Dagblaðið Vísir - DV - 21.03.2014, Blaðsíða 56

Dagblaðið Vísir - DV - 21.03.2014, Blaðsíða 56
Helgarblað 21.–24. mars 2014 23. tölublað 104. árgangur Leiðbeinandi verð 659 kr. dv.is/frettaskot askrift@dv.is Sími 512 7000 Mikki refur! „Best hrun ever“ n Blaðamaðurinn Andrés Magnússon skýtur fast á Árna Páll Árnason, formann Sam­ fylkingarinnar, á Facebook­síðu þess síðarnefnda. Árni Páll skrifar stöðuuppfærslu þar sem hann gagnrýnir hve mikið nú­ verandi ríkisstjórn einblíni á verk fyrri ríkisstjórnar. „Þeir rétt­ læta alla stefnumörkun, allar sínar gerðir og aðgerðaleysi með vísan til síðustu ríkisstjórnar, hvað hún gerði eða gerði ekki,“ skrifar formaðurinn. Andrés er þó fljótur að svara og skrifar: „Við megum ekki gleyma því, að hér varð hrun. Risahrun. Best hrun ever. Bara ekki prófa sam­ ræðustjórnmálin aftur. OK?“ Netverjar björguðu Jóhannesi n Netverjar voru ekki lengi að koma leikaranum Jóhannesi Hauki Jóhannessyni til bjargar á fimmtudag þegar hann spurði hvort einhver lumaði á tusku­ dýri úr IKEA, svipuðu því sem dóttir hans hafði átt og týnt. Dýrsins var sárt saknað og leit­ aði Jóhannes á náðir Facebook til að leita svipaðan bangsa uppi. Vinir hans voru fljótir að taka við sér og ekki leið á löngu þar til sama tegund hafði fund­ ist á sölusíðunni eBay og er nú fljótt og örugg­ lega á leið til landsins. „Að mér skuli ekki hafa dottið þetta í hug,“ sagði Jóhannes og bætti við: „Nú er bara að bíða.“ Kattafár á Facebook n Ég hef ákveðið að hefja „ham­ ingjusamar kisur,“ viku til að auka vonandi jákvæðni og gleði ykkar og annarra fésbókarvina,“ sagði Eygló Harðardóttir, velferðarráð­ herra á dögunum og skoraði með­ al annars á nokkra aðstoðarmenn íslenskra ráðherra að taka þátt í að deila slíkum myndum. Jóhannes Þór Skúlason, aðstoðarmaður Sig­ mundar Davíðs Gunnlaugssonar, lætur sitt ekki eftir liggja og birti á fimmtudag kattarmynd af afskap­ lega hressum ketti. Þar dró til tíð­ inda enda hefur helsta hlutverk hans á Facebook ver­ ið að deila Eurovi­ son­slögurum, nýjum og göml­ um með vinum sínum, enda Jó­ hannes annálað­ ur Eurovison­ aðdáandi. Spurningin um aðild að Evrópusambandinu er stærri og mikilvægari en svo að einstakir stjórnmálaflokkar eða ríkisstjórnir eigi að ráða svarinu. Alþingi ber að sýna þjóðinni þá virðingu að leggja framhald aðildarviðræðna Íslands og Evrópusambandsins í dóm allra Íslendinga. Þess vegna er hafin undirskriftasöfnun á vefnum Þjóð.is þar sem skorað er á Alþingi að leita þjóðarviljans. Alþingismenn starfa í umboði okkar. Látum þá vita hvað við viljum og skrifum undir. www.þjóð.is SAMST ÖÐUFUN DUR 4 Fjölmen num á A usturvö ll kl. 15 -16 laugard aginn 2 2. mars Fjölskyldusaga í Washington Útrás leikrits Mikaels Torfasonar, aðalritstjóra 365 miðla L esendur Fréttablaðsins hafa í vikunni ugglaust orðið varir við umfjöllun blaðsins um uppsetn­ ingu á leikriti aðalritstjóra 365, Mikaels Torfasonar, í Washington. Raunar hefur enginn fjölmiðill fjallað eins mikið um sýninguna og Frétta­ blaðið en Mikael er tíðum til umfjöll­ unar í miðlum 365. Viðtal birtist við aðalleikkonu verksins og sambýliskonu Mikaels, Elmu Stefaníu Ágústsdóttir, í síðasta helgarblaði og í vikunni var sagt frá því á baksíðu blaðsins að leikritið, fjöl­ skyldusagan Harmsaga, hefði hvorki meira né minna en „slegið í gegn“ í bandarísku borginni. Ekki nóg með að leikarar Harmsögu hafi unnið „leik­ sigur“ heldur „hrifust“ gagnrýnendur af allri umgjörð verksins, samkvæmt Fréttablaðinu. Önnur eins velgengni íslensks leikrits í útlöndum er líklega fáheyrð. Sá sem átti einna mestan heiður af því að koma leikriti Mikaels á framfæri í Washington er starfsmað­ ur sendiráðs Íslands í borginni, Skafti Jónsson, en eiginkona hans, Kristín Þorsteinsdóttir, er stjórnarmaður hjá 365 og fyrrverandi starfsmaður Baugs. Tengsl þeirra hjóna við 365 eru því nokkur og því kannski ekki óeðlilegt að liðkað sé til fyrir aðalritstjóranum. Einnig er fróðlegt að það var dóttir þeirra, Ólöf Skaftadóttir, sem tók viðtal helgarblaðs Fréttablaðsins við eigin­ konu Mikaels, um leikritið. Sagan á bak við uppsetningu verksins erlendis og kynninguna á því er því orðin skemmti­ lega fjölskylduleg. Mikael skrifar leikrit og sambýliskona hans leikur aðalhlut­ verkið; blaðið sem hann ritstýrir segir miðla mest frá útrás verksins sem eig­ inmaður Kristínar stjórnarmanns, Skafti diplómati, kemur til leiðar og það er svo dóttir Skafta og Kristínar og undirmaður Mikaels sem tekur viðtal við sambýliskonu hans í dagblaði sem hann stýrir. n Velgengni í Washington Mikael ásamt sambýliskonu sinni, aðalleikkonu verksins.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.