Dagblaðið Vísir - DV - 21.03.2014, Blaðsíða 62
Helgarblað 21.–24. mars 20146 Páskaferðir
Fjör um páska á Akureyri
n Úrval tónlistarfólks á Græna hattinum n Fjölbreytt dagskrá skíðasvæða
Á
Akureyri er alla jafna nóg
um að vera og margir skella
sér norður á skíði. Í Eyja-
firði og nágrenni eru mörg
af vinsælustu skíðasvæð-
um landsins. Um páskana er sérstök
dagskrá á mörgum þeirra, þar sem
boðið er upp á skemmtiatriði við
skíðaskálana og alls kyns uppákom-
ur í brekkunum. Græni hatturinn er
einnig með öfluga dagskrá um pásk-
ana og þar ættu allir að finna eitt-
hvað við sitt hæfi.
Skíðað fyrir páskaeggjum
Í Hlíðarfjalli er alltaf nóg um að vera
alla páskana og jafnan fjöldi fólks
í fjallinu ef veður er gott. Þar geta
byrjendur farið í skíðaskóla og þeir
sem eru reynslumeiri geta prófað
að renna sér niður frá toppi fjalls-
ins. Á undanförnum árum hefur ver-
ið boðið upp á þá nýjung að troða
gönguleið frá efstu lyftunni, Stromp-
inum, og alveg upp á topp fjallsins.
Þaðan eru skemmtilegar skíðaleiðir
niður, en þær geta verið krefjandi og
færið þarf að vera gott, helst púður-
snjór, svo hægt sé að fara með góðu
móti niður ótroðnar brekkurnar.
Skíðasvæðin á Siglufirði, Ólafs-
firði og Dalvík eru einnig vel sótt um
páskana. Á Siglufirði hefur verið boð-
ið upp á svokallað páskaeggjarennsli
fyrir tíu ára og yngri, þar sem allir
þátttakendur fá lítið páskaegg þegar
búið er að fara í gegnum létta braut.
Einnig er boðið upp á barnagæslu
og skíðakennslu. Á Dalvík er páska-
eggjamót, þar sem öll börn yngri en
sjö ára geta tekið þátt. Einnig hef-
ur á undanförnum árum verið boð-
ið upp á kaffihlaðborð foreldrafé-
lags Skíðafélagsins, þar sem ágóðinn
rennur til starfs félagsins. Auk þess
er hægt að fara upp á topp Böggvis-
staðafjalls með troðara, ef aðstæð-
ur og veður leyfa. Haldin hafa verið
svokölluð konu- og karlakvöld um
páskana, en innifalið í aðgangseyri á
slíkum kvöldum eru léttar veitingar
og skíðakennsla, auk lyftupassa.
Græni hatturinn eftirsóttur
Á kvöldin er alla jafna hægt að gera
vel við sig í mat og drykk, en einnig
er hægt að njóta góðrar tónlistar. Á
Akureyri er hinn margrómaði Græni
hattur, sem er nú á ellefta starfsári.
Haukur Tryggvason segir að mikið sé
um að skíðagarpar kíki á tónleika um
páskana enda sé úrvalið fjölbreytt. Í
ár munu Kaleo, KK, Valdimar Guð-
mundsson, Ómar Guðjónsson,
Mannakorn og Anna Mjöll koma
fram um páskana.
„Páskarnir eru alltaf mjög
skemmtilegir og ein stærsta helgi
ársins, enda tónleikar fimm kvöld í
röð. Það er bæði mikið um gesti sem
eru í bænum yfir helgina en heima-
fólkið mætir líka mjög vel.
Á þessum tíu árum hefur orðspor
Græna hattsins sem tónleikastaðar
sífellt orðið betra og þar með gæði
tónlistarfólksins sem kemur hingað.
Nú eru erlendar sveitir jafnvel farnar
að sækjast eftir því að fá að spila hér,
meðal annars eru margir færeyskir
tónlistarmenn sem vilja koma,“
segir Haukur. Hann segir það ekki
koma til greina að stækka staðinn
eða flytja hann, enda verður erfitt að
halda sjarma staðarins annars stað-
ar. Í sama húsi er einnig hinn vinsæli
Götubar, þar sem algengt er að sjá
tónlistarfólkið að loknum tónleikum,
og jafnvel hægt að ná af því tali eða
stofna til fjöldasöngs á flyglinum. n
rognvaldur@dv.is
Hlíðarfjall
Páskadagskráin
í Hlíðarfjalli er
jafnan þétt og
nóg um að vera.
Mynd Auðunn níelSSon
Frá Græna hattinum
Einn vinsælasti tónleika-
staður landsins er á Akureyri.
Mynd dAnÌel StArrASon
Veitinga-
staðir á
Suðurlandi
Á vefsíðunni TripAdvisor má lesa
dóma um gistingu, ferðamanna-
staði og veitingastaði á Íslandi,
sem og öðrum löndum í heim-
inum. Þar geta notendur skrifað
umsögn um upplifun sína og gef-
ið stöðum stjörnur. Á síðunni má
til að mynda fletta upp veitinga-
stöðum á Suðurlandi en fjöl-
margir staðir hafa fengið prýði-
lega dóma.
Kaffi Krús - Selfoss
Veitingastaðurinn Kaffi Krús á Selfossi
fær fjórar stjörnur af fimm á vefsíðunni
TripAdvisor. Á matseðli staðarins er
mikið úrval af súpu, salati, hamborgur-
um, samlokum, nachos, pastaréttum
og pítsum, auk aðalrétta. Ættu því allir
að geta fundið eitthvað sem hugurinn
girnist. Einn notandi segist ekki hafa
verið svikinn. Þvert á móti. „Maturinn
var svo góður að þegar við áttuðum
okkur á því að við myndum keyra aftur í
gegnum Selfoss í kringum hádegi á leið
okkar aftur til Reykjavíkur, urðum við að
stoppa þar aftur.“
Lindin - Laugarvatn
Lindin er veitingastaður við Laugarvatn
sem býður bæði upp á bistro-matseðil
og seðil með for-, aðal- og eftirréttum.
Staðurinn fær fjóra og hálfa stjörnu frá
123 notendum og leggur hann áherslu
á að gestir smakki bæði „villt og sætt“.
Einn notandi TripAdvisor mælir með
matnum á Lindinni, en ekki síst út-
sýninu. „Ég mæli með þessum veitinga-
stað. Fyrir utan mat og huggulegt
andrúmsloft, er þar einnig stórkostlegt
útsýni yfir Laugarvatn.“
Halldórskaffi - Vík
Á Halldórskaffi er úrval hamborgara,
samloka, flatbaka, auk for-, aðal- og
eftirrétta. Staðurinn fær fjórar stjörnur
á TripAdvisor, frá 125 notendum. Einn
notandi er mjög ánægður með matinn.
„Góður heimaeldaður málsverður og
mjög ljúffeng eplabaka í eftirrétt!“ segir
hann og enn fremur að dóttir hennar
hafi gleymt húfunni sinni á veitinga-
staðnum, sem starfsfólkið sendi endur-
gjaldslaust heim til þeirra í Noregi.
Humarhöfn - Höfn
Líkt og nafnið gefur til kynna sérhæfir
Humarhöfn sig í humri, sem veiddur
er af innfæddum. Veitingastaðurinn
fær fjórar og hálfa stjörnu, frá 150 not-
endum. Einn notandi sem segist hafa
búið á Íslandi í tæpt ár þegar hann fór á
Humarhöfn á Höfn í Hornafirði, skrifar:
„Æðislegur veitingastaður, sama hver
samanburðurinn er. Ljúffeng humarsúpa
(sennilega sú besta sem ég hef fengið
á Íslandi!), nýbakað brauð, frábær
humarpitsa – allt borið fram af hinu
ótrúlega vingjarnlega og hugulsama
starfsfólki.“
Vinsælar fótboltaferðir
Uppselt um páskana, en boðið upp á fjölmargar ferðir helgina eftir
F
erðir á leiki í enska boltanum
njóta jafnan mikilla vinsælda
meðal Íslendinga, enda óvíða
jafn mikill áhugi á enska boltan-
um og hér á landi. DV skoðaði hvaða
ferðir er hægt að fara í með íslensk-
um ferðaskrifstofum í kringum pásk-
ana. Það er skemmst frá því að segja
að uppselt er í nánast allar ferðir um
páskana sjálfa, en fyrstu helgina eftir
páska er nóg úrval í boði.
Gaman ferðir bjóða upp á mesta
úrvalið af ferðum, en hægt er að kaupa
ferðir á nokkra leiki helgina 25. til 27.
apríl næstkomandi. Meðal annars er
hægt að fara á leik Manchester United
og Norwich og kostar sú ferð 99.900
krónur. Innifalið í verðinu er flug og
gisting í tvær nætur auk miða á leik-
inn. Samkvæmt heimasíðu Gaman
ferða er einnig í boði ferð á leik Liver-
pool og Chelsea. Áhugasamir þurfa þó
að hafa hraðar hendur enda einungis
tvö sæti eftir. Sú ferð kostar 155.900, en
gist er í þrjár nætur. Brottför er föstu-
daginn 25. apríl. Auk þess eru í boði
ferðir á leiki Fulham og Hull, Crystal
Palace og Manchester City og Arsenal
gegn Newcastle. Nánari upplýsingar
má nálgast á vef Gaman ferða.
Vita ferðir bjóða einnig upp á ferðir
á leiki í enska boltanum. Líkt og Gam-
an ferðir býður Vita upp á ferð á leik
Liverpool og Chelsea sem fram fer
sunnudaginn 27. apríl. Flug og gisting í
þrjár nætur með morgunverði og miði
á leikinn kostar 124.500 á mann í tví-
býli. Vita býður einnig upp á ferð á leik
Manchester United og Norwich. Flug
og gisting í þrjár nætur með morgun-
verði og miða á leikinn kostar 106 þús-
und krónur. n
Frábær skemmtun Enn eru
lausir miðar á leik Liverpool og
Chelsea. Áhugasamir verða þó
að hafa hraðar hendur enda mun
vafalítið seljast upp í ferðirnar.