Dagblaðið Vísir - DV - 21.03.2014, Blaðsíða 35

Dagblaðið Vísir - DV - 21.03.2014, Blaðsíða 35
Skrýtið 35Helgarblað 21.–24. mars 2014 Flugvélar sem hurfu sporlaust Mál málanna í heims- fréttunum síðustu daga er dularfullt hvarf flugvélar Malaysia Airlines, MH 370, sem ekkert hefur spurst til í tæpan hálfan mánuð. Fleiri dæmi eru til um dularfulla, en umfram allt sorglega, atburði sem tengjast flugvélum; sum- ar hafa horfið á meðan ógæfa virðist vera tengd ákveðnu flugnúmeri. Breska blaðið Mirror tók saman lista yfir eftirminni- leg og dularfull flugslys. 1 Hvarf í hringferðinni Amelia Earhart, frumkvöðull innan fluggeirans, var fyrst kvenna til að fljúga yfir Atlantshafið. Árið 1937 gerði hún tilraun til að fljúga í kringum hnöttinn fyrst kvenna. Þann 2. júlí það ár hvarf vél henn- ar en um borð var einnig siglinga- fræðingurinn Fred Noonan. Síð- ast var vitað um ferðir hennar við Howland-eyju í Kyrrahafinu. Mörg- um kenningum hefur verið varp- að fram um hvarfið. Flestir telja að vél hennar hafi einfaldlega orðið eldsneytislaus og brotlent í sjón- um, en aðrir halda því fram að hún hafi verið njósnari fyrir Franklin D. Roose velt Bandaríkjaforseta og verið handsömuð af Japönum. Hvað sem því líður hefur ekkert spurst til vélar- innar frá árinu 1937. 2 Skotin niður af Bretum? Tónlistarmaðurinn Glenn Mill- er var vinsæll á fimmta áratug síð- ustu aldar og sumarið 1944 var hann á ferðalagi vítt og breitt um Bret- landseyjar ásamt hljómsveit banda- ríska flughersins. Í desember var ætlunin að fljúga með lítilli rellu frá Englandi til Parísar. Síðast spurð- ist til vélarinnar yfir Ermarsundi, en hvernig hvarfið bar að er enn þann dag í dag ráðgáta. Enginn skortur hefur þó verið á kenningum. Sum- ir telja að Bretar hafi óvart skotið vélina niður, en á þessum tíma stóð seinni heimsstyrjöldin sem hæst. Þýski blaðamaðurinn Udo Ulfkotte, hjá Bild, hélt þeirri langsóttu kenn- ingu fram að Miller hafi komist til Frakklands en einfaldlega dáið úr hjartaáfalli á vændishúsi í París. 3 Flug 19 og Bermúda- þríhyrningurinn Þann 5. desember 1945 hurfu sex litlar flugvélar Bandaríkjahers spor- laust og þar með varð til goðsögnin um Bermúdaþríhyrninginn. Fimm þessara véla lögðu af stað nánast samtímis frá Fort Lauderdale í Flór- ída. Eftir að vélarnar höfðu verið á lofti í um einn og hálfan tíma til- kynntu flugmennirnir, hver á fætur öðrum, að þeir væru áttavilltir og gætu ekki borið kennsl á kennileiti fyrir neðan þá. Þrátt fyrir tilraunir til að vísa mönnunum rétta leið tókst það ekki og er talið að allar vélarn- ar hafi farist, en 14 voru um borð. Sjötta flugvélin, vél sem var send til að leita að vélunum fimm, hvarf einnig. Allir þrettán sem voru um borð í henni voru taldir af. 4 Dularfulli Morse-kóðinn Mörgum spurningum var ósvarað þegar Star Dust-vél, í eigu breska flugfélagsins British South American Airlines (BSAA), hvarf í flugi milli Buenos Aires í Argent- ínu og Santiago í Chile. Þann 2. ágúst 1947 lagði vélin af stað og var ferðinni heitið yfir Andes-fjöll. Það er skemmst frá því að segja að vél- in komst aldrei á áfangastað, en áður en hún hvarf barst frá henni Morse-kóðinn STENDEC. Æ síðan hafa getgátur verið uppi um þýðingu kóðans. Sumir halda því fram að geimverur hafi verið að verki en aðr- ir að vélin hafi verið sprengd vegna viðkvæmra gagna sem einn farþeg- anna var að fara með til Chile. 50 árum eftir hvarfið, árið 1997, fannst flak vélarinnar í Andes-fjöllum. 5 Flaug inn í storm Önnur BSAA-vél, Star Tiger, hvarf á leið sinni frá Santa Maria á Asoreyjum til Bermúda snemma árs 1948. 25 farþegar voru um borð, en veður var vont þegar lagt var af stað. Áætlað var að flugið tæki tólf tíma og vegna hálofta- vinda flaug vélin tiltölulega lágt. Sterkir vindar gerðu það að verk- um að vélina bar af leið og þurfti að fljúga inn í öflugan storm til að komast til Bermúda vegna hættu á eldsneytisskorti. Stærri vél af tegundinni Lancastrian flaug á undan vélinni og lenti hún heilu og höldnu. Hvorki sást tangur né tetur af Star Tiger-vélinni. Talið er að vélin hafi brotlent í sjón- um vegna þess hve lágt hún flaug eða að hæðarmælir um borð hafi bilað. 6 Flugnúmerið 191 Þessi örgrein vísar ekki til til- tekinnar flugvélar heldur til flug- númersins 191 og nokkurra atburða tengdum þessari tölu á undanförn- um 40 árum eða svo. Eitt mann- skæðasta flugslys í bandarískri flugsögu varð árið 1979 þegar vél American Airlines, með flugnúmer- ið 191, brotlenti nokkrum mínútum eftir flugtak í Chicago. Alls lést 271 í slysinu. Árið 1967 fórst flugvél af tegundinni X-15, með flugnúmer- ið 191, í tilraunaflugi með þeim af- leiðingum að flugmaður vélarinnar lést. Árið 2012 fékk flugmaður vélar JetBlue Airways, með flugnúmerið 191, hræðslukast sem varð til þess að farþegar þurftu að binda hann niður. Nokkur flugfélög eru hætt að nota þetta flugnúmer, að sögn Mirror. 7 Rannsókn leiddi ekkert í ljós Enn ein flugvél BSAA hvarf á flugi frá Bermúda til Jamaíku þann 17. jan- úar 1949. Vélin var sambærileg Star Tiger-vélinni sem talið er að hrapað hafi í sjóinn ári áður, en ólíkt henni lagði vélin af stað í björtu og góðu veðri. Einhverra hluta vegna átti vél- in í miklum vandræðum með fjar- skiptasamband. Vélin komst aldrei á áfangastað og leit að 20 farþegum og áhöfn var hætt átta dögum síð- ar. Rannsókn á hvarfinu leiddi ekk- ert í ljós, en Don Bennett, fram- kvæmdastjóri BSAA á þeim tíma, hélt því fram að báðum vélunum hafi verið grandað að yfirlögðu ráði. Þá sagði hann að Clement Atlee, fyrrverandi forsætisráðherra Bret- lands, hafi fyrirskipað að hvarf vél- anna yrði ekki rannsakað frekar. 8 Sjálfsvíg aðstoðarflugstjóra 217 létust þegar vél á vegum Egypt Airlines fórst í Atlantshafi í október 1999. Vélin lagði af stað frá New York og var ferðinni heitið til Kaíró. Skömmu eftir flugtak brotlenti hún úti fyrir ströndum Massachusetts. Gamil el-Batouty, aðstoðarflugmað- ur vélarinnar, hafði fengið áminn- ingu fyrir kynferðislega áreitni frá framkvæmdastjóra EgyptAir, en svo vildi til að hann var í vélinni þegar hún fórst. El-Batouty hafði fengið þau skilaboð frá framkvæmdastjór- anum að þetta yrði hans síðasta flug fyrir flugfélagið. El-Batouty á að hafa svarað um hæl að þetta yrði einnig síðasta flug hans. Talið er að þegar flugstjórinn hafi farið á klósettið hafi El-Batouty tekið vélina af sjálf- stýringu og stýrt henni í hafið. 9 Mistök og bilun Airbus 330-vél Air France hvarf yfir Atlantshafi þann 1. júní 2009 á leiðinni frá Brasilíu til Frakklands með 228 innanborðs. Samkvæmt úttekt sérfræðinga er talið að ískristallar hafi valdið því að sjálfstýring vélarinnar bilaði. Áhöfn vélarinnar reyndi að leysa vandamálið en það tókst ekki sem varð til þess að vélin hrap- aði í sjóinn. 50 lík fundust fyrstu mánuðina eftir slysið, en svarti kassi vélarinnar fannst ekki fyrr en í maí 2011. 104 lík til viðbót- ar fundust í kjölfarið. Enn hafa jarðneskar leyfar 74 farþega um borð ekki fundist. Talið er að samspil bilunar og röð mistaka flugmanna hafi átt stærstan þátt í því að vélin fórst. Dularfullt Mörg dularfull flugslys hafa orðið í flugsögunni. Hvarf flugs MH 370 er þó með þeim undarlegri í sögunni. Einar Þór Sigurðsson einar@dv.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.