti Katrin og Marco F. Morðið var að allra mati með öllu óskiljanlegt. „Ég get ekki andað. Allt er að verða svart. Fórnarlamb og morðingi Til vinstri má sjá mynd úr eftirlitsmyndavél sem sýnir Katrinu Michalk á síðasta kvöldi ævi hennar. Til hægri er Marco F. sem játaði að hafa banað Katrinu. Enn hefur ekki verið kveðinn upp úrskurður í máli gegn honum. Masten át vísbendinguna Richard Masten, æðsti stjórn- andi Miami-Dade Crime Stopp- ers, hefur verið handtekinn fyrir fremur óvenjulegar sakir. Hann er sakaður um að hafa lítils- virt dómstól í Miami á föstudag. Honum hafði borist nafnlaus ábending um sakamál sem var til rannsóknar. Hann vildi ekki láta dómarann hafa ábendinguna, sem skrifuð var á blað, og óttað- ist að blaðið yrði tekið af honum í varðhaldi. Hann greip þá til þess ráðs að borða blaðið sem ábendingin var skrifuð á. „Dóm- arinn bað mig um að brjóta lof- orð okkar um verndun heim- ildarmanna. Það gat ég ekki gert,“ sagði Masten sem þarf að sitja inni í tvær vikur fyrir athæfið. Eftirlýstur á Google Christopher Viatafa, 27 ára íbúi í Kaliforníu í Bandaríkjunum, komst að því þegar hann „gúglaði“ sig á dögunum að hann var á lista yfir eftirlýsta menn [e. most wanted]. Viatafa lenti í deilum í heimahúsi þann 8. ágúst í fyrra. Í skrám lög- reglu kemur fram að hann hafi dregið fram skammbyssu og skotið nokkrum skotum í gólfið, líklega til að leggja áherslu á mál sitt. Nú er hann á lista yfir þá menn í norð- urhluta Kaliforníu sem lögreglu- yfirvöld vilja hvað mesta ná í skottið á. Viatafa gaf sig fram þegar hann varð þessa var og á nú von á ákæru fyrir athæfi sitt. Fram kemur á umræddri vefsíðu að hann hafi nú verið handtekinn [e. captured]. Flúði með leigubíl Bíræfinn bankaræningi í Edin- borg í Skotlandi flúði af vettvangi sem farþegi í leigubíl. Maðurinn fékk leigubílstjórann til að bíða eftir sér á meðan hann stökk inn í banka. Út úr bankanum kom hann skömmu síðar með nokkur þúsund pund í Tesco-poka. Mirr- or greinir frá því að maðurinn hafi ekki notað nein vopn við ránið. Leigubílstjórinn er ekki talinn hafa haft hugmynd um hvað gekk á. Rory Hamilton, sem stýrir rannsókn málsins, segir að leigu- bílstjórar séu mjög oft fengnir til að aka viðskiptavinum í banka. „En í þetta sinn þurfum við á því að halda að leigubílstjórinn gefi sig fram,“ segir hann. Lögreglan hefur ekki annað að styðjast við en myndir úr öryggismyndavélum. Ekki hefur tekist að bera kennsl á ræningjann.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.